Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
DV
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: augiysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sykurfíkn
Ef við komum í bókabúð í Bandaríkjunum, getum við
séð tugi mismunandi bóka, sem mæla með mismunandi
aðferðum við að öðlast kjörþyngd og halda henni. í bóka-
búðum hér á landi er úrval bóka á ensku minna, en af fá-
anlegum bókum fjalla æði margar um megrun.
Einn gárunginn sagði vestanhafs, að ekki væru allar
þessar mismunandi bækur á boðstólum, ef ein þeirra
virkaði. í þessu er mikill sannleikur. Það má ljóst vera,
að fólki gengur afar illa að fara til lengdar eftir vel meint-
um ráðleggingum allra þessara megrunarbóka.
Sama er að segja um þá ráðgjöf, sem fer framhjá öllum
slíkum bókum og segir fólki að borða minna og fara eftir
opinberum manneldismarkmiðum. Þau markmið eru
ágæt og byggja yfirleitt á næstnýjustu upplýsingum, en
þau gera fáum kleift að halda sér í kjörþyngd.
Á sama tíma og upplýsingar um manneldismarkmið og
hóflegt át annars vegar og upplýsingar um margvíslegar
megrunaraðferðir hins vegar þenjast út með miklum
hraða, heldur fólk áfram að þyngjast. í Bandaríkjunum
eykst ofíita fólks gegndarlaust, um 5% á ári.
í skoðanakönnun DV í fyrradag kom fram, að 30% ís-
lendinga eru ósáttir við holdafar sitt. Margir þeirra hafa
vafalaust reynt að bæta stöðuna, en ekki tekizt það. í
sama blaði kom fram, að offita barna er orðin eins mikil
hér á landi og vestan hafs og vex hröðum skrefum.
Ljóst má vera, að fólk viil fara eftir ráðleggingum, sem
það fær, en getur það ekki. Á því er ekki nema ein skýr-
ing. í matnum hljóta að vera fíkniefni, sem haga sér eins
og önnur fíkniefni og heimta meiri og meiri mat. Margir
geta ekki varizt þessum fikniefnum í fæðunni.
Á allra siðustu árum hafa augu manna beinzt að við-
bættum sykri sem helzta fíkniefninu í daglegri fæðu
manna. í Bandaríkjunum hafa félagar í Overeaters
Anonymus í fjörutiu ár haft viðbættan sykur efstan á
blaði fikniefna, sem þeir megi alls ekki snerta.
Rannsóknir allra síðustu ára í Bandaríkjunum benda
til, að fikn stafi af boðefnarugli í heilanum, sem sé sum-
part ættgengt og stafi sumpart af umhverfisáhrifum.
Gildir þá einu, hvort fiknin snúist um efni á borð við
áfengi og tóbak eða atferli á borð við spilamennsku.
Sameiginlegt með allri fikn, hvort sem hún snýst um
fíkniefni eða fikniatferli, er, að sumir ánetjast henni
vegna boðefnarugls í heilanum. Ekki hefur enn verið
sannað, að viðbættur sykur sé eitt þessara fíkniefna, en
það mundi skýra ofát milljóna Vesturlandabúa.
Þegar ný viðhorf koma fram á borð við þau, að sykur
sé eitur, sem valdi óstöðvandi matarfikn, er eðlilegt, að
hefðbundnir næringarfræðingar dagi uppi með kenning-
ar úr gömlum kennslubókum og séu ekki með á nótun-
um. Næringarfræðin hefur aldrei skilið fíkn.
Ef við setjum viðbættan sykur á bekk með alkóhóli,
nikótíni, læknadópi og ólöglegum fíkniefnum, þá gengur
dæmið upp. Þá skiljum við, af hverju fólki tekst ekki
þrátt fyrir mikla erfiðismuni að fara eftir ráðleggingum
manneldisráða og vel meintra megrunarbóka.
Ef sykur er fikniefni, er skiljanlegt, að vestrænar þjóð-
ir séu að þyngjast með ógnarhraða á sama tíma og þekk-
ing á næringu eykst og dreifist hröðum skrefum. Þá er
líka ljóst, að hefðbundnar aðferðir duga ekki gegn offit-
imni og leita þarf í nýjar smiðjur til úrbóta.
Hér á landi hefur á síðustu dögum sprungið út umræða
um viðbættan sykur sem eitur og sykur sem fikniefni.
Umræðan er frábær, þótt sumum sé lítt skemmt.
Jónas Kristjánsson
Þjóðerni og samlögun
Sífellt fleiri flóttamenn, sem flúðu
land í Bosníustríðinu á árunum
1992-1995, hafa tekið þann kost að
snúa til baka til Bosníu. Viða er
ástandið mjög slæmt: Fjölmargir
flóttamenn búa enn í tjöldum eða
rústum heimila sinna og hafa engan
aðgang að heilsugæslu eða mennt-
un, enda er allt of litlu fé varið í
uppbyggingarstarfið í Bosníu. En
það breytir því ekki, að um 30 þús-
und flóttamenn hafa snúið aftur á
þessu ári, eða helmingi fleiri en í
fyrra. Ein ástæðan er sú, að fleiri
stríðsglæpamenn hafa verið hand-
teknir í Bosníu. Taka má stjórn-
málaþróunina í bænum Prijedor á
yfirráðasvæði Bosníu-Serba (Repu-
blika Srpska) sem dæmi en þar
voru framdir hroðalegir stríðsglæp-
ir í Bosníustríðinu og kerfisbundið
kveikt í húsum múslíma árið 1996
til að koma í veg fyrir að þeir kæmu
til baka. Þegar hafist var handa við
að handtaka stríðsglæpamenn árið
1997 varð það til að kippa fótunum
undan þeirri valdastétt sem hafði
ráðið þar lögum og lofum síðan í
upphafi Bosniustríðsins. Nú hefur
fyrsta moskan verið reist í Prijedor
en slíkt hefði verið óhugsandi fyrir
nokkrum árum. Reyndar hafa mjög
fáir lagt í að snúa aftur til austur-
hluta Republika Srpska, eins og t.d
Srebrenica, þar sem mestu
fjöldamorð í Evrópu frá lokum
seinni heimsstyrjaldar voru framin
í augsýn friðargæsluliða Samein-
uðu þjóðanna. Eiginkonur sjö þús-
und karlmanna, sem þá voru teknir
af lífi, eru nú í stöðu
flóttamanna í eigin landi. Það
þarf því ekki að koma á óvart að
hundruð þúsunda Bosníumanna -
Serba, Króata og múslíma - hafa
enn ekki tekið þá áhættu að hverfa
til síns heima af ótta við að sæta
þjóðernisofsóknum.
Verndun mannréttinda
Árið 1992 bjuggu um 4,3 milljónir
manna í Bosníu. Eftir að stríðsátök-
in hófust neyddist um ein milljón
manna til að yfirgefa heimili sín og
1,2 milljónir flúöu land. Eftir að
friði var komið á meö Dayton-sam-
komulaginu árið 1995 voru sett lög
sem af óskiljanlegum ástæðum
styrktu réttarstöðu þeirra sem tekið
höfðu húseignir flóttamanna
ófrjálsri hendi. Það var ekki fyrr en
áriö 1998 að fulltrúar Sameinuðu
þjóðanna komu því til leiðar að
þessi lög voru numin úr gildi og ný
lög sett til vemdar mannréttindum
fómarlambanna. Um 30 þúsund
manns hafa nú fengið eignir sínar
til baka. Vandamálið er að ýmsir
harðlínumenn, t.d. í þeim hluta
Bosníu þar sem flokkur Bosníu-
Króata (HDZ) er viö völd, og stjóm-
^.'tV l
' . || 'i/4 V ; j
VpV P !
m—Lil
Vonir um að unnt verði að halda Bosníu-Herzegóvínu saman til langframa
Flóttamönnum sem snúiö hafa aftur til Bosníu eftir stríöshörmungarnar á ár-
unum 1992-1995 hefur fjöigaö verulega á þessu ári.
völd í Republika Srpska hafa þrá-
faldlega neitað því að framfylgja
nýju lögunum. Ef ekki tekst að
vernda réttindi minnihlutahópa í
Bosníu-Herzegóvinu eykst hættan á
því, að sambandsríkið klofni í
þrennt út frá þjóðemismörkum.
Þótt erfitt hafi reynst fyrir flótta-
menn að endurheimta eigur sínar á
Valur
Ingimundarson
stjórnmála-
sagnfræðingur
yfirráðasvæði Serba hafa þeir ekki
mætt mikilli þjóðernisandstöðu.
Forsætisráðherra Republika
Srpska, Milorad Dodik, hefur þó
verið mjög tregur til að veita minni-
hlutahópum pólitísk völd og neitað
að standa viö loforð sitt um að
heimila 70 þúsund flóttamönnum aö
snúa aftur. Öll pólitísk öfl í Repu-
blika
Srpska era andvíg því að taka
upp sátta- og samlögunarstefnu
gagnvart öðrum þjóðemishópum.
Það verður því að höggva á rót
vandans: að vinna gegn þeim hugs-
unarhætti sem þjóðemishreinsanir
hafa alið af sér. Á því svæði þar sem
flokkur Bosníu-Króata (HDZ) er við
völd er þjóðemisstefna á undan-
haldi, ekki síst vegna þeirrar
ákvörðunar stjómvalda í Króatíu að
draga verulega úr fjárhagsstuðningi
til hans. Að vísu stendur það lýð-
ræðisumbótum fyrir þrifum að eng-
um flokki hefur tekist að hnekkja
forræðisstööu HDZ. En á þessu ári
hefur þeim flóttamönnum sem
heimilað hefur veriö að snúa aftur
til síns heima í Mið-Bosníu fjölgað
verulega. Það bendir til þess að ný
viðhorf séu að ryðja sér til rúms
gagnvart minnihlutahópum.
Vestrænar skuldbindingar
Ef alþjóðastofnanir og ríkisstjóm-
ir á Vesturlöndum leggja ekki
meira af mörkum til endurreisnar-
starfsins í Bosníu er veruleg hætta
á því aö flóttamenn hætti við að
snúa heim eða þeir minnihlutahóp-
ar, sem þegar hafa gert það, flytjist
aftur á brott. Vestur-Evrópuríkin
viðurkenndu í raun ekki að Bosnía
væri í Evrópu fyrr en árið 1995 eft-
ir að þjóðernishreinsanirnar náðu
hámarki og um 200 þúsund manns
höfðu látið lífið. Með þvi að grípa til
beinnar hernaðaríhlutunar tóku
vestræn ríki á sig efnahagsskuld-
bindingar sem þeim ber skylda til
að standa við. Eina leiðin til að berj-
ast gegn þeirri fasísku hugmynda-
fræði sem lá þjóðernishreinsunum.
Serba og Króata i Bosníu til grund-
vallar og brjóta niður þaö valda-
kerfi sem komið var á fót til að
framfylgja því er að tryggja réttindi
minnihlutahópa og gera þeim kleift
að snúa aftur heim.
Hvernig getur þú
stutt Bush?
Hann er vitlaus,
óreyndur...
...og stefnumúi hans eru
eins og slagorð á
stuðurum bílal
Enhannersvo
afslappur með *y8jNéw*s
þetta allt!! TfUBLREMOlF. 5tRVlCE4 |