Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Helgarblað Þórhallur Vilhjálmsson var einkaþjónn og svínahirðir hjá Danielle Steel og skrifar sögu sína: Robin Williams kyssti svínið á trýnið Þórhallur Vilhjálmsson réð sig sem einkaþjón hjá drottningu ást- arsögunnar, Danielle Steel, að loknu námi í markaðsfrœði í San Fransisco fyrir u.þ.b. áratug. Þar átti hann kostulega og viðburða- ríka vist í tvö ár og kynntist fram- andi heimi ríkidœmis, bruöls og sérvisku. Fyrir utan að gljábóna gólf, pússa silfur og raða náttkjól- um húsfreyjunnar þurfti Þórhallur að gœta gœludýrs skáldkonunnar, víetnömsku gyltunnar Coco, og taka á móti gestum sem gátu verið með skrautlegra móti. Þórhallur hefur í samvinnu við bandaríska metsöluhöfundinn Jef- frey Kottler ritaó drepfyndna endur- minningabók frá dvöl sinni í hring- iðu auðs ogfrœgðar þar sem einka- þjónninn þurfti jafnframt að Jinna sjálfan sig. JPV-forlag gefur Svína- hirðinn út. Enda þótt Danielle Steel sé fræg- asti og söluhæsti rithöfundur Am- eríku er hún kannski ekki á allra vörum á íslandi. í allra fyrsta sam- tali okkar tveggja var hún reyndar aö velta fyrir sér hvers vegna bæk- ur hennar seldust ekki í fleiri ein- tökum á íslandi en þegar hún komst að því hvað við erum fá- menn þjóð gerði hún sér ljóst að miðað við höfðatölu lesum við bækur hennar býsna mikið. Til upplýsingar fyrir þau ykkar sem eru ekki gagnkunnug verkum hennar er Danielle Steel einfald- lega einn helsti metsöluhöfundur allra tíma. Hún er höfundur 50 út- geflnna skáldsagna, 10 bamabóka, 4 unglingabóka og allmargra ann- arra bóka um efni sem hún hefur áhuga á. Næstum hver einasta af skáldsögum hennar hefur verið metsölubók og útkoman er rúm- lega 500 milljónir prentaðra bóka. Hún er mest seldi höfundur tuttug- ustu aldarinnar og örugglega einn sá auðugasti. Sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir fjölmörgum bóka hennar, sögum sem eru síst minna spennandi en hennar eigin ævi. Útlitsins vegna gæti Danielle Steel hæglega ver- ið kvikmyndastjama, prinsessa eða kvenhetja úr einni af sínum eigin róm- antísku skáldsögum. Hún er glæsileg og stenst sam- anburð við hvaða kónga- fólk sem er og er auk þess ein af auðugustu konum heims. Hún hefur verið gift fimm sinnum, fætt af sér sjö böm og býr I stórhýsi með 21 svefnherbergi og 20 baðherbergjum. Þegar ég vann fyrir hana voru í starfsliði hennar sex bresk- ar bamfóstrur, þrír kín- verskir þjónar, tveir bíl- stjórar og lífverðir, mat- sveinn, ráðskona, gjafainn- pakkari og ýmislegt annað aðstoðarfólk - og auk þess islenskur einkaþjónn. Fíll í postulínsbúð Það leið varla sá dagur þessar fyrstu vinnuvikur að mér yrðu ekki á heimskuleg glappaskot. í hvert skipti sem mér varð á í messunni kom Amy mér til bjargar. Það var eins og henni fyndist eitthvað í mig spunn- ið. Hún virtist sérlega hrifin af því hvað ég gat ryksugað í beinum lín- um og hvað ég var fús til að gera hvað sem hún bað um möglunar- laust. Engu aö síður fannst henni ég vera eins og fíll í postulinsbúð enda var ég alltaf að valda óskunda og velta hlutum mn koll. Allt sem var í húsinu var annaðhvort af- skaplega brothætt eða gersamlega ómetanlegt. Ég reyndi að fara eins varlega og mér var unnt en var samt sífellt að gera eitthvað af því sem Amy óttaðist mest. Ég var sér- lega hættulegur með ryksuguna, saug upp dýrmæta dúka, blóm, smástyttur og jafnvel augað úr bjamarfeldinum sem lá á gólfinu. Ovænt heimsókn Dyrabjallan glumdi. Ég fór til dyra af miklu sjálfsöryggi og fannst ég sannarlega vera farinn að kunna á þessa hlið starfsins. í forstofunni stóð fyrirmannleg kona um frnim- tugt, klædd glæsilegum kjól og skreytt perlum. Hún var dálítið svipuð Barböru Bush, sem var for- setafrú um þær mundir, og þar sem mér hafði orðið rækilega á í mess- irnni með Elizabeth Taylor velti ég fyrir mér hvort þetta gæti kannski verið hún. Ég litaðist um eftir ör- yggisvörðum en þegar ég sá enga gerði ég ráð fyrir að þetta væri bara ein af þessum venjulegu, fínu frúm í San Francisco. „Ég heiti Helena von Wettstein," tilkynnti hún með mjög fáguðum málhreim,“ og er komin til að hitta Danielle Steel.“ Ég vísaði henni inn í dag- stofuna og spurði hvort mætti bjóða henni eitthvað að drekka. „Já,“ sagði hún, „það væri fallega gert af þér. Vodka martini. Tvöfaldan ef þú vildir vera svo vænn.“ Ég var ekkert hissa á þessari beiðni þar sem ég er vanur því að fólk heima drekki tvöfalda sjússa hvenær sem færi gefst. Ég skildi konuna eftir með drykkinn sem hún svolgraði græðgislega í sig áður en ég var kominn út úr stofunni til þess að til- kynna komu hennar. í þetta skipti barði ég vandlega að dyrunum hjá Danielle áður en ég gekk inn. „Kom inn,“ sagði hún, undrandi að sjá mig á þess- um tíma dags. „Hefur eitt- hvað komið fyrir?“ Eins og ég hef nefnt áður var hún sífellt hrædd um að ein- hverju barnanna yrði rænt eða að einhver hryðju- verkamaður eða brenglaður aðdáandi reyndi að gera henni mein. „Nei, það hefur ekkert komið fyr- ir,“ sagði ég huggandi. „Það er bara Helena von Wettstein. Hún er kom- in til að hitta þig.“ „Hver? Ég þekki enga með því nafni.“ „Helena von Wettstein," endurtók ég. „Henni svipar svolitið til Bar- böru Bush svona án perlufestarinn- ar. Hún þekkir þig örugglega. Og hún bíður eftir þér niðri.“ Danielle Steel var sýnilega brugð- ið. Hún hafði fullkomna stjórn á dagskipan sinni og hverri mínútu var vandlega ráðstafað. Hún mundi aldrei heimila óvænta gesti eða upp- ákomur af þessu tagi. Við fórum saman niður til að rannsaka málið og ég var farinn að Fína fjölskyidan Danielle Steel ásamt þáverandi eiginmanni sínum, John Traina, og börnum úr ýmsum hjónaböndum. Myndin er tekin 1993. verða verulega kvíðinn. Nú áttaði ég mig á því að þessi Helena hafði spurt eftir Danielle Steel en ekki DanieOe Traina en það nafn notaði hún ævinlega heima við. Skilaboð frá Guði Við gengum inn í dagstofuna. Hel- ena lét hringla í ísmolunum í mart- iniglasinu sinu og vonaðist eftir ábót. „Vertu hér kyrr,“ hvíslaði Dani- eUe að mér með ákafa og greip um handlegginn á mér. „Góðan daginn," sagði hún við konuna. „Hvað get ég gert fyrir þig?“ Konan stóð upp óstyrk á fótunum og sneri sér að okkur. Það lifnaði allt í einu yfir andlitinu á henni. „Ég er með skUaboð til þín, DanieUe Steel." „Skilaboð?" spurði DanieUe, ger- samlega klumsa. Hún var sífeUt að líta á mig til að vera viss um að ég væri þarna ef hún þyrfti á mér að halda. „Já,“ svaraði konan og stóð svo og beið. „Og frá hverjum eiginlega?" spurði DanieUe og nú var greinUeg óþolinmæði og reiði í málrómnum. „Frá GUÐI!“ Og um leið sveiflaði hún handleggnum í stóran boga og var nærri dottin um koU. Þegar hér var komið greip Dani- eUe um handlegginn á mér og við hörfuðum út úr stofunni. „HLAUPTU!" æpti hún og þaut felmtruð í átt að eldhúsinu. Ég heyrði rödd hennar bergmála um húsið, „Hringið í 911! Hringið í lög- regluna!" Ég fór aftur inn í dagstofuna til að gá að manneskjunni sem mér var nú ljóst að var einhver áfengissjúk- ur umrenningur. Mér fannst góð hugmynd að halda henni rólegri þangað tU lögreglan kæmi svo ég bauð henni upp á annan martini sem hún þáði með reisn og innUegu þakklæti. Ég velti fyrir mér hvenær einkaþjónn hefði síðast boðið henni upp á drykk í kristaUsglasi. Þegar lögreglan kom var Helena afskaplega meðfærUeg og kurteis og fór alveg vandræðalaust. Ég sneri mér við og sá að DanieUe horfði á mig verulega Ul á svipinn. „Ef þetta gerist nokkurn tímann aftur ertu djöfullinn hafi það búinn að vera!“ öskraði hún á mig. Ég hafði heyrt fóstrumar, einkum Liz, tala um skapsmuni hennar. Ég vissi að Liz hafði einu sinni næstum ver- ið rekin vegna þess að Nicky hafði tekist að lita hárið á sér rauðfjólu- blátt. Við heyrðum líka hvernig Danielle var sífellt að æpa á aum- ingja ritarana og skamma þá fyrir að vera ekki nógu fljótir. En þetta var í fyrsta skipti sem ég sjálfur varð alvarlega fyrir barðinu á reiði hennar. Það einkennUega var að í stað þess að vera særður eða móðg- aður var ég í rauninni þakklátur fyrir þessa yfirhalningu. AUa vik- una hafði ég verið að klúðra hlutum hvað eftir annað án þess að það hefði haft neinar neikvæðar afleið- ingar og þess vegna fagnaði ég refs- ingunni sem mér fannst ég eiga skil- ið. Ég skildi líka tU fullnustu þá skelfingu og einangrun sem Dani- eUe Steel bjó sífeUt við, ævinlega hrædd um að einhver mundi reyna að gera henni eða einhverjum úr fjölskyldu hennar mein. Danielle Steel fékk skyndilega þá flugu í höfuðiö að heimili hennar vœri of lítið og setti húseignina á sölu. Þaö kom í verkahring Þórhalls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.