Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Læknissynirnir frá Hvolsvelli hittust eftir 12 ára aðskilnað: Halldór hefur ekkert breyst - segir Þorfinnur ísleifsson og telur bróður sinn hafa verið vinnandi mann ’V- Islenskur hagfriEélnemi ngftiur látinn i Bnndarikjunum iriA 1988: \ Talinn af í tólf ár - og tekinn af þjóðskrá. Fjölskyldan samcinuð eftir heimkomu mannsins í gær ; ím W *f 1 (Ut*U tkjwuunt lA !SM og tkriðar IMktn hrui&U ovtnrt « »nv« KMunm, ÍbHrÍM- Hriralr m*.» ira, tew« B«»í 4 ti Untn- ku k fri IkWtchnkfuMlt «a*>w •Trtur >k»i wru htit uui HHr aft twai !«•! « ttn aí' «r f)r* ito'4«BU. Htt»i dvekir mi l (að»»i f>d«h)ktu wiawr i GMfvíur . Jpf rraðupjdib stwritu b«ain«iMun>l lff» nwu. TOf nt hWf* *» ►!«'•»'< « i bakt' »*<ði Munn <m »«i K*ikbr» HrÍMM anra OV lancMi vitt ■ **r. K* HOckr hurf ***- 1 Uurt vur Ikuut brr* haffnrði i f T.mí H»wi tr krhnwmiur fri lUvtfri ttf uftix bvartlð taw " Oð hmi »ýrjumu«i* Kum aft (ronuu »*<»■. Jm t» » fctk 1 von Hv«rt Uaiitcri Hrinú w ■w dkjrt. iXM^frai hrft* Atl vifr Imuu u»r< Ntafci un4w*rnu elt <M( «t UnrUr tit a»m« Mtourtd1 tnarfi h*v* .\ðmtwður tiv>«l Imvi IWflH »’!'*« ta IM* » » V iS Jurttia* Jfi tin* hma Oti o< fcr* I )fir u.Vðuivi I*tu rr i rutu .rð' »,«:! I Frétt DV um endurkomu læknissonarins frá Hvolsvelli sem ekkert haföi spurst til í rúm 12 ár. „Við Halldór smullum strax saman þegar við hittumst. Hann hefur ekkert breyst,“ segir Þor- finnur Isleifsson, bróðir Halldórs Heimis, um endurfundi þeirra bræðra þegar bróðir hans sneri heim frá Texas eftir að ekkert hafði til hans spurst í 12 ár. Stór- fjölskyldan kom saman á miðviku- dagskvöldið síöasta en að morgni þess dags kom Halldór Heimir til landsins ásamt Kristínu systur sinni. Þá hitti hann i fyrsta sinn í öll þessi ár systkini og aldraða for- eldra auk systkinabarna sem fæðst hafa frá því hann hvarf í Texas. Þorfinnur er tveimur árum eldri en Halldór Heimir sem var 25 ára þegar hann hvarf en er nú nýorð- inn 38 ára. „Þegar við hittumst var eins og við hefðum aldrei verið aðskildir. Halldór er alveg eins og í gamla daga. Hann er þó fámáll um dvöl- ina ytra,“ segir Þorfinnur sem seg- ist telja að hann hafi verið vinn- andi maður í Texas og fráleitt að hann hafi ánetjast sértrúarsöfnuði eins og haldið hafi verið fram í ein- hverjum fjölmiðlum. Hann segist hafa hitt Halldór Heimi síðast skömmu áður en hann hélt út til að halda áfram námi sínu í hagfræði. „Þegar ég kvaddi hann var hann fullkomlega eins og hann átti að sér. Það var ekki hægt að ímynda sér það sem átti eftir að dynja yfir okkur nokkrum mánuðum seinna,“ segir hann. Þorfinnur segir tímann sem bróðir hans var týndur hafa verið mjög erfiðan og hann hafi saknað hans ákaft. „Ég hef þó aldrei trúað að hann væri dáinn. Þó ég væri auðvitað undrandi þegar hann kom fram átti ég alltaf innst inni von á því. Það var bara tilfinning mín en ég hafði engar visbendingar. Ég hugs- aði mikið um þetta fyrstu árin en hélt í vonina allt fram á þennan dag,“ segir Þorfinnur ísleifsson, læknissonur frá Hvolsvelli sem sá ekki bróður sinn í 12 ár. -rt Hvatningarorö Þessi orösending haföi veriö hengd upp í lönskólanum í Reykjavik. Nem- endur eru beðnir um aö hatda sínu striki, prátt fyrir boöaö verkfall. Kennaradeilan: Óbreytt staða „Það er óbreytt staða. Við getum ekki sagt að hafi þokast neitt í samningsátt,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, við DV í gær. Samningsaðilar hafa setið á fund- um alla vikuna þar til í gær. Samn- inganefnd ríikisins óskaði eftir fundahléi yfir helgina, en næsti sáttafundur verður nk. mánudag. „Við erum búin að vera að ræða í þó nokkurn tíma um hugmyndir um breytingar á framsetningu launa,“ sagði Elna Katrín. „Þá hafa fulltrúar menntamálaráðuneytisins átt fundi með samningsaðilum til að fara yfir ákveðin mál sem tengjast ráðuneytinu, t.d. varðandi nýja að- alnámsskrá og endurmenntun. En það hefur ekkert afgerandi komið út úr þessu. Við teljum að það vanti að tengja þessa kerfisumræðu við laun.“ -JSS Hæstu launin í Eyjum: Tólf sjómenn hver með 7,3 milljónir í tekjur I Fréttum í Vestmannaeyjum er greint frá því að Stígandi hf., út- gerð Ófeigs VE, hefði með réttu átt að vera á toppnum yfir þau fyrir- tæki sem greiddu hæstu launin á síðasta ári. I Fréttum er sagt að meðallaun skipverja á Ófeigi VE hafi verið 7,3 milljónir króna á ár- inu en þrátt fyrir það hafi fyrirtæk- ið ekki komist á lista Frjálsrar verslunar yfir þau fyrirtæki sem greiddu hæstu launin. Meðallaun 12 skipverja á Ófeigi VE voru 7,3 milljónir króna í fyrra en samkvæmt lista Frjálsrar versl- unar var það Gunnar I. Hafsteins- son i Reykjavík, útgerðarmaður Freyju RE, sem greiddi hæstu með- allaunin eða 6.950.000 krónur. Sagt er að umbeðnar upplýsingar frá Stíganda hf. hafi verið sendar inn en af einhverjum ástæðum hafí þær ekki náð inn á lista blaðsins. -DVÓ Barnabætur hækka dv-mynd þök Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sinum i gærmorgun frumvarp sem felur i sér meira en þriðjungshækkun barnabóta á næstu þremur árum. Ákvörðunin um hækkun barnabótanna er í samræmi viö yfírlýsingu rikisstjórnarinnar i tengslum viö kjarasamninga síðastliðiö vor og meginmarkmiöiö aö draga úr tekjutengingu barnabótakerfisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1999: Landlæknisembættið skuldum vafið - þyrfti að draga úr starfsemi og fækka starfsmönnum Fjárhagsvandi ýmissa ríkisstofnana og -fyrirtækja fer vaxandi. Nýútgefin skýrsla Ríkis- endurskoðunar á ríkis- reikningum 1999 fer hörð- um orðum um landlæknis- embættið og segir það ljóst að embættið geti ekki leyst fjárhagsvanda sinn nema með verulegum samdrætti í starfseminni og fækkun starfsmanna. Starfsemi landlæknisembættisins hef- ur vaxið töluvert á siðustu árum með fjölgun starfs- manna og verkefna. Með nýju skipuriti hefur starf- semin orðið fjölþættari en áður var en rekstrarhalli hefur einnig farið vaxandi síðustu ár. „í árslok 1999 var uppsafnaður fíárhagsvandi embættisins um 34 milljónir króna vegna útgjalda um- fram fíárheimildir. Útgjöld á árinu 2000 stefndu í að fara 24 milljónir króna fram úr fíárheimildum. Fjár- hagsvandi embættisins stefndi þannig að óbreyttu í að verða um 58 milljónir króna í árslok 2000,“ segir í skýrslunni, en Ríkisendur- skoðun fór yflr rekstur embættis- ins eftir að landlæknir fór fram á endurskoðunina vegna fíárhags- vandans. Samdráttur í starfseminni og fækkun starfsmanna verður að ger- ast í samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið en launa- kostnaður embættisins er um 56 prósent af heildarkostnaði þess. Þvi bendir Rikisendurskoðun á að skoða megi hvort ekki sé hægt að draga úr yfirvinnu og fresta að ráða í þau störf sem losna. Auk þess þarf að mati Ríkisendurskoð- unar að styrkja fíármálastjórn embættisins, koma á virkri áætl- anagerð um fíármál og kostnaðar- eftirlit og gripa til markvissra að- halds- og sparnaðaraðgerða. Athugasemdir gerðar Skýrsla Ríkisendurskoöunar ger- ir einnig sérstakar athugasemdir við átta aðrar ríkisstofnanir - embætti forseta - íslands, Tækniskóla íslands, Menntaskólann á Akureyri, Þjóöminjasafn íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Málefni fatlaðra, Reykjavik, Heilsugæslustöð- ina Laugarási og Heilbrigð- isstofnanir á Austurlandi. Auk þess fer hún hörðum orðum um ríkisstjórnina, en eins og kunnugt er fór hún 21,2 milljónir fram úr því fé sem henni var úthlutaö fyr- ir árið 1999. Embætti forseta íslands fór 16,6 milljónir króna fram úr fíárheimild- um ársins í fyrra, eða 17,6 prósent, og margar aðalskrifstofur ráðu- neytanna virtu ekki fíárheimildir sínar. Hagstofa Islands eyddi 17 milljónum sem hún ekki átti til. Meira en helmingur sýslumanns- og lögregluembætta fór fram úr fíárheimildum sínum í fyrra og bætir hinn flati 1,7 prósenta niður- skurður dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins á árinu 2000 ekki fíár- þröng þessara embætta eins. og komið hefur fram í fíölmiðlum. Einnig kemur fram að Ríkisend- urskoðun hefur séð ástæðu til þess að gera sérstakar athugasemdir við fíárreiður og bókhald sífellt færri stofnana síðustu ár. -SMK Kristín Rós tekur annað gull Kristin Rós Hákon- ardóttir sunddrottn- ing gerði sér lítið fyr- ir og synti öðru sinni til sigurs á Ólympíu- móti fatlaðra í Sydn- ey í morgun. Þar með hefur hún unnið fem verðlaun á mótinu, tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverð- laun. Vísir.is greindi frá. Strangari tóbaksvarnarlög I nýju tóbaksvamarfrumvarpi er sjónum einkum beint að markaðssetn- ingu og sölu tóbaks og vemd gegn tó- baksmengun. M.a. er lagt til að fækkað verði svæðum þar sem reykingar em leyfðar. Vísir.is greindi frá. Breikkun í umhverfismat Vegagerðin hefur birt drög að áætl- un um mat á umhverfísáhrifum vegna breikkunar Reykjanesbrautar á milli Hafnarfíarðar og Keflavikur. Þar kem- ur fram að gert er ráð fyrir tveimur að- skildum brautum með tveimur akrein- um í hvora átt á 35 kílómetra kafla og að á þeirri leið verði mislæg gatnamót á sjö stöðum. Vísir.is greindi frá. Ný jarðgöng Verkefnishópur Hönnunar og Vega- gerðarinnar hefur birt drög að tillögu um áætlun fyrir mat á umhverflsáhrif- um jarðganga og vegar á miili Reyðar- fíarðar og Fáskrúðsfíarðar. Áætlað er að göngin verði um 5,5 km að lengd og vegtengingar um 8 km, alls 13,5 km. Fréttavefurinn greindi frá. 112 þúsund krónur í laun Bandalag starfsmanna ríkis og bæja krefst þess aö við upphaf nýs kjara- samnings verði enginn félagsmaður undir 112 þúsund króna grunnlaunum á mánuði. Vísir.is greindi frá. Samskip fær Herjólf Kærunefnd útboðsmála sá ekkert at- hugavert við útboð Vegagerðarinnar á rekstri Vestmannaeyjafeijunnar Herj- ólfs. Gengið var frá samningum um reksturinn í gær. Stjóm Herjólfs dró kæra sína í málinu tfl baka. Visir.is greindi frá. Hluti af framtíðargarði Danfoss mun kaupa íslenska skál- ann á EXPO 2000 en hann verður form- lega afhentur í dag. Danfoss mun flytja skálann að höfuðskrifstofum sínum í Nordborg þar sem skálinn veröur hluti af skemmtigarði með áherslu á tækni framtíðarinnar. Vísir.is greindi frá. Útsvar verður hækkað Félagsmálaráð- herra kynnti frum- varp um breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, og samkvæmt heim- ildum Vísis.is er það í aðalatriðum í sam- ræmi við tillögur nefhdar um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta þýðir að hámarksútsvar verður hækkað um tæpt 1% í tveimur áfóng- um og að fasteignaskattur verði miðað- ur við fasteignamat í stað brunabóta- mats. Vísir.is greindi frá. Knútur aðstoðarforstjóri Knútur Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Samskipa og gegnir jafnframt stöðu fram- kvæmdasfíóra rekstr- arsviðs innlendrar starfsemi. Kristinn Þór Geirsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs innlendrar starfsemi Samskipa, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Goða hf. Vísir.is greindi frá. -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.