Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 25
25 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað tugsafmælið,“ segir Vilhjálmur og hlær. „Þá var ég staddur í flotastöð sjóhersins í Norfolk í Virginíu í Bandarikjunum svo sjálfsagt hefði verið hægt að finna einhverja fleytu og komast á sjó.“ Lengi var það siður Vilhjálms að fara austur á heimaslóðirnar og róa til fiskjar á litlum bátum á afmæli sínu, 15. september, yfir- leitt í félagsskap frænda og vina. Fimmtánda september sl. breytti hann ekki út af vananum og fagnaði 83 afmæli sínu úti á sjó en nú ekki á neinum smábáti því hann og fornvinur hans, Birgir Þorgilsson, fyrrverandi ferðamála- stjóri, fengu að fljóta með í eina veiðiferð með togaranum Guilveri frá Seyðisfirði. „Við fengum þennan fina klefa þar sem ég var i lágkoju og Birgir í hákoju og við nutum lifsins eins og greifar. Það var frábært veður fyrstu dagana og það er ekkert sem jafnast á við fegurð hafsins og það heiliar mig alltaf jafn mikið.“ Tertuveisla í matsalnum Vilhjálmi voru bornar dýrindis tertur og finirí á sjálfan afmælis- daginn en hann og Birgir fylgdust með störfum um borð og brugðu sér stöku sinnum í aðgerð. „Þetta eru auðvitað stórkostleg forréttindi að fá að fylgjast með þessum hörðu og vönu sjómönn- um sem kunna að nota nýjustu tækni. Þetta var ógleymanlega skemmtileg ferð og allur aðbúnað- ur alveg frábær.“ Birgir og Vilhjálmur standa í stafni á Gullver í fögru veðri á Papa- grunni. Það var samt ekki logn og blíða allan túrinn því þegar skipið var statt á Papagrunni eftir um sex daga úthald gerði vonskuveður og reif upp úfið sjólag í 10 vindstig- um. „Það var stórkostlegt að sjá þessa samhentu menn vinna við þessar aðstæður í þessu sjólagi. Þeir voru nú að spyrja mig hvort ég héldi að Magnús, gamli bátur- inn minn, hefði þolað þetta. Þetta var frábær félagskapur." Á móti kvótakerfinu Vilhjálmur hefur skeleggar skoðanir á fiskveiðimálum eins og við má búast af manni af hans kyn- slóð og telur að margir þeirra sem mest tjá sig um sjávarútveg hefðu gott af því að bregða sér til sjós og sjá með eigin augum hvernig þetta fer fram. En er hann hlynntur kvótakerfinu og þeirri fiskveiði- stjórnun sem nú tíðkast? „Ég geri mér grein fyrir þvi að það þarf að hefta sóknina í takmark- aða stofna en ég tel að núverandi kerfi, sérstaklega framsal aflaheim- ilda, hafi leitt okkur í ógöngur. Ég tel að best væri að leggja áherslu á vistvæn veiðarfæri, eins og línu og handfæri, og skikka alla sem róa til fiskjar til að koma að landi daglega með allan afla fullfrágenginn og kældan." En ætlar Vilhjálmur að halda þessum sérstæða afmælissið áfram? „Ætli maður reyni það ekki eitt- hvað. Ég reyni að hreyfa mig svolít- ið, stunda mikið golf en ég neita því ekki að ég finn orðið örlítið fyrir Elli kerlingu. Að lokum viljum við Birgir sér- staklega þakka eigendum og stjóm- endum Gullvers, svo og skipshöfn- inni allri, fyrir þessa ógleymanlegu sjóferð." -PÁÁ Gamlar og ungar kempur í brúnni á Gullveri NS Taliö frá vinstri: Axei Jóhann Ágústsson, skipstjóri á Gull- veri, Birgir Þorgitsson, fyrrver- andi feröamálastjóri, og Vil- hjálmur Árnason, lögfræðingur á eftirlaunum og fyrrverandi skipstjóri. HÚSASMIÐJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.