Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Flokka fólk ekki eftir kynhneigð Sigursteinn Másson 1 Speglinum: - líklega hættur í fréttamennsku Sigursteinn Másson er þekktur fréttamaöur og höfundur heimiidarkvikmynda. Hann hefur ekki síöur vakiö athygli sem talsmaður samtaka á borö viö Geöhjálp sem hann hefur helgað krafta sína aö undanförnu. Á visir.is hóf nýlega göngu sína nýr vefur undir nafninu Spegillinn. Fastur liður þar í viku hverri er við- tal sem er þannig byggt upp að not- endur senda viðmælandanum spurn- ingar sínar og þannig verður viðtalið til á nokkuð sérstæðan hátt. í síðustu viku varð til slíkt Spegil- viðtal við Sigurstein Másson, frétta- mann og höfund heimildarmynda, og er fróðlegt að sjá hvað lesendur vis- ir.is fýsir að vita um hann og lífsvið- horf hans. Hvers vegna geðvernd? Hvernig kom það til að þú fórst að starfa við geðvernd? „Ég kynntist fyrir tæpum tveimur árum skemmtilega biluðum manni sem hafði merkilegar hugmyndir um nýjar áherslur í geðheilbrigðismál- um. Saman þróuðum við ýmsar hug- myndir og í október í fyrra stofnuð- um við sjálfshjálparhóp fólks með geðhvörf. Á síðasta aðalfundi Geð- hjálpar hiaut ég mjög góða kosningu inn í stjórn Geðhjálpar og er orðinn þar varaformaður og þessi vinur minn, sem heitir Héðinn Unnsteins- son, er verkefnisstjóri Geðræktar- innar, stærsta geðheilbrigðisverkefn- is sem ráðist hefur verið i. Geðræktin er einstakt verkefni á alþjóðavísu, þar sem landlæknir og Landspítali taka höndum saman við grasrótarsamtök eins og Geðhjálp um vitundarvakningu, fræðslu og forvarnir." Engir fordómar! Hvernig viðmóti fmnst þér þú hafa mætt eftir að þú sagðir frá eigin geð- heilbrigðisvandamálum? „Ég hef sjálfur ekki fundið fyrir neinum fordómum, enda held ég að störf mín í fjölmiölum hafi eitthvað um það að segja. Ég hef verið svo heppinn að störf mín hafa verið sýni- leg og að sjúkdómur minn hefur aldrei bitnað á vinnunni. Ég held líka að lykillinn að því að samfélag- ið taki mann í sátt sé að maður sé heiðarlegur og hreinskilinn um það sem fólk hefur áhuga á, hvort sem það er samkynhneigðin eða geð- hvörfin." Öryggisleysi varb að hræðslu Hvenær og hvemig fannst þú fyrst fyrir einkennum þinnar geðveiki? „Það var í október 1996. Ég var þá að vinna að þáttunum um Geirfinns- og Guðmundarmálin og tók mjög nærri mér það hörmungarmál. Ég hafði selt þættina til sýninga á RÚV og var rekinn af Stöð tvö eftir sjö ára starf hjá íslenska útvarpsfélaginu. Um sama leyti fór í gang atburðarás sem ég hef hugsað mér að kryfja sið- ar. Samanlagt olli þetta algjöru ör- yggisleysi hjá mér sem þróaðist í sjúklega hræðslu. Þannig var ég fyrst greindur með geðhvörf en ég sætti mig engan veginn við það í byrjun." Telur þú að álagið sem á þér hvíldi þegar þú veiktist sé orsökin fyrir veikindunum eða að það eitt hafi valdið því að veikindin hafi skotið upp koÚinum, e.t.v. fyrr en annars? „Þetta get ég aldrei vitað með vissu. Það sem er klárt er að geðsjúk- dómar, geðhvörf og aðrir sjúkdómar skjóta upp koUinum vegna erfða og umhverfis. Geðlæknirinn minn telur mjög ólíklegt að ég hefði nokkru sinni veikst ef ég hefði sleppt Geir- finns- og Guðmundarmálinu. Það þýðir samt ekkert að velta sér of mikið upp úr þessu. Þeir hjá ís- lenskri erfðagreiningu telja sig geta fundið genin sem valda geðklofa og væntanlega geöhvörfum líka. Það vekur óttablandnar tilfmningar hjá mér því ég sjálfur heföi alls ekki vúj- að missa af þeirri reynslu að verða geðveikur. Ég tel þá reynslu hafa þroskað mig mikið. En það skiptir mig meira máli að halda sjúkdómn- um í skefjum með lyfjum og hollu líf- emi þannig að ef uppgötvanir vís- indamanna einskorðast við að finna betri lyf og meðferðarúrræði, en ekki að krukka i gen, þá verð ég fremstur í klappliðinu þeirra." Geðvelkt er jákvætt og nei- kvætt Hvemig er staðið að bömum sem eiga foreldra er eiga við geðræn vandkvæöi að stríða? Eiga þau ekki á hættu að lenda í einelti eða öörum slíkum erfiöleikum sökum heimilis- aðstæðna ef foreldri er mikið veikt? „Eins og allir vita geta böm verið sérstaklega grimm, án þess aö gera sér neina grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Eitt af okkar verkefn- um í upphafi nýrrar aldar er að fræða böm í grunnskóla um geðsjúk- dóma og geðheilbrigði og verður Geðræktin með sérstakt átak í sam- bandi við það. Orðið geðveikt er bæði jákvætt og neikvætt í hugum krakkanna. Geðveik föt og bíómynd- ir er eitthvað mjög flott en geðveikt fólk síður. Okkar markmið er að koma jákvæðri, fordómalausri um- ræðu inn í alla skóla, stofnanir og vinnustaði sem bætir geð lands- manna til lengri tíma.“ 18-23 milljarðar Nú hefur mikil vitundarvakning um geðheilsu manna átt sér stað og mætir menn staðið á bak við barátt- una. Fáið þið nægilegt fjármagn til þessa máls frá hinu opinbera? eða mætti hugsa betur um þann flokk sem svo margir fylla og líða fyrir. „Það hefur verið áætlaö að geð- raskanir kosti samfélagið 18 til 23 milljarða króna á ári í töpuðum vinnustundum, meðferð og lyfjum. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir. Spurningin er góð og gild því öfugt við öll nágrannalöndin kosta einka- aðilar 85% af geðræktinni sem m.a. er ætlaö að lækka þennan þjóöfélags- lega kostnað verulega með almennri vitundarvakningu. Annars staðar í Evrópu eru kostnaðarhlutfollin alveg á hinn veginn. Við erum glöð og þakklát fyrir þátt einkaaðila í átak- inu en finnst ekkert eðlilegra en að hið opinbera komi mun ákveðnar að málinu. Geðraskanir eru eitt alvar- legasta og útbreiddasta heilsufars- vandamál þjóðarinnar og það er kominn tími til að við horfumst í augu við það af fullri alvöru." Ertu hættur? Ertu nokkuð hættur að vinna við fréttamennskuna og hvað er þaö eftirminnilegasta sem þú hefur lent í sem fréttamaður? „Ég held að það eftirminnilegasta hafi verið að starfa i Kosovo 1998. Við komum þangað skömmu eftir að fjöldamorð serbnesku öryggis- sveitanna hófust og það var mikill ótti og spenna sem lá i loftinu. Við fórum i þorpið Prekaz sem var ekk- ert nema rústir einar eftir stór- skotaliðsárás Serba. Af um hundrað og fimmtiu íbúum höfðu hundrað verið drepnir. Þegar við höfðum uppi á albanskri fjölskyldu sem komst lífs af úr hörmungimum og ég fór að kynnast þeim breytti það lífi mínu og því hvemig ég lít á hlutina. Það var líka eftirminnilegt að upplifa valdarán í Guatemala 1993 en af innlendum atburðum hef- ur vinnan við þættina um Geir- finns- og Guðmundarmálið haft mest áhrif á mig. Ég hef starfað og numið frétta- mennsku í þrettán ár eða frá þvi ég var tvítugur. Eitt hef ég lært að allt hefur sinn tíma í lífinu. Líklega er ég hættur fréttamennsku en heim- ildaþáttagerð á enn stóran hlut í mér. Ég held að ég hafi verið góður fréttamaður en betri dagskrárgerð- armaður. Það svið finnst mér mjög spennandi og margt ógert þar á ís- landi.“ Fordómar báðum megin Hvort þótti þér erfiðara að koma fram sem samkynhneigður karlmaður eða að ræða opinskátt um geðræn vandkvæði þín? Hvar eru fordómamir sterkari? „Fordómamir eru báðum megin. Þegar ég var að átta mig á samkyn- hneigð minni fyrir tíu árum vissi ég um þrjá homma í Reykjavík og fannst þeir skrýtnir. Ég hugsaði oft um að ég væri betur kominn dauður en í þeirra hópi. Námstíminn minn i París, þegar ég var 25/26 ára, varð mér hugljómun og styrkur til að standa uppréttur eins og ég er í þessu samfélagi. Fordómam- ir hafa á þessum örfáu árum minnkað mjög á íslandi. Ég mundi segja að það væri á margan hátt erfiðara að bera geðsjúkdóm á bakinu á íslandi en sam- kynhneigð í dag. Vandinn er að fólk veit svo lítið um geðsjúkdóma. Það gerir sér enga grein fyrir því að lækn- irinn, lögfræðingurinn, stelpan í sjoppunni og þingmaðurinn sem bros- ir alltaf í sjónvarpinu era öll með geð- sjúkdóma. Það eru meira en 50.000 manns á íslandi sem berjast við geð- raskanir en vegna eigin fordóma og annarra eru flestir í felum. Hommam- ir era komnir út úr skápnum á íslandi en fólkið með geðsjúkdómana er lengst inni í þeim.“ „Gay-senan" í Reykjavík Starfar þú með samtökum samkyn- hneigðra? Og hvemig er þeim háttað? „Ég hef verið félagi í Samtökunum 78 en ekkert starfað innan þeirra. Samtökin 78, sem era samtök homma og lesbía, era með aðsetur á Laugavegi 3 og era með opið hús frá klukkan 20.00 mánudaga og fimmtudaga. Þama er mjög fínt bókasafn og myndbands- leiga og snyrtilegur kaffibar. Ég fer þangað stundum til að fá lánaða bók, myndband eða í kaffi og kíki þá hverj- ir era á staðnum. Þama er á fimmtu- dagskvöldum alls konar fólk, stelpur og strákar á ýmsum aldri og oft mjög skemmtilegt andrúmsloft. Eftir að Spotlight og nú Mannsbar komu til sögunnar er „gay“-senan um helgar i Reykjavík að verða nokkuð góð.“ Lopapeysan best Umgengst þú samkynhneigða meira en gagnkynhneigða? Segðu mér - finnst þér mikill munur vera á fólki eftir því hvemig kynhneigð þess er? Þegar fólk er nýkomið úr skápnum leggur það sig þá ekki fram um að um- gangast sina líka? „Ég flokka fólk ekki eftir kynhneigð heldur eftir því hvort mér finnst gott að umgangast það eða ekki. Ég um- gengst gagnkynhneigða miklu meira en samkynhneigða einfaldlega af því að gagnkynhneigðir era í miklum meirihluta. Það er hins vegar rétt að eftir að maður gerir sér grein fyrir því að maður er samkynhneigður þá er það manni nauðsynlegt að eiga sam- neyti við fólk sem deilir svipuðum til- fmningum. Þess vegna fmnst mér gott af og til að sækja staði sem era fyrir samkynhneigða hér heima og erlend- is.“ Þú ert alltaf svo fjári töff í tauinu - hvar kaupirðu helst föt? „Ég er alls konar í tauinu og eyði ekki miklum tíma í að hugsa um það. Ég kaupi mjög sjaldan föt en þá sjald- an ég geri það nota ég tækifærið í út- löndum. Hér heima hef ég verslað í Sand, GK og hjá Sævari en í veðri eins og er núna kemur þykka lopapeysan hennar mömmu sér best.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.