Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Page 33
53
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000
I>V Tilvera
DV-MYNDIR S
Þeir fiska sem róa
Sigurður Björnsson trúbador hampar
hér Forsetabikarnum svonefnda en bik-
arinn sá eru sigurlaun þess sem fyrstur
kemur í mark í árlegum kappróöri kajak-
manna fyrir Bessastaöanes. Siguröi á
hægri hönd er silfurverðlaunahafinn
Gunnar Sæmundsson en Sævar Úlfars-
son hlaut bronsverðlaunin.
Gullbræður börðust til sigurs
Bræöurnir Kjartan Róbertsson
og Ingimundur Róbertsson
kepptu á tveggja manna kajak í
Bessastaöaróörínum og upp-
skáru sigur og þennan forláta
bikar auk gullverölaunapeninga.
Ertþú naglfastur?
Söngvakeppnin á næsta leiti:
Stokkhólmur
kallar
- lendir ísland í 19. sæti?
Nú fer að styttast í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva sem
haldin verður i kúluhýsinu Globen í
Stokkhólmi laugardaginn 13. maí.
Á fostudagskvöldið kemur hefur
ríkissjónvarpið kynningu á lögun-
um 24 sem taka þátt í keppninni og
verða leikin þrjú lög á hverju kvöldi
fram að keppni.
Fyrsta kvöldið verða leikin lögin
frá ísrael, Hollandi og Bretlandi en
íslenska lagið, sem heitir Tell me og
er eftir Örlyg Smára en Einar Ágúst
Víðisson og Telma Ágústsdóttir
syngja, verður kynnt mánudaginn
8. maí ásamt lögunum frá Belgíu og
Kýpur. Lagið bar sigur úr býtum í
sérstakri forkeppni sem fór fram í
sjónvarpsþættinum Stutt í spunann
en það voru sjónvarpsáhorfendur
sjálfir sem áttu kost á að velja fram-
lag okkar að þessu sinni með síma-
vali. Óhætt er að segja að útsetning
lagsins Tell me hafi tekið miklum
breytingum frá því það var flutt í
Stutt í spunann og flestir virðast
sammála um að þær hafi verið mjög
til bóta enda hefur lagið þegar náð
talsverðum vinsældum hérlendis.
Keppnin í Stokkhólmi er vitan-
lega sýnd í beinni útsendingu í sjón-
varpinu og hefst dagskráin klukkan
19.
Þess má geta að í fyrri
söngvakeppnum hafa það verið
söngkonur sem hafa farið með sigur
af hólmi í sex skipti af hverjum tíu
en pör í ríflega fimmtungi tilfella.
Samkvæmt samantekt einnar af fjöl-
mörgum heimasíðum á Netinu sem
helgaðar er söngvakeppni munu
Eistar vinna keppnina að þessu
sinni en íslendingar lenda í 19. sæti
miðað við tölfræði fyrri ára.
Fyrst Selma, svo Einar og Teima
Selma Björnsdóttir náði frábærum árangri í Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstööva /' fyrra og var aöeins hársbreidd frá fyrsta íslenska sigrínum í
keppninni. í ár eru þaö Einar Ágúst Víöisson og Telma Ágústsdóttir sem
keppa fyrir íslands hönd.
Gatnamálastj órinn
í Reykjavík
E.BACKMAN AUQL ÝSINGASTOFA