Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 24
24
Helgarblað
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
DV
Vilhjálmur Árnason fer alltaf á sjó á afmælinu sínu:
83 ára í 10 vindstig-
um á Papagrunni
- nokkrir góðir dagar um borð í Gullveri
Þegar Vilhjálmur Ámason var
að alast upp á Hánefsstöðum í
Seyðisfirði á árunum eftir fyrri
heimsstyrjöldina var sjórinn það
eina sem skipti máli. Á Eyrum,
eins og staðurinn var kallaður í
daglegu tali, var róið til fiskjar á
hverjum degi sem Guð gaf og bú-
skapur í landi var eitthvað sem
var fengist við þegar ekki gaf.
Vilhjálmur fór ungur til sjós því
hann var alinn upp á bryggjunum
og varð 14 ára gamall fullgOdur
háseti hjá föður sínum. Hann
hleypti heimdraganum og reri
tvær vertíðir á Homafirði, eina í
Njarðvík en 19 ára gamall var
hann kominn með svokallað
pungapróf og varð formaður á ver-
tíðarbátnum Magnúsi frá Seyðis-
firði og stýrði honum alls í sjö
sumarvertíðir.
En varstu fiskinn, Vilhjálmur?
„Ég vil nú ekki segja það
kannski. Á þessum árum voru er-
lendir togarar hér uppi í land-
steinum og engan fisk að hafa
nema sækja dýpra en þeir. Við
rerum stundum 30-40 mílur út
vegna þess.“
Hengdi upp sjóstakkinn
Það átti ekki fyrir Vilhjálmi að
liggja að verða sjómaður. Það má
segja að hann hafi hringað upp
sitt færi og hengt upp sjóstakkinn
tæplega 27 ára þegar hann settist
á skólabekk í stað þóftunnar og
lærði lögfræði.
„Það má kannski segja að
kreppuárin hafi sýnt manni fram
á að það væri engin framtíð í sjó-
mennskunni. Þá fór allt á hausinn
og menn misstu báta sína i gjald-
þrot og þetta varð hálfgert volæði
allt saman. Maður sá heldur
aldrei pening út úr þessu. Þegar
ég reri á Homafirði unnum við
varla fyrir matnum. Ég vildi ekki
lenda í þessu aftur og ákvað að ná
mér í einhverja menntun."
Lúxus þeirra tíma
Vilhjálmur segist ekki hafa séð
pening fyrr en eftir vertíðina sem
hann reri í Njarðvík árið
193&-1937. Hann hafði fast kaup,
600 krónur, fyrir vertiðina. Þá
kom hann um vorið fótgangandi
til Reykjavíkur með nokkur hund-
ruð krónur í vasanum. Þar sem
hann stóð efst á Öskjuhlíðinni í
vorlogninu sást ekkert hús í bæn-
um vegna þess að þykkt ský af
kolareyk huldi alla útsýn. Sjómað-
urinn ungi lét sauma á sig föt og
fór niður á Hótel ísland og splæsti
á sig tveimur eggjum, rúnstykki
og mjólkurglasi. Þetta var munað-
ur þess tíma þegar maður var
ungur með fullar hendur fjár.
Starfsævi Vilhjálms væri efni í
sjálfstætt viðtal mun lengra þessu.
Hann rak eigin lögfræðistofu ára-
tugum saman, sat í stjórn ís-
lenskra aðalverktaka, var fræðslu-
fulltrúi SÍS, handgenginn þjóð-
sagnapersónum eins og Jónasi frá
Hriflu og margt margt fleira.
Alltaf á sjó á afmælinu
En Vilhjálmur hefur aldrei al-
mennilega losnað við sjóinn úr
blóðinu og áratugum saman hefur
hann haldið þeim sið að halda upp
á afmælið sitt úti á sjó.
„Ég missti reyndar úr fimm-
Vilhjálmur og Birgir fyrir utan Kaffivagninn í Reykjavík
Vilhjálmur hefur haft þaö fyrir siö áratugum saman aö fara á sjó á afmælinu sínu og breytti ekki út af vananum þegar hann varö 83 ára á dögunum.