Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 I>V Tilvera I'i'T'H'lj.H'IM'J— Skíðáferðir: Straumurinn liggur til Italíu Maoli-þjóöflokkurinn Ferð á framandi slóöir er reynsla sem fólk býr alltaf aö. - mörg frábær skíðasvæði fyrir byrjendur í boði Kínaklúbbur Unnar: Mikil - ferð í vor Kínaklúbbur Unnar fer í vor í 16. Kínaferð sína. Ferðir Unnar til Kína eru löngu kunnar og eru þeir íslend- ingar sem ferðast hafa með henni þangað orðnir allmargir. Ferðin sem farin verður í vor er þriggja vikna löng og er bæði skemmti- og fróðleiksferð. Ferðast verður vítt og breitt um hið víð- feðma og fjölmenna land og stefnt að því að ferðalangar kynnist bæði landi og þjóð. Þetta er yfirgripsmesta ferðin sem Kínaklúbburinn hefur farið. Farið verður á gerólík svæði á sviði gróðurs, landslags, siða, menningar, híbýla og mataræðis. Farið verður til Beijing, Shanghæ, Xian og Yunn- an-héraðs sem er nýjung í ferðum Kinaklúbbsins. Að sjálfsögðu verð- ur komið að hinum mikla Kinamúr í ferðinni. Lagt verður af stað til Stokk- hólms þann 15. maí og flogið beint þaðan til Peking. Ferðin stendur 22 daga og eru í henni 6 innanlands- flug í Kína. Heim verður svo flogið um Kaupmannahöfn þann 5. júní. ^ Aukaferð til Taílands Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- ^ Landsýn boðar til Taílandsferða eftir áramótin. Þegar er uppselt í fyrirhug- aðar tvær ferðir og hefur ferðaskrif- stofan því ákveðið að efha til þriðju ferðarinnar. Flogið er til Bangkok og þaðan haldið til borgarinnar Pattaya þar sem farþegar dvelja á meðan á ferðinni stendur. Á Pattaya er að finna flölskrúðugt strandlíf; hægt að stunda afþreyingu á borð við siglingar, sjó- skíði, fallhlífarsiglingu og margt fleira. Að venju verður boðið upp á fjölbreytt- ar skoðunarferðir - m.a. til Kwai-fljóts- ins, Bangkok, á Coraleyju og í fllareið- túr, svo eitthvað sé nefnt. Ferðin hefst þann 28. febrúar og lýkur 18. eða 25. mars. Fararstjóri í öllum ferðunum verður Kjartan L. Pálsson. Nú þegar vetur er genginn í garð er kominn tími til að huga að þeim skíða- ferðum sem ferðaskrifstofumar bjóða upp á næstu mánuðina. Samvinnuferð- ir-Landsýn bjóða upp á beint flug til Verona á Ítalíu en Orval-Útsýn er með áfangastaði í Austurríki, Ítalíu og Bandaríkjunum. Flugleiðir bjóða einnig upp á ferðir, í samvinnu við SAS, til nokkurra staða í Evrópu að þessu sinni. Verð á vikuferð miðað við tvo í herbergi er á bilinu 70.000-95.000 krónur og samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofunum liggur straumur- inn til Ítalíu í ár. Madonna di Campiglio á Ítalíu Samvinnuferðir og Úrval-Útsýn bjóða upp á ferðir til Madonna di Campiglio, sem er mjög vinsæfl skíða- staður í ítölsku ölpunum. Madonna di Campiglio er í um 1500 metra hæð og er umkringdur fjöllum. Frá miðbæn- um má taka lyftu upp í 2500 metra hæð og bruna til nærliggjandi bæja eins og Marilleya og Folgarida. Brekkumar eru miserflðar en allir ættu að geta fundið leiðir við sitt hæfi. Þar er líka að finna góðar göngubrautir fyrir þá sem vilja fara á gönguskíði. Upplagt er að fara í ferð með Groste-kláfmum og virða fyrir sér útsýnið yfir Adamello- fjallgaröinn og Presanelia-jökulinn, en við rætur hans eru sögufrægir dalir eins og Non, Sole og Rendene. í miðbænum er að finna skemmti- legar gjafavöruverslanir sem bjóða upp á handverk og tískuvöruverslanir Austurrísk fjallakofastemning Alpamir em alltaf jafn heillandi og þeir sem einu sinni hafa komið þang- að vilja fara aftur og aftur. Úrval-Útsýn býður upp á fimm áfangastaði fyrir þá skíðaáhugamenn sem kjósa að fara til Austurrikis. St. Anton, sem liggur í miðju Arlberg, þykir með betri skíða- svæðum í Alpafjöllunum, með mörg- um bröttum og krefjandi brekkum. í St. Anton er einnig að fmna iðandi götulíf, skemmtilegar íþróttavömversl- anir og góð veitingahús. Lech er frá- bær skíðastaður en ekki síður þekktur fyrir „Aprébari" og búðir sem bjóða upp á ís og kampavín. Saalbach-Hinterglemm era tveir litl- ir bæir í failegum dalbotni. Svæðið þykir frábært fyrir byrjendur. Þeir sem era óvanir á skíðum ættu að finna eitthvað við sitt hæfl í Wagrain eða Kirchberg, en þar er að finna góða skíðaskóla. Aspen gamall silfurnámubær Skíðasvæðin í Aspen era ekki bara fyrir hina ríku og frægu. Þar er einnig ljöldi hótela, veitingahúsa og verslana með verð sem hæflr meðalmanninum. Skiðasvæðin era i fjórum íjöllum og hvert og eitt hefur upp á að bjóða brekk- ur fyrir fólk með mismunandi getu. Byrjendur ættu að prófa sig áfram á Buttermik, þar sem boðið er upp á skíðakennslu, en þeir sem reyndari era ætti að prófa brekkurnar í Aspen Mountain. Góða skemmtun. Kip A skíöum skemmti ég mér Skíöabrekkurnar á Ítalíu eru miserfiðar en allir ættu að geta fundiö leiöir viö sitt hæfi sem bjóða upp á það nýjasta i ítölskum fatnaði. Á kvöldin má svo velja á milli fjölda veitingastaða, kaffihúsa, leik- húsa og diskóteka. Dólómítafjöllin Þeir sem hafa áhuga á að prófa heimsbikarbrautina í St. Christina ættu að skella sér til Selva, sem er i hinu fallega Val Gardena-héraði í Dólómítafjöllunum. í Selva er að finna blöndu af ítalskri matargerðarlist og austurrískum dugnaði. í Dólómítafjöll- unum er einnig að finna litla bæi eins og Cavalese, Castello og Tesero, sem eru á leiðinni upp að Pampeago-skíða- svæðinu, sem stendur í 1757 m hæð. Við Cavalese er hið þekkta Alpe Cerm- is-skíðasvæði, sem nær upp í 2200 m. Gore eða Bush: Hvor fær líkamann? Bandarísku forsetakosningámar snúast ekki bara um það hvort það verði A1 Gore eða George Bush sem flytji inn í Hvíta húsið. í Madame Tussaud’s vaxmyndasafninu í London er nú unnið hörðum höndum að því að klára vaxmyndir af forsetaframbjóð- endunum tveimur fyrir þriðjudaginn. Tveir myndhöggvarar hafa unnið að því að búa til sitt hvort höfuðið síðustu tvo mánuðina en í næstu viku fær að- eins annar þeirra að klára sitt verk. Það var myndhöggvarinn Paul Bain- bridge sem fékk það verkefni að móta eftirmynd Gore í vax og ef Gore vinnur fær Bainbridge að kiára verkið, annars fer það í raslið. Hann vonar þvi að það verði Gore sem sigri í kosningunum, svo hann fái líka að gera líkamann. Það tekur um tíu vikur að móta for- setahöfuð í leir, það er síðan sett í mót og vaxinu hellt yfir. Eftir það verður til vaxmyndahöfuð sem fest er á líkama úr trefjagleri. Að því loknu taka sér- fræðingar við sem búa til augu og tenn- ur og móta háriö, og síðast en ekki síst, mála það. Þá þarf bara að frnna réttu fótin og síðan er vaxmyndastyttan til- búin til sýningar á safninu. Skiptar skoöanir era hjá safngestum hvort þeir vilja sjá styttu af Gore eða Bush á safn- inu en þeir verða bara að bíða fram á þriðjudag. Skemmtisiglingar Straumeyjar á Skagafirði reyndust vinsælar Tólf hundruð sigldu gullna þríhyrninginn DV, SAUDARKROKI: Ómar Unason, sem hefur stundað skemmtisiglingar um Skagafjörð í sumar, telur að þetta fyrsta sumar hafi þegar sýnt að mjög góður grundvöllur er fyrir þessari starf- semi. Frá miðjum júlí hafa verið famar 42 ferðir og farþegafjöldinn liðlega 1200 manns. Þá sér Ómar fram á að tíminn sem sótt er í þess- ar siglingar er lengri en hann ætl- aði. Þannig liggja fyrir pantanir í tvær ferðir í þessum mánuði. í vor var keypt til Skagafjarðar hraðskreitt skip til skemmtisiglinga sem tekur 62 farþega. Aðaleigendur skipsins eru Ómar Unason og Sig- urður Friðriksson á Bakkaflöt en um kaupin var stofnað hlutafélagið Eyjaskip. Siglingarnar um Skaga- fjörð í sumar voru aðallega í svokölluðum „gullna þríhyrningi". Siglt var umhverfis Drangey og norður fyrir Málmey og Þórðar- höfða. Ekki fer hjá því að mjög góð veðr- átta í sumar hjálpaði til með góða nýtingu á stuttum útgerðartíma Straumeyjar en það nafn fékk Siglingar um Skagafjorö eru vinsælar Skemmtiskipiö Straumey flutti í kringum tólf hundruö feröamenn sl. sumar. skemmtiferðaskipið. „Það liggur við að við höfum farið á sjó á hverjum degi. Félagið stendur ágætlega eftir þennan tíma en samt er eftir að vinna í hlutafjármálunum. Vetur- inn verður svo notaður til að vinna í markaðsmálum og þetta lítur vel út,“ segir Ómar Unason. -ÞÁ Stuttermabolir frá kr. Stuttbuxur frá Frábært pyrir íþróttadótið Iþróttatöskur frá kr. §|| Þolfimifatnaður »200/o lafsláttur Þrekhjól verð frá: 14.300^ 10% afsláttur af þrek og æfingatækjum Bakpokar frá kr. þróttaskór, Adidas, Nike, Puma, Reebok, 20 % afsláttur l/érslunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.