Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 65
73 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 I>V Tilvera Afmælisbörn Puff Daddy þrítugur Rapparinn og stórtöffarinn Sean „Puff Daddy“ Combs fæddist í Harlem í New York á þessum degi fyrir þrjátíu árum. Puff Daddy hefur getið sér frægðarorð í heimi rapptónlistar en er sennilega frægastur fyrir samband sitt við söngkonuna Jennifer Lopez en hún sagði hins vegar endanlega skilið við kappann á dögunum. Shephard 57 ára Leikritaskáldið og leikarinn Sam Shephard fæddist í Dlinoisríki 6. nóvember árið 1943. Sam hefur leik- ið í fjölda kvikmynda, leikstýrt auk þess að vera ötuli við handritaskrif. Pulitzerverðlaunin hafa einu sinni fallið Sam í skaut. Hann hefur verið i sambúð með leikkonunni Jessicu Lange um langt árabO. Stjörnuspá Gildir fyrír sunnudagirw 5. nóvember og mánudaginn 6. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): Spa sunnudagsms: Ekki gera neitt gegn betri vitund. Liklegt er að ákveðnar upplýsing- ar vanti sem muni gera þér auðveld- ara fyrir þegar þú kemst að þeim. Spa mánudagsins: Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Þú ert bjartsýnn og fullur áhuga á því sem þú ert að gera. Hrúturinn (21. mars-19. anrih: Spá sunnudagsins: Mikið rót er á tilfinn- ingmn þinum og þér gengur ekki vel að taka ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á daginn. Spá mánudagsms: Bömin eru í aðalhlutverki í dag og þú þarft að gefa þeim mikinn tima. Breytingar eru fýrirsjáanlegar á næstunni og stutt er í ferðalag. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: / jT Þú ert orðinn þreyttur á venjubundnum verkefn- um og ert fremur eirð- arlaus. Þú ættir að breyta til og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Ástarlifið blómstrar um þessar mundir en ekki er vist aö það muni standa lengi. Njóttu augnabliksins. Happatölur þinar eru 2,13 og 37. UÓnlð (23. iúlí- 22. ágústl: Flskarnir (19. febr.-20. marsl: Spa sunnudagsins: "Þú þarft að gæta þag- mælsku varðandi verk- efhi sem þú vinnur að. Annars er hætt við að þú náir minni árangri. Spá mánudagsins: Kunningi þinn launar þér ríku- lega aðstoð sem þú veittir honum er hann þurfti á að halda og þú finnur að hann metur þig mikils. Nautlð (20. apríl-20. maD: Spa sunnudagsins: Það verður leitað til þin um ráðleggingar. Þú skalt leggja þig fram um að veita þá aðstoð sem þú getur en ekki gefa ráð sem þú hefur lítið vit á. Spá mánudagsins: Þú ert að skipuleggja ferðalag eða einhvem mannfagnað og hlakkar mikið til. Þú hefur ekki mikinn ttma fyrir sjálfan þig. Krabblnn (22. iúní-22. iúlíi: Spa sunnudagsins: | Þú færð fréttir sem valda þér miklum heila- brotum. Ættingi þinn kemrn- þér verulega á óvart og sýnir á sér nýja hlið. Ekki er ólíklegt að þú lendir í deilum við nágranna þinn, þar sem spenna hef- ur ríkt á milli ykkar um nokkurt skeið. Þessi miskhð jafhar sig þó fijótt. Mevian (23. áaúst-22. sept.): Spa sunnudagsms: ' Þér verður mest úr í verki fyrri hluta dags- ins. Dagurinn verður afar skemmtilegur og lánið leikm við þig á sviði viðskipta. Spá manudagsins: Fólk er ekki sérlega samvinnuþýtt í kringum þig. Með lagni getur þú þó náð því fram sem þú vilt. Happatölur þínar em 5, 8 og 34. Vogln (23. sept.-23. okt.): Spa sunnudagsins: Þú hefur í mörgu að snúast og þarft á aðstoð að halda. Ástvinir þínir em fúsir til að láta þér hana í té og ekki hika við að þiggja hana. Spá mánudagsins: Reyndu að gera þér grein fyrir þvi hvað þú vilt gera í lífinu. Það er tími til kominn að þú setjist niður og veltir fyrir þér málunum. Bogamaður (22. nðv-21. des.i: Spa sunnudagslns: fÞó að þú sért ekki alveg viss um að það sem þú (ert að gera sé rétt verð- ur það sem þú velur þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Spá mánudagsms: Sjálfstraust þitt er með besta móti og þér gengur vel við allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Gættu þess þó að of- metnast ekki og sýna öðru fólki hroka. Spa sunnudagsins: Þú ert óþarflega varkár •gagnvart tillögum ann- arra, en þær eru allar nýstárlegar. Þú myndir samþykkja þær ef þú þyrðir að taka þá áhættu. Spá mánudagsins: Þú færð á þig gagnrýni sem þér finnst óréttmæt. Það er þó best að halda haus og láta ekki á neinu bera. Sporðdrekl (24. okt.-21. nóv.l: Spa sunnudagsins: Morguninn verður ró- flegur og notalegur og 1 þér gefst tími til að hugsa málin. Kvöldið verður sér- staklega notalegt. Spá mánudagsins: Þeir sem eru ólofaðir binda sig trúlega á næstunni eða lenda í al- varlegum ástarævintýrum. Félags- lifið er með besta móti. Stelngeitin (22. des.-19. ian.i: pá sunnudagsins: Þú færð að heyra gagn- rýni varðandi það hvern- ig þú verð tfma þínum. Þér finnst þú hafa mikið að gera en sumum finnst þeir vera vanræktir. Spá mánudagsins: Mál sem hefur lengi verið að þvælast fyrir þér leysist fyrr en varir og það verður þér mikill léttir. Kvöldið lofar góðu. Happatölur þinar eru 3, 8 og 27. Ólympíuskákmótið í Istanbul: Karlasveitin stendur sig vel íslendingar hafa staðið sig ágæt- lega á Ólympíuskákmótinu og eftir 6 umferöir höfðu þeir sigrað í 4 viðureignum, unnið E1 Salvador, Portúgal og Marokkó 3,5-0,5 og Brasilíu á fimmtudaginn 2,5-1,5. Þeir höfðu svo tapað fyrir Sviss 1-3 og Úsbekistan 1,5-2,5. í gær var frí á mótinu en í dag mætir ísland Rúmeníu. Jón Viktor Gunnarsson lætur vel að öllum að- stæðum fyrir skákmennina og hægt er að fylgjast með öllum skákunum í beinni útsendingu! Einnig er hægt að skoða skákir þær sem tefldar hafa verið á mótinu. Ég læt fylga með netslóðina fyrir áhugasama skákunnendur: http://www3.fide.com/ist/cup.cgi7d ate=20001028&champ=men. Islenska sveitin hefur staðið sig framar vonum, og þó, það eru 3 sterkir stórmeistarar í sveitinni. Hannes er með 50% vinningshlut- fall og er kominn á skrið, hefur unn- ið 2 skákir i röð. Helgi er með 60%, Þröstur 80%, Jón Viktor 50%, Jón Garðar 100%, hefur unnið 2 skákir, og Stefán Kristjánsson 50%. Helgi og sérstaklega Þröstur hafa staðið sig vel, ekki tapað skák. Helgi hefur unnið eina og Þröstur þrjár. 1. Þýskaland 2. Rússland 3. Slóvakía 4. Ungverjal. 5. Úkraína 6. ísrael 7. Armenía 8. England 9. Kína 10. Bandar. 11. Búlgaria 12. Holland 13. Georgía 14. Króatía 16. Júgóslavía 17. Indland 18. Danmörk 19. Filippseyjar 20. Úsbekistan 21. Sviss 22. Kasakstan 23. Rúmenía 24. ísland 25. Chile 18.5 17.5 17 16.5 16,5 16.5 16 15.5 15,5 15,5 15,5 15,5 15,5 15,5 15,5 15,5 15,5 15,5 15 15 15 15 15 15 Kvennakeppnin Þar hafa Kínverjar tekið afger- andi forystu, enda með heimsmeist- ara kvenna og mjög öfluga sveit, og eru með 14 v. af 15. íslenska sveitin hefur fengið 7 v. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur staöið sig vel á 1. borði með 2,5 v. af 5. Hinar hafa allar fengið 1,5 v., Harpa Ingólfsdótt- ir, Áslaug Kristinsdóttir og Aldis Rún Lárusdóttir. Lítum nú á skákir frá mótinu. Hvítt: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Svart: S. Zepeda Sikileyjarvöm, Istanbul (6), 02.11.2000 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 e6 6. 0-0 Rf6 7. Rbd2 Be7 8. b3 0-0 9. Bb2 b5 10. Hel Bb7 11. e5 Rd5 12. Re4 Dd7 13. Rfd2 Hfd8 14. Dg4 Kh8. Svart- ur er þegar í erfíðleikum og mót- spilslaus. 15. Ba3 b4 16. Bb2 Rb6 17. He3 De8 18. Hg3 Dg8 19. Hel a5. fi ..** ifi ipi ill ÍHl Cí Sík A Hvíta sóknin er í algleymingi og nú kemur óþægilegur leikur: 20. Rd6 Hab8 21. R2e4 Rd7 22. h4 Ba6 23. Rf6 BxfB 24. exf6 g6 25. Hxe6 Rf8 26. Rxf7+ Dxf7. Eftir ákveðna fléttusókn er bara eftir að binda fyrir. 27. He7 h5 28. Df4 1-0 Góð skák. Hannes er að tefla sig í. form líka. Hann lagði Brasilíu- manninn snyrtilega. Hvítt: Hannes H. Stefánsson (2557) Svart: Gilberto Milos (2633) Sikileyjarvörn Istanbul (6), 02.11.2000 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Khl Rxd4 9. Dxd4 Bc5 10. Dd3 b5 11. f4 Bb7 12. a4 b4. Hannes kippir sér lítið upp við þetta og svarar ásetningi með því sama. 13. e5 Rd5 14. Re4 Be7 15. Dg3 g6 16. Bd3 f5 17. exf6 Rxf6 18. Rg5 Rh5. Hvíta sóknin er þung og þyngist með hverjum leik. 19. Dg4 Bxg5 20. Dxg5 0-0 21. Bd2 Hf7 22. Hael Haf8 23. f5 exf5 24. Bxb4 d6 25. Sævar Bjarnason skrifar um skák Skákþátturinn He6 f4 26. Bxd6 f3 27. gxf3 Hxf3 28. Hxf3 Df7. Svartur virðist vera að ná yfir- höndinni en það er bara sjónhverf- ing, Hannes er með kolunnið. 29. Hee3 Bxf3+ 30. Kgl Hc8 31. He7 Df6 32. Dxf6 Rxf6 33. Be5 Rd5 34. Hg7+ Kf8 35. Hxh7 Hc6 36. Hb7 Bdl 37. Be4 1-0. Þröstur er kominn í góðan keppn- isham og hér leikur hann Brasilíu- manninn grátt. Hvítt: Þröstur Þórhallsson (2454) Svart: E. Limp (2480) Frönsk vöm, Istanbul (6), 02.11.2000 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 a6 11. h4 Rxd4 12. Bxd4 b5. Þessar stöður þekkir Þröstur út og inn. Nú má Brassinn fara að vara sig. 13. Hh3 b4 14. Ra4 Bxd4 15. Dxd4 f6 16. Dxb4 fxe5 17. fxe5 Rxe5. Allt jafnt nema staðan, svartur situr uppi með mikinn veikleika á e6. 18. He3 Rf7 19. g3 Rd6 20. Bh3 Rf5 21. Hf3 Rd6 22. Hxf8+ Dxf8 23. Rb6 Hb8 24. Dc5 Re4. Skákmenn í Istanbul ísienska karia- og kvennasveitin sem nú keppa í Istanbul, ásamt fararstjórum. Eftir næsta leik hvíts hrynur staðan með skarki miklu. Þröstur er í miklu banastuði í Istanbul. 25. Dc7 Dd6 26. Dxd6 Rxd6 27. Rxc8 Rxc8 28. Bxe6+ 1- 0. Blaðamannafundur Kasparovs og Kramniks Á blaðamannafundi eftir einvigið sagðist Kasparov fyrst og fremst hafa tapað vegna góðs undirbúnings Kramniks. Báðir virkuðu þeir frem- ur afslappaðir. Grípum í nokkur ummæli Kasparovs: „Bíð eftir beiðni Braingames um að fá að tefla aftur við Vladimir." „Mér fannst sem ég hefði ekki um neinar byrjun- ir að velja, hvorki með hvítu né svörtu. Kramnik rústaði minum byrjanaundirbúningi.“ „Ég tapaði ekki á borðinu heldur vegna undirbúnings. Hann tefldi betur en ég, en þar munaði þó ekki miklu.“ Aðspuröur um sameiningu' við FIDE sagði Kasparov: „Þetta var , hið raunverulega heimsmeistarein- vígi og Kramnik er 14. heimsmeist- < arinn. „Kramnik var einnig spurð- ur um mögulega sameiningu við FIDE og svaraði „heimsmeistarinn“ því á þá leið að hann biði eftir hug- myndum Braingames.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.