Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 29
45 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV Tilvera Chanel, Dior, Yves Saint Laurent og fleiri sýna sumartískuna í París: Sumir sjá bara svart Fjaðurmagnaður kjóll Tom Ford enn í svörtum hugleiöing- um og kjóllinn nokkuð dæmigeröur fyrir tískuhúsiö Yves Saint Laurent. Stærstu tískuhúsin í París lögðu á dögunum línuna fyr- ir næsta sumar og þar kennir ýmissa grasa. Litadýrðin er einkennandi hjá hönnuðum á borð við Vivienne Westwood og John Galliano en hönnuðir á borð við Karl Lagerfeld og Tom Ford halda svarta og hvíta litnum mjög á lofti. Sýningar Yves Saint Laurent var beðið með mikilli eftir- væntingu en þar fer bandaríski hönnuðurinn Tom Ford fremstur í flokki. Hann þótti hins vegar róa á nokkuð ör- ugg mið og fátt hjá honum kom sérstaklega á óvart. Klass- ísk snið tískuhússins til margra ára njóta sín vel i fatnaði Ford en þess í stað notar hann fáa liti, aðallega hvítt og svart. „Markmiðið er að búa til fót þar sem grunnhug- myndir tískuhússins um útlínur fá að njóta sín og það verður ekki gert með notkun margra lita,“ sagði Ford um sumarlínuna. Gagnrýnendur skiptust í tvö horn á sýningu breska hönnuðarins Johns Galliano og ekki í fyrsta skipti. Fyrir- sætumar þóttu hálfólögulegar og engu líkara en fötin væra í röngum stærðum. Höfuðfötin voru hvert öðru undarlegra - risavaxið fjaðraskraut eða hattar með augngötum. Galli- ano sýndi einn í þetta skiptið en fyrir nokkrum vikum var sumarlína sýningin hefði lítið nýtt fram að færa. Gagnrýnendur sögðu þó margir að hvort sem fólki líkaði fatnaður Gallianos eða ekki þá væru sýningar hans alltaf skemmtilegar á að horfa. Eftir furðufatnað Gallianos tók við sýning Karls Lager- felds s'em sýndi sam- kvæmt venju undir merkjum Chanel-tísku- hússins. Þar á bæ sveif rómantík og kvenlegur glæsileiki yfir vötnum. Fatnaðurinn þótti fram- úrstefnulegur og hæfi- lega sportlegur. Blómum skrýdda sumarkjóla í bland við drapplitaðar eftirlíkingar af skóla- búningum var einnig að fmna í sumarlínunni. Pípureykur Breski hönnuöurinn Vivienne Westwood fer sjaldnast troönar slóðir. Fyrirsætan klæöist stórglæsi- legum samkvæmiskjól en reykir jafn- ■ framt pípu sem hiýtur aö teljast nokkuö óvenjulegt. Pastel í sumar Sumartískan hjá Vivienne Westwood er afarglaöleg og lita- dýröin á köflum mikil. Klæðnaöurinn er léttur og þægilegur og eftirtektarvert hversu vel veskiö passar viö fötin. Hollywood-glamúr Ljós hversdagsklæðnaöur frá tísku- húsi Claude Montana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.