Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 50
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
I>V
''fíí
vera
M
Vidarvagnar af
götum Hong
Kong
Dagar gömlu viðarsporvagnanna
í Hong Kong eru senn taldir. Vagn-
amir, sem hafa verið meðal þess
sem laðað hefur ferðamenn til borg-
arinnar, komu fyrst á götuna árið
1904 og eru þvi að verða einnar ald-
ar gamlir.
Stefnt er að því að fyrir árslok
2004 verði búið aö skipta á öllum
eömlu sporvögnunum og nýtísku-
Regum straumlínulöguðum álvögn-
um. Fyrsti „árþúsundavagninn" fór
á götuna í síðustu viku en endurnýj-
unin hefst af krafti eftir áramót.
Að sögn forráðamanna sporvagn-
anna í Hong Kong var markmiðið
með útlitshönnun vagnanna að hafa
nýtískulega vagna á nýrri öld, enda
verður ekki annað sagt en að and-
stæðumar hafi verið miklar þegar
„árþúsundavagninn" rann um
rykugar götur borgarinnar, innan
um verulega frumstæðari farkosti.
Jf Nýju vagnarnir era með færri
sæti en þeir gömlu og eru rúmbetri
á allan hátt. Þriðjungur flotans
verður útbúinn með loftkælingu.
Nýi vagninn vakti gríðarlega at-
hygli og margir Hong Kong-búar
tóku sér far með honum og létu vel
af.
Síðbúinn farfugl á hringferð um landið:
Á puttanum í
landi Nonna
og Manna
PV. SAUÐARKROKI:
Það var eins og aö rekast á síð-
búinn farfugl þegar ungur ferða-
langur varð á vegi fréttaritara
DV á móts við Barðslaug i Fljót-
um á sunnudag. Á öðrum degi
vetrar var þarna maður á ferð á
tveimur jafnfljótum með bakpok-
ann sinn og tjaldið á herðunum.
Þetta reyndist vera 22 ára Austur-
ríkismaður og hann er búinn að
vera á ferðalagi á og við hring-
veginn síðan i lok júlí þegar hann
byrjaði ferðalag sitt út frá
Reykjavík og hélt suður og austur
um. Hann hefur tvær vikur til að
klára hringinn, á pantað flugfar
heim viku af nóvember.
„Þú heldur líklega að ég sé kol-
vitlaus en þegar ég var drengur
sá ég í sjónvarpinu myndina um
Nonna og Manna og hreifst mjög
af myndinni og náttúrunni sem
brá þar fyrir. Þá ákvað ég að þeg-
ar ég yrði stór færi ég til íslands
og ferðaðist um þetta fallega land.
Ég lét verða af því í sumar og sé
ekki eftir því. Þetta er búið að
vera mjög skemmtilegur tími og
náttúran hér er stórkostleg.
Hérna býr líka mjög vinsamlegt
fólk, ég hef kynnst því á ferð
minni,“ sagði Benno Plugger og
tók upp myndavél úr pússi sínu
og myndaði heitu laugina þarna
við veginn hjá Langhúsum.
„Ég kom til Siglufjarðar í gær
og langaði að skoða Síldarminja-
safnið en það var lokað. Ég er
líka nokkuð seinn á ferðinni.
Siglufjörður er mjög fallegur bær
en þar er líklega kalt og dimmt
yfir veturinn," sagði Benno og
blaðamanni skildist að hann
hefði tjaldað einhvers staðar inn
við Hól. Þennan dag lá leið hans
síðan í Varmahlíð. Hann gekk
inn að jarðgöngunum og fékk bíl-
far þaðan að Ketilási og var því
búinn að ganga drjúgan spotta
þegar fréttaritari DV hitti hann.
Það er ekki hægt annað en dást
að þessum unga kjarkmikla
manni sem einn síns liðs hefur
ferðast um landið á tveimur jafn-
fljótum og puttanum, með tjaldið
sitt og bakpokann, í rúma þrjá
mánuði og það þegar komið er
fram á vetur. Sem betur fer fékk
hann mjög gott sumar til að ferð-
ast og hann var líka búinn að
verða sér úti um íslenska lopa-
peysu áður en haustið gekk í
garð. -ÞÁ
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Á slóöum Nonna og Manna
Benno Plugger, 22 ára Austurríkismaður. Ungur drengur sá hann myndina
um Nonna og Manna í sjónvarpinu ákvaö hann að fara í ferðalag til
þessa fallega lands þegar hann yrði stór.
Helga Ingimundardóttir hefur sinnt hvalaskoðun í sjö ár:
Hnúfubakur og önnur stór-
hveli algeng sjón í sumar
Hólmarar bjóða
sælkeraferðir
frá Reykjavík
Sæferðir ehf. í Stykkishólmi hafa
að undanförnu verið að auka á fjöl-
breytni í þjónustu og fara nú með
gesti í sannkallaðar sælkeraferðir
'Wrá Reykjavík.
Gunnar Sigvaldason matreiðslu-
maður hefur slegist í hópinn og hef-
ur hann fengið frábærar viðtökur.
Pétur Ágústsson, einn forráða-
manna fyrirtækisins, sagði í sam-
tali við DV að þeir myndu að
minnsta kosti verða með þessar
ferðir fram að áramótum og blanda
sér í slaginn um jólahlaðborðin á
höfuðborgarsvæðinu.
-DVÓ/ÓJ
„Ég held að fólkið verði sjaldnast
fyrir vonbrigðum þegar það sér
þessar risaskepnur syndandi í æti
rétt við bátinn,“ segir Helga Ingi-
mundardóttir, leiðsögumaður og
framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu
Suðurnesja, en fyrirtækið hefur
boðið upp á höfrunga- og hvala-
Hvalaskoðunarkonur
Hetga Ingimundardóttir ásamt dóttur sinni, Birnu Rúnarsdóttur.
Frabær VInnuaðstaða
2 5 . □ □ □ , -
lengd: 1 BO
Breidd: bo
2 3 . □ □ □ , -
TM - HÚSGÖGN
Síöumúla 30 - Sími 568 6822
- œvintýri líkust
SKRIFBDRÐ
Mahogony
- 4ra skúffu skápur svartur
- lyklaborðshilla
lengd: 1 40
Breidd: 64
skoðun síðustu ár, núna á skipinu
Andreu sem tekur 55 manns.
Hvalaskoðunartímabilinu er senn
að ljúka og Helga að koma í land.
„í nær öllum ferðum sjást einnig
stökkvandi smáhveli, blettahnýð-
ingur og fólkið nánast æpir af
hrifningu. Nú í sumar gerðist það
oftar en áður að stórhveli eins og
hnúfubakur stökk allt að tuttugu
og fimm sinnum. Við höfum alltaf
farið í Fræðasetrið í Sandgerði fyr-
ir brottför, nema ef farið er frá
Grindavík, og farþegar fá þá smjör-
þefmn af því sem koma skal með
fyrirlestri og myndasýningu starfs-
fólksins þar,“ segir Helga
Veðráttan á Suðurnesjum fælir
alls ekki fólk frá því að fara í hvala-
skoðunarferðir. „Ef veðrið er óhag-
stætt hér í Keflavík er bátnum siglt
til Grindavíkur eða Sandgerðis þar
sem veður getur verið skaplegra en
hér.
Það þarf enginn að hafa áhyggjur
af þvi þó skipt sé um brottfarar-
höfn því hvalir hafa fundist ailt í
kringum Reykjanesskagann eða í
meira en níu af hverjum tíu ferð-
um. Ef svo óheppilega vill til að
engir hvalir sjást er farþegunum
boðið frítt í aðra ferð.
Aöalleiðsögumaður í hvalaskoð-
unarferðunum í sumar hefur verið
sjávarlífræðingur, dönsk stúlka,
Marianne Rasmussen, sem hefur
lagt stund á rannsóknir á smáhveli
eða höfrungi. Rannsóknir hennar,
sem eru, að sögn Helgu, einstakar í
öllum heiminum, beinast að hegð-
un dýrsins og hljóðum sem eru
ýmis samskiptahljóð, blístur- eða
bergmálshljóð sem dýrin gefa frá
sér til að rata í slæmu skyggni í
sjónum. Marianne hefur einnig
rannsakað hvort sömu dýr halda
sig á ákveðnu svæði ár eftir ár. Nú,
eftir fjögurra ára rannsókn, hefur
hún fundið að minnsta kosti 50 ein-
staklinga sem virðast „búa“ í Garð-
sjónum yfir hlýrri mánuði ársins
frá því í apríl til októberloka ár
hvert."
Stökkvandi hnúfubakur
/ nær öllum ferðum sjást einnig
stökkvandi smáhveli, blettahnýðing-
ur og fólkið nánast æpir af hrifn-
ingu.
Aflinn grillaftur um borft
Höfrunga- og hvalaskoðun Suður-
nesja er elsta starfandi fyrirtæki
sinnar tegundar á íslandi og siglir nú
með hvalaskoðara sjöunda árið í röð.
Auk Islendinga, sem að vísu eru enn
minnihluti farþega, kemur fólk alls
staðar að úr heiminum, þó flestir frá
Norðurlöndum og Englandi. Eru far-
þegamir sóttir á öll gistiheimili og
hótel á höfuðborgarsvæðinu og þeim
ekið aftur á sama stað að lokinni
ferðinni. Leiðsögnin um borð er á
ensku og dönsku, auk þess á fleiri
tungumálum, svo sem á þýsku eða
ítölsku.
„íslendingar eru hrifnastir af
sjóstangaveiðiferðum með hvalaskoð-
unarívafi. Þá er aflinn jafnan grillað-
ur um borð en góð aðstaða er fyrir
hópa i sal skipsins, sem og á dekki.“
Helga segir að fyrirtækið hafi lagt
skógræktinni lið þannig að fyrir
hvem farþega sem kaupir sér ferð
með Ferðaþjónustu Suðurnesja er
keypt eitt tré sem Skógræktarfélag
Suðurnesja hefur séð um að gróður-
setja. Þá má benda á heimasíðu
Ferðaþjónustunnar sem er www.arct-
ic.is/itn/whale. -AG