Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 67
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
1>V
______
Tilvera
Jean Todt:
Bjargvættur
Ferrari
„í langan tíma höfum við þráð og
beðið um þessi úrslit. Nú mun líf
okkar breytast. Við höfum afrekað að
gera draum að veruleika með
draumaliðinu. Árið 1997 vorum við
aðeins 15 mínútur frá því að vinna
ökumannstitilinn.
Og árið 1998 áttum
við möguleika til
loka baráttunnar
og á síðasta ári,
1999, árið sem
Schumacher varð
fyrir alvarlegu
slysi á Silverstone,
unnum við titil
keppnisliða. Þetta
ár er metár. 170
stig, 10 sigrar, 10
ráspólar og báðir
heimsmeistaratitl-
amir. Ég vil fá að
þakka ykkur öllum
fyrir frábært starf
og segja hversu
stoltur ég er.“ Þetta
voru orð Jeans
Todts í þakkarhófi
sem hann hélt
keppnisdeild Ferr-
ari á miðvikudags-
kvöldið þar sem
hann bauð öllu því
starfsfólki sem í allt sumar hefur
unnið hörðum höndum að því að
færa keppnisliðinu samkeppnishæfa
keppnisbíla og aflmiklar vélar. Frá
upphafstímum Formúlu 1 hefur Ferr-
ari verið partur af kappakstrinum en
„litla“ Ferrari hefur ekki alltaf verið
það stórveldi í Formúlu 1 sem það er
í dag.
Verkefnið ærið
Maranello er lítill bær á Norður-
Ítalíu. Þar eru byggðir frægustu og
metnaðarfyllstu sportbílar heimsins.
Þar eru einnig hannaðir og smíðaðir
keppnisbílar keppnisliðs Ferrari í
Formúlu 1 og allt af íbúum bæjarins
Maranello. Þó eru allir stjómendur
liðsins erlendir. Ross Brawn tækni-
stjóri og Rory Byme hönnuður em
enskir en höfuð alls hersins kemur
frá Frakklandi og heitir Jean Todt.
Hann hefur verið keppnisstjóri Ferr-
ari-liðsins síðan á miðju tímabili 1993
en þá hafði liðið gengið í gegnum
langa og erfiða niðursveiflu og árang-
urinn lét heldur betur á sér standa. Á
áttunda áratugnum hafði Todt leitt
Peugeot til heimsmeistaratitils i
WRC Rally og fannst Luca
Montezemollo, forstjóra Ferrari,
hann vera rétti maðurinn til að
byggja upp sam-
keppnishæft
keppnislið og gera
Ferrari aftur að
stórveldi í For-
múlu 1, sama
hvað það kostaði.
Árangurinn
fór straxað
koma í l]ós
Todt, sem er 54
ára, er hálfgerður
huldumaður og
ekki er mikið vit-
að um persónu-
lega hagi hans.
Miklum tíma eyð-
ir hann á skrif-
stofu sinni og er
ávallt fyrstur til
vinnu og síðastur
til að kveðja.
Fljótt eftir komu
Todt’s til Ferraris
fór árangurinn að
koma i ljós. Hann réð til liðsins hæf-
ari mannskap til að hanna bílinn og
fyrsti sigur liðsins í fjögur ár varð að
veruleika árið 1994 er Gerhard
Berger, nú hjá BMW Williams, sigr-
aði á Hockenheim. Annar sigur kom
í kjölfarið árið 1995 og menn litu
bjartari augum á framtíðina en
stærsti bitinn í púsli Jeans Todt’s
var samt Michael Schumacher sem
kom til liðsins fyrir metupphæð. í
kjölfarið fylgdu þrír sögulegir sigrar
og ekki síst langþráður sigur á
Monza sem gaf hinum ítölsku Tifosi
byr undir báða vængi og Todt var á
grænni grein.
Lokatakmarkinu náð
„Ég hefði aldrei trúað því að þetta
yrði svona erfitt. Hér hjá Ferrari hef
ég lært þolimæði. í upphafi hefði ég
ekki trúað því að ég gæti leyst úr öll-
um þeim erfiðleikum sem við höfum
gengið í gegn um,“ segir Todt sem
hefúr bjargað heiðri Ferraris. Síðan
1997 hafa þeir barist til síðasta móts
á hveiju ári um titilinn og í Malasíu
Jean Todt er frægur fyrir herfræði sína í keppnum og hefur þess vegna oft
verið kallaður „litli Napóleon" af bæði samherjum og andstæðingum.
-ÓÓ-jó ímLjnÁaítoj'a ■zJxts.yfzjauL ízii'i
J inníjocjL <J\Z[ariLnói.±on
(fjódœi
[jóimijndix
có~TijE’ij'Licjötu. 105 - 2. fiæó
eSími 562 n66 - 862 6636
Gleðin leynir sér ekki hjá Jean Todt eftir 7 ára bið
um síðustu helgi small lokapúslið
saman og báðir titlamir voru loksins
í höfn hjá Ferrari. Markmiðinu var
náð og Jean Todt er strax farinn aö
huga að starfslokum. „Já, nú hef ég
náð takmarki mínu, eða í það
minnsta er þetta fullkomnun á verk-
efni mínu og þetta eru mjög ánægju-
legar stundir hjá mér,“ segir Todt.
„Ég kom til Ferrari til að gera þetta
(ná titlunum) og ég er ánægður."
Spennufallið og gleðin var augljós
hjá litla Frakkanum þegar hann fór
upp á verðlaunapallinn með
Schumacher í Japan. Það var fals-
laust. En vinnuálagið hefur verið
mikið og hann vill fara að slaka á.
„Það eru fleiri hlutir í lífi mínu en
kappakstur. Álagið sem fylgir þessu
starfi er ekki eitthvað sem ég vil lifá*1
við til langframa. Ég vil ekki vinna
svona mikiö það sem eftir er. Ég þarf
að huga vandlega að framtiðinni og
ég vildi gjaman setjast í helgan stein
fyrr en síðar.“
-ÓSG
BARREL sófi meö háu baki sem er afar þægilegur.
Klæddur mjúku anilínleðri. Fæst í fleiri litum. 3ja sæta
sófi L216 sm. 2ia sæta sófi L166 sm. Settið 3+2
■HjÉHdH
DOMINO sófi með pokafjöðrum í sæti, sem gera hann
einstaklega þægitegan. klæddur mjúku nautsleðri. Fæst i
fleiri titum. 3ja sæta sófi L220 sm .
2ja sætasófi L170 sm .
stótt m I H í T'll
HUSGAGNAHOLLIN
Bitdshöfða • 110 Reykjavík • simi 510 8000
• www.husgagnahottin.is
BERGAMO sófi með háu baki ktæddur mjúku
nautsteðri. 3ja sæta sófi L214 sm. 2ja sæta sófi
L160 sm. Settið 3+2+1 Ml I H I IIB
3+2 I
COMO sófi ktæddur hanskamjúku anitínleðri. Fæst i
fleiri titum. 3ja sæta sófi L206 sm. 2ja sæta sófi
L151 sm. Settið 1+2+1 pWÆIIKllB .
3+1+1 mz*wM H. 3+2 IMiClíwEliH
ALTEA sófi ktæddur mjúku nautsleðri og
með pokafjöðrum í sæti. Fæst í fteiri titum.
3ja L206 sæta sófi BHB.
2ja sæta sófi L166 sm. WiVJÆflB .
Er kominn timi til að skipta út sófasettinu? Komdu i
Húsgagnahöllina og líttu á glæsilegt úrval af vönduðum
leóursófasettum sem eru í senn notaleg og endingargóð.