Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Side 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 E>V ■ Útgáfufélag: Frjáls fjölmi&lun hf. Stjornarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, síml: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- giaids. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Versnandi veðurspá Vísindasamfélagið í heiminum er orðið nokkurn veg- inn sammála um, að jörðin sé að hitna af mannavöldum og að afleiðingarnar verði illviðráðanlegri en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram í þúsund blaðsíðna milliríkjaskýrslu Alþjóðlegu veðurstofunnar. Mikill íjöldi vísindamanna hefur lagt efni til skýrsl- unnar, sem verður lögð fram á alþjóðlegum fundi i Haag siðar í þessum mánuði, framhaldsfundi hinnar frægu Kyoto-ráðstefnu árið 1997. Vísindaleg andmæli við hinar svartsýnu niðurstöður eru orðin hverfandi. Þetta er þveröfugt við það, sem Bjorn Lomborg telur í bók sinni: „Hið sanna ástand heimsins“, sem hefur verið gefin út af hagsmunaðilum mengunar í nokkrum lönd- um, þar á meðal íslandi. Hann taldi Kyoto-samkomulagið hafa gengið of langt í dýrkeyptum gagnaðgerðum. Með hliðsjón af nýjum gögnum, sem hafa bætzt við á allra síðustu árum, hafa loftsslagsfræðingar komizt að raun um, að ástandið hafi stórversnað síðan málin voru skoðuð árin 1990 og 1995 og að breytingarnar stafi af mannavöldum, en séu ekki eðlilegar sveiflur. Skýrslan gerir ráð fyrir, að tímamót hafi orðið á þessu sviði um 1980. Fram að þeim tíma hafi verið hægt að lita á hækkun hitastigs sem sveiflu í tiðarfari, en siðan hafi ferlið verið með þeim hætti, að maðurinn einn hafi getað verið orsakavaldur og geti einn lagað stöðuna aftur. Vandamálið felst mest í óbeinum áhrifum hækkunar hitastigs, einkum þeim, að sjór er farinn að ganga á land og mun stefna byggðum við sjávarsíðuna í hættu. Enn- fremur mun breytingin færa til fiskistofna, þannig að þorskur flytur sig frá íslandi norðar í höf. Reiknað er með, að stormar og flóð verði tíðari en áð- ur, svo sem menn hafa þegar tekið eftir. Þetta er einkum alvarlegt fyrir stormasvæði eins og ísland. Þannig má bú- ast við margvíslegum vandræðum á íslandi, þótt hækkun hitastigs ein út af fyrir sig geti verið notaleg. Því er nú slegið föstu, að hækkun hitastigs stafi af los- un lofttegunda af völdum mannsins, einkum brennslu á kolum og olium, en einnig af ýmiss konar stóriðju, svo sem áliðnaði. Þvi er Kyoto-fundurinn ekki lengur talinn hafa gengið of langt, heldur fremur of skammt. Frá siðustu ísöld hefur hitinn á jörðinni ekki hækkað um meira en 5 stig alls á Celcius. Skýrslan fyrir Haag- fundinum gerir ráð fyrir, að á nýrri öld muni hitinn geta hækkað um 6 stig á Celcius. Þá verður enginn Vatnajök- ull lengur til að gefa orku í Kárahnjúkavirkjun. Ástæða er að vekja athygli á, að málið er ekki lengur þess eðlis, að hægt sé að afgreiða það út af borðinu sem enn eina heimsendaspána. Vísindasamfélagið er i stórum dráttum sammála um stöðuna og mun beita ríki heims- ins miklum þrýstingi til samræmdra gagnaðgerða. Skýrslan og fundurinn í Haag munu leiða til aukinna krafna um, að ríki heimsins staðfesti skömmtunarkerfi loftmengunar, sem samþykkt var í Kyoto og fari að leggja drög að enn harðari mengunarskömmtun, sem miðist við nýjustu niðurstöður vísindalegra rannsókna. Þetta ferli mun minnka svigrúm ósvífinna stjórnmála- manna til að komast undan Kyoto-reglunum og búa til sjónhverfingar til að verja álver á Reyðarfirði. Stækkun Norðuráls ein út af fyrir sig fer langt út fyrir þá mengun- aramma, sem okkur voru settir í Kyoto árið 1997. Núverandi stefna stórvirkjana og stóriðju á íslandi verður vafalaust endurskoðuð, þegar menn átta sig á, að þeir hafa ekki fritt spil, þegar hætta steðjar að. Jónas Kristjánsson Fífl í forsetastól? Það er merkilegt þegar helstu stór- blöðum vestanhafs er flett núna nokkrum dögum fyrir forsetakosning- amar í Bandaríkjunum, hvert álit flestra greina- og dálkahöfunda á öðr- um forsetaframbjóðendanna virðist vera. Þótt George W. Bush sé talinn heldur sigurstranglegri en A1 Gore, þá er samt ekki annað að sjá en að það sé viðtekin skoðun að maðurinn sé ekk- ert annað en fífl, svo ekki sé nú kveð- ið sterkar að orði. Svo eindregin og almenn fordæm- ing á manni sem hæglega gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna og þar með valdamesti maður í heiminum hlýtur að vera einsdæmi. Hvernig get- ur það gengið að þessi mikla lýðræð- isþjóð, Bandaríkjamenn, séu í þann veginn að kjósa flfl til forseta næstu fjögur ár? Væri það ekki einhvers konar afskræming á lýðræðinu, sönn- un þess hve brotakennt það stjórnar- form er? Mismæli og öfugmæli Bush hefur misstigið sig víða, en þó líklega hvergi jafn hrapallega og í notkun móðurmálsins. Hann hefur einstakt lag ekki bara á mismælum heldur líka á því að setja saman setn- ingar sem eru í besta falli merkingar- lausar. Hvað ætli menn mundu segja um það hér á landi ef sitjandi ráðherr- ar fullyrtu til dæmis að „stöðugt meira af innflutningi landsmanna komi frá útlöndum“ eða að „vænting- ar séu komnar fram úr því sem vænst er“ eða létu út úr sér setningu á borð við „að segjast ætla að gera eitthvað og gera það svo ekki það er að vera traustsins verður". Allt þetta og margt fleira hefur komið út úr for- setaframbjóðandanum án þess að fólk hafi kippt sér svo mjög upp við það. Eins og sálfræðingurinn og málvís- indamaðurinn Steven Pinker bendir á í nýlegri grein í New York Times þá er það nú svo að þrátt fyrir klaufalegt orðalag átti fólk sig nú oftast á því hvað Bush sé að fara og það sé látið duga. Flestir geti skilið að í því anna- sama fyrirtæki sem kosningabarátta í Bandaríkjunum er geti manni vafíst tunga um tönn og ekki sé hægt að ætl- ast til að allt komi út úr mönnum í slípuðum frösum. En skiptir meðferð tungumálsins þá ekki máli í meðferð valds, að ekki sé talað um önnur eins völd og þau sem forseti Bandaríkjanna hefur heima fyrir sem erlendis? Pinker bendir á að maður sem þarf að reiða sig á velvilja áheyrenda sinna til að það skiljist sem hann segir sé nú kannski ekki heppilegasti maður í for- setaembættið. En á hinn bógirrn má líka hugsa sér að maður sem hefur af- burðavald á tungunni og beitir hár- togunum um merkingu orða jafn mis- kunnarlaust I eigin þágu og Bill Clin- What me worry? er viökvæöiö hjá aöalhetju myndablaösins MAD. Banda- ríska vikublaöiö The Nation gerir sér mat úr því þema á forsíöu sinni þessa vlku. ton hefur gert í hneykslismálum sín- um kunni að vera dæmi um hinar öfgarnar og síst skárri. Er Clinton fyrirmynd Bush? Það er raunar ýmislegt fleira en málglöp sem andstæðingum Bush stendur ógn af. Eitt er hin ótrúlega fá- fræði um menn og málefni sem hann gerir sig hvað eftir annað beran að, annað tengsl hans við stórfyrirtæki og vægast sagt óljós málflutningur um flest stórmál dagsins, allt frá fóstur- eyðingum til ástandsins í Miðaustur- löndum. Jón Ólafsson heimspekingur En hvað er það þá sem almenning- ur sér við hann? Hvers vegna eru svo margir tilbúnir til að taka hann fram yfir Gore jafnvel þó að menn viður- kenni yfirburði Gores í flestu sem lýt- ur að málflutningi? Það er erfitt að benda á eitthvað eitt, en kannski tengsl Bandarikja- manna við forseta sinn séu ein skýr- ingin í málinu. Það er að sumu leyti eins og fólk sé að gera það upp við sig hvern það geti elskað heitar fremur en hvor frambjóðendanna hafi meira til síns máls. Það er oft sagt að fólk telji Bill Clinton góðan forseta og mundi jafnvel vilja kjósa hann eina ferðina enn, jafnvel þó að það hafi mestu skömm á hvernig Clinton hefur komið fram í einkalífi sínu. En þetta er ekki öll sagan: Vinsældir Clintons byggjast ekki síst á því hve sterkt hann höfðar til fólks og hve auðvelt mönnum reynist að fyrirgefa honum brestina. Kannski lykillinn að velgengni Bush sé einmitt að hann höfðar til fólks á svipaðan hátt. í samanburði við keppinaut sinn er hann mjúkur og þægilegur, jafnvel hógvær og lítillát- ur. Auðvitað hefur hann bresti, en það er hægt að fyrirgefa þá, ekki síst nú þegar fólk er farið að venjast hug- myndinni um að forsetinn sé breysk- ur og brotakenndur. Kannski Bush sé að þessu leyti miklu líkari Clinton heldur en Gore þó að svo eigi að heita að Gore sé arftaki Clintons. Gallarnir eru að vísu dálítið aðrir, en þannig að það má horfa fram hjá þeim. Lýðræði í hættu? Líklega er fulllangt gengið að telja að lýðræðinu sjálfu sé hætta búin ef menn eins og Bush eru gjaldgengir í forsetastól í Bandaríkjunum. En það hlýtur samt að vera áhyggjuefni fyrir afganginn af heimsbyggðinni á hvaða forsendum menn komast til æðstu metoröa þar í landi. Fólk furðar sig á hinni hræsnisfullu fullkomnunar- kröfu sem Bandaríkjamenn hafa hneigst til að gera til frambjóðenda, einkum forsetaframbjóðenda. En á sama hátt er erfitt að skilja hvað þeir eru tilbúnir til að fyrirgefa þegar á reynir. Það væri vissulega skemmti- legt ef í ljós kæmi að menn geti fyrir- gefið Bush heimsku, fáfræði og málglöp en höfnuðu honum syo fyrir að hafa keyrt fullur fyrir 25 árum. Þessar kosningar eru um þœr góðu stundir sem við höfum átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.