Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Helgarblað________________________________________________________________________________________________DV Innlegg til góð- mennskunnar Engin jón og gunna í bokinni Ótal nöfn eru nefnd í sög- unni, nöfn þekktra persóna, og þá helst listamanna: Jökull ” Jakobsson, Maria Callas, Tchaikovskí og fleiri. Ég sakn- aði eins nafns sérstaklega. Bókin er um gamla konu, ömmu sem tal- ar ekki við neinn nema barna- bam sitt. Hún treður sínum skoð- unum í barnið - ýmsum mjög öfgakenndum. Það sem mér datt í hug var Þórbergur og Lilla Hegga. Eiginlega Þórbergur from hell. „Þú ert önnur manneskjan sem segir þetta við mig,“ segir Vigdís og hlær ofsalega. En það er rétt, Þórbergur var hinn góði lærifað- ir. Amman í sögunni er kannski alger andstæða hans.“ En af hverju aliir þessir frægu? „Vopn þeirra sem eru handan hinna svokölluðu marka er að samsama sig frægu fólki, fólki DV-MYND HILMAR ÞÓR Vigdís Grímsdóttir rithöfundur Einu sinni spuröi mig kona hvaréggeymdi alla peningana mína. Ég sagöi aö ég hefði fjárfest í fullt af sumarbústööum á Þing- völlum og leigði þá út til þess aö græöa enn meira. En auövitað var ég aö Ijúga því. “ sem hefur sigrað heiminn, á góð- an eða vondan máta. Þess vegna eru engin jón og gunna í bókinni. Jón og gunna falla ekki inn I heimsmynd þessa fólks.“ Þú heldur þá ekki að allir Hitlerarnir og Napóleonarnir séu bara mýta? „Mýtan hrynur andspænis sannleikanum. Ég held að þetta sé miklu algengara en menn vilja vera láta. Ef þú ert t.d. skitsófren þá veistu ekki hvað er satt og hvaö er logið nema þú vitir það einmitt miklu betur en allir aðrir. En oftast fáum við aldrei að vita svörin." Endalok rauöa tímabilsins „Ég var fjögur ár að skrifa bókina og það er allt of langur timi. Kannski á ég ekki einu sinni að segja frá því,“ viðurkennir Vigdís sem iðulega lætur sér nægja tvö ár í bók. „Ég hef aldrei lagt svo mikið á mig í heimildavinnu og njósnum. Ég las mér til dæmis til um samsetningu á mat og lækninga- mátt jurta og svo las ég auðvitað allt sem ég náði í um Tchaikovskí og öll bréfin sem hann skrifaði. Ég varð að setja mig inn í allt, alla þessa heima, og ég lagði allt í sölurnar." Ertu ekki sjálf á mörkum geðveik- innar þegar þú ert svona lengi að skrifa sögu sem er alveg á mörkun- um? „Tvisvar á þessum ijórum árum kom það fyrir að ég var ekki viss um að ég væri alveg í lagi, ekki oftar. En ég vinn svona og ég ætla ekki að breyta því.“ Er þá ekki erfitt að vera nálægt þér þegar þú ert að vinna? „Ja, sonur minn býr í New York og dóttir mín i Japan svo þú getur dregið þinar ályktanir," segir Vigdís og hlær. „En mér lyndir ágætlega við sjálfa mig. Ég er með Þögninni að loka ákveðnu skeiði sem ég kalla rauða tímabil- iö. Það er fínt að loka rauða tíma- bilinu með gulri kápu því hún táknar ljósið fram á við.“ Að fara illa með guðsgjafir „Einu sinni sagði góð frænka mín, sem nú er dáin, við mig: „Dísa mín, afhverju skrifarðu ekki bara um það sem er fallegt? Afhverju ferðu svona illa með það sem guð gaf þér?“ segir Vigdís og leikur gamla frænku. „I fyrsta lagi trúi ég lítið á guðsgjafir en svo trúi ég því að það sem er ekki fallegt geti ver- ið hróp á það sem er fallegt. Þessi bók er það.“ Þú skrifar oft um fólk sem drottnar yfir öðru fólki og er vont við það. „Já, ég er heltekin af valdinu sem fólk er beitt. Fólk hefur sagt við mig: „Ósköp hlýtur þú að hafa átt erfiða æsku. Enginn getur skrifað svona nema hann hafi átt ömurlega æsku.“ Og ég sem átti þessa yndislegu æsku! Þetta er ekki bók sem segir: „Þú færð lungnakrabba ef þú reykir!" - hún er ekki predikanabók - en hún er mitt innlegg til góðmennskunnar." -þhs Vigdís Grímsdóttir hefur ný- lega sent frá sér skáldsögu sem er sú sjöunda í röðinni. Bókin heitir Þögnin. Hún íjall- ar um Lindu Þorsteinsdóttur og ömmu hennar sem ber sama nafn. Amman talar ekki við neinn nema Lindu, en tal- ar margt og predikar meðal annars fyrir dótturdóttur sinni gildi þagnarinnar. „Það kemur allt í ljós sem þarf að koma í ljós ef maður þegir,“ segir hún. Þegar ég spyr Vig- disi um þetta tekur hún undir með ömmunni: „Þagnir skipta öllu. Þagnir i músík eru mikil- vægastar og þögnin meðan þú ert að skrifa niður það sem ég segi er ekki síður áhrifamikil. Þagnirnar gefa sem sagt lífinu aukið vægi og óvænt og oft undarlegt gildi.“ Tchaikovskí er ein aðalper- sóna bókarinnar og þær Lind- ur eru helteknar af honum. Tónlist hans er helsta hreyfi- afl bókarinnar. Af hverju hann frekar en önnur tón- skáld? „Af því að Tchaikovskí er tónskáld tilfinninganna fyrst og fremst. Þegar maður hlust- ar á tónverk eftir hann þá spannar það oftast allan til- finningaskalann, frá dýpstu sorg til mestu gleði. Hann kann sér engin takmörk. Það er því engin tilviljun að hann varð fyrir valinu.“ Þú minnist á takmarkanir. Ég held að aldrei hafirðu áður gengið lengra í að afmá öll mörk úr skáldverki. Þá er ég að tala um mörkin milli nútíð- ar og þátíðar, milli lifs og dauða og heilbrigði og geð- veiki. Skipta þessi mörk þig kannski ekki máli? „Ég er jarðbundin að eðlis- fari en mörk skipta mig samt engu máli. Bókin er þó auðvit- að alls ekki ævisaga min held- ur saga tveggja kvenna sem nálgast þaö að vera það sem sumir kalla klofnir eða geggj- aðir persónuleikar, að minnsta kosti léttgeggjaðir. Fyrir þá sem eru klofnir að einhverju leyti skipta mörkin engu máli þó að þau geri þaö kannski fyrir aöra. Einu mörkin sem skipta mig máli eru þegar íslendingar eru að keppa við Dani í boltanum." Sumarbústaðirnir á Þingvöllum Það segja mér fróðir menning- arvitíir að þú sért ógeðslega vin- sæl í Finnlandi og Svíþjóð og selj- ir þar grimmt. Ertu ekki orðin rík? „Ég er að slá í gegn eins og all- ir hinir íslendingarnir," segir Vigdís og hlær. „Nei, nei, ég á les- endur þar sem ég hef verið þýdd, en ég er ekki rík. Einu sinni spurði mig kona hvar ég geymdi alla peningana mína. Ég sagði að ég hefði fjárfest í fuOt af sumarbú- stöðum á ÞingvöOum og leigði þá út tO þess að græða enn meira. En auðvitað var ég að ljúga því. Ég hefði aldrei getað skrifað allar þessar bækur nema með stuðn- ingi frá Rithöfundasjóði. Ég er „á jötunni" eins og það er oft kaOað á neikvæðan máta. Annars finnst mér það ekki réttmæt gagnrýni að þeir eldri og reyndari séu að „taka frá“ hinum yngri sem þurfa peninga til þess að koma sér af stað. Ég vil því ekki láta taka frá þeim sem nú eru á launum held- ur bæta hinum yngri við, fjölga laununum ríflega og það hið snarasta. Ég hugsa að menningar- þjóðin yrði lika stolt af því þegar tO lengri tíma er litið. Þar væri hún raunverulega að „fjárfesta" í framtíðinni. Bestu bækurnar eru nefnOega ekki endOega skrifaðar af dauðveiku fólki, skjálfandi af kulda og vosbúð. Og þó að það hafi svo sem gerst þá er nú af því dálítið söguleg skömm.“ í framhaldi af þessu ræðum við heilmargt óprenthæft um stjórn- mál og því er eðlilegt að spyrja hvort Vigdísi hafi aldrei langað tO að skrifa beina þjóðfélagsá- deOu fremur en ádeOu á tilfinn- ingar, eins og við ræddum fyrr. „TiO'inningarnar hafa aldrei borið mig ofurliði. í öOum bókun- um mínum er þjóðfélagsádeila þó að hún sé missýnOeg. Það getur verið að hún týnist sums staðar og það er ekki gott,“ segir Vigdís grimm á svip og um leið koma mér í hug ótal atriði úr bókum hennar þar sem gagnrýni á þjóð- félagsástand beinlínis æpir á mann. Ég dauðskammast mín fyr- ir að hafa ekki munað þetta. Til dæmis þegar pabbi ísbjargar piss- aði í vaskana hjá fína fólkinu sem hann keyrði sápu tO. Þögul upp- reisn hinna vinnandi stétta gegn auðvaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.