Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Verðmæti 20 Sígauna-Rúmeninn Dinu Florin sem þóttist líka heita Stefan, Carlos og Luizi: Neitar að gefa upp hvar 17-18 milljóna þýfi er - ákæruvaldið krefst þess að dómarinn taki hann „engum vettlingatökum“ DV-MYND E.ÓL. Mörg stórinnbrot Ákæruvaldið krefst þess að Rúmeninn Dinu Florin verði dæmdur í að minnsta kosti þriggja ára fangelsi. Hann framdi mörg stórinnbrot hér á landi og sendi þýfið úr landi. Ákæruvaldið krefst þess að héraðs- dómur taki Rúmenann Dinu Florin, 23 ára, „engum vettlingatökum" - sýni honum enga miskunn og dæmi hann í a.m.k. þriggja ára fangelsi. Fulltrúi lögreglustjóra segir unga manninn hafa komið gagngert tO ís- lands til að fremja stórinnbrot og senda þýfið úr landi eftir að hafa komið hingað undir fólsku nafni og óskað hælis sem pólitískur flóttamað- ur. Dinu kveðst hafa sætt pólitískum ofsóknum í heimalandi sínu - þess vegna hafi hann setið í fangelsi í Rúmeníu. Fyrir dómi í gær kom hins vegar fram rúmenskt sakavottorð mannsins þar sem segir að hann hafi fimm sinnum verið dæmdur í fang- elsi ytra - allt frá einu og hálfu ári upp í fjögur og hálft ár. Sakargiftir voru þjófnaður. Sígaunamaðurinn hefur því setið í fangelsi ytra frá unga aldri. í DÓMSALNUM . . ó«ar Svemsson blaðamaður Mágur lefðbeindi úr fangelsi í Þyskalandi í réttarhaldinu í gær kom fram að þegar Rúmeninn var handtekinn var hann með bréf á sér frá mági sínum sem situr í fangelsi í Þýskalandi. Þeg- ar bréfið var þýtt kom í ljós að mág- urinn hafði m.a. sent honum það til að leiðbeina honum í „þjófnaðar- og afbrotafræðum". Þegar Dinu Florin kom til landsins gekk hann undir nafninu Stefan Catalin. Meðan á dvöl hans stóð hér, fyrir handtöku - í rúman mánuð - gekk hann líka undir nöfnunum Car- los Mendoza og Luizi FioriIIi. Hann kveðst hafa komið með Norrænu til Seyðisijarðar þann 6. júlí - daginn eft- ir framdi hann tvö innbrot á Homa- firði, fór svo til höfuðborgarsvæðis- ins og lét greipar sópa um skartgripa- verslanir í nokkram stórinnbrotum. Hér var greinilega á ferð forhertur og skipulagður brotamaður, að áliti ákæruvaldsins, sem bar sig „fag- mannlega" að verki á myndbandi sem tekið var upp i innbroti Rúmen- ans í verslunina Faco í Faxafeni í ágúst - ekki löngu áður en hann var handtekinn og úrskurðaður í gæslu- varðhald. „Það eru engin vettlingatök í lögunum" Hallvarður Einvarðsson, fyrrver- andi ríkissaksóknari og verjandi Rúmenans, mótmælti kröfu sækjand- ans um þriggja ára fangelsi og lagði áherslu á að það „séu engin vettlinga- tök i lögunum" - refsingar eigi ekki að dæma eftir vettlingatökum - held- ur lögunum einum. Við réttarhald í innbrota- og þjófn- aðarmáli Rúmenans, þar sem verð- mæti þýfisins nam 24 milljónum króna, kom fram að hinn ungi sígauni neitaði að segja lögreglunni frá því hvar þýfi upp á 17-18 milljón- ir er niðurkomið - aðeins að hann hafi sent það til Rúmeníu - þar sé það einhvers staðar. Dinu hefur neitað að segja lögreglunni hvar þrir fjórðu af 1600 gull- og silfurmunum frá íslandi era niðurkomnir í heimalandi sínu. Þetta þýðir í raun aö manninum hef- ur að stærstu leyti heppnast að koma góssinu undan. Sé gert ráð fyrir að hann fái þriggja ára fangelsi, eins og ákæravaldið fer fram á, mun hann sleppa út á helmingi afplánunar, eftir 18 mánuði. Hann hefur þegar setið af sér tvo mánuði í gæsluvarðhaldi þannig að hann yrði samkvæmt þessu dæmi laus eftir 16 mánuði héð- an í frá, snemma á árinu 2002. Þó þetta kunni að hljóma vel sloppið gretti Rúmeninn sig í réttarhaldinu í gær þegar túlkur hans sagði honum að ákæruvaldið krefjist þriggja ára fangelsisrefsingar. Fór beint í yfirheyrslu í gær Þegar sakborningurinn var leiddur út úr réttarsalnum í gær og mál hans hafði verið tekið til dóms fór hann nánast beinustu leið austur á Litla- Hraun í yfirheyrslu - í nýju saka- máli. Nú er komið á daginn að fleiri mál eru tU rannsóknar en þau sjö innbrot sem hann er ákærður fyrir. Þegar tveir lögreglumenn fóru tU Rúmeníu tU að ná í hluta þýfisins hjá foreldram Rúmenans komu í ljós munir úr öðru innbroti hér á landi, a.m.k. einu. Helsta ástæða þess að Rúmeninn var handtekinn þann 17. ágúst er framangreint myndband frá verslun- inni Faco. Þar sást að maður með er- lent yfirbragð var að verki og var þvi farið að leita slíkra manna - þangað tU Dinu Florin fannst. Hann gaf lög- reglu upp rangt nafn í fyrstu en játaði á sig sjö innbrot eftir tveggja daga gæsluvarðhald. Dinu ætlaði að fara úr landi nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn - með vegabréf sem honum hafði verið sent frá Rúm- eníu á dvalarstað sinn á Nýbýlavegi í Kópavogi. Vegabréfið barst eftir að hann var handtekinn - þá kom óyggj- andi á daginn hver maðurinn var. Mynd með réttu nafni var í vegabréf- inu - Dinu Florin. Þetta telur ákæru- valdið augljóslega úthugsuð vinnu- brögð - dæmi nú hver fyrir sig. húsa brann í verðbólgunni DV, AKRANESI: Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja niður Menningarsjóð Akraness og láta höf- uðstól sjóðsins, 800.000 krónur, renna til kaupa á listaverkinu Fótbolta- mennirnir eftir Sigurjón Ólafsson. Er það gert til minningar um gullaldar- tímabil Skagamanna á knattspymu- vellinum. Menningarsjóður Akraness var stofnaður árið 1964 þegar Landsbanki íslands tók yfir rekstur Sparisjóðs Akraness. Höfuðstóll sjóðsins var 13,5 milljónir króna á verðlagi þess árs og var tilgangur hans að veita styrki til framfara- og menningarmála á Akra- nesi og næsta nágrenni. Ekki mátti skerða höfuðstól sjóðsins. Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, sagði í samtali við DV að honum hefði ver- ið sagt að höfuðstóll sjóðsins í upphafi hefði samsvarað verði 20 einbýlishúsa á Akranesi. DV lét reikna út fyrir sig hvað sjóðurinn ætti að vera ef hann hefði verið 135.000 gamlar krónur þeg- ar myntbreytingin varð, en eins og kunnugt er varð verðbólgan mörgum sjóðum að falli. Miðað við 135.000 kr. frá árinu 1979 ættu því að vera í sjóðn- um í dag um 5 milljónir króna, en sjóðurinn er ekki nema 800.000, sem skýrist af verðbólgunni. Ef tekið er mið af einbýlishúsaverði á Akranesi hefðu átt að vera í sjóðnum 260-280 milljónir króna miðað við enga verð- bólgu. Vissulega hefur verðbólgan leikið margan manninn og sjóðinn grátt, eins og sést á þessu dæmi. -DVÓ s Isafjörður: Brotist inn í ölgerð Brotist var inn í útibú Ölgerðar Eg- ils Skallagrímssonar á ísafirði á ell- efta tímanum á miðvikudagskvöldið og talsverðu af áfengi stolið. Þjófarnir brutust inn um útidyrahurð og unnu skemmdarverk á henni sem og á geymslu í húsinu. Að sögn lögregl- unnar á ísafirði er magn fengsins ekki vitað, en þó er ljóst að mennirnir komust á brott með einn kassa af vodka og einn kassa af bjór. Lögreglan á ísaflrði er með málið i rannsókn og allar upplýsingar sem fólk getur gefið lögreglunni um mannaferðir við útibú ölgerðarinnar þetta kvöld eru vel þegnar. -SMK Veöríð i kvöld Solargangur og sjávarföll REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 17.23 16.59 Sólarupprás á morgun 09.02 08.01 Síödegisflóð 19.01 23.34 Árdegisflóð á morgun 07.22 11.55 Skýöngar á v&barti&imm Urkomulítiö norðan til Suðaustan 10 til 15 m/s, en 13 til 18 við suðvesturströndina og á annesjum norðanlands. Skúrir eða haglél sunnanlands, en skýjað meö köflum og úrkomulítið á norðan til. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn. <'*-»VINDÁTT ÍOV-HIH -io° NviNDSTYRKUR VcnncT í metrum á sekóndu rKut> f HEIÐSKÍRT o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ © RiGNING SKÚRIR SLYDDÁ SNJÓKOMA Q s? = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA AmoffSrv It/bijj Nóvember á næsta leiti Þá er október aö verða búinn og farið að styttast í nóvember. Þá er líka kominn tími til aö athuga um vetrardekkin því þá getur hálkan og snjórinn fariö að láta sjá sig. Og samkvæmt veðurspánni er von á snjókomu og hagléli í næstu viku, að minnsta kosti hjá norðanmönnum. Þurrt að mestu sunnan- og vestanlands Norðaustanátt, 10 til 15 m/s norðvestan til en hægari annars staðar og súld eöa rigning með köflum norðan- og austaniands, annars þurrt að mestu og hiti 3 til 8 stig. rvLtmifittj't Vindur: /J|| 10-13 m/s Hiti 2° til 5” Þriö|iiil,i: Vindur: 8-13 m/s Hiti -2* til 5° wiióviHml pKH3 Vindun C 8—13 in/sf e; Hiti-2* tii 5“ eVe° Noröaustan 10-13 m/s og slydduél eða skúrir norðan tll, en skýjað með köflum og þurrt sunnan tll. Hltl 2 tll 5 stlg. Norðlæg átt. Él eða snjókoma norðanlands, en skýjað með köflum og þurrt sunnanlands. Kólnandl veöur. Norðlæg átt. Él eða snjókoma norðanlands, en skýjað meö köflum og þurrt sunnanlands. Kólnandl veður. AKUREYRI rigning 6 BERGSSTAÐIR skýjað 7 BOLUNGARVÍK rigning 7 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. skúrir 8 KEFLAVÍK haglél 7 RAUFARHÖFN rigning 6 REYKJAVÍK úrkoma 6 STÓRHÖFÐI úrkoma 8 BERGEN skýjaö 9 HELSINKI skýjað 3 KAUPMANNAHÖFN skýjað 11 ÓSLÓ skýjað 4 STOKKHÓLMUR 5 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 4 ALGARVE heiöskírt 22 AMSTERDAM rigning 11 BARCELONA mistur 19 BERLÍN skýjaö 12 CHICAGO þokumóða 14 DUBLIN léttskýjað 13 HALIFAX þokumóöa 9 FRANKFURT rigning 11 HAMBORG hálfskýjað 12 JAN MAYEN léttskýjað 4 LONDON rigning 14 LÚXEMBORG skýjaö 10 MALLORCA hálfskýjaö 23 MONTREAL alskýjað 13 NARSSARSSUAQ léttskýjað -6 NEWYORK þokumóöa 14 ORLANDO heiöskírt 18 PARÍS alskýjaö 13 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON þokuruöningur 9 WINNIPEG heiösklrt -3 grMftnijjtM.'Miuijjiin.Tn-aðryinafmtia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.