Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________JOV Olafur Haukur Símonarson er mikilvirkastur íslenskra leikskálda Hér situr höfundurínn í hópi ieikara í Hafnarljarðarleikhúsinu en hann hefur skrifað fyrir hópinn leikritið Vitleysingana sem mun vera 27. verk hans sem er fært á svið. s Olafur og Vitleysingarnir - methafi íslenskra leikskálda skrifar fyrir Hafnfirðinga „Ég tók clö mér þetta verk- efni fyrir Hafnarfjaröarleik- húsiö á miöjum síðasta vetri og eftir aö nokkur drög höföu fœöst og dáið hófust œfingar sl. vor. Þetta er leik- rit sem er skrifaö sérstaklega fyrir þennan leikhóp og fjall- ar þess vegna um nokkrar ungar manneskjur á aldrin- um milli þrítugs og fertugsf segir Ólafur Haukur Símon- arson leikskáld um tildrög þess aö hann settist viö skriftir og samdi leikritiö Vitleysingana sem frumsýnt var í Hafnarfjarðarleikhús- inu í gœrkvöld. Olafur hefur skrifað 27 leik- rit að þessu meðtöldu en einnig samið skáldsögur, lög, söngtexta og sitthvaö fleira sem til listsköpunar getur talist. Hans fyrsta leikverk var byggt á sögu Guðbergs Bergssonar Andrókles og ljónið og var sýnt af leikhópnum Andróklesi í Kaupmannahöfn 1972. 1 þeirri sýningu steig Ólafur á svið í fyrsta og eina sinn á ferlinum. „Niðurstaðan af því var afar skýr. Ég ætlaði ekki að verða leikari." Hann lýsir hinu nýja verki sínu svo að það fjalli um alvarlega hluti þrátt fyrir léttúðugt nafn en þó sé fólki gefinn kostur á að hafa af nokkra skemmtan. „Mér finnst skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með þessum unga leikhópi sem frá upphafi hefur haft það markmið að sýna einungis íslensk verk, gömul og ný.“ Kominn fram úr Arnold og Bach Ólafur er mikilvirkasta leikskáld okkar tíma og hefur fyrir löngu séð fleiri leikrit eftir sig á sviði en nokkurt annað íslenskt skáld. Hann fór fram úr Jökli, Jónasi Árnasyni og Guðmundi Steinssyni fyrir mörg- um árum og gott ef hann er ekki kominn fram úr Arnold og Bach. Flest verka hans hafa verið sett upp í Þjóðleikhúsinu og nægir að nefna verk eins og Gauragang, Hafið, Þrek og tár og Kennarar óskast til þess að rifja upp feril mikilla vinsælda sem Ólafur og Þjóðleikhúsið hafa notið og má segja að hafi varað með hlé- um í um tíu ár. En hvert þeirra fannst honum best? „Sýningin á Þreki og tárum var afar heilsteypt og ég er viss um að það leikrit ásamt Hafinu á eftir að lifa hvað lengst, en annars er af- skaplega ertitt fyrir mig að draga eitthvert eitt út úr. Mér fannst sjáif- um Kennarar óskast tæpast hafa verið metið að verðleikum. Ég vildi gjarnan sjá það aftur á sviöi og þá minna sviði en það var skrifað fyrir lítið svið þó það hafnaði á stóra sviði Þjóðleikhússins.“ Sópa gólfiö á lúsarlaunum En þýðir samstarf hans við Hafn- arfjarðarleikhúsið að eitthvert hlé hafi orðið á samstarfi hans við Þjóð- leikhúsið? „Leikhúsin á íslandi kaupa tilbúnar kassa- uppsetningar að utan og œfa þau upp á 6-8 vikum. Það eru verk sem hafa gengið í gegnum langt og þrautreynt vinnsluferli með forsýn- ingum og endurbótahléum. “ „Alls ekki. Það er nýtt leikrit eft- ir mig niðri í Þjóðleikhúsi sem ég veit ekki betur en verði sett á dag- skrá næsta vetur. Hins vegar er gott að breyta til. Vinnan í leikhópi eins og Hafnarfjarðarleikhúsinu er auð- vitað að því leyti frábrugðin vinnu í stóru ríkisreknu leikhúsi að menn vinna meira á sínum eigin forsend- um, hafa kannski meiri áhrif á ákvarðanir, en fá auk þess lúsar- laun, sópa gólfin, selja miðana og setja sig í stórar skuldir til að geta stundað vinnuna." Vantar allt raunsæi Það er stundum kvartað undan deyfð í íslenskum leikskáldum og talað um að þau leikrit sem sett eru upp íslensk séu ekki nógu góð. Er þetta réttmæt gagnrýni? „Sagan segir okkur að þau ís- lensku leikrit sem ná að spegla sinn samtíma fái betri aðsókn en önnur verk. Það er gríðarlega flókið og erfitt ferli að frumsemja leikrit. Góð leikskáld má telja á fmgrum hand- anna, þetta er sérhæfð og erfið grein skáldskapar, kannski sú erfiðasta þvi kviðdómurinn situr I salnum og engin flóttaleið með lélega vinnu. Hér vantar raunsæi í sambandi við það hvemig góð leikrit verða til, það þarf að kosta einhverju til, það þarf að ala upp leikskáld. Leikskáld- in eru bensínið á vélina. Hér vilja menn bara aka eins og aldrei þurfi að setja bensín á tankinn. Að kosta einhverju til í tengslum við leikrit- un er það síðasta sem rekstraraðil- um leikhúsanna dettur í hug að sé nauðsynlegt. Leikhúsin á íslandi kaupa tilbún- ar kassauppsetningar að utan og æfa þau upp á 6-8 vikum. Það eru verk sem hafa gengið í gegnum langt og þrautreynt vinnsluferli með forsýningum og endurbótahlé- um. íslensku leikhúsin ætla svo að grípa nýtt, frumsamið íslenskt verk, jafnvel eftir óreyndan höfund, og koma því skammlaust á svið á 6-8 „íslensku leikhúsin ætla svo að grípa nýtt, frum- samið íslenskt verk, jafn- vel eftir óreyndan höf- und, og koma því skammlaust á svið á 6-8 vikum. “ vikum. Oft vantar alla faglega dramatúrgíska vinnu með höfund- inum og helst eiga íslensku verkin að vera jafngóð eða betri en þau er- lendu. Þetta er óraunsæi og sóun. Fyrir um 10 árum þegar ég var í forsvari fyrir félagi leikskálda þá gerðum við heilmikið átak og mön- uðum leikhússtjóra til að taka fleiri íslensk verk til sýninga. Það bar nokkuð góðan árangur um tíma en mér finnst eins og aftur sé að leggj- ast deyfð yfir þetta. Það er ein frumsýning á nýju ís- lensku leikriti í Þjóöleikhúsinu í vetur. Það er afar fátæklegt, hvað sem veldur." Vildi sjá 10% af mílljaröi til leikskáldanna Frasar um að leikhúsin þurfi að „sýna íslenskri leikritun meiri rækt“ hljóma dálitið klisjukenndir. Gera leikhúsin ekki nóg? „Mér skilst að stóru leikhúsin samanlagt velti um það bil milljarði á hverju ári. Mér þætti ekkert at- hugavert við að 10% þess væri not- að til að kaupa íslensk leikrit og þróa þau til sýninga. Við erum í dag ljósár frá því að ná því hlutfalli. Ef ekki eru gjaldgeng íslensk léikrit á sviði íslenskra leikhúsa þá eru í raun brostnar allar forsendur fyrir þeim opinberu styrkjum sem þessi listgrein nýtur af almannafé. ís- lenskt leikhús er nánast einskis virði án íslenskra leikrita og að styrkja þau ætti að vera fastur og stór liður í starfsemi þeirra.“ Hringferð handritanna Nú halda leikhúsin stundum verðlaunasamkeppnir um íslensk leikrit og nokkur verðlaunaleikrit hafa litið dagsins ljós eftir slíkar keppnir en ekki alltaf hlotið góða dóma. Hvetja slíkar keppnir ekki til grósku í leikritun? „Ég hef aldrei sent leikrit í slíka keppni en ég hef setið í dómnefnd og tel að um það bil 10 höfundar séu að skrifa leikrit af fullri einurð. Það geta komið um 50 handrit inn í svona keppni en það eru aðeins 2-3 sem eru þess virði að líta nánar á þau. Hin koma frá viðvaningum eða fólki sem á ekkert erindi í leikhús- ið. Ég held að flest handrit sem eru send inn séu höfundar þegar búnir að sýna leikhússtjórum og þeir þekkja þau. Þetta eru oft sömu handritin sem koma inn í hverja keppnina eftir aðra. Mér finnst oft vanta fagleg vinnu- brögð í leikritasamkeppnir. í síð- ustu keppni sem Þjóðleikhúsið hélt var enginn í dómnefndinni sem ekki var starfsmaður hússins.“ Fagnað meö skilyrðum Um þessar mundir er mikið rætt um aukna samkeppni leikhúsa og aukið framboð á leiklist. Er slíkt ekki fagnaðarefni öllum leikskáld- um? „Ekki nema það boði að íslensk leikskáld komist í auknum mæli inn í leikhúsin með verk sín. Þau verða að fá tækifæri til að læra handverkið og þroska list sína og það gerist ekki með öðru móti en því að þau sjái verk sín á sviði, jafh- vel þótt gölluð séu. Leikhúsið á að hlúa að nýgræðingnum og menn þurfa að hjálpast að að berja brest- ina úr verkunum." Spáir þú Vitleysingunum vel- gengni? „Það er engin leið að spá fyrir um viötökur. Ef það væri hægt þá sæti ég áreiðanlega ekki hér.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.