Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 14
14 MIDVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 Skoðun J»V Opið bréf til Hrafns Jökulssonar: „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“ Hrafn Jökulsson rithöfundur „Sérstaklega fannst mér lítiö til þín koma að upplýsa ekki sannleikann um Framsóknarbæklinginn. “ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ingibjörg Kría Benediktsdóttir nemi: Svona á milli kl. 23 og 23.30. Ég þarf að vakna kl. 7. Anna Lilja Karelsdóttir, í fæöingaror- lofi: Á bilinu 22-24 og sef til hádegis. Guðlaugur Helgi Valsson verkamaöur: Á milli kl. 22 og 1. Ég þarf að vakna kl. 7. Kristjana Harðardóttir kennari: Svona á milli kl. 23.30 og 24. Ég vakna svo á bilinu 7-7.30. Sveinn Oddsson tölvunarfræöinemi: Um miðnætti. Ég þarf að vakna um 8-leytiö á morgnana. Friögeir Einar Sigurðarson nemi: Svona á milli kl. 22 og 23. Ég vakna á bilinu 7-9 á morgnana. Valdimar Jóhannesson skrífar: Mér þótti óskemmtilegt að fylgjast með drýldninni ykkar í Silfri Egils í gær (sunnudag 22. okt), fulltrúa hlægi- legustu pressu á Vesturlöndum. Þið kastið skít í okkur, sem reynum að amla á móti einhverju spilltasta stjórn- málalífi hins frjálsa heims og haldið að þið vaxið af því. Pólitísk umræða af þessu tagi er nú ekki rismikil. Staðreyndin er sú að þið eruð leiddir nákvæmlega þangað sem lénsherraveldið á íslandi ætlar á hverj- um og einum tímapunkti. Nánast ekk- ert ber á sjálfstæðri hugsun hjá ís- lensku pressunni sem hefur sist batn- að síðan á dögum flokkspólitískra fjöl- miðla, nema þið sláið okkur, forverum ykkar, margfaldlega við í upphafmni sjálfsánægjunni. Þið virðist ekki sjá það sjálflr að í raun eruð þið blaðafull- trúar þeirra afla sem þið starfið hjá, kannski meðvitað, kannski af dóm- greindarleysi. Þegar mikið liggur við hlýðið þið í blindni. - Manni verður illt! Sérkennileg er árátta ykkar að reyna að skjóta þá niður sem þora að segja sannleikann. Kannski er ykkur vorkunn. Afbrýðisemin er einhver erf- iðasta tiifinning sem mannskepnan glímir við. Það er lika gott að fá prik hjá yfirvaldinu. „Sáuð þið hvemig ég tók hann?!“ Sérstaklega fannst mér lítið til þin koma að upplýsa ekki sannleikann um Framsóknarbæklinginn. Áhorfendur fengu að vita þá „niðurstöðu" pressunnar að Frjálslyndi flokkurinn hefði gert bæklinginn og að það væri tilbúningur að þarna væru einhverjir óánægðir framsóknarmenn á ferðinni. Þú veist að við Sverrir segjum satt um þetta. Þú veist mætavel að Gunnar Ingi Björn Sigurðsson skrífar: Það er ekki oft sem maður skemmt- ir sér yfir umræðum um þjóðmálin en kemur þó fyrir, einkum ef sérstakir karakterar eru á ferð. Þannig var það í dálknum Með og á móti í DV nýlega, er spurt var um hvort banna ætti veiðar á rjúpu. Þar áttust þeir við húmoristamir Flosi leikari Ólafsson og Sigmar B. Hauksson, form. Skot- veiðifélags íslands. Flosi sagðist ekki skilja skyttirí og kvaðst vera með sundurkramið hjarta í hvert skipti sem þeir plöffuðu á rjúpuna. En auð- „Áhorfendur fengu að vita þá „niðurstöðu“ pressunnar að Frjálslyndi flokkurinn hefði gert bæklinginn og að það vœri tilbúningur að þarna vœru einhverjir óánœgðir framsóknarmenn á ferðinni. Þú veist að við Sverrir segjum satt um þetta.“ er lélegur pappír og þekkir þann „fýr“ síðan hann var til ama og leiöinda inn- an Alþýðuflokksins, líkt og annars staöar þar sem hann hefur staldrað við. Hann talar um kverkatak mitt á Sverri þegar hann hefur sjálfúr reynt að beita mig sliku kverkataki. Hann veit að heiður minn bannar mér að Holl veiði, “ sagði Sigmar, „oggóð útivera á þeim tíma árs sem fáir eru úti við, og því ekkert í vegi fyr- ir því að landinn stundi þessa skemmtilegu iðju!“ vitað lifir rjúpan ekki dauðann af, frekar en við hin, eins og Flosi sagði. Þá kom hinn húmoristinn sem vildi halda áfram rjúpnaveiðum og sagði að þeir veiðimenn skuiduðu samfélaginu segja allan sannleikann í þessu máli og hreinsa mig alveg af gerð þessa hlægi- lega bæklings sem er hvorki fugl né fiskur og sem ég hafnaði tvívegis að koma nálægt. Það þarf ekki sérlega skynsaman mann til að sjá strax að handbragð mitt er ekki á þessum papp- ír. Gæti hugsast að ykkur finnist ekki verra að sparka í þá sem eru andsnún- ir eigendum fjölmiðlanna sem þið starfið hjá - að þið séuð heldur aumk- unarverðir dindlar? Þú veist vel að hvorki ég né neinn í Frjálslynda flokknum kom nálægt gerð bæklingsins. Samt fannst þér það henta hagsmunum þínum að segja ósatt með að leiðrétta ekki uppblásinn ílissarann (Egil) þegar hann kvað upp þann stóradóm að þetta væri nú eftir öðru hjá þessum „ömurlega" flokki. - Með kveðjum en lítilli virðingu, ekki neitt, því þeir kostuðu nánast all- ar rannsóknir á þessum fugli. Vissu- lega viljum við „fylgjast með“ rjúp- unni, sagði hann líka. Já, það gera þeir sannarlega, allir með kíki á byss- unum og plaffa svo á hana þegar þeir eru búnir að „skoða hana“ gegnum linsuna! Holl veiði, sagði Sigmar, og góð útivera á þeim tíma árs sem fáir eru úti við, og því ekkert í vegi fyrir því að landinn stundi þessa skemmti- legu iðju! - En svona pistil verður maður jú bara að lesa til að „fíla“ skemmtilegheitin.... Þetta var víst í DV fóstudaginn 20. þ.m. Skyttiríumræða á ská og skjön Kennarar og nemendur Enn eru kennarar landsins búnir af fá nóg af launakúgun og oki og stefna hrað- byri í verkfall. Nemendur framhaldsskól- anna munu fá kærkomið frí; kannski til jóla. í fyrsta sinn í íslandssögunni hafa nemendur ákveðið að fara líka í verkfall og styðja þá í baráttunni. Þeir ætla að grípa til þess að læra á gatnamótum og stöðva um- ferð í rólegheitunum á meðan þeir tOeinka sér samfélagsfræði með verkfallstækni sem sérgrein. Auðvitað fara blessuð börnin í verkfall því ungur nemur, gamall temur. Að sjálfsögðu er áríðandi að bömin læri strax verkfallstæknina og spuming hvort ekki á að færa það nám niður í leikskólana svo einstaklingamir sem taka eiga við þjóð- arbúinu verði þrautþjálfaðir frá fyrsta vinnudegi í að beita verkfallsvopninu. Öll- um má ljóst vera að verkfall er þjóðhagslega hag- kvæmt. Fjöldi hálaunamanna sem slaga hátt í 300 þúsunda króna mánaðarlaun eða meira hverfa af launaskrá. Þá kætist fjármálaráðherra og ríkiskass- inn blæs út. Um að gera að verkfallið standi sem lengst. Ef nemendurnir námfúsu kjósa að læra á gatnamótum sparast einnig útgjöld þjóðarbúsins. Bifreiðaeigendur munu leggja ökutækjum sínum og þar með sparast rándýrt bensín. Með þessu móti Að sjálfsögðu er áríðandi að bömin læri strax verkfallstœknina og spum- ing hvort ekki á að fœra það nám nið- ur í leikskólana svo einstaklingamir sem taka eiga við þjóðarbúinu verði þrautþjálfaðir frá fyrsta vinnudegi í að beita verkfallsvopninu. næðist einnig fram eins konar heilsubylgja. Bílstjórarnir bíllausu þurfa að ganga til að komast leiðar sinnar og þar með styrkjast þeir og verða heilbrigðari einstaklingar en nú gerist þar sem bensínfóturinn einn fær þjálfun. Með þessu móti fengi íslenska þjóð- in margfaldan bónus í heilbrigðari lífshátt- um. Sú staðreynd að kennarar eiga frí í þrjá mánuði á ári, yfir hásumarið, leiðir til þess að nemendur munu þá hverfa af gatna- mótunum til hvíldar. Þá fá bílstjóramir aft- ur að aka um götur og torg um hríð þar til verkfallið skellur aftur á að hausti. Auk heilsuátaksins og launaspamaðarins næst fram sparnaður í því að húsnæði fram- haldsskólanna losnar þegar nemendur fara að læra á gatnamótum. Nýta má skólahúsin og koma upp bráðabirgðaathvarfi fyrir flóttafólk af landsbyggðinni. Kennaraverkfallið er því aðeins af hinu góða og til fyrirmyndar að há- launamenn skuli hoppa út af launaskrá. Fleiri mættu gera slíkt hið sama en það tekur því þó ekki hjá verkafólki og skúringatæknum. Litlu skiptir þó hætt verði að greiða út slík lúsarlaun. Kennarar era ábyrgt alvörufólk með sterka þjóðfélagslega vit- und. Vaxtalækkun við bankasameiningu? Rúnaj- Þór Hallsson skrifar: Mér finnst að sá sem talaði fyrstur um að vextir myndu lækka við samein- ingu Landsbankans og Búnaðarbankans ætti svo sannarlega að fá bjartsýnisverðlaun. Vextirnir eru nú orðnir um 18% með öllu hjá Landsbankanum og ég segi nú eins og einhver áður að ég éti hattinn minn lækki þeir héðan af. Sjálfsagt verður skýringin höfð þannig frá stjómend- um bankanna að „vextimir hefðu hækkað meira" hefðu bankarnir ekki sameinast.Ég hef ekki enn séð einu sinni lækkun um brot úr prósenti við sameiningu íslandsbanka og FBA. Himinsjarðarþátt- urinn þynnist enn Svanhildur skrifar: Ég hef nú horft á þáttin Milli him- ins og jarðar í þrjú skipti, og enn finnst mér þátturinn ekki nógu góður - ekki nægöegt kjöt á beinunum til að manni geti dvalist við þetta sem skemmtiefni á laugardagskvöldi. Ég kýs frekar þriðju bíómyndina, bara svart/hvíta ef í það fer, en góða. - Þarna í himinsjarðarþættinum er enn verið að ræða við svona hálfgerðar gufur eða þá tilbúna fábjána eins og einhver orðaði það í lesendabréfi ný- lega. Ómar var jú stórgóður (okkar ís- lenski Jack Lemmon) og getur verið allt. Og þegar hinn stórgóði finnski harmoníkuleikari og gítaristinn léku sitt annað lag, þurfti þá ekki að eyði- leggja það með spennuvaldandi af- kynningarletri?? Alveg eins og í fréttalok þegar þulurinn ségir; ....Og nú fáið þið (elskurnar mínar) að sjá myndir af fuglalífi á Tjörninni. - Alltaf spólað yfir svoleiðis meö millj- ón bókstöfum, og búmm, allt búið! Kærkomnir tónar frá Kúbu A.R.G. skrifar: Það er hár- rétt hjá þeim sem verið hafa að tala um myndina „Bu- ena Vista Social Club“, sem sýnd er þessa dagana í Bíó- borginni, þetta er stórfin mynd með kærkomnum tónum frá Kúbu. Þarna eru á ferð aldnir tónlistarmen sem mega muna fifil sinn fegri á sínum mektarárum er þeir léku í hinum fræga klúbbi í Havana. Allir komnir aftur í eina sæng með hljóðfærin og rythmann, þennan kúbanska, sem við íslendingar höfum líka miklar mætur á, þá sjaldan hann berst eyrum okkar. Myndin er mögnuð og sýnir í lokin ferð þessara listamanna til New York þar sem þeir leika allir saman. Þeir rölta siðan um götur og dást að borg borganna. Þeir áttu þetta skilið. - Verst að fara aftur í einangrun hjá kallinum Kastró. Frábærir lista- menn, allir sem einn. íslandsbanka - FBA. Sparkað í þá liggjandi Þórnamjr hringdl: Eftir helgarnar berast fréttirnar af hinum óðu ungu mönnum, ekki vor- mönnum íslands, heldur ófétunum sem lemja, rota og sparka síðan í fólk liggjandi í öngviti eða særða eftir lík- amsárásirnar. Þessi þjóð er ekki heil- brigð lengur, hún er alvarlega sjúk. Ekki bara þeir sem berja og sparka í hina liggjandi, líka þeir sem standa hjá, almenningur, ráðamenn, lögregl- an og allir aðrir. Þeir sem ekki vilja gera neitt í málunum eru líka sekir. Sekir um vanrækslu og heigulshátt. Það er sannarlega ábyrgðarhluti að ala upp börn á íslandi. PV] Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasiöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.