Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 32
32
Helgarblað
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
DV
DV-MYND ÞÖK
Kundera góöur á kantinum
„Þetta er ekki alveg sami bransinn og fótboltinn. Samt er þetta ekki ósvipaö því aö vera seldur til Cheisea,
sem er náttúrlega frábært, en svo veit maöur ekkert hvort maöur kemst í liðiö. Kundera er auövitaö mjög
sterkur á hægri kantinum en þaö er einmitt staöan sem ég spila. “
ótrúlega vel úti og fengið mikið um-
tal. Síðan getur skýringin náttúrlega
verið sú að bókin sé hreinlega svona
góð, þó ég efist nú reyndar um það.“
„Sounds cool, man!“
Tilraunir Hallgrims til að fmna
þennan alþjóðlega söguþráð voru
fremur sérstakar.
„Ég skrifaði bókina í New York, í
Brooklyn „snjóaveturinn mikla“
‘95-6. Áður en ég hófst handa fór ég
niður á Manhattan og stoppaði fólk á
götu og spurði: Ég er að skrifa skáld-
sögu, hvemig líst þér á sögu „um
mann sem sefur hjá kærustu
mömmu sinnar og hún verður ólétt?“
Allir svöruðu: „Sounds cool, man!“
Þessi lína kveikti í fólki þannig að ég
lagði upp með þetta.
Spákonur höfðu líka spáð því að
upp úr aldamótum færi að glæðast
eitthvað hjá mér. Þannig að maður
beið bara rólegur."
Fannst bókin dauö
Gagnrýnin sem Hallgrímur fékk
við útkomu bókarinnar var kannski
ekki þess eðlis að búast mætti við því
að hún myndi sigra heiminn.
„Mér fannst bókin vera dauð; and-
vana fædd. Fyrsti gagnrýnandinn
sagði að þetta væri ömurleg bók.
Hún fékk síðan frekar slæma gagn-
rýni sem ég skildi auðvitað ekki. Það
er alltaf visst sjokk að fá slæma gagn-
rýni þótt maður trúi á eigið verk og
taki ekki mark á henni. Því er auð-
vitað mjög gaman að fá þessi við-
brögð erlendra útgefenda nú.“
Var það ekki góð tilfmning eða
svokölluð „in your face“ tilfinning?
„Nei, nei. Ég er ekki í hefndarhug.
Þessir gagnrýnendur verða bara að
eiga þetta við sjálfa sig. Dómar verða
líka dæmdir."
Kálfaslátrun meitlar máliö
Eins og ráða má af lýsingu Hall-
gríms á földum söguþræði í „bulli
Hlyns Bjarnar" er Hallgrímur orð-
margur maður og vilja einhverjir
fmna honum það til foráttu. Hafa
menn til dæmis talað um að textar
hafi lengst þar sem tölvan geri skrift-
irnar þægilegri og auðveldari. Er það
skýringin á orðmergð Hallgríms?
„Nei, ég hef alltaf skrifað svona.
Ég hef alltaf unnið mjög hratt og tölv-
an er frábært tæki. Mann verkjar
bara ekki í hendina núna eins og í
gamla daga. Fyrstu skáldsöguna
skrifaði ég tvisvar og þá næstu
þrisvar. 101 Reykjavík var hins vegar
fremur auðveld í vinnslu. Skrifuð á 7
mánuðum."
Þannig að ef þú værir uppi á 13.
öld værirðu búinn með kálfana og
kominn í fjósið á næsta bæ að flá
aðra?
verkum sínum. Sagan gerist því að
mestu leyti í afskekktum dal árið
1955, sem er nokkuð langt frá 101
Reykjavík. Stíllinn er líka mun klass-
ískari og sagan allt að því trúarleg,
nokkuð frumspekileg umfjöliun um
„líf mannsins á jörðinni“.“
Myndirðu vilja eyða eftirlífmu í
101 Reykjavik?
„Já, já. Ég held að það væri ekki
slæmt hlutskipti. Maður gæti þó alla-
vega fengið sér bjór. Ekki eins slæmt
hlutskipti og fyrir Halldór Laxness
að lifa eftirlífmu í Sjálfstæðu fólki;
kalt og saggaríkt baðstofulíf, eilif vos-
búð, engin blöð og ekkert sjónvarp.
Og Bjartur alltaf að hreyta ónotum í
skapara sinn.“
Ekki sami bransi og fótbolt-
inn
Hallgrímur fer undan í flæmingi
þegar minnst er á glæsilega bóka-
samninga og farið er fram á að fá töl-
ur í sambandi við þá.
„Fyrrframgreiðslumar eru nú
ekki háar og þetta veltur mest á sölu
bókarinnar sem kemur ekki út fyrr
en i fyrsta lagi eftir ár. Þetta er ekki
„Áður en ég hófst handa
fór ég niður á Manhattan
og stoppaði fólk á götu og
spurði: Ég er að skrifa
skáldsögu, hvernig líst
þér á sögu „um mann
sem sefur hjá kœrustu
mömmu sinnar og hún
verður ólétt?" Allir svör-
uðu: „Sounds cool, man!“
alveg sami bransinn og fótboltinn.
Samt er þetta ekki ósvipað því að
vera seldur til Chelsea, sem er nátt-
úrlega frábært, en svo veit maður
ekkert hvort maður kemst í liðið.
Kundera er auðvitað mjög sterkur á
hægri kantinum en það er einmitt
staðan sem ég spila. Það er ekkert
víst að maður fái að fara inná, hvað
þá að maður nái að skora.“
En væntanlega kemur þetta sér vel
fjárhagslega. Þú hlýtur að anda létt-
ar?
„Ég get ekki sagt annað en mér líði
vel með þetta. Að skrifa á íslensku og
vera lesinn erlendis er draumastaða.
Það er talað um að litla tungumálið
okkar sé svo mikill þröskuldur.
Þröskuldurinn liggur hins vegar
alltaf bara í lyklaborðinu. Fyrir
Bandaríkjamann í New York skiptir
engu hvort hann les bók eftir þýskan
höfund eöa íslenskan. Það hefur al-
veg sömu þýðingu fyrir hann. Það er
ekkert auðveldara að lesa bók þýdda
Hið heimsþekkta útgáfufyrirtæki Faber & Faber hefur keypt útgáfurétt að 101 Reykjavík, skáldsögu Hallgríms Helgasonar:
Eins og vera seldur
til Chelsea
„Það er tvennt sem mér finnst að
fólk ætti helst ekki að vera að tjá sig
mikið um: Fjármál sín og kynlíf sitt.
Og sérstaklega ekki ef það ætlar að
fara að blanda þessu tvennu saman.“
Á árlegri bókamessu í Frankfurt
var slegist um útgáfurétt á bók Hall-
gríms Helgasonar, 101 Reykjavík.
Hefðbundinn góður árangur ís-
lenskra höfunda er útgáfa á Norður-
löndum og Þýskalandi en bók Hall-
gríms hefur fengið útgefendur í
Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Rúmeníu
og fleiri löndum. Síðast en ekki síst
keypti hinn þekkti útgefandi Faber
& Faber útgáfuréttinn að skáldsög-
unni. Einn annar íslenskur höfund-
ur er fyrir hjá útgáfunni, Ólafur Jó-
hann Ólafsson, en meðal þekktra
höfunda hjá útgáfunni eru Kazuo Is-
higuro, Milan Kundera og Paul Aust-
er auk nóbelsskáldsins Seamus
Heany.
Alþjóðlegur söguþráöur
101 Reykjavik er ekki ein þeirra
bóka sem er uppfull af íslenskum
náttúrulýsingum eins og við þekkj-
um þær úr bókum eldri höfunda.
Kannski væri fremur hægt að tala
um ónáttúrulýsingar. Bókin skilar
því ekki dáöri náttúru íslands í huga
erlendra lesenda heldur borgarlífinu.
„Ég vildi hafa alþjóðlegan sögu-
þráð. Sagan átti að fjalla um hið
sammannlega ástand. Eins og maður
fmnur alltaf hjá Shakespeare. Ég leit
mjög til Hamlets. Sterkustu sögur
harmleikjanna hljóma alltaf mjög
banal, eins og beint út úr Jerry
Springer-þætti. Mágurinn drepur
bróður sinn til að geta kvænst konu
hans. Sögur um venjulegt fólk sem
lendir i óvenjulegum aðstæðum eru
alltaf sterkar, ekki síst ef dramað ger-
ist innan fjölskyldunnar.
Ég ákvað sem sagt að hafa bíó-
myndarlegan söguþráð vel falinn í
bullinu úr Hlyni Bimi. Sagan væri
eins og beinagrind i mjög feitum
manni. Reyndar svo feitum að aðeins
örfáir menn sáu í gegnum fituna."
Þrátt fyrir að bíómyndarlegur
söguþráðurinn hafi verið vel falinn í
bulli Hlyns Bjarnar fann Baltasar
Kormákur hann og skellti honum á
hvíta tjaldið. Hallgrímur telur að
hluti af velgengni bókarinnar undan-
farið eigi rætur sínar að rekja til
kvikmyndarinnar.
„Ég á Baltasar mikið að þakka, fyr-
ir að hafa fattað bókina strax og kom-
ið auga á leiðina til að kvikmynda
hana. Ég held að það séu margir sam-
verkandi þættir að baki þessum viö-
tökum hjá erlendum útgefendum.
Þau hjá Máli og menningu hafa unn-
ið mikið kynningarstarf á undan-
fomum árum og svo kemur kvik-
myndin í kjölfarið sem hefur gengið
„Ef slátra þyrfti einum kálfi fyrir
hvern kafla, þá hlyti maður nú að
skrifa öðruvísi. Samviskubitið
myndi hvetja mann til að skrifa stutt
og hnitmiðað. Ég er með kenningu
um að styttingarnar „maðr“ og
„drengr“ hafi ekki verið í máli fólks
heldur hafi þetta verið gert til að
koma fleiri stöfum á síðuna, líkt og
þegar maður sendir SMS.“
Ekkert sjónvarp í Sjálfstæöu
fólki
Hallgrímur er þegar langt kominn
með næstu bók og stefnir á útgáfu
fyrir jólin 2001. Hún er um margt frá-
brugðin fyrri verkum Hallgríms.
„Hún er dálítið ólík. Hún fjallar
um vel þekktan og háaldraðan ís-
lenskan rithöfund sem deyr og vakn-
ar upp í bók sem hann skrifaði fyrir
hálfri öld og er síðan fastur í henni
það sem eftir er. Höfundurinn lifir í
úr 80 milljóna tungumáli heldur en
280.000 manna. Fyrir honum er þetta
bara útlend bók. Svo leiðist mér líka
þegar talað er um íslenskuna sem
„lítið mál“. Ég veit ekki betur en að
til séu miklu fleiri orð í fslensku en
ensku."
Nú er Hallgrímur kominn í ein-
stakan flokk í flóru íslenskra rithöf-
unda og verðskuldar að vera kallað-
ur „strákurinn okkar“. Þá kemur
pressan sem fylgir árangri eins og
við könnumst við frá íslenska hand-
boltalandsliðinu. Óttastu að örlög þín
verði hin sömu?
„Ég held aö ég sé sæmilega undir-
búinn. Þetta kemur mér ekki svo á
óvart. Ég er þó feginn að ég er næst-
um því búinn með næstu bók og
þessi „pressa" því ekki eins til stað-
ar. Ég held að ég ætti alveg að geta
staðið mig, það er að segja ef ég verð
sæmilega laus við meiðsli." -sm