Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 67
W~ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 DV __________________________________________________________________________________________________Helgarblað Tíu ára afmælissýning kynjakatta: Hvergerðingur hlaut Tjúllabikarinn Höföingi Síamskötturinn Khaleb sem hlaut Tjúllabikarinn. DV. HVERAGERDI:__________________ 14.-15. október var haldið upp á 10 ára afmæli Kynjakatta með af- mælissýningum. Á sýningarnar um þessa helgi voru m.a. mættir dómar- ar frá Frakklandi, Austurriki og Ítalíu. Skrautlegt var um að litast heima hjá Sigrúnu Helgadóttur í Hvera- gerði eftir þessa helgi. Verðlauna- horðar í mörgum litum og verð- launabikarar skreyttu þar m.a. sófa og borð, en Sigrún varð hlut- skörpust verðlaunahafa fyrir hönd katta sinna. Keppt var í ýmsum greinum, líkt og í öðrum keppnum, en flokkarnir heita þó ólíkt skrautlegri nöfnum en þar sem mannfólkið tekur þátt. Sem dæmi má nefna að keppt var um titla eins og „meistari geldra", „al- þjóðlegur stórmeistari geldra“, „besta ungdýrið", „besta gotið“ o.s.frv. Nöfn kynjakattanna eru ekki síð- ur óvenjuleg, t.d. „Eðal Loga Grett- ir“, „Amazing Grace Snæljós“, „Arnardrangs Askur“ og „Geysir’s Boy úr Dulheimum". Kettir Sigrúnar, sem unnu til verðlauna, eru Bengalkötturinn Nátthaga Ben Enso sem vann til verðlauna sem besta ungdýrið, Vetrarheims villimey, sem var val- in besta læða sýningarinnar, Ljósálfa Kósíma og Ljósálfa Khaleb í flokki bestu kettlinga en ásamt systkinum hans, Ljósálfa Gabríel og Ljósálfa Mikael, hlutu þau titilinn „besta gotið“. Hæst bar þó afhending Tjúlla-bik- arsins, en hann hlaut sjálfur Khaleb. Ólafur Njálsson í Nátthaga gefur þennan farandbikar í minn- ingu Tjúlla sins sem seldur var til útlanda fyrir skömmu. Hann mun vera ættfaðir mjög margra síams- katta hérlendis og sagði Ólafur að Tjúlli hefði átt 23 af 35 afkvæmum í 4. flokki sýningarinnar að þessu sinni. -eh Stutt milli villikattar og kynjakattar Bengalkötturinn Nátthaga Ben Enso var valinn besta ungdýr sýningarinnar. Glæsilegt ungviði Þessir kettlingar voru valdir besta gotið. Vetrarheims Villimey fékk verölaun fyrir að ve besta læða sýningarinnar. Sækist í kvöld verða haldnir í Salnum í Kópavogi athyglisverðir tónleikar tékkneska tónlistarhópsins Agon orchestra frá Prag. I hljómsveitinni eru um 15 tónlistarmenn, en stjórn- andi hennar er Kofron Petr. Tón- leikarnir eru í tónleikaröð Tón- skáldafélags íslands í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Að sögn Kolbeins Bjarnasonar, flautuleikara og eins meðlima ís- lenska Caput-tónlistarhópsins, má segja að Agon orchestra sé Caput þeirra Tékka. „Þeir nota reyndar miklu meira rafmagn en við,“ segir Kolbeinn og bætir við að þeir vinni mikið með tónlistarspuna og sækist eftir að spila spunaverk. Hljómsveitin flytur þrjú tékknesk verk eftir Martin Smolka, Rudolf Komorous og Zbynek Vostrak, eitt Agon orchestra í Salnum í kvöld: eftir að spila spunaverk Fyrir spuna og rafmagn Tónlistarhópurinn Agon orchestra er með tónleika í Salnum í kvöld. danskt verk eftir Henning Christi- ansen og Octet eftir Hauk Tómas- son, en hann er í miklu uppáhaldi hjá þeim að sögn Kolbeins. í verkinu eftir Vostrak sem flutt verður eru hljóðfæraleikarar út um allan sal í Salnum og meðlimir í Caput-hópnum munu taka þátt í flutningnum líka. í þessu verki er unnið með spuna þannig að það verður ekki æft sérstaklega fyrir fram að sögn Kolbeins. Þetta verk verður svo flutt aftur í Prag eftir hálfan mánuð, en þá fer Caput-hóp- urinn þangað og flytur verk eftir ís- lensk tónskáld. Octet eftir Hauk Tómasson var frumflutt af Caput árið 1987 og hef- ur ekki verið flutt hér í áratug. Að sögn Kolbeins má búast við mjög lif- andi og skemmtilegum tónleikum I kvöld. Dómkirkjan Vettvangur tónleika á morgun. Dómkirkjan: Orgel og trompet Á morgun munu þau Deborah Cal- land og Barry Millington leika verk fyrir orgel og trompet á tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleik- arnir, sem hefjast klukkan 17.00 eru liður í árlegum tónlistardögum Dóm- kirkjunnar sem nú standa yfir. Hjónin Barry Millington og Deborah Calland eru búsett í Bret- landi þar sem Millington er tónlistar: gagnrýnandi hjá The Times og BBC Music Magazine. Auk þess að vera þekktur fyrirlesari og útvarpsmaður er hann organisti og hefur haldið fjölda tónleika ásamt konu sinni víða um Evrópu. Eftir að Deborah Calland lauk tón- listarnámi við Royal Academy of Music í London hefur hún átt litríkan feril sem trompetsólóisti og haldið tónleika víða um heim. Mörg tónskáld hafa tileinkað henni verk sín en einnig hefur hún varið drjúgum tíma til að rannsaka og að koma á framfæri- - lítt þekktum verkum sem skrifuð hafa verið fyrir trompet. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Leikið verður orgelverk eftir Th. Arne og F. Bridge og tónlist fyrir trompet og orgel eftir H. Purcell, J. Clarke, A. Copland og P. Eben. Fæst I Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu 05 apótokum londsíns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.