Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Heimsmeistaraeinvígið í London: Kasparov nálægt sigri Setið yfir skáborðinu Garrí Kasparov og Vladimir Kramnik tefia um heimsmeistaratitilinn. 1 fyrradag var tefld þriðja einvíg- isskákin í heimsmeistaraeinvíginu í London þar sem Garri Kasparov og Vladimir Kramnik tefla um heims- meistaratitilinn. Upp á teningnum varð sama byrjun og í fyrstu skák- inni, Berlinar-afbrigðið í spánska leiknum. Kasparov bætti tafl- mennsku sína og um tíma virtist sem Kramnik gæti sig hvergi hreyft. En hann lék djörfum peðs- leikjum og staðan varð nokkuð flók- in. Eftir talsverðar sviptingar vann Kaspaov peð en það dugði honum ekki til sigurs. Hvitt: Garrí Kasparov (2849) - Svart Vladimir Kramnik (2770) Spænski leikurinn, Berlinaraf- brigðið. London, 12.10. 2000 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5. Þetta er hið margfræga Berlín- arafbrigði sem tryggir hvítum ör- uggt frumkvæði. Lasker gamli heimsmeistari tefldi svona oft en það þarf hugaða menn til að gefa Kasparov svona frumkvæði. En liðs- afli er jafn. Svona til gamans má geta þess að til er afbrigði i þessari stöðu, 7. Re4, og var teflt á alþjóða- skákmótinu á Húsavík 1985 af séra Lombardy og skákgárungamir köfl- uðu Húsavíkurruslið. 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7 10. b3 h6 11. Bb2 Kc8 12. Hadl b6 13. Re2 c5 14. c4 Bc6 15. Rf4 Kb7 16. Rd5 Re7 17. Hfel Hg8 18. Rf4 g5. Djarfur peðsleikur sem gefur svörtum færi á að losa um sig á kostnað peðastöðu sinnar. Skák- skýrendur í London voru hneyksl- aðir á þessu og töldu að það yrði brátt um Kramnik. Það hefur örrugglega farið vel í taugamar á Kaspa að geta ekki knúið fram sig- ur úr þessari stöðu. En spumingin er hvort Kramnik leggur afbrigðið á hilluna. 2 jafntefli með þessari byrj- un er ágætt og tími kominn á að skipta um byrjun?! 19. Rh5 Hg6 20. Rf6 Bg7 21. Hd3 Bxf3 22. Hxf3 Bxf6 23. exf6 Rc6 24. Hd3 Hf8 25. He4 Kc8 Hér var 26. h4 e.t.v. betra framhald. 26. f4 gxf4 27. Hxf4 He8 28. Bc3 He2 29. Hf2 He4 30. Hh3 a5 31. Hh5 a4 32. bxa4 Hxc4 33. Bd2 Hxa4 34. Hxh6 Hg8 35. Hh7 Hxa2 36. Hxf7 Re5 37. Hg7 HflB. Hér hefði 38. h4 gefið betri vinn- ingsmöguleika. En staðan er við- kvæm og Kaspi hefur ekki viljað leggja of mikið á stöðuna; tap i þess- ari skák hefði fengið flesta skák- menn til að glotta að honum! 38. h3 c4 39. He7 Rd3 40. Í7 Rxfl2 41. He8+ Kd7 42. HxflB Ke7 43. Hc8 Kxf7 44. Hxc7+ Ke6 45. Be3 Rdl 46. Bxb6 c3 47. h4 Ha6 48. Bd4 Ha4 49. Bxc3 Rxc3 50. Hxc3 Hxh4 51. Hf3 Hh5 52. Kf2 Hg5 53. HflB Ke5 0,5-0,5. Staðan er fræðilegt jafntefli. Það verður teflt 1 dag og á morgun, sunnudag. í DV á mánu- dag verður fjallað um skákirnar. Er tími Kasparovs að líða sem sterkasta skákmanns heims? Haustmót TR Haustmótið er eitt af skemmti- legri mótum ársins og í A-riðli hef- ur Kristján Eðvarðsson (2275) tekið forystuna með 3,5 v. af 4 möguleg- um. Stefán Kristjánsson (2405) kem- ur svo næstur með 3 v. 3.-5. Páll Agnar Þórarinsson, 2240, Sævar Bjarnason, 2350, og Arnar E. Gunn- arsson, 2305, 2,5, 6.-7. Sigurður Daði Sigfússon, 2260, 2, Davíð Kjartans- son, 2150, 2 v. Margar skákir hef ég birt á síðum DV með þessu afbrigði. Líklega les Davíð ekki DV því fljótlega fer hann út úr fræðunum og tapar skjótt. Hvítt: Davíð Kjartansson - Svart: Kristján Eðvarðsson Sikileyjarvöm. Haustmót TR. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 a6 7. g4 e5 8. Rf5 g6 9. g5 gxf5 10. exf5. d5 Þetta er flækjuafbrigðið, og ég endurtek, sem Guðmundur Sigur- jónsson og Helgi Ólafsson gerðu frægt á alþjóðaskákmótinu i Nes- kaupstað 1985. Skákinni lauk með jafntefli. Undanfarin misseri hefur það komist í tísku aftur og margir reynt að bæta taflmennsku þeirra félaga og hafa skákir ýmist unnist á hvítt eða svart. Ég hef verið dugleg- ur að birta þær skákir en þessi skák er gott dæmi um að hættulegt er að fóma manni í byrjun og hafa ekki kynnt sér fræðin. Venjulega er leik- ið hérll. Df3 d4 12. 0-0-0 Rbd7 og 1 skákinni Alexei Shirov-Peter Svidler 17.08. 2000, á minningarmóti Rubinsteins í Póllandi, var leikið 13. Bd2 Dc7 14. Bd3 Rc5 15. gxfB dxc3 16. Bxc3 Dc6 með flóknu tafli. En Davíð veliu: skrýtið framhald og verður einfaldlega manni undir. 11. gxf6 d4 12. Bc4 Dc7 13. De2 dxc3 14. 0-0-0 Bxf5 15. Hhgl Rd7 16. Hg5 Bg6 17. Hxd7 Dxd7 18. Bf4 Bh6 0-1. Hverafugla þarf aö „sjóða“ í köldu - sumar heimildir segja að þeir hafi horfið við jarðskjálftann 1734 vatni Náttúrufræðistofnun Islands hélt um daginn blaðamannafund þar sem hún kynnti nýjan válista fyrir íslenska fúgla. Listinn er hinn glæsilegasti, fróðlegur, faflegur og fræðandi. í hon- um er gerð grein fyrir stofnstærð, bú- setusvæði og lífsháttum 31 fuglateg- undar sem er i hættu og einnar sem er útdauð, þ.e. geirfuglsins. Undirritaður er mikill áhugamaður um rómantíska náttúruff æði og fannst því vanta tilfinnanlega umfjöllun um eina tegund á listanum og það var hverafúglinn. Hverafuglar voru fyrr á öldum eitt helst framlag íslendinga til fuglafræðinnar þó að þeir séu flestum gleymdir nú á tímum og að öllum lík- indum útdauðir. Þjóðsögur, sagnir og gamlar nátt- úrufr æðibækur geyma sögur og lýsing- ar á hverafuglum og ýmsir merkir menn hafa ekki treyst sér til að neita tilveru þeirra. Séra Snorri á Húsafelli segir frá hverafuglum í bæklingi sem hann rit- aði um íslenska náttúrufræði og Egg- ert Ólafsson neitar ekki tilveru þeirra í ferðabók sinni. Stinga sér í sjóðandi vatn Sögur um hverafugla eru nær ein- göngu þekktar úr Ámes- og Rangár- vallasýslum, enda mest um hveri á því svæði. Þeirra varð helst vart í Ámes- sýslu og mest bar á þeim i kringum aldamótin 1700 og fram á átjándu öld. En sumar heimildir segja að þeir hafi horfiö við jarðskjálflann 1734. Hverafuglum er lýst sem litlum, dökkum sundfuglum með langan háls og líka öndum. Sumir segja að þeir séu mógráir, ljósari á bringunni og með hvítan hring í kringum augun. Gogg- urinn er sagður frammjór og vængim- ir litlir. Fuglamir hcilda sig í og við heita hveri og hafa menn séð þá stinga sér niður í sjóðandi vatnið. Séra Snorri Bjömsson á Húsafeili segir að hverafuglar séu mjög algengir en styggir. Hann segir að menn hafi stundum skotið hverafugla til matar en að það sé ekki hægt að sjóða þá í heitu vatni eins og annan mat. Hvera- fúgla þarf að „sjóða“ í köldu vatni og tekur um eina og hálfa klukkustund að matreiða þá. Þeir þykja þokkalegir á bragðið en „nokkurt kuldabragð er af þeim“. Jón Ólafsson Grunnvíkingur var á sínum tima engan veginn sannfærður um tilvist hverafugla og sagðist ekki mundu trúa á slíka fugla nema vegna þess að „trúverðugir, ráðvandir og jafnvel lærðir menn segðust hafa séð til þeirra". Jón sagði einnig vita til þess að einfaldir menn teldu þá vera sálir fordæmdra en lagði lítinn trúnað á slíkt. Hann hefúr þó vaðið fyrir neð- an sig og viðurkennir að „eflaust sé margt í náttúrunni sem við skiljum ekki og ekki sé alltaf rétt að neita ein- hveiju af því menn hafl ekki séð það sjálfir". Brynjúlfúr Jónsson frá Minna-Núpi segir frá því í bók sinni, Dulrænar smásögur, að einu sinni hafi Vigfús Þorvarðarson, bóndi í Flóa, verið á leið yfir Hellisheiði. Hann var orðinn nokkuð svangur þegar hann kom til Hveragerðis og ákvað þvi að sjóða sér grásleppu í hver rétt við veginn. Þegar hann kom að hvemum sá hann að mó- brúnn fugl á stærð við spóa var að synda í honum. Þegar Vigfús kom nær sá hann fuglinn stinga sér í hverinn og hverfa. Vigfús, sem var sannorður maður, sagðist hafa séð bólumar er komu upp af fuglinum. Furöuleg nýjung í náttúru- fræðinni Talsvert er fjallað um hverafugla í ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar. Þeir félagar segjast ekki hafa séð þá og telja hverafugla vera eitt af undrum náttúrunnar þar sem þeir syndi í sjóðandi vatni. Eggert og Bjami fóm nokkrar ferðir út að Akrahver í Hveragerði og biðu það tímunum saman en urðu fúglanna ekki varir. Niðurstaða þeirra er sú að langflestir íslendingar trúi því að hér sé um raunverulega fugla að ræða. Sumir halda þó að þeir séu ímyndun eða missýning sem komi ffarn í hvera- guflmni en aðrir telja þá drauga eða sálir ffamliðinna. Eggert og Bjami segjast ekki vilja blanda sér í deil- una mn það hvort hvera- fúglar séu raunverulegir eða ekki. Það veldur þeim þó miklum heilabrotum hvemig fúglamir geti lifað í sjóðandi heitu vatni. „En ef við hins vegar ætlum að telja þetta náttúrulega fugla þá veldur það allmiklum vandræðum, jafnvel þótt fúglamir haldi sig ekki í sjóðandi vatni heldur syndi aðeins skamma stimd tfr þess að skríða niður í holur á jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra og hin harða húð á nefi þeirra og fótum gæti ef tO vifr þolað hitann og jafhvel haldið vatninu ffá líkama þeirra. En hvað á að segja um augun? Þau hlytu að vera með aOt öðrum hætti en augu annarra dýra, er menn þekkja, ef þau ættu að þola þennan hita.“ Þeir velta einnig fyrir sé hvemig blóðið í fuglum sé og hvemig þeir fari að því að kafa vegna þess að blóðið í fúglum sé yfirleitt létt. „Ef menn hins vegar vOja gera skriðdýr úr hverafugl- um þá er ef tO vOl auðveldara að skýra tOveru þeirra. En ef þetta era venjuleg- ir fúglar þá era þeir í sannleika mikO og furðuleg nýjung í náttúrufræðinni." Fuglar sem halda síg við volgrar Ólafúr Nielsen, fuglaffæðingur hjá Náttúruffæðistofhun, segir að menn hafi oftast túlkað sögumar um hvera- fugla út frá því að þetta séu fuglar sem haldi sig við volgrur og kaldavermsl á vetuma. „Þetta em aðafrega hrossagaukar og keldusvín en það er fráleitt að þeir syndi í sjóðandi hverum. Keldusvín- ið er mjög felugjam fugl og það er einna helst að menn sjái hann skjótast og skríða inn í holur." Séu hverafuglar og keldusvín einn og sami fúglinn kann það að vera skýringin á fækkun hverafugla á und- anfómum áratugum. Keldusvíni hefur fækkað mjög hér á landi og ekki er vit- að tO þess að það hafl verpt hér síðan 1963 og óttast menn að íslenski varp- stofninn sé liðnm undir lok. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.