Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 ÐV Tilvera Barnaóperan Stúlkan í vitanum verður frumsýnd í íslensku óperunni á morgun: Stúlka fer úr turni í vita Öllum 5. bekk grunnskóla Reykjavíkur er boðið í íslensku óperuna: Tíu ára börn í Operuna Á m'orgun, kl. 14.00, frumsýnir ís- lenska óperan Stúlkuna í vitanum, nýja óperu fyrir börn og unglinga eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Text- inn er eftir Böövar Guðmundsson en hann sækir meginefni verksins í sögu Jónasar Hallgrímssonar, Stúlkan í turninum. Óperan er samin og sviðsett í til- efni af 50 ára afmæli Tónmennta- skóla Reykjavíkur og er uppfærsla verksins samstarfsverkefni íslensku óperunnar, Tónmenntaskóla Reykjavikur, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Reykjavíkur, Menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Einmana stúlka í óperunni er sögusvið ævintýrs- ins gamla fært til nútímans. Ung stúlka býr ásamt vinnuþjökuðum foreldrum sínum í afskekktu vita- varðarhúsi og er oft ein heima. í einsemd sinni ráfar hún inn í gamla vitatuminn en lendir þá í klóm Óhræsisins sem lagt hefur undir sig vitann ásamt hyski sínu, skugga- böldrum og skrugguvöldum. Óhræs- ið reynir bæði með fagurgala og hótunum að telja stúlkuna á að slást í hópinn en hún lætur sér ekki segj- ast. Með hjálp pilts, sem er einn af Piiturinn og stúlkan Dóra Steinunn Ármannsdðttir og ívar Helgason fara meö hlutverk piltsins og stúikunnar á móti Guðríði Þóru Gísladótt- ur og Jökli Steinþórssyni. þrælum Óhræsisins, tekst henni að yfirbuga Óhræsið og frelsa skugga- baldrana og skrugguvaldana, sem í raun eru krakkar á hennar aldri. Þorkell Sigurbjömsson stjómar hljómsveitinni, sem er skipuð nem- endum og'kennurum Tónmennta- skóla Reykjavíkur, en leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Ákvað 5 ára að verða söng- kona Með hlutverk stúlkunnar fara til skiptis Dóra Steinunn Ármanns- dóttir og Guðríður Þóra Gísladóttir og hlutverk piltsins ívar Helgason og Jökull Steinþórsson. Bergþór Pálsson er í hlutverki Óhræsisins. Börn úr Tónmenntaskóla Reykja- vikur syngja, leika og dansa hlut- verk skuggabaldra og skrugguvalda DV tók þau Dóru Steinunni og ívar tali og spurði þau fyrst um for- sögu þess að þau eru nú á fjölum ís- lensku óperunnar. Dóra Steinunn er 16 ára. „Ég er á 6. stigi í Söngskól- anum, byrjaði í Kórskóla Langholts- kirkju 8 ára og er enn að syngja í Gradúalekómum, svo hef ég verið fjögur ár í píanónámi," segir Dóra Steinunn sem kveðst hafa ákveðið 5 ára gömul að leggja fyrir sig söng. „Ég byrjaði 8 ára í Stúlknakór Öldutúnsskóla," segir ívar, sem er á 8. stigi í Söngskólanum en byrjaði söngnámið í Tónlistarskólanum í Hafnarflrði. Hann er 24 ára gamall. Verður að grípa tækífærið ívar söng 11 ára gamall í Litla sót- aranum í íslensku óperunni þannig að hann hefur áður staðið þar á sviði og Dóra Steinunn tók þátt í uppfærslu Óperunnar á Aidu síðast- liðinn vetur. Þau eru bæði mjög ánægð með uppsetningu óperunnar. „Mér finnst tónlistin mjög fLott,“ segir Dóra Steinunn, „og boðskap- urinn er líka góður.“ Hún segist einnig vera mjög hrifin af textanum og því hvernig sagan er færð til nú- tímans. „Hann fer líka svo skemmti- lega með orðin.“ Þeim Dóru Steinunni og ívari finnst óperan eiga mikið erindi til barna. „Það eru sett upp mörg barnaleikrit á ári en mörg ár líða á milli þess sem settar eru upp barna- óperur þannig að fólk verður aö^ grípa tækifærið," segir ívar. -ss Dv-MYND PJETUR Ohræsið freistar Stúlkan stenst þó freistingarnar og tekst aö frelsa hyski Óhræsisins með hjálp eins úr hópnum. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur býð- ur öllum tíu ára bömum í grunn- skólum Reykjavíkur i óperuna í til- efni af menningarborgarárinu. Skólasýningar hefjast á þriðjudag og halda áfram næstu tíu daga. Sýn- ingarnar hefjast klukkan ellefu ár- degis og hefur hverjum skóla verið úthlutað ákveðinni sýningu. Á síðasta skólaári var óperan Stúlkan í vitanum kynnt fyrir kenn- urum þáverandi fjórða bekkjar. Sam- starfshópur aðstandenda verkefnis- ins gerði bækling með hugmyndum fyrir kennara til að vinna með ævin- týrið. Nemendur Grandaskóla mynd- skreyttu bæklinginn og Fræðslumið- stöð Reykjavikur gaf hann út. Hljóm- diskur með tveimur lögum úr sýn- ingunni var einnig geflnn út. Óskað er eftir því að kennarar veki athygli nemenda á ævintýrinu Stúlkunni í turninum og tengi það væntanlegri óperusýningu. Þá er vonast til að nemendur læri lögin og geti sungið þau með á sýningunum. í samstarfshópnum, sem vann að samstarfinu og gerð bæklingsins, voru Stefán Edeistein, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Þor- kell Sigurbjömsson tónskáld, Þórdís Guðmundsdóttir tónmenntakennari og Matthildur G. Guðmundsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heilum árgangi grunn- skólabama í Reykjavík er boðið í ís- lensku óperuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.