Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðiö Greint á milli veltuhæstu félaga VÞÍ og annarra Veröbréfaþing Islands tekur í notkun nýtt viðskiptakerfi mánu- daginn 30. október 2000. í tengslum viö það mun viðskiptayfirlitum þingsins verða breytt til samræmis við það sem margar erlendar kaup- hallir gera. í tilkynningu frá VÞÍ kemur fram að stærsta breytingin felst í því að greint verður á milli veltumestu hlutabréfanna og ann- arra hlutabréfa. Nú hafa 11 félög verið valin í flokk veltumestu bréfanna. Þau eru, raðað eftir veltu: fslandsbanki-FBA hf. Landsbanki íslands hf. Samherji hf. Hf. Eimskipafélag íslands Össur hf. Baugur hf. Olíufélagið hf. Marel hf. Búnaðarbanki íslands hf. Tryggingamiðstöðin hf. Opin kerfi hf. ÖU þessi félög voru með saman- lagða veltu á þingi og utan þings yfir 5 milljarða króna síðustu 12 mánuði og markaðsverð þeirra er yfir 10 milljarðar króna. Valið verður endurskoðað tvisvar á ári þannig að nýr listi taki gildi 1. jan- úar og 1. júlí ár hvert. Litið verður til veltu síðustu 12 mánaða og markaðsvirðis á ákvörðunardegi, en skilyrðin eru eðli máls sam- kvæmt breytileg og taka mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að veltu- mestu félögin verði ávallt u.þ.b. 8-12 talsins. Mögulegt er að ný- skráð félag bætist i þennan flokk strax við skráningu ef líkur eru taldar á mikilli veltu með félagið. Einnig er hugsanlegt að félag skráð á Vaxtarlista komist á list- ann. Ef hlutabréf félags teljast til veltumestu hlutabréfanna er svokölluð viðskiptalota bréfanna í viðskiptakerfi Verðbréfaþings um tvöfalt stærri en hjá öðrum félög- um. Viöskipti verða þó möguleg með smæstu fjárhæðir, en þau hafa ekki áhrif á verðmyndun. Einnig má geta þess að veltumestu félögin verða hvött til að birta fréttir sínar á ensku samtímis því að þau birta þær á íslensku til þess að auðvelda erlendum fjárfestum að fylgjast með þeim. Útlánsvextir hækka meira en innlánsvextir Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 3% í 6% í 6 þrepum frá því í byrjun árs í fyrra. Þetta er mikil hækkun á svo stutt- um tima en markmið þessara hækkana hafa verið að styrkja gengisvísitölu íslensku krónunnar og stuðla að minnkandi þenslu. Þessar vaxtahækkanir Seðlabank- ans hafa einnig aukið á vaxtamun- inn milli íslands og annara landa en þessi mikli vaxtamunur hefur oft verið einkennandi fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Stýrivextir Seðlabankans eru mjög öflugt hagstjórnartæki og fylgja aðrir vextir í þjóðfélaginu þessum stýrivöxtum eftir. Þegar borið er saman hvernig aðrir vext- ir í þjóðfélaginu hafa fylgt þessari hækkun stýrivaxta eftir kemur í ljós að hún hefur verið mismikil. Útlán hafa hækkað töluvert meira heldur en innlán og hefur það aukið enn á vaxtamuninn milli inn- og útlána sem er alltof mikill fyrir. í nýlegri skýrslu um samkeppnishæfni landa kemur fram að vaxtamunur milli inn- og útlánsvaxta er hér með því hæsta sem gerist sem ber ákveðinn vott um litla samkeppni á þessum markaði. Hækkun innlánsvaxta lítil Almennar sparisjóðsbækur hafa hækkað um rúmt 1%, úr 0,6% I 1,5%, á þessu tímabili frá byrjun árs 1999 til ágúst í sumar á meðan stýrivextir hafa hækkað um 3%. Þessir litlu vextir eru mjög lágir og töluvert minni en sem nemur al- mennri hækkun vísitölu neyslu- verðs. Peningar þeirra einstak- linga sem hafa sparifé sitt inni á þessum bókum brenna því upp I verðbólgunni um sem nemur 3% á ári. Kjörvextir verðtryggðra skulda- bréfalána hafa hækkað um 1,7%, úr 5,8% í 7,5%, en meðalvextir sömu bréfa um 1,4%, úr 8,5% í 9,9%. Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hafa hækkað úr 8,6% í 13,7% eða um 5,1% en meðalvextir hafa hækkað úr 12,4% í 17,1% eða um 4,6%. Meðalávöxtun nýrra almennra útlána hafa hækkað úr 13,2% í 18% eða um 4,8%. Hækkun dráttarvaxta ber þó höf- uð og herðar yfir allar hinar hækk- anirnar þvi þar hefur hækkunin verið 6,5%, úr 16,5% í 23%. Af þessari upptalningu má sjá að útlánsvextir hafa að jafnaði hækk- að meira en innlánsvextir og er það ekki gott. Þessi þróun er alls ekki fallin til þess að almenningur dragi úr neyslu sinni og auki sparnað sem er af mörgum talinn oflítill. Krónan aldrei veikari Vísitala krónunnar lækkaði nokkuð í talsverðum viðskiptum í gær og stóð í 116,9 í lok dagsins, sem er hæsta gildi vísitölunnar. En hún hefur hæst farið í 116,82 í október 1994 samkvæmt opinberu viðmiðun- argengi Seðlabankans. Krónan hef- ur því veikst um 6,18% frá áramót- um og 8,4% frá því hún var sterkust undir lok apríl á þessu ári. Athygli vekur að sú veiking sem átt hefur sér stað sl. tvo mánuði hefur komið til í tiltölulega litlum viðskiptum sem er öfugt við veikinguna í sum- ar. í samtali við Áma Maríasson, forstöðumann Gjaldeyris- og af- leiðuviðskipta hjá Búnaðarbankan- um, kom fram að veiking krónunn- ar er í takt við árstíðabundnar sveiflur undanfarinna ára, að und- anskildu árinu 1999. Haustin eru tími veikingar vegna aukins út- streymis gjaldeyris sem fer saman við minna innstreymi. Þá hefur að einhverju leyti dregið úr erlendum lántökum fyrirtækja, sem og lántök- um einstaklinga til fjárfestinga. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 212 m.kr. Hlutabréf 93 m.kr. Húsbréf 112 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Eimskip 17 m.kr. Tryggingamiðstööin 15 m.kr. Össur 15 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Flugleiöir 13% 0 Skýrr 3,7% ; 0 Hlutabréfasjóður íslands 2% MESTA LÆKKUN j 0Sláturfélag Suðurlands 8,5% 0Járnblendifélagið 7,7% ; 0Haraldur Böðvarsson 6,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1420,8 stig - Breyting 0,113 % Samstarf Singa- pore Telec. og Bharti Enterprises Singapore Telecommunications, stærsta fjarskiptafyrirtæki Singa- pore, hefur tilkynnt um samstarfs- samning við Bharti Enterprises, sem er stærsta fjarskiptafyrirtækið á Ind- landi í einkaeigu, um 650 milljón doll- ara fjárfestingu í sæstreng. Samning- urinn kveður á um 50-50 hlut og snýr að þvi að leggja 11.800 km langan sæ- streng miili Bombay og Singapore. MESTU VIÐS8IPTI j 0 Össur 438.826 Íslandsbanki-FBA 420.431 Q Baugur 251.022 j 0 Tryggingamiðstöðin 242.277 Eimskip 219.524 O Bakkavör 5 % © SR-Mjöl 4 % Q Vinnslustööin 4 % j Q Lyfjaverslun 2 % Q IWESTA LÆKKUN ▼ 0 Héðinn smiðja -39 % 0 Sláturfélag Suöurl. -28 % 0lsl. hugb.sjóðurinn -27% Oísl. járnblendifélagiö -20 % 0 Hampiöjan -19 % Ríkisstjórn Italíu reynir að frysta innborgun Blu Uppboð á rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma í Ítalíu er í uppnámi eftir að Blu, fjórða stærsta farsímafyrirtæki landsins, dró sig út úr uppboðinu. Er það mikið áfall fyr- ir hina vinstrisinnuðu ríkisstjórn landsins þar sem nú er fyrirsjáanlegt að tekjur af uppboðinu verða aðeins um helmingur þess sem rikisstjórnin hafði gert sér vonir um. WISiTQLUR P DOW JONES 10393,07 O 1,18% i • Inikkei 14840,47 O 2,03% BlliS&P 1398,13 O 0,17% P NASDAQ 3419,79 O 1,41% SSftse 6397,60 O 0,63% r™ DAX 6779,53 O 0,34% Qcac 40 6272,42 O 0,81% m 25.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA ilfapollar 86,520 86,960 SríPund 124,790 125,430 i+l Kan. dollar 56,980 57,330 Dönskkr. 9,6800 9,7330 ÍBiNorskkr 9,0560 9,1060 ““ Sænsk kr. 8,5170 8,5640 n. mark 12,1112 12,1839 I I Fra. frankl 10,9778 11,0438 CfBelg. franki 1,7851 1,7958 Sviss. franki 47,9600 48,2200 Holl. gyllini 32,6765 32,8729 Þýskt mark 36,8179 37,0392 £ | it. lira 0,037190 0,037410 Aust. sch. 5,2331 5,2646 Port. escudo 0,3592 0,3613 1». iSná. peseti 0,4328 0,4354 fl~]Jap.yen 0,799900 0,804700 B 1 írskt pund 91,433 91,982 SDR 110,540000 111,200000 JjSECU 72,0096 72,4423

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.