Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 41 Tilvera :mmsam Jon Anderson 56 ára Jon Anderson, sem gerði garðinn frægan sem söngvari hljómasveitarinnar Yes á áttunda og ní- unda áratugnum verður 56 ára í dag. Anderson sem ávallt var og er mikið fyrir tilraunir í tónlist hefur eftir að Yes lagði upp laupana starfað mikið með tónskáld- inu Vangelis og hafa þeir gefið ú plöt- ur saman sem vakið hafa verðskuld- aða athygli. I dag er Anderson mikUl umhverfisverndarsinni og bera nýj- ustu afurðir hans það með sér. Gildir fyrir fímmtudaginn 26. október Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.>: I Dómgreind þin er nokkuð ' skert þessa dagana og þú verður að gæta þess að láta ekki tilflnningamar hlaupa með þig í gönur. Þú skalt hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Fiskarnir (19. febr.-20. mars); Vinátta og fjármál gætu Ivaldið þér hugarangri í dag og þú skalt fara ein- staklega varlega í við- skiptum. Reyndu að forðast að lenda í illdeilum við vini þina. Hrúturinn (21. mars-19. anríh: Þú ert viðkvæmur í dag, hvort sem það er vegna ein- hvers sem var sagt við þig eða þú heyrðir einhvem segja um þig. Þú þarft á hvatningu að halda til að byrja á einhveiju nýju. Nautið (20. april-20. maíl: / Þér gengur best að vinna í dag ef þú getur verið í félagsskap fólks sem þér líkar vel við. Samkeppni á ekki við þig þessa dagana. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúníi: V Þú ættir að gefa fjöl- /^^skyldu þinni meiri _ / / tíma, hún þarfiiast þín og þú hennar. Þú ert eitthvað slappur þessa dagana og ættir að reyna að taka það rólega. Krabblnn 122. iúní-22. iúiít: Þú verður að gefa þér tíma | til að setjast niður og skipuleggja næstu daga þar sem þeir eiga eftir að vera mjög annasamir. Það er margt skemmtilegt og spennandi um að vera. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: I Ákvarðanir sem þú ' tekur í dag og næstu daga gætu haft áhrif á __________framtíö þína. Þér geng- ur vel að vinna með fólki. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Þó að þú sért búinn að skipuleggja hjá þér ^^^Lnæstu daga út i hörgul ' f gætir þú þurft að breyta áætlunum þínum vegna erfiðleika hjá einhverjum í kringum þig. Vogjn (23. sept.-23. okt.): S Samband sem venju- lega er mjög tiifinn- Vy ingaríkt gæti orðið r f stormasamt á næstu dögum. Þér gengur vel í vinnunni. Sporðdreki (24. okt.-?1. nnu.V Y Vertu viðbúinn því að V \ þurfa að taka svolitla jáhættu. Aðrir líta til þín sem nokkurs kon- ar leiðtoga og þú mátt ekki bregð- ast því trausti sem þér er sýnt. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): .Vertu bjartsýnn á rframtíðina og ekki w taka gagnrýni sem þú V færð of alvarlega. Þú ættir að vera heima og eiga rólegt kvöld með fjölskyldu eða vinum. Stelngeitin (22. des.-i9. ian.): _ Ekki vera hræddur við 1^7 að endurskoða hug * þinn varöandi ýmis mál. Batnandi manni er best að lifa. Dagurinn verður óvenjulegur og spennandi. Ný galdramynd frumsýnd Leikararnir Stephen Barker Turner og Erica Leerhsen eru helstu stjörn- urnar í nýju kvikmyndinni Book of Shadows, Blair Witch 2 sem var frum- sýnd vestan hafs í vikunni. Eins og nafniö gefur til kynna er hér um aö ræöa framhatd hinnar vinsælu galdramyndar Blair Witch Project sem geröi allt vitlaust. DV-MYND DANÍEl V. ÓLAFSSON Bókakóngur á Skaganum Siguröur Sverrisson, góökunnur blaöamaöur og auglýsingaagent, hefur nú staönæmst viö bókaverslun og rekur nú einu bókabúðina á Akranesi. Þessi mynd var tekin af honum í búðinni í gær meö fangiö fullt af bókmenntum um heimabæinn. Eigendaskipti á bókaverslun: Ein bókabúð í stað tveggja DV, AKRANESI: Sigurður Sverrisson, kunnur fjöl- miðlamaður, og eiginkona hans, Steinunn Ólafsdóttir, sem rekið hafa Bókaverslunina Bókaskemm- una tO fjölda ára, hafa keypt Bóka- verslun Andrésar Níelssonar og tóku þau við rekstrinum um mán- aðamótin. Þau hyggjast leggja niður starfsemi Bókaskemmunnar, sem hefur verið í Stjórnsýsluhúsinu á Akranesi, og færa allan reksturinn yfir i Bókaverslun Andrésar Níels- sonar, rótgrónustu bókaverslunina á Akranesi. Sigurður sagði í samtali viö DV að hann ætlaði að snúa sér alfarið að rekstri bókabúðarinnar en hann hefur rekiö auglýsinga- og kynning- arfyrirtæki í Reykjavík að undan- fomu. Áður en hann fór út í stofnun eigin stofu var hunn starfsmaður Athygli. -DVÓ Lauren Hutton slasaðist illa Kvikmyndaleikkonan og fyrirsæt- an Lauren Hutton, sem fræg er fyr- ir bilið á milli framtannanna, slas- aðist illa í vélhjólaslysi i Nevada um liðna helgi. Hún gekkst undir skurðaðgerð á þriðjudag þar sem reyna átti að gera við mikið brotinn fótlegg hennar. Hutton var í hópi annarra frægra vélhjólamanna, þar á meðal Dennisar Hoppers og Jer- emys Irons, sem voru að fagna því að Guggenheimsafnið fræga ætlar að opna útibú í Las Vegas. Svo illa vildi tii að Lauren missti stjóm á hjólinu og lenti það utan vegar. Hún mun hafa verið með hjálm á höfði. Bono afþakkaði söng Jaggers Bono og félagar hans í írsku poppsveitinni U2 hættu við að hafa lag þar sem roliingurinn Mick Jag- ger og dóttir hans syngja með á næstu plötu sveitarinnar. Jagger og hin sextán ára gamla Elizabeth heimsóttu írsku strákana i hljóðver og fengu að syngja bakraddir í einu laganna. Að sögn gítarleikarans Ed- ges tók lagið aðra stefnu með söng feðginanna og þvi þótti það ekki passa inn í heildarmynd plötunnar. írarnir vom Mikka og Betu engu að síður þakklátir fyrir framlag þeirra og söng og er þeim þakkað fyrir á plötuumslaginu. Liz náðl í margmilla Liz Hurley getur átt von á mörgum flottum gjöfum frá kærastanum. Kærasti Liz hefur vermt margt bólið Liz Hurley fékk sér ekki neinn viðvaning þegar nýi kærastinn hennar, margmillinn Steve Bing, er annars vegar. Nei, Steve hefur víða vermt ból, að því er bresku æsiblöð- in sögðu frá á þriðjudag. Einu sinni lá nærri að Steve gengi að eiga leikkonuna Förruh Fawcett en annað hvort þeirra sá að sér. Þá hefur hann veriö með leikkonum á borð við Sharon Stone og Umu Thurman, að ógleymdri Alönu Stewart, fyrrum eiginkonu hrukkupopparans Rods Stewarts. Liz var með risastóran demants- og safirhring á fingri þegar þau Steve fóru út á meðal fólks í fyrsta sinn um daginn. Að sjálfsögðu var djásnið gjöf frá piltinu. Hann ætti að hafa efni á slíku smáræði því hann er forríkur og að sögn á hann eftir að erfa um fimm milljarða íslenskra króna til viðbót- ar eftir föður sinn blessaðan, sem er fasteignakóngur. -Zyó imijnda ítoja oJd'£y&jautíz t KJLnnljocji <cJl4axtnóí.ion tfJóSaT. [jóiniLjiiclii cJiuz’i^iiLjötu lOýj - 2. tS'uni ÖÓ2 nÓÖ - SÓ2 OÓ?ó Erótískt nudd Bjóðum nú 3 frábær myndbönd á frábæru veröi, kr. 990 stk.: Heilnudd, Austurlenskt nudd, 101 leið til aö tendra elskhugann. Eöa öll 3 myndböndin á kr. 2.500. Hvert myndband er u.þ.b. 60 mín. □pið laug. 10-16 mán.-fös. 10-20 www.romeo.is Fákaferu 9 • S. 553 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.