Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 52
•ío______ Tilvera LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 I>V Ólífur Ólífur hafa verið ræktaðar við Miðjarðarhafið í þúsundir ára og alla tíð hafa þær gegnt mikilvægu hlutverki í mannlífi svæðisins. í grískum goðsögum er frá því greint að gyðjan Aþena hafi skapað tréð sem friðar- og sigurtákn. Ólífur hafa alla tíð verið í hávegum hafðar meðal þjóðanna sem búa við Miðjarðarhaf og stundum haft á orði að þær geymi í sér sögu svæðsins frá örófi alda. Margar tegundir eru til af ólífum og allar eru þær grænar í fyrstu en verða svartar þegar þær ná þroska. Ólífur eru ekki etnar beint af trénu, heldur þarf að skola þær, og oftast eru þær lagðar í saltan lög. Grýttur og ófrjór jarðvegur hentar ólífutrénu ágætlega og geta trén orðið mörg hundruð ára gömul. Löndin við Miðjarð- arhaf eru stærst þegar kemur að ræktun ólífa í dag, en Mexíkó og Kalifornía koma næst á eftir. Um 90% uppsker- unnar fara til framleiðslu á olífuolíu. Ólífuolían hefur verið unnin úr ólíf- um í átta til tíu þúsund ár og jafn- an verið notuð til matargerðar, en einnig sem ljós- meti og til að nudda lík- amann. ^Franskur kart- öflu- og olífu- réttur Ólífu- og melónusalat I þetta salat þarf tvær teg- undir af melónum, 30 dökkar ólífur, 2 avókadó, fetaost, 100 g rjómaost, 1 salathaus, 1/2 dl olífuolíu, riflnn börk og safa úr ■*íímónu, nýmalaðan pipar, salt, 1 msk ristuð sesamfræ, gras- lauk og að síðust ferskt dill eða steinselju til skrauts. Notið parísarjárn til að stinga kúlur úr melónunum og lárperunum. Hrærið saman fetaostinn og rjómaostinn og mótið í kúlur, svipaðar að stærð og melónu- kúlurnar. Raðið salatinu á fat og síðan er kúlunum og ólífunum raðað á hvert sal- atblað. Olía, límónusafl, salt og pipar er hrist sam- an og hellt ró- lega yflr. í .^Jokin er sesam- fræjunum, límónuberkinum og söxuð- um kryddjurtum stráð yfir og salatið er tilbúið. Róbert Egilsson^ matreiðslumeistari á Sommelier: Saltfiskur með ólífuhjúp Lambalundir meö gráða- ostasósu Fyrir 6 1200 g lambalundir smjör til steikingar salt og pipar Gráðaostasósa 1 peli rjómi 3 dl kjötsoð (eða vatn og 1-2 ten- ingar) 100 g gráðaostur salt og pipar kjötkraftur sósujafnari Blandað salat 1 búnt lambhagasalat 1/4 haus jöklasalat 1/2 haus eikarlauf 6 stk. cherrytómatar 1/4 stk. agúrka Meðlæti 6 stórir tómatar 12-18 stk. kartöflur 50 g bráðið smjör Lagið sósuna. Brúnið lundimar í smjöri á pönnu. Setjið á ofhgrind og steikið síðan í 2-4 mínútur í 180° C heitum ofni. Skiptiö kjötinu á 6 heita diska og setjið 1 litla ausu af sósu ofan á hvem skammt. Berið fram með kartöflum, bökuð- um tómötum og salati. Gráðaostasósa Setjið soð, rjóma og gráðaost 1 pott og sjóðið þar til osturinn er uppleystur. Kryddið með ögn af salti og nýmöluðum svörtum pip- ar. Þykkið með sósujafnara, bragðbætið með kjötkrafti. Blandað salat Skolið salatið og rífið niður. Skerið tómatana í tvennt og agúrkuna i strimla. Blandið vel saman, bleytið í með ólífuolíu. Meðlæti Afhýðið kartöflurnar og steikið í olíu á pönnu, þannig að þær brúnist allan hringinn. Setjið á ofnskúffu og bakið í 30 mínútur við 180° C á blæstri eða 200° C án blásturs. Kryddið með salti og pip- ar. Skerið kross í hýðið á tómötun- um og dýfið í bráðið smjör (eða penslið), myljið svartan pipar yfir og bakið við 200° C í 10 mínútur. Næringargildi Ólífur eru næringarríkar en misfituauðugar. Fituinnihaldið getur rokkað frá 10 til 50%. Svartar ólífur innihalda fleiri hitaeiningar að jafnaði en þær grænu en fitusýrurnar í þeim fyrrnefndu eru fjölómett- aðar. Svartar ólífur innihalda nokkurt magn af a-vítamíni. Hér á ferðinni kartöfluréttur sem á uppruna sinn í Provence- héraði í Frakklandi og fer vel með bæði fisk- og kjúklinga- réttum. í réttinn þarf 2 msk olífuolíu, 8 grófsöxuð hvít- lauksrif, 200 g svartar olífur með kryddjurtum, 4 lárviðar- lauf, 1 kíló afhýddar og smátt skornar kartöflur, salt og pip- ar. Hitið olíuna í potti og setjið ^ólífur, hvítlauk og lárviðarlauf út í. Hrærið í og látið sjóða í 4 til 5 mínútur. Kartöflurnar fara því næst í pottinn ásamt pipar og salti og vatni. Setjið lok á pottinn og sjóðið í 20 mínútur eða þar til kartöflum- ar eru orðnar mjúkar. Berið réttinn fram strax. Ef ólífur með kryddjurtum eru ófáanlegar er ekkert mál að búa þær til. Það verður þó að gera með sólarhringsfyrir- ^vara. Setjið ólífurnar 1 gler- krukku með þéttu loki. Hellið óllfuolíu og bætið við 1 msk af herbes de Provence. Látið liggja í 24 stundir og hristið krukkuna reglulega. Olfuna má síðan nota sem salatsósu. bera fram með þessu djúp- steiktar kart- öfluskífur og hjúpur hálft franskbrauð 125 g svartar ólíf- ur, saxaðar 35 g fersk steinselja, söxuð 2 tsk. ferskt timian, saxað 2 tsk. ferskt basil, saxað 1 hvítlauksgeiri, saxaður 100 g smjör salt og pipar steikt græn- meti (t.d. gulrætur, sykurbaun- ir og dverg- mais). -ss 4 200 g vel útvatnaðir saltfiskbitar Kokkur á Sommelier Róbert EgHsson er kokkur á hinum rómaöa staö Sommelier. DV-MYND ÞÖK Basillegnir tómatar 4-5 stórir tómatar 2,5 dl jómfrúarólífuolía 4-6 blöð ferskt basil salt og pipar Tómatamir skomir i litla teninga og basilið saxað flnt. Ólífuolíunni hellt yfir og þetta kryddað með salti og pipar. Best er að láta blönduna standa í kæli um þrjá klukkutíma. Blandan er síðan hituð upp (en má ekki sjóða) og notuð sem sósa með fiskinum. Róbert Egilsson er matreiðslu- maður á veitingastaðnum Somme- lier við Hverfisgötu sem getið hefur sér gott orð fyrir að bera fram fyrsta flokks mat og vin. „Ég nota ólífur aðallega með fiski en þær eru líka mjög góðar í mauk með brauði, t.d. með sólþurrkuðum tómötum," seg- ir Róbert sem leggur hér til upp- skrift að saltfiski með ólífuhjúp og basillegnum tómötum en hann segist fyrst og fremst nota ólífumar með saltfiski. „Þær eiga rosalega vel við með salt- fiski." Ólifuhjúpinn segist hann þó einnig nota með öðrum hvít- um fiski, svo sem barra og þorski. Girnilegur saltfiskréttur Ólífuhjúpurinn er gómsætur meö saltfiskinum. Skorpan tekin af brauðinu og það sett í mat- vinnsluvél þar til það verður laust i sér. Ólífumar, steinseljan og timianið sett í skál ásamt brauðinu. Bræddu smjörinu hellt út á og þessu bland- að saman með skeið. Kryddað með salti og pipar. Mass- inn flattur út milli tveggja smjörpappírs- arka í u.þ.b. 5 mm þykka plötu og kælt í eina klukkustund. Saltfiskurinn er roð- flettur og lagður ofan á ólífuhjúpinn sem er skorinn til svo hann sé jafn- stór fiskstykkinu. Saltfiskurinn er síðan brúnaður í jómfrúarólífuolíu, komið fyrir í ofnskúffu og ólífuhjúp- urinn lagður ofan á. Bakað í 180" C í u.þ.b. 5 mínútur. 100 g af svörtum ólífum innihalda: Hitaeiningar 120 -170 Prótein 0.6 g Fita 16.9 g Kolvetni 5.7 g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.