Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 13 DV Mögnuð ævintýrastemning Helgi Pálsson var jafnaldri Jóns Leifs og einn af fyrstu meðlimum Tónskáldafélags íslands. Hann lét þó ekki eftir sig margar tónsmíðar og í dag er tónlist hans ekki oft leikin. Undirritaður hefur t.d. aldrei heyrt strengjakvartett Helga sem Eþos- kvartettinn flutti á tónleikum Kamm- ermúsikklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið. Verkið er í ný- klassískum stíl, tíu tilbrigði við eigið tema, og þar á eftir er fúga. Tilbrigð- in eru létt og innileg og létu svo þægilega í eyrum á tónleikunum að þau hljómuðu nánast eins og dinner- tónlist. En í fúgunni byrjuðu meltingar- truílanirnar; það var eins og Helgi hefði ekki áttað sig á hvemig hann átti að vinna úr grunnhugmyndun- um og endaði verkið því í lausu lofti. Fúgur eru vandmeðfamar, reglurnar stífar og þarf mikið hugmyndaflug til að týnast ekki í formúlum og klisj- um. Ekkert er eins leiðinlegt og illa samin fúga, og er það ástæða þess að fúga hefur verið skilgreind sem tón- verk þar sem hljóðfærin koma inn eitt og eitt i einu og áheyrendumir ganga út einn og einn í einu. Eþos-kvartettinn skipa fiðluleikar- arnir Auður Hafsteinsdóttir og Gréta Guðnadóttir, Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Leikur þeirra var nokkuð varfæmislegur í byrjun tónleikanna en svo sóttu þau í sig veðrið og fluttu kvartett Helga af öryggi og smekkvísi. Sterk hughrif Næst á dagskrá var strengjakvartett í F-dúr op. 135 eftir Beethoven. Kvartettinn er einn af síð- ustu verkum meistarans og svo mikið snilldar- verk að manni verður orða vant. Hér verður ekki einu sinni gerð tilraun til að vera með einhverj- ar kjánalegar útskýringar á borð við þær sem maður les gjaman í tónleikaskrám, því svona tónsmíð er um eitthvað sem ekki er hægt að tjá með orðum. Leikur fjórmenninganna var í heild fallegur, samspilið gott og allar hendingar og lag- línur eðlilega mótaðar. Fyrsta fiðlan var að vfsu dálítið sár á efstu tónunum en túlkunin var sann- færandi og kallaði fram sterk hughrif hjá undir- rituðum. Þegar það gerist skipta smávægilegir hnökrar engu máli. Svipað var uppi á teningnum í síðasta verkinu á efniskránni, kvartett nr. 2 í a-moll op 51/2 eftir Brahms. Þetta er einstaklega formfögur tónlist með magnaðri ævintýrastemningu, laglínurnar hrífandi og framvindan hnitmiðuð. Flutningur Eþos-kvartettsins var stórglæsilegur, túlkunin bæði skáldleg og kraftmikil. Greinilegt er að hér eru andríkir listamenn á ferðinni, og voru þetta prýðilegir tónleikar. Jónas Sen Af Kristjönu og stuðsveit Samúels Finnsk-íslenskur kvintett Kristjönu Stefánsdóttur kom fram á Kaffi Reykjavík síðast- liðið fostudagskvöld fyrir troðfullu húsi. Kristjana og finnska söngkonan Páivi Turpeinen hófu tónleikana á Stolen Moments eftir Oliver Nelson sem hljómaði mjög skemmtilega í flutningi þeirra. Þær skiptust á í öðr- um lögum. Sú flnnska söng þjóðlag frá Finnlandi sem var ekki ýkja áhugavert þótt fal- legur væri söngurinn. Krist- jana gerði frábæra atlögu að laginu Joumey to Iceland eft- ir Tómas R. við ljóð W.H. Audens; pottþéttur ilutning- ur. Lokalag fyrir hlé var búlgarskt þjóðlag flutt með nokkrum ærslum, léttúðugt og hressilegt. Gunnlaugur — ......... Guðmundsson bassaleikari, Anssi Einar Lehtivouri trommari og Agnar Már Magnússon pianóleikari skiluðu undirleiknum Kristjana Stefánsdóttir Geröi frábæra atlögu að laginu Journey to lceland eftir Tómas R. með miklum sóma. Því miður varð rýnir frá að hverfa er hér var komið sögu. Gafst hann upp á að standa upp á endann sætis- laus og vitlaus í skapinu eft- ir að hafa lent í troðningi miklum og stympingum og álpast til að skyggja á útsýni manna og kvenna og hlotið að launum ónotalegar at- hugasemdir og olnbogaskot. Það átti sér líka stað í KafFi- leikhúsinu kvöldið áður að seldir voru miðar langt um fram sætafjölda. Þó er gaman að vita til þess að djasshátíð- in skuli vera vel sótt. Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar hélt uppi fjör- inu fyrri part laugardags- kvöldsins á hinum títtnefhda stað, Kaffi Reykjavík. Flutt var tónlist sem Samúel samdi og útsetti fyrir útskriftartónleika sína úr Tónlistarskóla FÍH síðastliðið vor. Hæfileikar piltsins eru ótvíræðir á þessum sviðum og mætti hann hiklaust gefa gaum að slíku í framtíðinni. Aðallega voru verkin fónk- eða bræðingsættar og, eins og tónlist hljómsveitarinnar Jagúars, minna þau helst á músík áttunda áratugarins. Þá mátti heyra viðlíka bræðingstilraunir hjá stór- sveitum Bills Watrous og Maynard Fergusons og líka í músik Donald Byrds og Chucks Mangione, að ógleymdum síðari plötum Blood, Sweat and Tears. Það er ekkert víst að Samúel hafi einmitt pælt í músík fyrrnefndra en eitthvað er honum þessi tími hugleikinn. Þetta andrúmsloft kemur ekki sist fram í notkun vává-pedala (við bassann, meira að segja), hljóðgervils Daða Birgissonar og bjagaðs sándsins úr Rhodes-píanói hans og gítar- riffanna hjá Ómari Guðjónssyni. Samúel er líka prýðilegur básúnuleikari og tók mörg ágætis sóló sem og aðrir sólistar. Plássins vegna verða hér engin nöfn nefnd frekar en minnst á kostulegt quica-sóló Helga Svavars slagverkamanns. Verkin Jógúrt, Hvað?, Lególand með síendur- tekinni lúpu í 7/8 sem sólóað var yflr og Pi eru sannarlega vel frambærileg verk og öll voru þau flutt af mikilli spilagleði hljómsveitarmanna. Ingvi Þór Kormáksson I177KI J Wmmmma fl REYKJAVIKUR X -1«. SEPTeMIER 200« Pönnuköku- djass og úrvals harðbopp Einn dagskrárliður djasshátíðar var Pönnu- kökudjass. Reyndar á músík Johns Lewis, sem kvartett víbrafónleikarans Reynis Sigurðssonar flutti, ekkert meira sameiginlegt með pönnukök- um en öðrum kökum eða hverju sem er en þetta var síðdegistónlist á Hótel Borg og ágætt að fá pönsur með kaffinu. Því miður missti pistilritari af fyrri hluta tónleikanna og flutningi á verkinu Conversations eftir Gúnther Schuller þar sem strengjakvartett kom við sögu. Tókst sá flutning- ur mjög vel að sögn fróðs manns. Þórir Baldurs- son á píanó, Birgir Bragason bassaleikari og Birgir Baldursson trommari ásamt Reyni fóru allnákvæmlega í útsetningar John Lewis á ýms- um elstu verkum Modern Jazz Quartets. Fyrsta lag eftir hlé var trommuþátturinn úr La Ronde svítunni sem hljóðrituð var 1955 og svo mátti heyra Django sem fyrst var hljóðritað árið áður. Bluesology og Aftemoon in Paris voru á sínum stað og slúttað með Bag’s Groove. Þetta var mjög huggulegt og Hótel Borg kjörinn staður fyrir þessa músík. Jazzhátið Reykjavikur með Friðrik Theódórs- son í fararbroddi á þakkir skildar fyrir að bjóða upp á þá ágætu listviðburði sem einkennt hafa 10 ára afmælishátíðina. Ekki síst má þakka fyrir að fá hingað í lokahnykkinn Kvintett Dave Hollands. Þótt Holland væri sjálfur fjarri góðu gamni vegna skyndilegs andláts sonar hans voru það samt tónsmíðar hans sem hljómuðu í ís- lensku óperunni að kvöldi sunnudags. Eitt verk- ið, Metamorphosis, var reyndar eftir básúnuleik- arann Robin Eubanks. Bassaleikarinn Lonnie Plaxico, staðgengill Hollands, og Eubanks eiga sér einna lengsta frægðarsögu liðsmanna hljóm- sveitarinnar en hinir eru að slá I gegn f vin- sældakosningum djasstímarita ytra. Chris Potter hefur vakið athygli út fyrir raðir djassgeggjara með leik sínum á nýjasta diski Steely Dan og tón- leikaferð í kjölfarið. Ef til vill kom mest á óvart frábær leikur víbrafónleikarans prófessorslega, Steve Nelson, og trommarans Billy Tilson. Ljóst er að allir eru þessir menn í fremstu röð nútímadjassleikara og reyndar algerir töframenn hver á sitt hljóðfæri. Það var talsverð harðbopp keyrsla i gangi sem kann að hafa komið sumum á óvart en ljóðræn augnablik inni á milli. Snarstefjun er ríkur þátt- ur í tónlistinni og einleikskaflar langir. Hætt er við að einhverjum hefði leiðst þófið hefðu spilar- arnir ekki haft jafn ríkulegan aðgang að gnægta- brunni hugmynda og raun bar vitni. Var þeim fagnað ákaflega að lokum. Takk fyrir. Ingvi Þór Kormáksson ______________Meniúng Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Bókmenntahátíð Á Bókmenntahátíð í Iðnó í kvöld lesa upp Jógvan Isaksen, spennu- sagnahöfundur frá Fær- eyjum, Nora Ikstena frá Lettlandi, Ivan Klima frá Tékklandi og okkar eigin Sjón og Pétur Gunnarsson. Á morgun miðvikudag er engin dagskrá yfir dag- inn, þá verður farið með gesti hátíðar- innar í Reykholt til Snorra, en annað kvöld lesa 1 Iðnó erlendu stórstimin Kerstin Ekman, André Brink og A.S. Byatt, og með þeim verða landar okk- ar Margrét Lóa Jónsdóttir og Einar Kárason (á mynd). Hugmynd að bókmenntasögu Félag íslenskra fræða gengst fyrir opinberum fyrirlestrum í Skólabæ í vetur og verður sá fyrsti annað kvöld kl. 20.30. Þá flytur dr. Gottskálk Þór Jensson erindið „Recensus, Conamen, Idea, Specimen, Apparatus sive Sci- agraphia? - Hugmyndin að íslenskri bókmenntasögu." Allir eru hjartan- lega velkomnir. í erindinu verður almennt sagt frá fyrstu íslensku tilraununum til ís- lenskrar bókmenntasöguritunar á lat- ínu og sérstaklega fjallað um lítið rannsakað samstarf íslendings og Þjóðverja í þessu skyni á þriðja ára- tug 18. aldar. Fundarstjóri er Örn Hrafnkelsson. CAPUT í Salnum CAPUT-hópurinn heldur afar athyglis- verða tónleika i Saln- um annað kvöld kl. 20 í samvinnu við M- 2000. Á efnisskrá er frumflutningur á verkum eftir Sunleif Rasmussen, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Atla Ingólfsson. Öll eru verkin samin sérstaklega fyr- ir CAPUT-hópinn. Hópurinn er stór á þessum tónieikum, alls fimmtán manns auk stjórnandans, Guðmundar Óla Gunnarssonar. Siðareglur sagnfræðinga Á aoalfundi Sagnfræðingafélags ís- lands í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 19.30 verður borin upp tillaga um siðareglur félags- ins. Hægt er að kynna sér þær á heimasíðu félagsins á vefslóðinni: www.akademia.is/saga. Forstöðumaður Þjóðmenningar- hússins, Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, mun áður en fundur hefst leiða félagsmenn um nýuppgerð salarkynni safnsins. Þá flytja Agnar Helgason mannfræðingur og Sigrún Sigurðardóttir líffræðingur fyrirlest- ur sem þau nefna Uppruni Islendinga. Orgeltónleikar I Kvöld kl. 20 held- ur banda- ríski org- anistinn Andrew Paul Holm- an tónleika á Noack orgel Lang- holtskirkju. Hann hefur spilað á tón- leikum víða um Bandaríkin og gert sér far um að kynna tónlist frá Norðurlöndunum á tónleikum sín- um þar. Að sama skapi hefur hann lagt sig eftir að leika verk eftir banda- rísk tónskáld á tónleikum sínum á Norðurlöndunum. Á efnisskrá eru verk eftir Dieterich Buxtehude (1637-1707), Niels W. Gade (1817-1890), Kjell Mork Karlsen (f. 1947), Daniel Pinkham (f. 1923) og Jo- hann Sebastian Bach (1685-1750). Raddirnar hljóðna Síðustu tónleikar Radda Evrópu verða í Bergen í Noregi í kvöld. Kór- inn söng í Santiago de Compostela á Spáni á sunnudagskvöldið og þar eins og annars staðar voru viðtökurnar geysigóðar. Eftir kvöldið í kvöld fara öll ungmennin til síns heima en þau eru sem kunnugt er frá öllum menn- ingarborgunum niu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.