Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 31
31
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
íslendingar heyja í Noregi:
Landann heim
Aöalástæðan fyrir því aö við fluttum frá
Noregi á sínum tima var sú hvað Norðmenn
voru þreytandi. AUtaf að segja okkar að við
þyrftum að
„Heyja Norge!“ Það var ekki bara yfir hey-
skapartímann heldur ALLAN ÁRSINS
HRING. Þetta var orðið óþolandi (enda Noreg-
ur frekar erfíður yfirferðar) og við ákváðum
að drífa okkur burt í þetta dásamlega land
okkar sem ekki þarf að heyja nema hálfan
mánuð á ári.
En nú eru nokkrir landar okkar á leið til
baka. í Helgar-DV, fyrir hálfum mánuði síðan,
er viðtal við mann (að sjálfsögðu undir fyrir-
sögninni „Heyja Norge!“) sem hefur búið í
Norge í 11 ár og hefur nú ásamt nokkrum ís-
landsnorsurum stofnað samtökin Norice til
þess að auðvelda okkur að flytja aftur í gamla
heyskaparvítið. Þeir hafa gefið út upplýsinga-
bækling um „norska kerfið" og eru að sjálf-
sögðu með „hemmasida".
Hvers vegna eru íslendingar að flytja til
Noregs? Jú, launin er „þrefalt hærri", „vinnu-
vikan miklu styttri“ og því gefast „fleiri frí-
stundir með fjölskyldunni". Semsagt minna
basl. Kannski er bara landhreinsun af þessu
liði sem gefst upp á því að vera íslendingar og
flýgur beint á toppinn á hinu norska olíupen-
ingafjalli og skilur okkur eftir í „baslinu". En
þeir skulu þó vita það að „frístundirnar“ í
Norge eru tómt basl. Það þarf að kaupa sér
Telemark-skíði, gönguskó, goretex-gafla, bak-
poka, GPS-tæki, smíða skíðastökkpall bakvið
hús og kaupa sér bát. Það þekkjum við öll
sem gist höfum í Noregi að þó menn komist
heim úr vinnu klukkan þrjú á daginn, þá tek-
ur þegnskylduvinnan við: Fjallgöngumar,
skíðagöngumar og skútusiglingarnar. Þeir
sem ekki hafa efni á báti em skyldugir til að
kaupa sér báthermi sem þeir hafa útá svölum
því samkvæmt þarlendri reglugerð er bannað
að róa inni. Á meðan aðrar þjóðir fara út að
reykja bregða Norsaramir sér út á svalir að
róa. Það er vissulega falleg sjón að sjá út-
hverfablokkimar í Ósló á kvöldin þegar róið
er á öllum hæðum. Mikill lífróður það.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu búa 278.564
manns á íslandi. Erlendis eru skráðir 24.564
íslendingar. Sjálfsagt er talan nærri 30.000 ef
óskráðir em taldir með. íslendingar era sem-
sagt 310.000 talsins. Og tíu prósent þeirra búa
í útlöndum. Hvað er allt þetta fólk að gera?
Flýja land? í Noregi eru 4.316 íslendingar, í
Danmörku 6.304. Sjálfsagt eru einhverjir í
námi og aðrir í sinni skandinavísku sambúð
en restin er bara úti til að geta komið heim
úr vinnunni klukkan þrjú (til hvers er lífið?)
og skálað við bömin í „ódýrari bjór“ útí ein-
'hverjum Friðriksborgarhavenum, einhverjum
hassilmandi Kristjaníu-herminum, undir
eplatrjánum með margþvældan og þriggja
vikna gamlan Mogga í kjöltunni, hlæjandi að
helvítis rokinu og kennaraverkfóllunum
heima.
Eru þetta íslendingar? Nei.
Þetta eru þjóðernissvikarar, landráðamenn
og landsins lyddur sem yfirgefa ættland sitt,
hina baslandi þjóðarskútu einmitt þegar við
þurfum á þeim að halda. Tækifærissinnar
sem stökkva fyrir borð um leið og þeir geta
og troða sér að veisluborði annarra þjóða
sem þær hafa baslað við að koma sér upp
með ærnu erfiði. En við erum enn þá að þvi.
Við erum enn að bisast við að byggja upp
besta þjóðfélag í heimi. í átta hundruð ár
hirðumst við hér og héldum í vonina um
sjálfstæði. í hundrað ár strituðu ömmur okk-
ar og afar við að koma okkur úr moldu í
Grafarvog, og svo stökkva bara afkomend-
urnir úr landi við fyrsta tækifæri af því að
það er meira logn í Sognsfirði og bjórinn
ódýrari í Hirtshals.
Hugsið ykkur bara ef við hefðum þessi
þrjátíu þúsund manns hér á íslandi. Þá væri
Akureyri borg. Þá væri 101 Reykjavík 1001
Reykjavík.
Ævintýri líkust. Sem hún er samt sem
áður. ísland er ævintýri sem enn er að ger-
ast. Það lifir nú sitt besta skeið. Heimsfrægt
orðið. Og af því ævintýri er þetta lið að
missa, þetta lið sem metur hitastigið á land-
eyðu-veröndum heimsins meir en þjóðemi
sitt og sögu. Já, já, leyfum því bara að fitna
á sínum lefsum og smurða brauði, og leyfum
því bara að sjá svo eftir öllu saman þegar
börnin eru orðin hámalandi norskir ríkis-
borgarar og koma heim með sína smáborg-
aralegu, bjórfeitu og síkósandi sig kærasta
sem eiga sér þann æðsta draum að komast
sem fyrst á ellilaun. Eða ætla þessir sökkar-
ar kannski að koma svo heim eftir að hafa
setið 40 ár til einskis í olíugarðinum? Koma
heim og stökkva beint inn í fullkomnasta
ellihótel heims sem VIÐ verðum þá búin að
byggja? Ha?
Hallgrimur
Helgason
skrifar
Ég legg til að
passinn verði tek
inn af þessu liði.
Það er engin
ástæða fyrir ís-
lendinga að
hengslast
þetta í út-
löndum.
Einu
gildu
ástæðurnar eru tvær: Ást eða heimsfrægð.
Annaðhvort sýni fólk fram á tilfinningalegar
ástæður, flaggi sínum Ben eða Freddy, Áse
eða Marettu, eða reyni að standa sig og
breiða út hróður íslands með því að verða
frægt í sinni grein. Auðvitað eiga sem flestir
að fara útí nám en það nám verða þeir að
nýta landinu siínu og 10 ár ætti að vera há-
markstími til þess. Þá eiga menn að snúa
heim.
Ég legg til að settar verði þær reglur að
komi menn ekki heim innan tíu ára, þá
verði þeir skikkaðir af Páli Péturssyni fé-
lagsmálaráðherra til þess að búa á Blönduósi
fyrstu fimm árin eftir heimkomuna (ef þeir
koma heim) og verði þá meðhöndlaðir eins
og nýbúar: Settir á íslenskunámskeið og
látnir lesa „Fátækt fólk“ eftir Tryggva Emils-
son og íslendingasögurnar svo aumingja-
skapurinn náist úr þeim.
Kæru íslendingar erlendis. Við þurfum á
ykkur að halda! Saman reisum við besta
þjóðfélag í heimi! LANDANN HEIM!
Eruð þið íslendingar eða aumingjar?
Ástarleikir og eldamennska
Komdu að borða
- hvaða matur er bestur í rúminu?
Það er ekki víst að náttúran hafi ætl-
að tungunni hlutverk í kynlífmu en
þessi styrki, sveigjanlegi og raki vöðvi
er sannarlega eitt öflugasta kynlífsleik-
fang sem til er. Tungan hýsir bragð-
laukana og bragðinu af kynfærum
karla og kvenna verður sennilega best
lýst sem „athyglisverðu". í rauninni
greina bragðlaukar aðeins fljórar
bragðtegundir en stór hluti af bragð-
skyni okkar byggist á lyktarskyni.
Matur af ýmsu tagi kemur oft við
sögu í kynlífi og daðri og margir kann-
ast við lýsingar sem fela i sér að ýms-
um bragðgóðum fæðutegundum er
hellt eða smurt yfir einhvem og sleikt
eða borðað af. Matur er hins vegar mis-
góður til slíkra leikja og við skulum
líta á nokkur grundvallaratriði byggð á
ráðleggingum Steve A. Shaw sem skrif-
ar fyrir bandaríska vefsetrið
Salon.com.
Nokkur hollráð
1. Sætt er mjög oflofað. Sætt er yfir-
leitt límkennt og getur verið erfitt að
sleikja af án þess að skilja eftir leifar.
Líkamshár festast í því sem er lím-
kennt og spilla ánægjunni.
2. Léttur matur sem loðir ekki við
virkar mun betur, t.d. getur poppkom
etið af maga einhvers verið afar eró-
tískt.
3. Sleipur matur getur, öfugt við lím-
kenndan, verið einkar áhugaverður í
ástarleikjum. Ekkert kemur samt í stað
eðli-
legra líkamsvökva og varasamt getur
verið að smyrja sleipum fæðutegund-
um á kynfæri fólks fýrir samfarir.
4. ísmolar eru án efa sú fæðutegund
sem veitir mesta skemmtan og fjöl-
breyttasta möguleika í ástarleikjum og
vatn er sannarlega meinlaus vökvi.
Andstæður kulda og hita kalla fram
ánægjuleg viðbrögð.
5. Að mata einhvem sem er með
bundið fyrir augun á ýmsum fæðuteg-
undum, líkt og Kim Basinger lék svo
eftirminnilega i kvikmyndinni 9 og 1/2
vika, virkar alls ekki. Fyrir það fyrsta
er alltof mikil fyrirhöfn að safna saman
20 ólíkum fæðutegundum. Það er erfitt
að halda leiknum gangandi nema með
aðstoðarmanni og venjulega missir
hann skemmtigildi sitt eftir þrjá munn-
bita. Allir ástarleikir verða skemmti-
legri með opnum augum.
6. Forðist mjög kryddaðan mat í
rúminu. Allur „heitur" matur inniheld-
ur efni sem ertir húðina og því meira
sem húðin er þynnri og viðkvæmari,
s.s. í augum, kynfæram og víðar. Þótt
varúðar sé gætt berst efnið á hendur
manna og ratar þaðan á viðkvæmari
svæði.
7. Gosdrykkir eru áhugaverðir. Allt
sem inniheldur gos er skemmtilegt i
ástarleikjum og kampavin þar með
talið. Mimið samt að þjóðsagan um
gildi Coca-Cola sem
getnaðarvamar
er ósönn.
Margir telja að tungan sé eitt magnaö-
asta kynfærið sem menn og konur hafa
yfir að ráða.
Tungan geymir bragðlaukana og matur
og kynlíf hafa lengi átt samleið.
8. Það getur i sumum tilvikum virk-
að áhugavekjandi að bera eitthvað ætt
á kynfærin fyrir munnmök en það
spillir ánægjunni af leiknum. Það getur
hins vegar virkað hvetjandi á þann
sem er tregur í slíka leiki.
9. Margar konur setja það fyrir sig
að sæði innihaldi of margar kalóríur. í
meðalskammti munu vera um 5 kalórí-
ur en ein teskeið af þeyttum rjóma
inniheldur rúmlega 50.
Á ég að leggja á borð?
Greinarhöfundur segir að lokum að
rannsóknir vegna skrifanna hafi verið
honum og eiginkonu hans mikill gleði-
gjafi en ekkert sem tengist mat og kyn-
lífi hafi reynst þeim eins erótískt og sú
einfalda athöfn að mata hvort annað.
Niðurstaða þeirra sé i meginatriðum
sú að þó hægt sé að blanda saman mat
og kynlífi eftir því sem mataræði og
hugmyndaflug hvers og eins leyfir þá
sé þrátt fyrir allt rétt að halda eldhús-
inu og svefnherberginu nokkuð að-
skildu. Eldhúsborðið er ekki sérlega
þægilegt til ástarleikja og það er engin
uppþvottavél í svefnherbergjum.
-PÁÁ
Vikuna 30. okt. - 4. nóvember
heQast í World Class hin vinsælu
8 vikna aðhaldsnámskeið Gauja litla.
Margra ára reynsla okkar tryggir þér frábæran ár
Innifalið er eftirfarandi: Yogaspuni 6 sinnum í viku, vigtun, ummáls-
mæling, fitumæling, ítarleg kennslugögn, matardagbækur, leiðbeiningar
um fæðuval, æfingabolur, vatnsbrúsi, fræðsludagur, kennsla í tækjasal,
viðtal við næringaráðgjafa, ótakmarkaður aðgangur í World Class.
Fagmennska í fyrirrúmi
Þeir sem koma að aðhaldsnámskeiðum Gauja litla eru m.a. læknir,
hjúkrunarfræðingur, næringarráðgjafi, næringarfræðingur, félags-
ráðgjafi, sálfræðingur, geðlæknir, íþróttakennari, íþróttafræðingur,
kennari, ásamt fjölda ráðgjafa og gestakennara.
Þaðer aldreiof seint aðbyrja !
Upplýsingar og tímapantanir í síma Wnn,Sp,aQC
561 8585 0g 561 8586 i’t vkjavIk akureyr