Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 52
•ío______ Tilvera LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 I>V Ólífur Ólífur hafa verið ræktaðar við Miðjarðarhafið í þúsundir ára og alla tíð hafa þær gegnt mikilvægu hlutverki í mannlífi svæðisins. í grískum goðsögum er frá því greint að gyðjan Aþena hafi skapað tréð sem friðar- og sigurtákn. Ólífur hafa alla tíð verið í hávegum hafðar meðal þjóðanna sem búa við Miðjarðarhaf og stundum haft á orði að þær geymi í sér sögu svæðsins frá örófi alda. Margar tegundir eru til af ólífum og allar eru þær grænar í fyrstu en verða svartar þegar þær ná þroska. Ólífur eru ekki etnar beint af trénu, heldur þarf að skola þær, og oftast eru þær lagðar í saltan lög. Grýttur og ófrjór jarðvegur hentar ólífutrénu ágætlega og geta trén orðið mörg hundruð ára gömul. Löndin við Miðjarð- arhaf eru stærst þegar kemur að ræktun ólífa í dag, en Mexíkó og Kalifornía koma næst á eftir. Um 90% uppsker- unnar fara til framleiðslu á olífuolíu. Ólífuolían hefur verið unnin úr ólíf- um í átta til tíu þúsund ár og jafn- an verið notuð til matargerðar, en einnig sem ljós- meti og til að nudda lík- amann. ^Franskur kart- öflu- og olífu- réttur Ólífu- og melónusalat I þetta salat þarf tvær teg- undir af melónum, 30 dökkar ólífur, 2 avókadó, fetaost, 100 g rjómaost, 1 salathaus, 1/2 dl olífuolíu, riflnn börk og safa úr ■*íímónu, nýmalaðan pipar, salt, 1 msk ristuð sesamfræ, gras- lauk og að síðust ferskt dill eða steinselju til skrauts. Notið parísarjárn til að stinga kúlur úr melónunum og lárperunum. Hrærið saman fetaostinn og rjómaostinn og mótið í kúlur, svipaðar að stærð og melónu- kúlurnar. Raðið salatinu á fat og síðan er kúlunum og ólífunum raðað á hvert sal- atblað. Olía, límónusafl, salt og pipar er hrist sam- an og hellt ró- lega yflr. í .^Jokin er sesam- fræjunum, límónuberkinum og söxuð- um kryddjurtum stráð yfir og salatið er tilbúið. Róbert Egilsson^ matreiðslumeistari á Sommelier: Saltfiskur með ólífuhjúp Lambalundir meö gráða- ostasósu Fyrir 6 1200 g lambalundir smjör til steikingar salt og pipar Gráðaostasósa 1 peli rjómi 3 dl kjötsoð (eða vatn og 1-2 ten- ingar) 100 g gráðaostur salt og pipar kjötkraftur sósujafnari Blandað salat 1 búnt lambhagasalat 1/4 haus jöklasalat 1/2 haus eikarlauf 6 stk. cherrytómatar 1/4 stk. agúrka Meðlæti 6 stórir tómatar 12-18 stk. kartöflur 50 g bráðið smjör Lagið sósuna. Brúnið lundimar í smjöri á pönnu. Setjið á ofhgrind og steikið síðan í 2-4 mínútur í 180° C heitum ofni. Skiptiö kjötinu á 6 heita diska og setjið 1 litla ausu af sósu ofan á hvem skammt. Berið fram með kartöflum, bökuð- um tómötum og salati. Gráðaostasósa Setjið soð, rjóma og gráðaost 1 pott og sjóðið þar til osturinn er uppleystur. Kryddið með ögn af salti og nýmöluðum svörtum pip- ar. Þykkið með sósujafnara, bragðbætið með kjötkrafti. Blandað salat Skolið salatið og rífið niður. Skerið tómatana í tvennt og agúrkuna i strimla. Blandið vel saman, bleytið í með ólífuolíu. Meðlæti Afhýðið kartöflurnar og steikið í olíu á pönnu, þannig að þær brúnist allan hringinn. Setjið á ofnskúffu og bakið í 30 mínútur við 180° C á blæstri eða 200° C án blásturs. Kryddið með salti og pip- ar. Skerið kross í hýðið á tómötun- um og dýfið í bráðið smjör (eða penslið), myljið svartan pipar yfir og bakið við 200° C í 10 mínútur. Næringargildi Ólífur eru næringarríkar en misfituauðugar. Fituinnihaldið getur rokkað frá 10 til 50%. Svartar ólífur innihalda fleiri hitaeiningar að jafnaði en þær grænu en fitusýrurnar í þeim fyrrnefndu eru fjölómett- aðar. Svartar ólífur innihalda nokkurt magn af a-vítamíni. Hér á ferðinni kartöfluréttur sem á uppruna sinn í Provence- héraði í Frakklandi og fer vel með bæði fisk- og kjúklinga- réttum. í réttinn þarf 2 msk olífuolíu, 8 grófsöxuð hvít- lauksrif, 200 g svartar olífur með kryddjurtum, 4 lárviðar- lauf, 1 kíló afhýddar og smátt skornar kartöflur, salt og pip- ar. Hitið olíuna í potti og setjið ^ólífur, hvítlauk og lárviðarlauf út í. Hrærið í og látið sjóða í 4 til 5 mínútur. Kartöflurnar fara því næst í pottinn ásamt pipar og salti og vatni. Setjið lok á pottinn og sjóðið í 20 mínútur eða þar til kartöflum- ar eru orðnar mjúkar. Berið réttinn fram strax. Ef ólífur með kryddjurtum eru ófáanlegar er ekkert mál að búa þær til. Það verður þó að gera með sólarhringsfyrir- ^vara. Setjið ólífurnar 1 gler- krukku með þéttu loki. Hellið óllfuolíu og bætið við 1 msk af herbes de Provence. Látið liggja í 24 stundir og hristið krukkuna reglulega. Olfuna má síðan nota sem salatsósu. bera fram með þessu djúp- steiktar kart- öfluskífur og hjúpur hálft franskbrauð 125 g svartar ólíf- ur, saxaðar 35 g fersk steinselja, söxuð 2 tsk. ferskt timian, saxað 2 tsk. ferskt basil, saxað 1 hvítlauksgeiri, saxaður 100 g smjör salt og pipar steikt græn- meti (t.d. gulrætur, sykurbaun- ir og dverg- mais). -ss 4 200 g vel útvatnaðir saltfiskbitar Kokkur á Sommelier Róbert EgHsson er kokkur á hinum rómaöa staö Sommelier. DV-MYND ÞÖK Basillegnir tómatar 4-5 stórir tómatar 2,5 dl jómfrúarólífuolía 4-6 blöð ferskt basil salt og pipar Tómatamir skomir i litla teninga og basilið saxað flnt. Ólífuolíunni hellt yfir og þetta kryddað með salti og pipar. Best er að láta blönduna standa í kæli um þrjá klukkutíma. Blandan er síðan hituð upp (en má ekki sjóða) og notuð sem sósa með fiskinum. Róbert Egilsson er matreiðslu- maður á veitingastaðnum Somme- lier við Hverfisgötu sem getið hefur sér gott orð fyrir að bera fram fyrsta flokks mat og vin. „Ég nota ólífur aðallega með fiski en þær eru líka mjög góðar í mauk með brauði, t.d. með sólþurrkuðum tómötum," seg- ir Róbert sem leggur hér til upp- skrift að saltfiski með ólífuhjúp og basillegnum tómötum en hann segist fyrst og fremst nota ólífumar með saltfiski. „Þær eiga rosalega vel við með salt- fiski." Ólifuhjúpinn segist hann þó einnig nota með öðrum hvít- um fiski, svo sem barra og þorski. Girnilegur saltfiskréttur Ólífuhjúpurinn er gómsætur meö saltfiskinum. Skorpan tekin af brauðinu og það sett í mat- vinnsluvél þar til það verður laust i sér. Ólífumar, steinseljan og timianið sett í skál ásamt brauðinu. Bræddu smjörinu hellt út á og þessu bland- að saman með skeið. Kryddað með salti og pipar. Mass- inn flattur út milli tveggja smjörpappírs- arka í u.þ.b. 5 mm þykka plötu og kælt í eina klukkustund. Saltfiskurinn er roð- flettur og lagður ofan á ólífuhjúpinn sem er skorinn til svo hann sé jafn- stór fiskstykkinu. Saltfiskurinn er síðan brúnaður í jómfrúarólífuolíu, komið fyrir í ofnskúffu og ólífuhjúp- urinn lagður ofan á. Bakað í 180" C í u.þ.b. 5 mínútur. 100 g af svörtum ólífum innihalda: Hitaeiningar 120 -170 Prótein 0.6 g Fita 16.9 g Kolvetni 5.7 g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.