Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 19 Helgarblað DV Russell Crowe birtir slysamyndir Rusell Crowe hefur gengið fram af aðdáendum sínum með spítala- myndum. Leonard og aukakílóin Draumaprins unglingsstulkna um gervalla plánetuna, Leonardo DiCaprio, er sagður vera í all- nokknnn vandræðum. Haft er fyrir satt að stjaman hafi sökkt sér með of- forsi niður i ítalska matargerð og sé orðinn þybb- inn og kjör- þyngdin sé fyrir bí. DiCaprio dvelur um þessar mund- ir í Róm við tökur á kvik- mynd Scorcese, Gangs of New York. Að sögn Rómar- blaðsins H Messagero er DiCaprio orðinn svo þéttur að hann getur gengið um götur Rómar án þess að þekkjast. Orsökin er sögð of mikið pasta og rauðvín og of lítil hreyfing. Leikstjórinn Martin Scorcese hefur tekið til sinna ráða og látið setja upp sérstakan æfmgasal í hótelíbúð stjömunnar. Starfsfólkið þar segir reyndar að hann hagi sér afar einkennilega og láti t.d. aldrei þvo fótin sín heldur hendi þeim eftir notkun en talsmenn leikarans vísa öllum slíkum sögusögmnn á bug og segja að þeirra maður sé í fullkomnu jafnvægi og frábæra formi og stundi líkamsrækt reglulega. Liam Neeson í mynd Sigurjóns írski stórleikarinn kemur til með að leika í kvikmynd sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. Þetta kemur fram í netmiðlinum Mr. Showbiz. Myndin heitir K-19 og fjallar um áhöfn rússnesks kjamorkukafbáts sem þarf að glíma við yfirvofandi bilun í kjamaofni og ónýtt fjar- skiptakerfi í þokkabót. Undir for- ystu Harrisons Fords, sem leikur skipherrann, og Neesons, sem leik- ur næstráðanda um borð, berjast rússnesku dátamir hetjulega til að koma í veg fyrir stórkostlegt kjarn- orkuslys. Myndin verður að liluta til tekin á íslandi. Leikarinn vinsæli, Russell Crowe, er seinheppinn um þessar mundir. Við sögðum frá þvi á dögunum að hann hefði slasast við kvikmyndatök- ur undir stjóm Jodie Foster í kvik- myndinni Flora Plum. Russell meidd- ist mikið á öxl og óljóst hvenær hann getur snúið aftur til starfa og ljóst að tökur myndarinnar tefjast verulega af þessum sökum. Russell vill helst ekki að aðdáendur hans gleymi sér og því hefur hann eða samstarfsmenn hans gripið til þess ráðs að birta myndir af lækn- isaðgerðum til bjargar öxl leikar- ans á Netinu. Það einkennilega kemur í ljós að netfiklum og aðdá- endum Crowes þykja ljósmyndir sem sýna nákvæmlega hvemig öxl- in var sett saman og hvað voru fleygaðir margir stálnaglar í hana, ekkert sérstaklega aðalaðandi. Þvert á móti hafa borist kvörtunar- bréf um að þessar myndbirtingar séu á mörkum þess siðlega. Sally Field segist vera búin að mlssa algerlega allan áhuga á karl- mönnum. Sally Field missir áhugann Leikkonan vinsæla og virta, Sally Field, hefur lýst því skýrt og skorinort yflr að hún ætli aldrei aftur að giftast og hafi misst allan áhuga á karlmönn- um. Hún gengur svo langt að lýsa því yflr í viðtölum að það sé eitthvað bein- línis ónáttúrulegt að sofa í sama rúmi og einhver karl, deila með honum fata- skáp og yfirhöfuð finnst henni nálægð- in við karlmenn óþægileg. Sally hefur að baki langan feril og farsælan í kvikmyndum og hefur feng- ið fleiri en ein óskarsverðlaun. Ástalif hennar hefur ekki verið mikið í sviðs- ljósinu ffam til þessa þegar áhugaleysi hennar kemst í fréttir. Það er því ekki vitað enn hvað varð til þess að fröken Field missti trúna á karlmönnum. Æ Packard Bell WM' Club 2600 rgjörvi Celeron 600 Flýtiminni 128Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 7,5 GB Skjákort Á móðurborði Skjár 17” CD-Rom 40 x 3D hljóð Fjöldi radda 128 Hátalarar Dimand Faxmótald 56k - V.90 Fax verð í dag 114.900 kr. Á laugardögum er opið hjá okkur allan veturinn, enda er þessi dagur gráupplagður til að líta í rólegheitum á hið gríðarlega úrval sem verslun okkar hefur að bjóða heimili þínu. Laugardagur til lukku segir máltækið og við heiðrum það með nokkrum einstökum tilboóum alla laugardaga og trompum svo herlegheitin einu sinni í mánuði með Stuttum «*•> laugardegi, þar sem Tombólur, Sparigrísir, 2 fyrir 1 og ótal verðsprengjur hljóma um allan Lágmúlann. Ryksuga CE 220,2 • 1500 wött • 350 sogwött • Stiglaus styrkstillir • Fimmfalt fielterakerfi • Breytilegur soghaus • Tveir fylgihlutir verð í dag 9.900 kr. © YAMAHA RXV 396 heimabíómagnari með útvarpi dolby digital _ 5x80w Verð 37.900 kr ■ I ■ ift ■ ■ m verð í dag 29.900 kr. Örbylgjuofn R-212 20 lítra 800W B:45 H:30 D36 sm. verð I dag 9.900 kr. Tölvur, prentarar, faxtæki Skrifstofuhúsgögn og -stólar . **!*)%S* * <* BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Leonardo DiCapro er sagður vera hlaupinn í spik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.