Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 27 Helgarblað DV Þjóð- garðar Hugmyndina að stofnun þjóð- garða má rekja til Bandaríkja Norður-Ameríku. Árið 1872 var fyrsti þjóðgarðurinn í heimi stofn- aður um Yellowstone-svæðið. Bret- ar fylgdu í kjölfarið og stofnuðu nokkra þjóðgarða í nýlendum sín- um en Svíar stofnuð fyrsta þjóð- garðinn í Evrópu 1909. Þjóðgarðar hafa verið stofhaðir á tveimur stöðum hér á landl, í Skaftafelli og Jökulsárglúfrum. t hugum tslendinga eru Þingvellir einnig þjóðgarður en svæðið er friðlýst með sérlögum sem helgi- staður allra íslendinga. Vatnajökuil verður gerður að þjóðgarði 2002 og mun hann sameinast þjóðgarðinmn í Skaftafelli. Samkvæmt alþjóðlegum skil- greiningum er þjóðgarður svæði sem friðlýst er fyrst og fremst til að vernda vistkerfíð, eitt eða fleiri, en einnig til þess að tryggja almenn- ingi útivist í náttúrulegu umhverfi. í íslenskum lögum um náttúru- vemd, nr. 44/1999, kemur fram að umhverfisráðherra getur, „að fengnum tiilögum eða áliti Nátt- úruvemdar ríkisins, Náttúrufræði- stofnunar íslands og Náttúravernd- arráðs, lýst landsvæði þjóðgarð, enda sé það sérstætt um landslag, gróðurfar eða dýralíf eða á því hvíl- ir söguleg helgi þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúra- fari sínu og leyfa almenningi að- gang að því eftir tilteknum regl- um.“ -Kip Mannraunir á Vatnajökli: Óveður leiðinlegur farartálmi Fyrsta ferðin yfir Vatnajökul, sem einhverjar heimildir, var far- in 1875. Þá fór Englendingurinn William Lord Watts í tólf daga ferð yfir jökulinn ásamt fimm Is- lendingum. Watts og félagar lentu í miklu óveðri á jöklinum og segir Watts þannig frá í ferðabók sinni: „Það var líkast því sem allir illir andar og stormpúkar jökulsins hefðu komið sér saman um að öskra og ráðast á okkur í einum hóp.“ Watts segir að þrátt fyrir þetta hafi þeim liðið ágætlega en eitt- hvað er þó farið að syrta í lofti hjá þeim þrem dögum seinna þegar Watts skrifar: „Óveður eru for- vitnileg fyrirbæri í náttúranni, en geta vægast sagt orðið leiöin- legur farartálmi, þegar þeim ætl- ar aldrei að linna. Og nú fór að draga af gamanið, að liggja uppi á hæstu bungu Vatnajökuls við minnkandi matarforða og þá til- hugsun að óveðrið kynni að standa í heilan mánuð. Við rædd- um málið vandlega og tókmn þá ákvörðun, ef veðrið batnaði ekki innan tveggja sólarhringa að þá skyldum við láta allt dót eftir nema nesti, áhöld og dagbókina mína og brjótast norður af, hverju sem viðraði - upp á líf og dauöa.“ Veðrinu slotaði um nóttina og Watts og félagar gátu haldið ferð sinni áfram. Ekki tók þó betra við þegar þeir komu niður af jöklin- um því eftir nokkra daga ferð tjölduöu þeir við Herðubreið og lentu í sandstormi. „Blindaðir af sandi og úrvinda af sársauka, sem það olli okkur, bröltum við að pollinum og skoluðum augun. Meðan við vorum að því kom önnur roka, svo hörð að við urð- um að húka á hnjánum með and- litið niðri í vatninu unz hún var liðin hjá.“ -Kip Þjóðleið yfir jökul: N or ðlingalægðin - sjómenn af Norður- og Austurlandi sóttu róðra í Suðursveit og við Hornafjörð Talið er að ferðir yfir Vatna- jökul hafi verið algengar á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Sagnir herma að sjómenn af Norður- og Austurlandi sem sóttu róðra í Suðursveit og við Homafjörð hafi gengið yfir jökulinn í nokk- uð beinni stefnu frá Snæfelli að Hoffelli. Einnig er talið að greið- fært hafi verið lun Norðlinga- lægð en það er ömefni á jöklin- um sem liggur frá Brúarjökli að Breiðamerkurjökli eða Ör- æfajökli. Ömefnið Norðlinga- lægð er ekki eins gamalt og ætla mætti í fyrstu þvi talið er að Sig- uröur Þórarinsson og Jón Ey- þórsson hafi fundið það upp á ijórða áratug tuttugustu aldar- innar. Auðveldasta leiðin yfir jökulinn hefur þó legið frá Suð- ursveit um Staðardal og þaðan yfir jökulinn. Möðrudalskirkja og Skaftafell í landamerkjabók og eignaskrá Möðrudalskirkju frá 1408 segir að kirkjan eigi skógaritök eða „tólf troðsöðla högg í Skaftafells- skógi“ og i Jarðabók frá 1797 kemur fram að Skaftafell eigi ítök fyrir 14 hross í sumarbeit í Möðru- dalslandi en að þau ítök séu ónot- hæf vegna jökuls. Freistandi er að álykta sem svo að þessi ítök séu mjög gömul en að þau hafi ekki verið tekin úr jarðabókum þó þau hafi sjaldan verið notuð. I Jöklariti Sveins Pálssonar frá 1795 minnist hann á gömul munn- mæli um að „smalinn frá Möðru- dal eigi frítt legurúm í Skaftafells- skála og smalinn frá Skaftafelli sömuleiðis í Möðrudalsskála“. í bókinni Leyndardómar Vatna- jökuls eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson er sagt frá munnmælum úr Skaftafelli sem benda til flutninga á skógarvið norður yfir jökla. „Ég hef heyrt sem gamla sögn að fyrir löngu síð- an hafi fundist birkiklyfjar inni í Birkidal; þessir birkiraftar hefðu litið svo út sem þeir heföu verið lagðir til klyfja og hefðu klyf þessi verið fjögur og því sýnilega verið um tvo hestburði að ræða. Birkiklyflar þessar hefðu verið orðnar mjög fúnar svo telja mátti að það væri börkurinn einn sem hélt þessu saman.“ Einnig mun hafa fundist skaflaskeifa í skriðu- hrygg fyrir innan Illagil. Jökullinn liklega minni Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hefur bent á að með áframhaldandi hlýindum sé líklegt að jökullinn hverfi meira eða minna. Magnús segir að menn hafi lengi velt því fyrir sér hvort það hafi verið þjóðleið yfir jökul- inn fyrr á öldum eða hvort hann hafi skipst í nokkra minni jökla en að fáar heimildir séu til um það. „Flest bendir til að Vatnajökull hafi verið til í núverandi mynd en að hann hafi verið töluvert minn á. landnámsöld. Hafi jökullinn verið klofinn jafngildir það því að hann nánast ekki verið til. Ef Vatnajök- ull klofnar í þrjá litla jökla þýðir það að 80 - 90% af ísmassanum hverfur, þykkt jökulsins er háð stærðinni. Það eru til heimildir sem benda til þess að jökulinn hafi verið töluvert minni en hann er i dag. Sagan segir til dæmis að Kári Sölmundarson hafi búið á Breiðá austan við Öræfajökul og að það hafi verið góð jörð en um seytján- himdruð er Breiðá horfin undir jökul. Það má orða þetta á þann veg að lítið sé um beinar sannanir I mál- inu en flestir eru þeirrar skoðunar að jökullinn hafi verið til en minni en hann er í dag. Hann hefur ekki verið klofinn þannig að menn hafi getað gengið á milli jökla. Ef jök- ullinn hefur verið klofinn hefði enginn ís verið á svæði þar sem jökullinn er allt að 800 hundruð metra þykkur í dag.“ -Kip Grímsvötn: Eldsumbrot og jökulhlaup - flóðið gekk svo hátt að emir, hrafnar og fálkar drápust í hreiðrum sínum í Vatnajökli er að finna nokkrar megineldstöðvar, eldsumbrot era tíð í jöklinum og geta fylgt þeim gríðarleg jökulhlaup. í handritasafni Áma Magnússonar er að finna sögu af úti- legumanni sem hét Grímur. Grímur á að hafa átt bústaði við vötn lengst inni á Vatnajökli og era þau kennd við hann og nefnast Grimsvötn. Grimsvötn era 35 ferkilómetra stöðuvatn á botni sigketils í vestan- verðum jöklinum og ofan á vatninu flýtur 250 metra þykk íshella. Gríms- vötn era að öllum líkindum virkasta eldstöð landsins og eitt stærsta jarð- hitasvæði þess. Talið er að gosið hafi yfir 50 sinnum í Grímsvötnum eftir að land byggðist. Við slík gos bráðna ógrynni af ís sem safhast fyrir þar til vatnið lyftir jöklinum og rennur undir hann. Heimildir um jökuihlaup era fáar framan af öldum en árið 1655 varð mikið hlaup í Jökulsá á Fjöllum sem talið er að hafi stafað af eldgosi í Grímsvötnum. Samtímaheimildir segja að flóðið hafi gengið svo hátt að emir, hrafhar og fálkar hafi drepist í hreiðrum sínum. P. H. Resen segir í íslandslýsingu sinni að árið 1684 „hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þak- inn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðs- vegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá." Haustið 1996 komu í ljós tvo stór ketilsig í Vatnajökli. Mjótlega kom í ljós að um fjögura kílómetra löng gossprunga hafði mynd- ast við rætur Bárðar- bungu og lá hún í áttina að Grímsvötnum. Fyrstu daganna eftir að gos hófst hækkaði vatnsborð Grímsvatna um 10 metra á dag og er talið að vötn- in hafi hækkað um 140 metra. Hlaupið úr Gríms- vötnum hófst 5. nóvem- ber og í framhaldi af því æddi Skeiðará fram sem beljandi mósvartur eðju- flaumur og raddi öllu sem fyrir varð úr vegi. Þegar hlaupið var í há- marki er talið að rennsl- ið hafi numið allt að 50.000 rúmmetrum á sek- úndu og var flaumurinn svo mikil að hann fleytti með sér ailt að 2000 tonna jöklum. Skemmdir á mannvirkjum urðu miklar í hlaupinu og brúin yfir Skeiðará eyði- lagðist í þessum hamfór- um og sýnir það að mannanna verk mega sín lítið gegn ofurkrafti náttúruaflanna. -Kip Eldsumbrot Taliö er aö gosiö hafi yfir 50 sinnum í Gríms- vötnum eftir aö land byggöist. Viö slík gos bráöna ógrynni af ís sem safnast fyrir þar til vatniö lyftir jöklinum og rennur undir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.