Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 ÐV Tilvera Barnaóperan Stúlkan í vitanum verður frumsýnd í íslensku óperunni á morgun: Stúlka fer úr turni í vita Öllum 5. bekk grunnskóla Reykjavíkur er boðið í íslensku óperuna: Tíu ára börn í Operuna Á m'orgun, kl. 14.00, frumsýnir ís- lenska óperan Stúlkuna í vitanum, nýja óperu fyrir börn og unglinga eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Text- inn er eftir Böövar Guðmundsson en hann sækir meginefni verksins í sögu Jónasar Hallgrímssonar, Stúlkan í turninum. Óperan er samin og sviðsett í til- efni af 50 ára afmæli Tónmennta- skóla Reykjavíkur og er uppfærsla verksins samstarfsverkefni íslensku óperunnar, Tónmenntaskóla Reykjavikur, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Reykjavíkur, Menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Einmana stúlka í óperunni er sögusvið ævintýrs- ins gamla fært til nútímans. Ung stúlka býr ásamt vinnuþjökuðum foreldrum sínum í afskekktu vita- varðarhúsi og er oft ein heima. í einsemd sinni ráfar hún inn í gamla vitatuminn en lendir þá í klóm Óhræsisins sem lagt hefur undir sig vitann ásamt hyski sínu, skugga- böldrum og skrugguvöldum. Óhræs- ið reynir bæði með fagurgala og hótunum að telja stúlkuna á að slást í hópinn en hún lætur sér ekki segj- ast. Með hjálp pilts, sem er einn af Piiturinn og stúlkan Dóra Steinunn Ármannsdðttir og ívar Helgason fara meö hlutverk piltsins og stúikunnar á móti Guðríði Þóru Gísladótt- ur og Jökli Steinþórssyni. þrælum Óhræsisins, tekst henni að yfirbuga Óhræsið og frelsa skugga- baldrana og skrugguvaldana, sem í raun eru krakkar á hennar aldri. Þorkell Sigurbjömsson stjómar hljómsveitinni, sem er skipuð nem- endum og'kennurum Tónmennta- skóla Reykjavíkur, en leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Ákvað 5 ára að verða söng- kona Með hlutverk stúlkunnar fara til skiptis Dóra Steinunn Ármanns- dóttir og Guðríður Þóra Gísladóttir og hlutverk piltsins ívar Helgason og Jökull Steinþórsson. Bergþór Pálsson er í hlutverki Óhræsisins. Börn úr Tónmenntaskóla Reykja- vikur syngja, leika og dansa hlut- verk skuggabaldra og skrugguvalda DV tók þau Dóru Steinunni og ívar tali og spurði þau fyrst um for- sögu þess að þau eru nú á fjölum ís- lensku óperunnar. Dóra Steinunn er 16 ára. „Ég er á 6. stigi í Söngskól- anum, byrjaði í Kórskóla Langholts- kirkju 8 ára og er enn að syngja í Gradúalekómum, svo hef ég verið fjögur ár í píanónámi," segir Dóra Steinunn sem kveðst hafa ákveðið 5 ára gömul að leggja fyrir sig söng. „Ég byrjaði 8 ára í Stúlknakór Öldutúnsskóla," segir ívar, sem er á 8. stigi í Söngskólanum en byrjaði söngnámið í Tónlistarskólanum í Hafnarflrði. Hann er 24 ára gamall. Verður að grípa tækífærið ívar söng 11 ára gamall í Litla sót- aranum í íslensku óperunni þannig að hann hefur áður staðið þar á sviði og Dóra Steinunn tók þátt í uppfærslu Óperunnar á Aidu síðast- liðinn vetur. Þau eru bæði mjög ánægð með uppsetningu óperunnar. „Mér finnst tónlistin mjög fLott,“ segir Dóra Steinunn, „og boðskap- urinn er líka góður.“ Hún segist einnig vera mjög hrifin af textanum og því hvernig sagan er færð til nú- tímans. „Hann fer líka svo skemmti- lega með orðin.“ Þeim Dóru Steinunni og ívari finnst óperan eiga mikið erindi til barna. „Það eru sett upp mörg barnaleikrit á ári en mörg ár líða á milli þess sem settar eru upp barna- óperur þannig að fólk verður aö^ grípa tækifærið," segir ívar. -ss Dv-MYND PJETUR Ohræsið freistar Stúlkan stenst þó freistingarnar og tekst aö frelsa hyski Óhræsisins með hjálp eins úr hópnum. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur býð- ur öllum tíu ára bömum í grunn- skólum Reykjavíkur i óperuna í til- efni af menningarborgarárinu. Skólasýningar hefjast á þriðjudag og halda áfram næstu tíu daga. Sýn- ingarnar hefjast klukkan ellefu ár- degis og hefur hverjum skóla verið úthlutað ákveðinni sýningu. Á síðasta skólaári var óperan Stúlkan í vitanum kynnt fyrir kenn- urum þáverandi fjórða bekkjar. Sam- starfshópur aðstandenda verkefnis- ins gerði bækling með hugmyndum fyrir kennara til að vinna með ævin- týrið. Nemendur Grandaskóla mynd- skreyttu bæklinginn og Fræðslumið- stöð Reykjavikur gaf hann út. Hljóm- diskur með tveimur lögum úr sýn- ingunni var einnig geflnn út. Óskað er eftir því að kennarar veki athygli nemenda á ævintýrinu Stúlkunni í turninum og tengi það væntanlegri óperusýningu. Þá er vonast til að nemendur læri lögin og geti sungið þau með á sýningunum. í samstarfshópnum, sem vann að samstarfinu og gerð bæklingsins, voru Stefán Edeistein, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Þor- kell Sigurbjömsson tónskáld, Þórdís Guðmundsdóttir tónmenntakennari og Matthildur G. Guðmundsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heilum árgangi grunn- skólabama í Reykjavík er boðið í ís- lensku óperuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.