Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Fréttir DV 300 tonna stálskip smíðað í Hafnarfirði: Mikil tímamót fyrir íslenska skipasmíði - segir framkvæmdastjóri Óseyjar Á fimmtudag var undirritaður smíðasamningur við Ósey hf. í Hafnarfirði um smíði togveiðiskips fyrir Tálkna ehf. á Tálknafirði. Smíði þessa rösklega 300 lesta skips var boðin út á alþjóðavett- vangi og bárust tilboð frá fimmtán skipasmíðastöðvum, m.a. frá Pól- landi, Spáni, Chile og Kína. ís- lenska stöðin varð hlutskörpust í samkeppninni um verkið. „Skipið mun kosta um hálfan milljarð. Við vorum ekki með lægstu töluna i tilboðinu, en við stílum upp á að geta skilað skipinu á réttum tíma,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Óseyjar hf. Fjölmörg skip eru í smíðum, m.a. í Kína, og uppi eru efasemdir um að allt gangi þar eins og gert var ráð fyrir. „Það var um 1980 sem síðasta stóra skipið var smíðað hér á landi, en það var fyr- ir okkar tíma. Þetta eru því mikil tímamót fyrir íslenska skipasmíði, því íslendingar hafa bara ekki fengið að vera með svo lengi.“ Verkefnastaða fyrirtækisins er nú tryggð fram á árið 2002 og býst Hallgrímur við að fjölga þurfi starfsmönnum í stöðinni, sem nú er nýendurbyggð eftir bruna. „Síð- an við byrjuðum í þessu nýja hús- næði erum við búnir að klára eitt skip, Geir ÞH 150, sem fór á Þórs- höfn um mánaðamótin ágúst - september. Núna erum við að smíða lóðsbát fyrir Hafnarfjarðar- höfn. Þessi samningur nú er ný- smíði númer tíu.“ Nýja skipiö, sem bera mun nafn- ið Bjarmi BA 326, er hannað af Skipatækni. Mesta lengd þess er 41,6 metrar og breiddin er 11 metr- Það er hannaö af Skipatækni og er þriggja þilfara snurvoðarskip. DV-MYND INGÓ Frá undirritun smíðasamninga hjá Osey í Hafnarfiröi ar. Er þetta þriggja þilfara snur- voðarskip. Um borð er ráðgert að vinna kæld flök og heilan hausað- an fisk beint til útflutnings með flugi. Vélbúnaður verður á púðum til að skipið verði sem hljóðlátast. íbúðir eru fyrir 15 manna áhöfn. Skipið verður afhent um þarnæstu áramót. Undanfarið hefur mikil umræða spunnist um skip sem verið er að smíða og hafa tafist, og einnig um skip sem til stóð að smíða í Kína, en hætt var við. I vetur var einnig mikil umræða um smíði á nýja hafrannsóknaskipinu Áma Frið- rikssyni í Chile, en talsverður vandræðagangur og tafir urðu vegna hönnunarvanda varðandi skrúfubúnað skipsins. Hafa ýmsir haft uppi efasemdir um að þessar þjóðir búi yfir þeirri verk- og tækniþekkingu sem krafist er við smiði fullkomnustu fiskiskipa sem íslenskar útgerðir og sjómenn sækjast eftir. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá samtökum iðnaðarins, var að vonum ánægður með þennan samn- ing Óseyjar og Tálkna. Á vefsíðu SI bendir hann íslenskum útgerðar- mönnum á að draga lærdóm af því hvemig málin hafa þróast varðandi skipasmíðar í Kína og Chile og hvet- ur menn til að fara varlega í að gera fleiri slíka samninga. -HKr. Ný rannsókn á ítrekunartíðni afbrota á íslandi: Kynferdisbrotamenn fremja síst brot aftur - í samanburði við aðra brotamenn DV-MYND ÞÖK Alþjóðlegt samstarf Bandarísku afbrotafræöingarnir Eric Baumer og Richard Wright ásamt Sól- veigu Pétursdóttur dómsmátaráöherra þegar rannsóknin var kynnt en aö mati ráðherra er hún lýsandi dæmi um þaö sem hægt er aö framkvæma meö al- þjóölegu samstarfi. Þjóðvegur um vettvang þekktra Kjarvalsmálverka - listamaður í Hafnarfirði leggst gegn vegaframkvæmdum í Gálgahrauni Ný rannsókn á ítrekunartíðni af- brota á íslandi sýnir að þeir sem fang- elsaðir eru fyrir fjármunabrot er lík- legastir til að komast aftur í kast við lögin í samanburði við aðra brota- menn. Þeir sem sitja í fangelsi fyrir kynferðisbrot hafa hins vegar al- mennt lægsta ítrekunartíðni. Einnig er tilhneiging til að ítrekunartíðni sé hæst meðal yngri einstaklinga, karla og og þeirra sem hafa fyrri brotasögu aö baki. Þá leiðir rannsóknin i ljós að ítrekunartíðni þeirra sem ljúka fangavist hér á landi er mjög svipuð því sem gerist í öðrum löndum, jafn- vel þó harðari refsingum sé beitt í sumum þeirra. Hún sýnir einnig að samfélagsþjónustan hefur ekki leitt til aukinnar ítrekunartíðni. Rannsóknin, sem var kynnt í Há- skóla Islands í vikunni, var unnin af Helga Gunnlaugssyni, afbrotafræð- ingi og dósent í félagsfræði við Há- skóla íslands, Kristrúnu Kristinsdótt- ur, lögfræðingi í dómsmálaráðuneyt- inu, og bandarísku afbrotafræðingun- um Eric Baumer og Richard Wright sem báðir starfa við Missouriháskól- ann í St. Louis. Hún er sú viðamesta sem gerð hef- ur verið á þessum málaflokki hér á landi og voru þrír mælikvarðar á ít- rekunartíðni notaðir af endurteknum afbrotum á íslandi, ný afskipti lög- reglu, nýr dómur og ný fangelsun. Úr- takið í rannsókninni voru 3216 eða allir þeir sem luku afplánun dóms með fangelsisvist eða samfélagsþjón- ustu, eða hlutu skilorðsbundinn dóm frá 1. janúar 1994 til 30. nóvember 1998. Fjórðungur allra sem lentu í úrtak- inu var fangelsaður á ný, þriðjungur Báðir varavalkostir Vegagerðarinn- ar vegna fyrirhugaðra vegafram- kvæmda í Gálgahrauni á Álftanesi liggja á því svæði þar sem Kjarval dvaldi gjaman langdvölum við list- sköpun sína og málaði margar af sín- um þekktustu myndum. í hættu er hraundrangur sem sjá má í verkum meistarans, en hann mun hverfa ef far- hlaut nýjan dóm og lögreglan hafði af- skipti af tveimur af hverjum þremur á ný innan flmm ára frá því að þeir luku afplánun. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýna líka að tíðni ítrek- unar og nýrrar fangelsunar hefur ekki breyst verulega á rannsóknar- tímabilinu, en prósentuhlutfall dæmdra brotamanna sem lögreglan hefur afskipti af á ný hefur aukist ið verður eftir teikningum sem fyrir liggja. Álftanesvegurinn verður fluttur frá núverandi vegarstæði og kemur úr Engidal og sveigir til norðurs sjávar- megin. Málið er enn á ákvörðunar- stigi. Guðmundur Karl Ásbjömsson, myndlistarmaður i Hafiiarfirði, hefur sent frá sér bréf sem lagt hefur verið fram í bæjarráði Garðabæjar. Guð- mundur varar við því að þessir val- kostir verði teknir en bendir jafnframt á betri leið sem henti betur, enda liggi hún utan þessa svæðis meistara Kjar- vals sem að mati Guðmundar einkenn- ist af fjölbreytni og myndrænni fegurð umfram aðra hluta hraunsins. „Vegagerðin hefur í mörgum tilvik- um gengið mjög langt í að hlífa hvort heldur sem er náttúruminjum, menn- ingarminjum eða bara tilfinningaminj- um heimamanna. Við reynum alltaf að virða óskir fólks í þessum efnum,“ sagði Sigursteinn Hjartarson, deildar- stjóri hjá Vegagerðinni, í gær. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en svo yrði einnig nú. -DVÓ-JBP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.