Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 27
43 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV Tilvera' Væri ögrandi að þjálfa karla - segir Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrnuþjálfari Landsliösþjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir á farsælan feril sem þjálfari félagsliöa og landsliösins. náðum ekki að vinna okkur upp um deild, þannig að ég ákvað að slá til að fara að spila með Akumesingum í 1. deild, en þeir voru þá að byggja upp öflugt lið og gullaldartímabil fram undan. Þama var ég farin að setja stefnuna á að komast i lands- liðið. Þetta var sumarið 1983 og þá komumst við í úrslit í Bikarkeppn- inni, en náðum ekki að vinna lengi vel meðan ég var á Skaganum, en við vorum líka í úrslitum 1984, ‘85, ‘87 og ‘89 og náðum þá loks að vinna Bikarinn. En íslandsmeistarar urð- um við árið eftir að ég kom á Skag- ann, ‘84 og síðan ‘85 og ‘87.“ Vanda segir að það hafi verið mjög skemmtilegt að vera á Akranesi í þeim mikla áhuga sem er þar í bæn- um fyrir fótboltanum. Jafnrétti kynjanna á Akranesi En fengu stelpurnar eins mikla athygli og karlaliðið? „Það var fylgst vel með okkur í bænum þegar okkur gekk þetta vel en það var ekkert umstang í kring- um okkur eins og strákana og reyndar var þetta líka gullöld hjá þeim á þessum tíma, gekk rosalega vel. Við þurftum t.d. eitt vorið man ég að safna okkur fyrir utanyfirgöll- um. Það gerðum við með því að skiptast á að rekja bolta frá Reykja- vík og upp á Skaga og söfnuðum áheitum. Það var nú líka frægt þeg- ar bæði kvenna- og karlaliðið var að fara að keppa á sama tíma og við fórum í sömu rútunni út á flugvöll. Þar voru þeir leiddir inn í veislusal þar sem þeirra biðu kræsingar, en við gátum bara keypt okkur kara- mellur á sjoppunni.“ Haustið ‘87 lá leið Vöndu til Gautaborgar í Svíþjóð og þar dvaldi hún við nám fram á mitt sumar ‘89. Námið var undirbún- ingur fyrir leiðbeinendur í tóm- stundastörfum og ytra lék Vanda með fyrstudeildarliðinu GAIS. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og þarna lék ég með og á móti mörgum af bestum knatt- spyrnukonum Svíþjóðar. Ég gerði þama líka hlut sem átti eftir að gagnast mér vel, ég skrifaði niður „Vissulega væri það mjög ögrandi verkefni að takast á við þjálfun meistaraflokks karla,“ segir hinn sigursæli þjálfari og knattspyrnu- kona Vanda Sigurgeirsdóttir sem er flutt heim á Krókinn eftir vel heppnað úthald syðra. „Við ætluðum að flytja út og búa þar í nokkur ár, maðurinn minn var á leið í nám, en þá kom þessi litla stúlka í magann og áætlunin breyttist, þannig að við ákváðum að flytja á Krókinn. Það er notalegt að vera nálægt mömmu og pabba og fjölskyldunni. Við verðum hér í ró- legheitum með tvö lítil böm, enda er ekki hægt að segja annað en hér sé miklu fjölskylduvænna umhverfi en í höfuðborginni,“ segir hin kunna íþróttakona Vanda Sigur- geirsdóttir sem hefur snúið heim að nýju eftir einstæðan og frækinn knattspyrnu- og þjálfaraferil. Lif Vöndu hefur tek- ið miklum breyt- ingum núna sið- ustu misserin, en ekki eru mörg ár síðan hún var á fullu í boltan- um og síðasta sumarið sem hún var við þjálfun var reyndar í fyrrasumar en þá gerði hún KR-inga að landsmeisturum. Þá var Vanda reyndar byrjuð í bameignum, hún og maður hennar Jakob Frímann Þorsteinsson, starfs- maður Atvinnuþróunarfélagsins Hrings í Skagafirði, eignuðust son- inn Þorstein Muna í nóvember 1998 og nú i júlímánuði bættist síðan við dóttirin Þórdís Dóra. Jafnoki drengjanna á vellin- um „Inná með Vöndu“ var einhvem tima kallað þegar meistaraflokkur karla hjá' Tindastóli var að leika í úrslitakeppni íslandsmóts í knatt- spyrnu enda var Vanda þá búin að leika með fimmta, fjórða og þriðja flokki drengja í Tindastóli. Vanda fékk snemma mikinn áhuga á knattspyrnu en á þeirri tíð voru stelpur almennt ekki að leika sér í fotbolta þannig að Vanda þurfti að vera með strákunum. Þeim fannst það reyndar ekkert tiltökumál enda gaf hún þeim ekkert eftir. Það var síðan eftir að Vanda fór til náms í MA að hún byrjaði að spila með kvenna- liði, þá 17 ára gömul. Það var lið KA sem þá lék í annarri deild. „Við komumst í úrslit, DV-MYND ÞÖRHALLUR ASMUNDSSON. FJölskylduvænt umhverfi Vanda meö yngsta fjölskyldumeöliminn, Þórdísi Dóru, sem fæddist í júlí, ann- aö barnið á stuttum tíma, og þau fá að alast upp í fjölskylduvænna umhverfi en höfuöborgin er. allar æfingarnar hjá þessu félagi. Þegar ég kom heim, um mitt sumar, kláraði ég timabilið með Skaga- mönnum, en þar sem ég réðst til starfa í félagsmiðstöðinni Árseli flutti ég mig um set i höfuðborgina og byrjaði þá að æfa og leika með Breiðabliki. Þá var í uppsiglingu mikið sigurtímabil hjá því félagi, sem hafði reyndar fallið niður um deild þama skömmu áður. Við urð- um íslandsmeistarar 1990, ‘91 og ‘92. Svo tók ég við þjálfun liðsins fyrir tímabilið 1994 og þá urðum við ís- landsmeistarar þrjú ár í röð. Eftir timabilið ‘96 bauðst mér svo það ögrandi verkefni að taka við þjálfun kvennalandsliðsins og ákvað þá að leggja skóna á hilluna og hætta að spila. Ég var svo með landsliðið 1997 og ‘98 og tók þá við þjálfun KR-liðs- ins.“ - En menn voru nú að nefna það í sumar þegar hvorki gekk né rak hjá karlaliði Tindastóls í fyrstu deildinni, hvort væri ekki rétt að fá þig sem næsta þjálfara liðsins? Þora ekki að fá konu til að þjálfa karlana „Já, en þó að menn séu kannski að tala svona, að fá konu til að þjálfa meistaraflokk karla, þá er ég ansi hrædd um að þeir þori það ekki þegar á hólminn er komið."< Þetta er eitt af þeim störfum í þjóð- félaginu þar sem kona hefur aldrei fengið tækifæri. Ég veit reyndar til þess að kona hefur þjálfað karlalið bæði í Noregi og á Ítalíu með ágæt- is árangri. Og hérna á enginn þjálf- ari eins gott „rekord“ og ég, fjögur ár sem þjálfari félagsliðs, og öll árin íslandsmeistari. Ekki einu sinni Gaui Þórðar getur státað af því að hafa aldrei brugðist að skila íslands- meistaratitli. Vissulega væri það mjög ögrandi verkefni að takast á við þjálfun meistaraflokks karla og það er það eina sem ég á eftir að prófa í þjálfuninni. Og mér finnst það í rauninni lélegt að ég er ekki metin af hæfileikum mínum og kunnáttu, heldur út frá kynferði. Ég er sannfærð um að ég kann alveg eins mikið í þjálfun og karlarnir. Ég hef sótt alveg sömu námskeið og þeir og er ábyggilega alveg jafn greind og þeir. En þó mér þyki gam- an að þjálfa stelpumar, þá fyndist mér það stórkostlegt tækifæri, t.d hjá félögum í neðri deildum að ráða kvenmann sem þjálfara karlaliðs- ins. Fyrir utan það að það yrði mjög góð auglýsing fyrir viðkomandi fé- lag,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir. -ÞÁV Heitt atriöi Hér er Halldór Ágústsson aö syngja The Heat Is on og hefur fjórar stelpur sér til fulltingis ásamt hljómsveit sem magnar enn upp hitann í laginu. Hjúkkan Stella Stefánsdóttir er eins og inn- fædd Hollywood-gella en er virðuleg- ur hjúkrunarfræöingur viö sjúkrahús- iö. Hún söng þarna Xanadu ekki lakar en Olivia Newton John. Bæjarfaöirinn haföi hlutverk Hér er stjórnmálamaðurinn og for- setinn í Fjarðarbyggö sjálfur - Smári Geirsson hefur fílinginn og taktana enda gamall poppari og heldur sér í æfingu árlega. DV-MYNDIR REYNIR NEIL. Ungir og gamlir Sannkallaö stuö á rokksjói í Neskaupstaö. Ungir og gamlir höföu gaman af upprifjuninni sem var flutt af mikilli fag- mennsku. Hollywood-stæll á Norðfirði DV, NESKAUPSTAÐ:_______________________ Forseti bæjarstjórnar í Fjarða- byggð, Smári Geirsson, sýndi hina hliðina á sér á rokksjói þeirra Norð- firðinga um síðustu helgi - hann sögn syrpu af lögum úr bíómyndinni Amer- ican Graffiti eins og sannm fagmaður, enda gamall söngvari og var í hljóm- sveitum á árum áður. Hann hefur sungið með eftir að þemasýningar hófust í Egilsbúð fyrir 11 árum. Tekin eru fyrir tímabil, tónlistarstefnur, country, sálartónlist - islenskt efni eða erlent eftir ástæðum. I fyrra var Las Vegas kvöld, í ár er lögð áhersla á smelli úr vinsælum kvikmyndum. Þetta hefur verið fagmannlega gert, batnað ár frá ári, og spurst vel út. Sýningin hefur til dæmis orðið út- flutningsvara til Reykjavíkur þar sem hópurinn hefur komið fram á Hótel ís- landi við miklar vinsældir. „Núna í ár erum við að slá öll met í aðsókn, við vorum búin að selja á fjórar fyrstu sýningarnar áður en þær hófust, um þúsund miða, og núna erum við langt til búin að selja á þá fimmtu,“ sagði Jón Björn Hákonarson sem stýrir tónlistaruppákomum þeirra austanmanna. „Þetta er allt heimafólk sem kemur fram, nema Einar Bragi Bragason sem er frá Seyðisfirði og leikur með okkur á sax- ófón. Við höfum fengið gesti, til dæm-^_ is Valgeir Guðjónsson, þegar við voru með Stuðmannasjó," sagði Jón Bjöm. Hópurinn hefur áhuga á að fara til Reykjavíkur og sýna Rockshowið með bíómyndasmellunum eins og hann hefur gert síðustu tvö ár. -RN -r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.