Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 11
11 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 DV Skoðun Uppreisn húsbóndans manninum," sagði hún og skeiðaði af stað með mynd, hamar og nagla. Hann fylgdi á eftir sem í leiðslu og sagði hæglátur: „Ég ætlaði nú að hafa myndina i húsbóndaherberginu. Við hliðina á útskriftarmyndinni úr Stýri- mannaskólanum." Hún var um það bil að negla fyrsta hamarshöggið og leit á hann snögg- lega. Honum fannst eitt andartak að hún væri höggmynd. Brosandi gyðja með hamar á lofti en augun skutu gneistum. „Þú getur svo sem sett myndina þar sem þú vilt enda áttu hana,“ sagði hún brosandi. Hún talaði samanbitnum vörum en hann kaus að túlka það með öðrum hætti en þeim að hún vildi ekki missa naglann úr munninum. Hún lét hamarinn síga og rétti honum myndina. Þar sem hann hélt á myndinni gerði hann sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu í annars sléttu og felldu fjölskyldulíf- inu. Óttinn læsti sig um hjarta hans og hann ætlaði að segja að kannski færi myndin bara vel við hliðina á sjómannin-- / eldhúsinu sat konan hans og horfði fjarrænum aug- um út um gluggana. Hann yrti á hana en komst að því að hún talaði enn saman- bitnum munni þrátt fyrir að naglinn vœri farinn. í kvöldmat voru bjúgu og þegar leið að háttatíma greip konan um ennið og sagðist vera með höfuðverk. stálnaglann í vegginn en velti í sömu andrá fyrir sér hvort hann hefði geng- ið of langt í átt til sjálfstæðis. Myndin fór upp á vegg og hann gekk nokkur skref aftur á bak til að dást að þvi hvemig mynd hins dáða vestfirska málara lýsti upp vegginn. Litli drengurinn hans kom inn í sömu svifum og verkinu var lokið. aði að vera orðinn í minnihluta innan fjölskyldunnar. Veiðarnar gengu vel og þar sem dallurinn kjagaði hlaðinn inn fjörðinn hugsaði hann til þess hve gaman yrði að koma heim til óaðfmn- legrar ijölskyldunnar. Á bryggjunni beið konan og þar sem hann vatt sér inn í bílinn til hennar slógust yngstu börnin í aftursætinu. Hún var fjarlæg en tók atlotum hans þó bærilega. Síð- an var ekið heim. Þegar þangað kom sá hann að búið var að taka til bjúgu í kvöldmatinn. í húsbóndaherberginu hékk listaverkið skakkt við hliðina á útskriftarmyndinni. Hann mundi ekki til þess að hafa skilið við mynd- ina með þeim hætti. Það var hrollur í honum þar sem hann gaf sig á tal við konu og börn án þess að uppskera annað en svör í eins atkvæðisorðum. Annað veifið leit hann á bjúgun á borðinu og þannig leið fyrrihluti dagsins án þess að gleðin, sem sveif yfir sölum heimilisins þegar hann var í landi, gerði vart við sig. Jólasveina- tilfinningin var horfin og þrátt fyrir „Þú hefur þetta bara eins og þú vilt. Málningardótið er inni í geymslu," sagði konan við eiginmann sinn með þeim þóttasvip að hann tók þann kost að hafa sig hægan og draga sig í hlé. Tilefni orðaskiptanna var að húsbóndinn lagði til að stofan yrði máluð ljósblá en ekki ferskjubleik eins og konan vildi. Hann var sjómaður og hafði oft hugleitt þá undarlegu stöðu sem hann var í sem sjómaður á togara. Allt var slétt og fellt þegar hann kom í land. Bömin stífgreidd og konan eins og klippt út úr hátíðarútgáfu af Húsfreyj- unni. Allir brosmildir og engin vanda- mál þá tvo daga sem hann stoppaði í landi. Sjálfum leið honum eins og jólasveininum og það hafði á stundum hvarflað að honum þar sem hann sté inn í nýskúraða forstofuna að kalla „Ho, ho, ho. Gáttaþefur gægist hér inn.“ En hann lét ekki undan þeirri hugsanabrenglun sinni og faðmaði konuna og bömin. Á borðum var há- tíðarmatur og heimilið skartaði sínu fegursta. Börnin fengu gjafir og konan blóm. Stærð gjafa og blómvandar réðst þó nokkuð af aflabrögð- um. Þegar árstíðir buðu upp á það var tendrað á kertum og rómantískur andi sveif yflr öllu. Hjónin höfðu átt langa samleið og víglin- ur á heimilinu voru skýrar. Hann aflaði, hún eyddi og bæði voru ánægð með fyrirkomulag- ið. Stundum var búið að mála híbýlin þegar hann kom í land og hversu mjög sem honum leiddist lit- urinn sagði hann ekk- ert og brosti bara framan í konuna. Hann taldi ekki ráðlegt að skipta sér um of af henn- ar málum. Mótþrói Á mótþróa- skeiði einu ákvað hann þó að láta til sín taka innan dyra heimil- isins. Hann hafði átt afmæli og elskuleg eiginkonan s og stífgreidd börnin af- hentu honum gjöf. Þegar hann hafði opnað pakk- ann kom í ljós und urfógur mynd máluð af vestfirskum stór- málara. Gjöfin gladdi hann ósegjanlega. Gamli sjóhundurinn, sem undir niðri bjó yfir næmu fegurðarskyni, táraðist þar sem hann horfði á myndina. Þegar hann leit af myndinni grillti hann andlit konu sinnar. I munni hennar var nagli og í hægri hönd hélt hún á hamri og í þeirri vinstri á öðrum nagla til vara. Hann þakkaði fjöl- skyldunni blíðum rómi ómetanlega af- mælisgjöf og tók utan um börnin hvert af öðru. Þegar hann faðmaði konu sína og kyssti hana á munninn, fram hjá naglanum, fann hann að myndin rann úr greip hans í hennar. „Þessi mynd fer einstaklega vel í stof- unni; við hliðina á myndinni af sjó- um. Þá kom upp í honum þvermóðska og hann ákvað að standa á rétti sin- um. Jólasveinar eiga líka rétt á þvi að ráðstafa sínum gjöfum, hugsaði hann og rétti út höndina og tók við hamrin- um af konu sinni. Mamma ræður Hann fann að kulda lagði frá kon- unni sem venjulega var svo hlý og börnin voru hætt að brosa. „Mamma ræður hvar myndirnar eru hengdar upp,“ sagði yngsti barnunginn, dreng- ur á fjórða aldursári, og horfði ásök- unaraugum á föður sinn. Hann fylltist enn meiri mótþróa og ákvað að ljúka málinu þannig að sjálf- stæði hans og völd yrðu vandlega undirstrikuð í eitt skipti fyrir ölL Á sjónum hafði hann nokkur mannafor- ráð og var vanur að fá sínu framgengt í meginatriðum. Jólasveinagervið í landi var þvi eins konar geðklofaá- stand miðað við sjómennskuna. Hann gekk ákveðnum skrefum inn i hús- bóndaherbergið, sem reyndar var saumaherbergi konunnar. Við hlið út- skriftarmyndarinnar úr Stýrimanna- skólanum mældi hann fyrir mynd- inni. í þremur höggum negldi hann Greiðsla hans var farin úr skorðum og hann sagði alvörugefinn við fóður sinn: „Mamma er reið.“ í orðum barnsins fólst að faðirinn hafði þessu sinni gengið allt of langt. Móðirin hafði alltaf verið til staðar til að hugga eða gleðjast eftir atvikum. í huga barnsins hafði enginn leyfi til að styggja hana eða valda harmi. Honum varð þetta umhugsunarefni og reyndi að taka barnið í fangið sem alltaf var svo sjálfsagt en hinn hljóp undan. í eldhúsinu sat konan hans og horfði ijarrænum augum út um glugg- ana. Hann yrti á hana en komst að því að hún talaði enn samanbitnum munni þrátt fyrir að naglinn væri far- inn. I kvöldmat voru bjúgu og þegar leið að háttatíma greip konan um enn- ið og sagðist vera með höfuðverk. Börnin slást Að morgni næsta dags hélt hús- bóndinn til hafs á ný. Við brottfórina kyssti hann konu sína í kveðjuskyni en kossinn lenti á vanga hennar. Næstu vikuna á hafi úti skaut mynd- inni oft upp í huga hans. Tilfinningar toguðust á og hann fann ýmist til þess að hafa náð völdum eða hann harm- að hann gæfi konunni óvenjustóran blómvönd og börnunum tvöfalt bland í poka sló ekkert á kuldaskeiðið sem hófst í landlegunni á undan. Hann velti fyrir sér stöðunni þar sem hann sat einn í saumaherberginu og horfði í gaupnir sér. Niðurstaðan gat ekki orðið nema ein. Hann sótti hamarinn og tók niður myndina. Siðan dró hann naglann úr veggnum og gekk þung- lamalegum skrefum til stofu. Ná- kvæmlega þar sem konan hafði mælt fyrir myndinni negldi hann stál- naglann og hengdi myndina eftir vest- firska málarann upp. Hann kallaði á konu sína og bað hana að koma og sjá: „Ég fór að hugsa þetta mál betur. Það er auðvitað fráleitt að hafa slíka ger- semi ekki í stofunni," sagði hann og hún kinkaði kolli. Skömmu síðar hurfu bjúgun af borðinu og svínakjöt var komið í stað- inn. Þegar hausthúmið lagðist yfir þorpið var kveikt á kertum og svo var veisla. Nýgreidd börnin léku við hvern sinn fingur og hamingjan skein úr hverjum andlitsdrætti konunnar. Yngsta barnið sat í fangi fóður síns. Sjálfum leið honum þokkalega vel enda reynslunni ríkari. Hann vissi nú hvar víglínan liggur. ibh Kommi og séra kommi „Tvær tegundir kommúnískra harðstjóra eru til í heimi hér. Að minnsta kosti. í það minnsta ef við eigum að trúa orð- um Madeleine Al- bright, kraftmikils utanrikisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur gert útbreiðslu lýðræðis og mannréttinda að vörumerki sínu og Clintons forseta. I stríði NATO gegn árásarstefnu Serba í Kosovo í fyrra viðhafði hin sama Albright hin mestu fúkyrði um Slobodan Milosevic, leiðtoga Serba. Nú hefur þessi mynduga kona heimsótt land sem hefur verið erkióvinur Banda- ríkjanna í hálfa öld, harðlínukomm- únistaríkið Norður-Kóreu, land þar sem talið er að ein milljón óbreyttra borgara hafi dáið úr hungri á síð- ustu fimm árum. Þá gefur syndareg- istur leiðtoga landsins, Kims Jong- ils, syndaregistri Milosevics ekkert eftir. Fjandskapurinn milli Norður- Kóreu og Bandaríkjanna er nú á bak og burt, að sagt er. Einkunnin „þorpararíki" er horfin og Kim Jong-il er leiðtogi sem við getum gert samninga við, sagði Albright í heimsókn sinni til Pyongyang þar sem hún æföi sig í stalínísku lófataki fyrir söng- og dansatriði á borð við „Leiðtoginn verður ávallt með okkur“ og „Við munum verja land vort með rifflum“.“ Úr forystugrein Politiken 25. október. Aumingja Barak „Vegna erfiðrar pólitískrar stöðu heima fyrir á Barak, í stórum drátt- um, aðeins um tvo kosti að velja. Annar er að komast að lokasam- komulagi við Palestinumenn sem hann gæti borið undir ísraelska kjósendur. Sú leið þýddi eins konar félagsskap með Arafat. Leiðtogar Palestínumanna hafa aftur á móti gert það deginum ljósara að það séu óraunhæfir draumar. Barak verður því að semja við eina félaga sinn sem eftir er, ísraelska hægrimenn sem hann barðist gegn og hrakti frá völdum fyrir tvæpum tveimur ár- um.“ Úr forystugrein The Washington Post 25. október. Komiö í veg fyrir einræði „Enginn mun gráta fallinn við- vaninginn. Maður hefði vissulega heldur viljað að hann játaði ósigur sinn í kosningunum. Réttarrikið hefði styrkst við það. En það var að minnsta kosti komið í veg fyrir ein- ræði á Fílabeinsströndinni sem hef- ur þegar átt i miklum erfiðleikum með að koma sér út úr lénsskipulagi eins flokks kerfisins. Það þýðir ekki, þvert á móti, að Laurents Gbagbos biði auðvelt verk. Því erf- iðleikar fortíðarinnar eru líka ávísun á erfiðleika í framtíðinni." Úr forystugrein Libération 26. október. Tvær heimsóknir til Kóreu Nokkrum af síð- ustu leifum kalda stríðsins var rutt úr vegi þegar utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Madeleine Al- bright, kom í gær til N-Kóreu. En hún kom ekki ein. Varnarmálaráð- herra Kína, Chi Haotian, var einnig í heimsókn í N-Kóreu. Nágranna- löndin tvö heita hvort öðru að styrkja hemaðarleg bönd sín. Þessi viðbótarheimsókn er merki um hversu mikið er í húfi í Kóreu. N- ogS-Kórea hafa hafið viðræður sem gætu leitt til sameiningar svipaðri sameiningu þýsku ríkjanna fyrir 10 árum. Það er einmitt vandamál í augum Kínverja. Kínverskum yfir- völdum er í fersku minni að sam- einað Þýskaland varð aðildarríki NATO. Kínverjar gefa í skyn að þeir vilji reyna að koma í veg fyrir að Bandaríkin, sem njóta stuðnings i S- Kóreu, verði með tímanum banda- lagsríki N-Kóreu við landamæri Kína.“ Úr forystugrein Aftenposten 23. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.