Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Side 6
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Fréttir 3>V Metinnflutningur á erlendu vinnuafli og aukin þörf á næstu árum: Vantar tíu þúsund - eftir áratug miðað við gefnar forsendur, segir Ari Edwald Ari Edwald framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Miðað við meðaltalsfram- leiðniaukningu upp á eitt og hálft prósent á ári, þriggja prósenta árlegan hagvöxt og þá fjölgun á vinnumarkaði sem blasir við að þurfi hér innan- lands á næstu árum, þá hef ég slegið því fram að eftir áratug muni vanta hér inn á vinnumark- aðinn um tíu þúsund manns," seg- ir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir þó óvarlegt að treysta slíkum framreikningi sem heilögum tölum, því ýmislegt geti haft áhrif á niðurstöðuna og margt breyst á styttri tíma en tiu árum. Miðað við þessar gefnu forsendur muni hins vegar vanta þetta marga á vinnumarkaðinn nema framleiðni aukist þeim mun meira. „Hins vegar reiknuðu menn það út 1994 að atvinnuleysi yrði mjög mikið árið 2000 ef ekkert yrði að gert en niðurstaðan var allt önnur. Vinnumarkaðurinn hér er greini- lega mjög sveigjanlegur, sem sést t.d. af því að vinnuframboð hefur aukist um 15% síðastliðin þrjú ár.“ Ari segir að ef staðan á vinnu- markaði í dag eigi að haldast í jafnvægi og vera óbreytt til næstu ára megi hagvöxtur ekki vera meiri en 2% á ári. Hann segir að svo virðist sem aukning á vinnu- aflsþörf sé um hálft prósent miðað við hverja eins prósents aukningu í hagvexti. Stefnir í met á þessu ári Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gefin út samtals 2770 at- vinnuleyfi til útlendinga hér á landi og stefnir því í met á þessu ári og að búið verði að veita tals- vert á fjórða þúsund atvinnuleyfa í.ooo Frá hvaða ríkjum koma útlendingarnir? 900 - tímabundin atvinnuleyfi eftir ríkisfangi ! 800 993 700 600 500 400 300 200 100 701 % <b E (Q jt 'E (8 ra 00 ro '0Q a. C m 124 í ro 'S» '3 199 O E ro * 103120 'm ioi« 222 íl j ll - j 0) > e 2 ro '3 I O hm ro ro Töfl C 1 o '« t s c ‘■5 e o i 501 U 2035 æ34H !5 30H !5i736 ^ 0 j 36 fj 2 hm ro 3 tm ro hm ro £ '3 oe 94101 c 0) > 'O 35 hm ro 3 »- 211 74: ®* ■ab e 3 ro s ® 5 363 «1 3 7 7 13 16 28 7* - verslun, eða um 2.800, í iðnaði um 2.700 og i byggingariðnaði fjölgaði um 2.200 störf. Aðrar greinar þar sem fjölgun starfa er mikil eru ýmis þjónusta við atvinnuvegina þar sem eru 2.100 ársverk, þar af um 50% vegna hugbúnaðarfyrir- tækja. í greinum tengdum ferða- þjónustu fjölgaði um 1.400 ársverk. Fjölgun starfa hjá peningastofn- unum, í samgöngum og áliðnaði er I þensluna á hófuöborgarsvæðinu Fróðlegt er að skoða tölur um hvert það erlenda starfsfólk sem hingað kemur í atvinnuleit fer á landinu. Þar sést greinilega að þörfin er langmest á höfuðborgar- svæðinu. Flestir koma til starfa I Reykjavík. Árið 1997 voru ný og framlengd atvinnuleyfi til útlend- inga í Reykjavík samtals 318. Árið 1.400 1 1.200 U19 1.000 5 800 600 áfii 400 r 200 J 00 U> | % Ný tíma- Nýr 1271 Atvinnuleyfi veitt útlendingum - árin 1997-1999 933 >62 465 í i&ff 96 Sl I 5 1 U USP? u 26 Óbundin Atvinnu- Framlengd bundin leyfi vinnustaður tímabundin atvinnuieyfí rekstrarleyfi leyfi___________________________________________________________________ Námsmanna- Vistráðningar- leyfi leyfi Innlent fréttaljós ■Ht' Hörður Kristjánsson blaöamaöur áður en árið er úti. Til samanburð- ar voru þau allt árið í fyrra 3073, árið 1998 voru þau 2222 og árið 1997 voru veitt 1560 atvinnuleyfi til útlendinga. Mest fjölgun í verslun og iönaöi Hagvöxtur hefur verið um 4,5% á ári frá árinu 1996. Þessi vöxtur kemur greinilega fram á vinnu- markaði í formi aukinnar þenslu. Milli 1996 og 2000 fjölgaði störfum um 15.000. Mest fjölgaði störfum í um 500 störf í hverri grein. í land- búnaði og sjávarútvegi fækkaði störfum samanlagt um 1.800. I „nýja hagkerfinu" svokallaða, þ.e. í hátæknifyrirtækjum sem starfa í hugbúnaðargerð, líftækni og fjar- skiptum, fjölgaði störfum um 1.900 á tímabilinu. Of lítil framleiöni Ari Edwald segir að einn helsti málflutningur atvinnurekenda að undanfornu hafi verið að benda á að mikið skorti á að framleiðni á íslandi sé nógu mikil. „Það er margt sem bendir til að þróunin á því sviði sé ekki nógu hagstæð síðustu tvö árin. Það er svo sem við því að búast í svo mik- illi þenslu sem verið hefur. Það er m.a. vegna mikils þjálfunarkostn- aðar og starfsmannaveltan er því mikil í svona ástandi. Brýnast er núna að fyrirtækin taki til í sínum rekstri. Þegar launakostnaður er mikill og vextir háir hljóta menn að spá í spilin og skoða hvort ein- hverjir hlutar af þeirra umsvifum ættu að leggjast niður eða hvort hægt sé að leysa málin á hag- kvæmari hátt. Þetta ástand sem nú ríkir hlýtur að mynda pressu á fyr- irtækin að hagræða." Byggingarsvæði í Smáralind í Kópavogi Þar voru settar upp vinnubúðir meö miklum fjöldi íveruskála fyrir erlenda byggingaverkamenn. 1998 hafði þeim fjölgað í 595 og á síðasta ári voru þau komin í 983. Ejöldi atvinnuleyfa til útlendinga vegna starfa í Reykjavík hafði því meira en þrefaldast á þessum þrem árum. Fólksflótti brúaöur meö erlendu vinnuafli Þrátt fyrir að samdrátt- ur hafi ríkt í flestum at- vinnugreinum á lands- byggðinni hefur eftir- spurn í sumum sveitarfé- lögum aukist. Líklegasta skýringin á þessu er fækkun fólks á lands- byggðinni. Til að brúa bil- ið hefur verið sótt erlent starfsfólk, sem í sumum plássum er orðið verulega hátt hlutfall af íbúatöl- unni. Pólverjar mest áberandi Þegar skoðað er frá hvaða ríkjum útlending- arnir koma helst kemur í ljós að Pólverjar hafa al- gjöra sérstöðu. Á síðasta ári var í 993 tilvikum veitt leyfi til að ráða Pól- verja og í 834 tilvikum árið 1998. Heimild var veitt til að ráða Filippsey- inga í 211 tilvikum á síð- asta ári, Taílendinga í 211 tilvikum sömuleiðis og Bandaríkjamenn í 120 til- vikum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumála- stofnun bendir ekkert til að hlutfallið á þessu ári muni breytast. Því má fastlega gera ráð fyrir að yfir þúsund Pólverjar stundi vinnu hér á landi á þessu ári. Með samningi nú i vikunni á milli Sam- taka iðnaðarins og Mann- afls um milligöngu þess síðarnefhda á ráðningu erlends vinnuafls má búast við enn tíðari ráðningum Pólverja hingað til lands. Þá ýtir samningur Mann- afls við tvær pólskar vinnumiðlun- arskrifstofur trúlega enn undir að vinnuafl verði sótt þangað, enda rikir þar að meðaltali 14% at- vinnuleysi. Bara venjulegt fólk Þrátt fyrir að erlent vinnuafl sé orðið mjög áberandi á islenskum vinnumarkaði segist Ari Edwald ekki vita annað en reynslan af því sé almennt góð. „Mér finnst hins vegar örla dálitið á því að menn búi sér til nokkuð sérstaka mynd af ástandinu. Þama séu íslensk fyrirtæki að sækja sér erlent vinnuafl og komi með það hingað og beri nánast á því ábyrgð eins og foreldri á börnum sínum. Mér finnst að fólk einfaldi þetta of mik- ið, því erlenda vinnuaflið er ekkert annað en venjulegt fólk. Staðreyndin er sú að ísland er orðið hluti af stórum vinnumark- aði og hingað leitar fólk af ýmsum ástæðum. Það kemur t.d. sumt á vegum erlendra fyrirtækja sem hér starfa. Að grunni til held ég að ís- lensk fyrirtæki hafi sömu afstöðu til starfsfólks hvort heldur það er erlent, innlent, eða hver litarhátt- ur þess er. Ég held að þegar leysa þarf vinnutoppa á afmörkuðum sviðum i stuttan tíma sé æskilegra að leysa þau mál með innfluttu er- lendu vinnuafli frekar en að auka spennuna hér á markaönum." Hvert fóru útlendingarnir til starfa? 1997 1998 1999 Reykjavík 318 595 983 Hafnarfjörður 58 94 166 Kópavogur 48 55 134 Bolungarvík 85 36 48 ísafjör&ur 31 50 79 Garður 25 58 58 Reykjanesbær 26 49 58 Þorlákshöfn 7 48 66 Akureyrl 47 32 34 Neskaupstaður 30 43 38 Hnífsdalur 43 46 21 Þingeyri 30 48 30 Bíldudalur 36 49 17 Grindavík 11 25 61 Eskifjörður 19 25 48 Garðabær 15 30 47 Grundarfjór&ur 24 27 39 Helllssandur 20 24 45 Stykkishólmur 28 35 26 Sandgerði 6 13 66 Höfn 35 28 21 Þórshöfn 22 35 24 Tálknafjörður 41 6 31 Rateyri 24 34 18 Vestmannaeyjar 24 23 28 Akranes 27 29 16 Rúðlr 12 19 36 Patreksfjörður 13 26 27 Ólafsvík 4 18 21 Selfoss 9 14 15 Hveragerðl 6 9 16 Ólafsfjör&ur 14 11 6 Raufarhöfn 9 0 21 Stö&varfjörður 13 4 12 Brei&dalsvík 6 12 9 Djúpivogur 5 6 14 Sú&avík 2 8 5 Hrísey 4 0 0 Afirir 162 305 281 ________Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Þorði ekki? Það vakti undr- un aðstandenda Edduverðlauna að Ríkissjónvarpið sendi ekki inn neinn bitastæðan þátt sem framlag sitt á þessum vettvangi. Segja gárungar að að- eins einn þáttur hafi f raun komið til greina hjá RÚV í þessu skyni en það var „Þetta helst“, þáttur Hildar Helgu Sigurðardóttur sem naut gríðarlegra vinsælda. Sagt er að Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri muni hins vegar ekki hafa þorað að senda þáttinn inn af ótta við að hann fengi Edduverðlaunin eftir- sóttu. Það gat hann ekki hugsað sér eftir að hafa nýverið slegið af þenn- an vinsælasta þátt RÚV, sjónvarpsá- horfendum til mikillar furðu... Lík að láni Á milli Bolvík-1 inga og ísfirðinga hefur löngum ríkt j gamall hrepparíg- ur og era slags- málin á dansleikj- um frægt dæmi I um það, segir i einni af nýjum 101 vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartarsonar. Þegar Pétur Pétursson (nú læknir á Akureyri) var læknir í Víkinni vigðu Bolvíkingar nýjan kirkjugarð inni á Grundum því að garðurinn uppi á Hóli var orðinn fullur. Ólaf- ur Kristjánsson bæjarstjóri sagði í ræðu sem hann hélt skömmu síðar: „Bolvíkingar hafa lengi öfundað ís- firðinga vegna þess hve góða ná- granna þeir eiga en ísfirðingar öf- unda Bolvíkinga af góðri heilsu þeirra. Hér höfum við afburðagóðan lækni og heilbrigði er hér svo mik- ið að við urðum að fá lík frá ísafirði þegar við vígðum kirkjugarðinn..." Engan hávaöa, takk Einn þeirra sem era að fá sér nýtt þak yfir höfuðið á Selfossi er hátt- virtur landbúnað- arráðherra, Guðni [ Ágústsson. Ráð- herra valdi sér út- sýnisstað á bökk- um Ölfusár þar sem sést vel yfir héraðið. Nú hefur hins vegar komið babb í bát því ráð- herra er búinn að biðja um að gerð verði hljóðmön kringum húsið til að draga úr umferðarhávaða frá þjóð- veginum, auk þess að göngustíg sem liggur þarna hjá verði lokað. Gár- ungar telja þó að ráðherra láti ekki þar við sitja því næst fari hann fram á það viö hreppsnefnd Árborg- ar að brúin yfir Ölfusá verði færð svo umferðarþungi hætti að valda honum rúmruski... Afturgenginn ísleifsson Um fátt er nú rneira rætt manna á milli en Halldór Heimi ísleifsson, manninn sem poppaði upp eftir að hafa týnst í Texas fyrir 12 árum og var tal- inn af. Bíður fólk ’ í ofvæni eftir að heyra alla sólar- söguna um manninn sem reis upp frá dauðum líkt og Jesú forðum. Þá vilja margir fá uppskriftina að því hvernig hægt er að losna við skatt- greiðslur og fleiri leiðindi í meira en áratug - og komast upp með það. Hefur þetta líka orðið hagyrð- ingum Sandkoms að yrkisefni. Upprisuna eina og sér ekki lengur rengi. En víst hún vafðist fyrir mér voðalega lengi. Trauðla er hann tregur að slíta trúnni sem var okkar von. En nú mega allir líta aftiu-genginn isleifsson. HV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.