Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95 ára__________________________ Sigþrúöur Eyjólfsdóttir, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára__________________________ Ólafur Þóröarson, Akursbraut 24, Akranesi. Herdís Einarsdóttir, Lyngbergi, Vestmannaeyjum. 75 ára__________________________ Stefanía Hinriksdóttir, Hringbraut 44, Keflavík. Knútur V. Berndsen, Rúöabakka 4, Blönduósi. 70 ára__________________________ Sigríður Davíösdóttir, Maríubakka 18, Reykjavík. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Garðarsvegi 4, Seyöisfiröi. 60 ára__________________________ Rannveig Aðalsteinsdóttir, Stekkjarkinn 11, Hafnarfiröi. Guöbjörg Guömundsdóttir, Sólgarði, Akureyri. Halldóra Ásmundsdóttir, Hólakoti, Rúöum. 50 ára__________________________ Margrét Ann Rader, Ránargötu 44, Reykjavík. Ragnar Hinriksson, Kleifarseli 1, Reykjavík. Halldóra Jensdóttir, Stífluseli 7, Reykjavík. Sigurborg Bragadóttir, Húsalind 7, Kópavogi. Ingólfur Sigurjónsson, Lyngheiði 14, Kópavogi. Benedikt Björnsson Bjarman, Túnbrekku 4, Kópavogi. Stefanía Guðjónsdóttir, Reykjum, Sauöárkróki. 40 ára__________________________ Ari Stefánsson, Barmahlíö 26, Reykjavík. Ágústa Harðardóttir, Suöurmýri 34, Seltjarnarnesi. Guöný Guömundsdóttir, Skólagerði 10, Kópavogi. Vilhjálmur Ólafsson, Noröurtúni 4, Bessastaðahreppi. Arna Geirsdóttir, Víðigrund, Mosfellsbæ. Jón Óttar Elíasson, Holtagötu 24, Súöavík. - l i n g a r ov © 550 5000 </) @ vísir.is : 'OX) FAX cz 550 5727 'CC | ■ | S m Þverholt 11, 105 Reykjavík Fríörik J. Friðriksson útgeröarmaður, Garðavegi 25, Hvammstanga, lést af slysförum sunnud. 8.10. Elín Þóra Heigadóttir, Hraunsmúla, Kol- beinsstaðahreppi, lést af slysförum sunnud. 22.10. Soffía Gísladóttir, síðast til heimilis í Logafold 90, Reykjavík, lést á elliheimil- inu Grund föstud. 20.10. Pálína Sigurbjört Magnúsdóttir, Vallar- braut 1, Seltjarnarnesi, andaöist á Landspítalanum viö Hringbraut laugard. 21.10. Guöbjörg S. Guðmundsdóttir, Sólbakka, Bíldudal, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarð- ar föstud. 20.10. Sigurstelnn Einarsson frá Hömrum í Þverárhlíö lést á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi fimmtud. 12.10. Útförin hefur fariö fram. Fimmtug Guðrún G. Bergmann framkvæmdastjóri, leiðbeinandi og rithöfundur Guörún G. Bergmann, útgefandi, gestgjafi og feröafrömuöur Guörúnu er ekkert óviökomandi sem miöar aö heilsusamlegra lífi, vistvænna umhverfi, hamingju og andlegum verömætum. Guörún G. Bergmann, fram- kvæmdastjóri, leiðbeinandi og rit- höfundur, Sólbrekku, Hellnum, Snæfellsbæ, er fimmtug í dag. Starfsferill Guörún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá VÍ 1968, hefur sótt ótal sjálfsræktar- námskeið og stutt hagnýt viðskipta- námskeið, og stundar nú nám í ferðamálafræðum við HÍ. Eftir nám í Verslunarskólanum stundaði Guðrún skrifstofustörf, sá um uppeldi sona þeirra hjóna og starfaði síðan við fyrirtæki þeirra, Kamabæ, sem innkaupastjóri og að- stoðarmaður í fataframleiðsludeild. Guðrún og eiginmaður hennar stofnuðu Stjörnuspekimiðstöðina 1985 með Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi. Guðrún hóf rekst- ur verslunarinnar Betra Líf 1989 og starfrækti hana í samvinnu við Snæfríði Jensdóttur til 1994 er Snæfríður og dóttir hennar keyptu hennar hlut. í framhaldi af því stofnaði Guðrún bókaútgáfuna Leið- arljós ehf. með eiginmanni sínum og hafa þau rekið hana síðan. Guðrún bjó með fjölskyldu sinni á Seltjarnarnesinu 1981-95 er þau fluttu að Brekkubæ að Hellnum. Þar hófu hún og maður hennar, ásamt öðrum, tilraun með uppbyggingu á vistvænu og andlegu samfélagi, Snæfellsássamfélaginu, auk þess sem rekin var á staðnum Mann- ræktarmiðstöð. Samfélagsbúar byggðu sín eigin hús þar 1997 og í júní það ár fluttu Guðrún og maður hennar í hús þeirra, Sólbrekku. Á sama tíma hófst rekstur á gistiheim- ili á Brekkubæ. Nú reka þau hjónin, ásamt Guðríði Hannesdóttur og manni hennar, Jóhanni Þórodds- syni, Gistiheimilið Brekkubæ, sem er vistvænt gistiheimili og hlaut í ár umhverfisverðlaun Ferðamála- ráðs Islands. Þá stofnaði Guðrún ferðaskrifstofu á Hellnum sl. vor og rekur hana sem deild innan Leiðar- ljóss. Guðrún hefur setið í stjórn Ferða- málasamtaka Snæfellsness, Ferða- málasamtaka Vesturlands og Upp- lýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands, á sæti í umhverfis- nefnd SAF, samtaka ferðaþjónust- unnar, var formaður í atvinnu- og ferðamálanefnd Snæfellsbæjar 1998-2000, á sæti í stýrihópi Staðar- dagskrár 21 í Snæfellsbæ og er vara- maður í stjórn Framfarafélags Snæ- fellsbæjar, sunnandeild. Guðrún sat í ritstjórn Veiðifrétta um skeið, fréttabréfs SVFR, sá um útgáfu fréttabréfs Snæfellsássamfé- lagsins og er nú i ritstjóm Snæfells- bæjarfrétta, auk þess sem hún var ritstjóri tímaritsins LÍFIÐ SJÁLFT. Hún hefur ritað handbækur og eina skáldsögu. Verk eftir hana, s.s. Vík- ingakortin og Látum steinana tala, hafa verið þýdd á norksu, ensku og þýsku. Einnig hefur hún þýtt nokkum íjölda bóka og vinnur að þýðingum og skriftum samhliða rekstri á ferðaþjónustu á Hellnum. Fjölskylda Guðrún giftist 1.1. 1986 Guðlaugi Bergmann, f. 20.10. 1938, fram- kvæmdastjóra. Þau endumýjuð heit sin hjá indíánum 19.5. 1994 og hjá séra Rögnvaldi Finnbogasyni við Maríulindina á Hellnum 10.7. 1994. Guðlaugur er sonur Daníels Magn- úsar Bergmann og Guðríður Guð- laugsdóttir sem bæði eru látin. Böm Guðrúnar og Guðlaugs eru Guðjón Bergmann, f. 24.12. 1972, jógakennari og tóbaksvarnarráð- gjafi í Reykjavík; Guðlaugur Berg- mann, f. 17.11. 1979, sölumaður og nemi í Reykjavík. Systkini Guðrúnar eru Guðni Guðjónsson, f. 29.6.1953, húsasmíða- meistari í Reykjavík, kvæntur Hrafnhildi Steingrímsdóttur og eiga þau fjögur böm og eitt bamabam; Hermann Guðjónsson, f. 20.6. 1961, húsasmiður á Patreksfirði, kvæntur Guðnýju Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Guðrúnar em Guðjón Hermann Hannesson, f. 8.8. 1932, bifvélavirkjameistari á Patreksfirði, og Laufey Torfadóttir, f. 13.7. 1931, skrifstofumaður í Reykjavík. Þau bjuggu í Reykjavík, en slitu sam- vistum árið 1975. Sjötugur Haraldur Guðbergsson myndlistarmaður Haraldur Guðbergsson myndlist- armaður, Austurbrún 6, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Haraldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu árin. Hann var þriggja ára er faðir hans lést og ólst hann upp eftir það hjá móður sinni, fyrst að Ási í Ásahreppi og síðan í Ketlavik. Haraldur vann öll almenn verkamannastörf frá því á unglings- árunum og hefur lengst af unnið ýmis störf með myndlistinni. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1950-52. Haraldur hefur teiknað fjölda mynda í dagblöð, tímarit og bækur, m.a. Eddumyndimar í Morgunblað- ið frá 1963. Þá teiknaði hann fyrir Spegilinn um skeið, skopmyndir fyrir Þjóðviljann og fyrir Dagblaðið. Hann hefur myndskreytt fjölda bóka, s.s. fjölda bamabóka og skóla- bækur sem hann fékk viðurkenn- ingar fyrir á alþjóðlegri bókasýn- ingu í Bratislava 1973 og 1975. Þá gerði hann leikmynd fyrir Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar sem sett var á svið í Þjóðleikhúsinu 1974. Haraldur er félagi í FÍM en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Fjölskylda Kona Haralds er Þóra Jónsdóttir, f. á Dalvík 10.1.1944, húsmóðir. For- eldrar hennar voru Jón Gunnlaugs- son, vélstjóri á Dalvik og á Siglu- firði, og k.h., Ólafla Helgadóttir hús- móðir. Sonur Haralds og Þóru er Steinn Haraldsson, f. 9.9. 1979, barþjónn í Reykjavík, og er sonur hans Máni, f. 2.12. 1988. Alsystkini Haralds eru Kristinn, f. 10.12.1926, verkamaður og sjómað- ur í Reykjavík; Ólafia, f. 4.12. 1931, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystkini Haralds: Bergljót Stefánsdóttir, f. 14.5. 1938, d. 2000, húsmóðir í Keflavík; Jón Stefáns- son, f. 7.10. 1939, kennari í Keflavík. Foreldrar Haralds voru Guðberg- ur Kristinsson, f. 27.4. 1904, d. 18.11. 1934, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Steinunn Kristmundsdóttir, f. 5.8. 1904, d. 14.11. 1975, húsmóðir. Ætt Guðbergur var sonur Kristins, steinsmiðs í Reykjavík, Ásgríms- sonar lausamanns, Guðmundsson- ar, smiðs á Reykjum í Ölfusi, Jak- obssonar, smiðs á Húsafelli, Snorra- sonar, ættfóður Húsafellsættar, Bjömssonar. Móðir Kristins var Þórunn Guðmundsdóttir frá Þóris- stöðum í Grímsnesi. Móðir Guðbergs var Ólafía Sigríð- ur Jónsdóttir, b. á Bala í Grímsnesi, Oddssonar og Guðbjargar Halldórs- dóttur á Galtalæk i Biskupstungum. Steinunn var alsystir Steins Steinarrs skálds. Annar bróðir Steinunnar var Hjörtur, skólastjóri Laugamesskóla. Steinunn var dóttir Kristmundar, b. á Laugalandi við Djúp, Guðmundssonar, b. í Bessa- tungu í Saurbæ, Guðmundssonar, b. í Hvítadal, Jónssonar. Móðir Guð- mundar i Bessatungu var Þórunn Ormsdóttir, ættföður Ormsættar, Sigurðssonar. Móðir Kristmundar var Kristín Eggertsdóttir, b. í Sauð- húsum í Laxárdal, Jónssonar. Móðir Eggerts var Margrét Magnúsdóttir, pr. á Kvennabrekku, Einarssonar. Móðir Steinunnar var Etelríöur Pálsdóttir, formanns við Djúp, Andréssonar, jámsmiðs á ísafirði, Magnússonar, b. í Hvítadal, bróður Sólveigar, móður Páls Jónssonar, skálds og prests í Viðvík, afa Matth- íasar yfirlæknis, föður Louisu list- málara. Páll í Viðvík var einnig afi Páls í Kaupangi, afa Páls, auglýs- ingastjóra DV, og afi Páls Einars- sonar, fyrsta borgarstjóra Reykja- víkur. Móðir Páls formanns var Ingiríður Benediktsdóttir frá Merki- gili. Móðir Ingiríðar var Rannveig Jósefsdóttir, b. í Hvammi, bróður Kristjáns, langafa Sigurjóns á Laxa- mýri, fóður Jóhanns skálds. Jósef var sonur Jósefs í Ytra-Tjamarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hall- grímssonar skálds. Móðir Jósefs í Hvammi var Ingibjörg, systir Gunn- ars á Upsum, langafa Hannesar Haf- steins, skálds og ráðherra. Móðir Et- elríðar var Steinunn Magnúsdóttir, sýslumanns á ísafirði, Péturssonar. Móðir Magnúsar var Steinunn Þór- arinsdóttir pr., Sigfússonar, bróður Sigfúsar, ættfoður Bergmannsættar- innar. Jaröarfarir Úlfar Haraldsson, Álfaskeiöi 92, Hafnar- firði, verðurjarðsunginn frá Þjóökirkjunni I Hafnarfirði miövikud. 25.10. kl. 13.30. Útför Ólafs Guðjóns Ársælssonar, Brekkustig 17, Reykjavík, fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn, Hornafirði, miðvikud. 25.10. kl. 14.00. Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, Norðurbrún 32, Reykjavík, verður jarösungin frá Ás- kirkju fimmtud. 26.10. kk 13.30. Margrét Ásgeirsdóttir, Engihjalla 17, Kópavogi, veröur jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstud. 27.10. kl. 15.00. Guðmundur Rósinkarsson, Laxagötu 7, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju fimmtud. 26.10. kl. 13.30. Merkir Islendingar Jón Eiríksson, kaupfélagsstjóri og fiskverk andi, fæddist í Garðhúsum í Gerðahreppi, 25. október 1902. Hann var sonur Eiríks Guðlaugssonar, útvegsbónda í Garðhús- um og síðar á Meiðastöðum, og k.h., Guðrúnar Bjarnadóttur húsfreyju. Jón flutti með foreldrum sínum að Meiðastöðum 1916 og átti þar heima lengst af síðan. Hann var bóndi og út- gerðarmaður á Meiðastöðum 1928-1947, kaupfélagsstjóri við Kaupfé- lagið Ingólf 1 Sandgerði 1947-53 og stundaði síðan lengst af fiskverkun og fiskkaup á Meiðastöðum. Jón sinnti ýmsum félags- og trúnaðar- störfum í sínu byggðarlagi. Hann var lengi sýslunefndarmaður frá 1954, var gjaldkeri Bún- Jón Eiríksson aðarféalgs Gerðahrepps um árabil frá 1937, sat í skólanefnd Gerðahrepps frá 1938 og i sóknamefnd frá 1944. Jón var mikill bindindismaður og gegndi trúnaðarstörfum fyrir góðtempl- ara. Hann sat í áfengisvamanefnd frá 1944 og var æðstitemplar í stúkunni Framfor á árunum 1944-1955. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Marta Jónsdóttir, dóttir Jóns Diðrikssonar, bónda í Einholti i Bisk- upstungum. Marta lést 1948. Seinni kona Jóns var Ingibjörg Ing- ólfsdóttir, alþingismanns í Fjósatungu í Fnjóskadal, Bjamarsonar. Jón lést 14. desember 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.