Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 30
30
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________1>V
Mæðgurnar
Maria iffiand, til hægri, ásamt Juliu dóttur sinni sem nú óttast um líf sitt.
Maria leitaöi til dóttur sinnar þegar henni leiö illa í hjónabandinu.
Ottaslegin fjolskylda
Julia meö litlu systur sinni, Andreu, sem hún hefur tekiö aö sér, dætrunum Iris og Nicotu, og eiginmanni sínum,
Johannesi.
Heimili Juliu
Julia býr ásamt fjöiskyidu sinni í íbúö í þessu húsi í Seefeld í Austurríki þar
sem nágrannarnir hafa séö dularfullan mann læöast um.
„Ég held að það hafi liðið yfir
mig þegar ég sá hann. Hann stóð
hinum megin við götuna og horfði
á mig, maðurinn sem hafði myrt
móður mína. Nú gekk hann um
ljóslifandi í stað þess að sitja
geymdur á bak við lás og slá.“
Þegar Julia Schneider, sem er
21 árs, rankaði við sér lá hún á
götunni í miðborg Seefeld, heima-
bæjar hennar í Austurríki. Hún
hafði hnigið æpandi niður með
krampakast þegar hún sá morð-
ingja móður sinnar og vegfarend-
ur kölluðu á lækni sem gaf henni
róandi sprautu.
„Ég stamaði víst eitthvað um
móður mína og morðingja og allir
horfðu á mig án þess að skilja
nokkuð. Þeir gátu heldur ekki vit-
að hvern ég hafði séð.“
Sleppt af stofnun fyrir
geðveika
Hún hafði séð föður sinn, Stefan
Iffland, sem var 54 ára, er tveimur
árum áður hafði verið dæmdur til
vistar á stofnun fyrir geðsjúka
um óákveðinn tíma fyrir að hafa
drepið konuna sína, móður Juliu,
með exi.
Rétturinn hafði talið hann mjög
hættulegan og aö útlit væri fyrir
að hann yrði hættulegur í framtíð-
inni. Samt sem áður höfðu lækn-
amir á stofnuninni, sem hann
hafði dvalið á i tvö ár, talið að
hann væri reiðubúinn til að koma
út í samfélagið á ný. Þess vegna
hafði honum verið sleppt.
„Ég er skelfingu lostin. Ég ótt-
ast að hann hefni sín á systkinum
mínum og börnunum mínum. Ég
skil einfaldlega ekki hvemig mað-
urinn getur verið frjáls ferða
sinna eftir það sem hann gerði við
móður mína,“ segir Julia.
Þegar Julia ræðir um foður
sinn talar hún um „manninn".
Hann er ekki lengur faðir hennar.
Hún vill ekkert vita af honum.
Morðinginn
Stefan iffland er frjáls maöur og
gengur um göturnar í Seefeld. Hann
er ekki lengur talinn hættulegur.
Maria Iffland var 48 ára og hafði
verið gift Stefan í 20 ár þegar hún
var orðin svo þreytt í hjóna-
bandinu að hún vildi skilja.
Ástæðan var sú að maðurinn
hennar hafði logið að henni og
svikið hana svo mikið að hún
þoldi einfaldlega ekki lengur sam-
vistirnar við hann. Hún hafði
meðal annars uppgötvað að húsið,
sem þau höfðu reist sér saman
þegar þau voru ung og sem hún
hafði alltaf tekið þátt í afborgun-
um af með saumakonulaununum
sínum, var á nafni Stefans.
Þegar Mariu þótti allt vera
ómögulegt leitaði hún stundum
huggunar hjá Juliu, elstu dóttur
sinni, sem var vel gift og tveggja
barna móðir. Þegar Maria Iffland
sá hamingjuna blómstra hjá ungu
fjölskyldunni varð henni alltaf
hugsað til síns eigin brúðkaups.
Daginn fyrir vígsluna hafði
Stefan birst heima hjá henni og
foreldrum hennar með lítinn
dreng við hlið sér. „Þetta er
Marco, sonur minn, sem er
þriggja ára. Viltu gæta hans um
stund. Ég þarf að sinna erindi í
hmwmwmm
bænum.“
Þannig fékk Maria vitneskju
um að tilvonandi eiginmaður
hennar hafði verið kvæntur áður.
Gifti sig af ótta viö umtal
„Mamma gifti sig bara af þvi að
hún óttaðist umtal fólks. Hún
hefði þá þegar átt að vísa honum
á dyr,“ segir Julia.
En það gerði Maria ekki og það
kostaði hana lífið. Þegar hún
ræddi um skilnað við manninn
sinn fékk hún þetta svar:
„Ef þú vilt endilega skilja gerðu
það þá. Ég ætla ekki að halda þér.
En þú færð ekki húsið og ekki
einu sinni helminginn af því.“
„En ég hef jú greitt af því í öll
þessi ár.“
„Já, og þakka þér fyrir það. En
það breytir ekki málinu. Ég einn
er skráður eigandi og þú færð
ekkert. Og svo verða börnin hjá
mér.“
Niðurbrotin leitaði Maria
Iffland til lögfræðings. Hann sagði
henni að líklegast fengi hún for-
ræðið yfir bömunum viö skilnað
og að maðurinn hennar yrði að
greiða meðlag með þeim. Hún
gæti auk þess krafist helmings af
verðmæti hússins.
Stefan Iffland rauk út úr húsinu
og ók heim til fjölskyldu sinnar til
að ráðfæra sig við hana þegar
Ópin fóru í taugarnar á
fóöurnum
Ópin fóru í taugamar á föðurn-
um og hann gekk út á götu þar
Læknirinn var morðingi
Áhugi læknisins á læknariturum gerði hann að
morðingja.
„Ég er skelfingu
lostin. Ég óttast að
hann hefni sín á
systkinum mínum og
börnunum mínum. Ég
skil einfaldlega ekki
hvernig maðurinn
getur verið frjáls
ferða sinna eftir það
sem hann gerði við
móður mína.“
Maria hafði greint honum frá
heimsókn sinni til lögfræðingsins.
Maria heyrði hann ekki snúa aft-
ur því hún var að þvo þvott í kjall-
aranum. Þess vegna vissi hún
ekki að eiginmaður hennar ætlaði
að skilja við hana á sinn eigin
hátt.
Hneig blóðug niður við
þvottabalann
Hann læddist að henni með exi
þar sem hún stóð yfir þvottinum
og hjó hana í hnakkann af öllu
afli. Hún hneig niður og blóðið
fossaði úr höfði hennar. Stefan
hélt áfram að höggva konuna sína.
Hann ætlaði að sjá til þess að hún
léti lífið.
Stefan Iffland gekk alblóðugur
upp á efri hæðina og sagði við
Andreu dóttur sína sem var 12
ára: „Ég var að drepa mömmu
þína. Komdu, nú skulum við aka
til Hans frænda og Anni.“ Barnið
varð skelfingu lostið og æpti án af-
láts.
sem hann, alblóðugur, bað vegfar-
endur um að kalla strax á lögregl-
una. Hann veitti enga mótspyrnu
við handtökuna og játaði strax
voðaverkið.
Málið var tekið fyrir í Inns-
bruck. Kviðdómendur fundu hann
sekan en þar sem nokkrir sér-
fræðingar höfðu lýst þvi yfir að
Stefan Iffland væri ekki sakhæfur
var hann dæmdur til öryggis-
gæslu um óákveðinn tíma. Tveim-
ur árum eftir að hann hafði myrt
konuna sína með exi var hann
frjáls maður.
Julia dóttir hans er viti sínu
fjær af ótta. Hún hefur leitað að-
stoðar yflrvalda en segir það hafa
verið eins og að ganga á vegg.
Ekkert sé hægt að breyta ákvörð-
un læknanna sem telja að hann sé
ekki lengur hættulegur umhverfi
sínu. „Ég er mjög óttaslegin. Ég
hef séð hann læðast í kringum
húsið okkar nokkrum sinnum.
Verður eitt barnanna eða ég að
verða næsta fórnarlamb hans áð-
ur en yfirvöld koma okkur til að-
stoðár?“ spyr hún.
Dóttir hinnar myrtu er skelfingu lostin:
Morðinginn
er frjáls
ferða sinna