Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 9
9 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 lOV Fréttir Embætti forseta íslands fór 16 milljónir fram úr fjárheimildum 1999: Opinberar heimsóknir sliga forsetaembættið Nýútgefin skýrsla Ríkisendur- skoðunar á ríkisreikningum 1999 gerir sérstakar athugasemdir við embætti forseta íslands en eins og kunnugt er fór það 16,6 milljónir króna fram úr fjárheimildum árs- ins í fyrra eða 17,6 prósent. Emb- ættið átti 1,5 milljón krónur eftir í fjárheimildum siðan árið 1998, svo alls var höfuðstóll embættisins 15 milljón krónur í mínus í árslok 1999. Að mestu var þessum pening- um sem ekki voru til eytt í opinber- ar heimsóknir. „Þegar fjárlög eru ákveðin sjá menn í grófum dráttum hvemig op- inberar heimsóknir verða en síðan er mjög algengt að það bætist við þær og það á jafnt við önnur emb- ætti sem þetta,“ sagði Stefán L. Stef- ánsson forsetaritari. „Það er mjög erfitt að sjá með ársfyrirvara ná- kvæmlega. hversu margar og hversu viðamiklar opinberar heim- sóknir verða bæði erlendis og hér á landi.“ Hann tók sem dæmi þegar þjóð- höfðingjar hittast á ailsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, eða við aðrar svipaðar aðstæður, þá óska erlend- ir ráðamenn stundum eftir að koma til íslands og þessar heimsóknir er ekki hægt að sjá fyrir. Stefán út- skýrði að það vora ýmsar ástæður fyrir því að opinberar heimsóknir í fyrra urðu viðameiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi og tók sem dæmi að eftir að fiárlög voru sam- þykkt var ákveðið að forsetinn, ásamt þjóðhöfðingjum Norðurland- anna, yrði við opnun norrænu sendiráðanna í Berlín. Einnig juk- ust útgjöld vegna þess að opinberar heimsóknir forseta Eistlands og Lettlands til fslands urðu umfangs- meiri því degi var bætt við báðar að ósk gestanna. Auk þess urðu heim- sóknir forseta innanlands til Eyja- Wm DV-MYND GÍSLI HJARTARSON. 1 Bílvelta við Bása Þaö fór illa fyrir þessum vörubíl sem var aö losa farm viö Bása á Kirkjubólshlíö í Skutulsfiröi um þrjúleytiö í gær. Bíl- stjórinn var aö iosa farm á hliö þegar skjólborö festist og farmurinn fór ekki af bílnum í tæka tíö. Afleiðingarnar uröu þær aö bíllinn lagöist á hliöina. Engin slys uröu á fólki við atburöinn. Fjárhagsvandræöi forsetaembættísins Embætti forseta ísiands stendur ekki undir kostnaöinum sem fylgir oþinber- um heimsóknum. fiarðar og Austfiarða umfangsmeiri en áætlað haföi verið, sem og heim- sókn hans á íslendingaslóðir í Norður-Dakóta. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sá ástæðu til þess að gera sérstakar at- hugasemdir viö átta ríkisstofnanir auk forsetaembættisins - Tækni- skóla íslands, Menntaskólann á Ak- ureyri, Landlæknisembættið, Þjóð- minjasafn íslands Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri, Málefni fatl- aðra í Reykjavík, Heilsugæslustöð- ina Laugarási og Heilbrigðisstofn- anir á Austurlandi. Skýrslan fer einnig hörðum orðum um rikis- stjómina en eins og kunnugt er fór hún 21,2 milljónir fram úr því fé sem henni var úthlutað fyrir árið 1999. Auk æðstu stjómar landsins virtu margar aðalskrifstofur ráðu- neytanna ekki fiárheimildir sínar, segir í skýrslunni. Cadillac Fleetwood '85 ekinn aðeins 85 þús. m., leðurinnrétting, sóllúqa, rafdr., vél 4.1. ssk, Gott eintak " Eðalvagn á eðalverði: aðeins 690.000 Upplýsingar í síma 869 3017 Kynferðisbrotadómur í Héraðsdómi Norðurlands vestra: Fær 15 mánuði fyrir ára- langt óeðli við telpur DV, SAUDÁRKRÓKI: Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn tveimur ungum stúlkum, og til greiðslu samtals 700.000 króna skaðabóta til þeirra. Auk þess er honum gert að greiða meg- inhluta sakarkostnaðar og málsvamarlauna. Atburðirnir áttu sér stað á árunum 1989 til 1995 en þá voru stúlkurnar á barnsaldri, þau fyrstu er þær voru fimm eða sex ára. Maðurinn var sýknaður af kæru þriðju stúlkunnar. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að brot ákærða voru fram- in á löngu tímabili. Þau beindust gegn ungum stúlkum sem ekki höfðu burði til að koma í veg fyrir áreitið. Samkvæmt skýrslu félags- ráðgjafa hafa þessir atburðir haft mikil áhrif á stúlkurnar en þrátt fyrir það séu framtíðarhorfur þeirra ágætar. Einnig var horft til þess að stúlkurnar voru báðar tengdar ákærða fiölskylduböndum og máttu því bera til hans traust sem hann brást. Sérstaklega eigi þetta við um aðra stúlkuna sem ákærði ber að hafi verið hænd að sér. „Til refsilækkunar verður að horfa til þess að ákærði hefur leit- að aðstoðar hjá presti og sálfræð- ingi til að takast á við vandamál sín en hann gerir sér fyllilega grein fyrir því að háttsemi sín var röng. Þá hefur hann boðist til að greiða stúlkunum bætur þó ekki hafi náðst samkomulag um fiárhæð þeirra. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu sem hefur áhrif á nið- urstöðu máls þessa. Einnig er rétt að horfa til þess að u.þ.b. þrjú ár liðu frá því ákærði lét af háttsemi sinni og þar til mál þetta kom fram í dagsljósið. Ákærði beitti stúlk- umar ekki ofbeldi eða hótaði að beita því,“ segir í dómsorði, en til- vikin sem ákærði beitti þeirri stúlknanna sem hann áreitti oftar voru um 30 talsins að því er stúlk- an bar, yfirleitt á heimili hans en einnig á ættarmóti. Áreitið var að- allega þukl á kynfærum og brjóst- um. Ákærði kveðst hafa þurft að fást við þá sálarkreppu sjálfur að reyna kynferðislegt ofbeldi sem hann hafi orðið fyrir sem barn. Hann telur sig hafa verið búinn að takast veru- lega á við vandann eftir að áreitinu lauk og þar til málið kom fram í dagsljósið. -ÞÁ UPPB0Ð Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- _______Irfarandi eignum:_______ Helgugata 4, Borgamesi, þingl. eig. Guðni Haraldsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn í Borgamesi, fimmtudaginn 2. nóvember 2000 kl. 10. Hl. Sigmundarstaða í Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Reynir Aðalsteinsson, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn í Borgamesi, fimmtudaginn 2. nóvember 2000 kl. 10. Hl. Þórólfsgötu lOa, þingl. eig. Sigurður Ingvarsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., fimmtudaginn 2. nóvember 2000 kl. 10. Hlíðarbær 11, Hvalfjarðarstrhr., þingl. eig. Búi Gíslason og Harpa Hrönn Dav- íðsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóð- ur og Islenska skófélagið ehf., fimmtu- daginn 2. nóvember 2000 kl. 10. Lundur 2, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Einar Gíslason, gerðarbeiðandi Borgar- fjarðarsveit, fimmtudaginn 2. nóvember 2000 kl, 10,__________________________ Melgerði, Lundarreykjadal., þingl. eig. Friðjón Ámason og Kolbrún Elín Ander- son, gerðarbeiðendur Iðunn ehf., bókaút- gáfa, íbúðalánasjóður og Olíufélagið hf., fimmtudaginn 2. nóvember 2000 kl. 10. Sumarbústaðurinn Hlíðartröð 9, Hval- fjarðarstrandarhreppi, þingl. eig. Bene- dikt G. Kristþórsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 2. nóvember 2000 kl. 10. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESl. DV SSOIO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.