Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 52
______ Tilvera LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 x>v Spergilkál, sem einnig er kallað brokkál á íslensku, hefur verið ræktað á Ítalíu um aldaraðir og nýtur enn mikilla vinsælda um gjörvalla Ítalíu. Sögur herma að Katrín af Medici hafi flutt spergilkálið til Frakklands á 16. öld og þaðan hafi það breiðst út um Evrópu. Hérlendis og víðast annars staðar er svo- nefnt cala- brese-af- brigöi, kennt við Kalabríuhér- að á Ítalíu, útbreiddast. Calabrese-kálið hefur að miklu leyti tekið við af eldra afbrigði - sprotakáli eða sprouting broccoli eins og Englendingar kalla það. Kalabríukálið, sem að sumra mati þykir ekki eins bragð- gott og sprotakálið, er oftast dökkgrænt eða blágrænt en einnig þekkjast afbrigði í rauðleitum og ljósgrænum litum. Spergilkál er best að sjóða í saltvatni eða gufu- ajóða það. Blómin eiga að vera græn en þegar þau springa út vilja þau gulna og verða þá síðri til mat- argerðar. Spergilkálið þarf ekki mikla suðu, 5 til 8 mínútur eftir stærð, og á vera stökkt undir tönn. sfMsasa Japanskt stríðsöskur . Nakinn staður með stórum glugg- ^um án tjalda, hvítu lofti og ljósum veggjmn án mynda, rauðu gólfl og svörtum búnaði með hörðum setum í beinum röðum japanskrar herfylking- ar. Þjónninn grýtti á okkur kveðju meö japönsku stríðsöskri. ísafoldar- húsið gamla er komið fagurlega endurgert í Að- alstræti og orðið að japönsku veitingahúsi spartverskrar naumhyggju. Reyktur eikarilmur leyndi sér ekki og yfir- gnæfði pylsufnykinn frá Ingólfstorgi, sem læddist inn með okkur. Eikar- kolagrillun er ein sérgreina staðar- ins. Aðaltrompið er þó sushi, himin- hátt að gæðum yfir verksmiðjuvör- unni, sem menn kaupa i stórmörkuð- um og minni háttar veitingastöðum. Hrár fiskur Minnisstæðast af eikargrilluðu var beikonvafinn emmenthaler ostur, kjúklingur með blaðlauk og anda- bringa, allt saman undurmeyrt og gott, en dökka kjötið var örlitið ofgriUað. Þyngra var að gera upp á milli alls hins góða sushi, en vinning- inn höfðu laxahrogn og humar, tígris- ^rækja og hörpudiskur. Matreiðslan er hér aðeins fem. Hrár fiskur á hrísgrjónaköggli heitir sushi, hrár fiskur einn út af fyrir sig sashimi, hrár fiskur og hrísgrjón í þangrúllum maki og eikargrillaður matur á tréprjónum heitir yakitori. Með matnum er svo stöðluð soja- baunasúpa, sem heitir miso, piparrót- armauk, sem heitir wasabi og loks engifer. Japanskur kokkur íslenzkir þjónar era fagmenn, sem þekkja allt út í æsar. Þolinmóðir geta þeir svarað vinsamlega ýtrustu spurningum. í kjallaranum sá Philip I Kamata í láni frá móðurskipinu við Nansensgade í Kaup- mannahöfn um að eldamennskan væri eins japönsk og inn- | réttingamar. Hvað gera staðar- haldarar, þegar Kamata fer utan? Get- ur íslenzkur matreiðslumaður haldið Sticks ‘n Sushi í sama toppgæða- flokki og hann hefur verið fyrsta mánuð ævinnar undir japanskri handleiðslu? Gott verð Þetta er eina alvöru Japanshúsið í veitingaflóru landsins. Einu sinni var til Samurai í Ingólfsstræti, sem fór vel af stað, en varð snemma lélegur og andaðist fyrir löngu saddur lífdaga. Fremur gott sushi hefur að undan- fómu verið reitt fram á Tveimur fiskum við Geirs- götu, en stenzt þó ekki samanburð við Sticks 'n Sushi. Annað sushi hér á ^Jandi en þetta tvennt stendur ekki undir nafni. Fimm matseðlar búa yfir tíu eining- um, mismunandi blöndum af sushi og yakitori og kosta 2.300-2.500 krónur á mann. Margar tegundir af sushi, sas- himi, maki og yakitori fást í stykkja- tali, algengast á 290-340 krónur stykk- iö. Hagkvæmir em fimmtán bitar af maki á 1.980 krónur. I hádeginu er boðið upp á miso, tvenns konar maki, tvenns konar sus- hi og tvenns konar yakitori á 1.160 • Jikrónur, fínt verð, enn ein tilraunin til að fá okkur úr mötuneytunum til að borða úti í hádeginu. Jónas Kristjánsson ★★★★★ Sticks 'n Sushi Aðalstræti 12, sími 511 4440 f t Opið í hádeginu og á kvöldin. BHHHBHHMnnemnnuKEZEsei mmmmmammmm Andrés Yngvi Jóakimsson, matreiðslumaður á Café Victor: Ljúffeng baka með spergilkáli Spergilkálsmol; Á Café Victorvið Hafnarstræti, þar sem áöur var verslun íslensks heimilisiðnaðar, eru einkum bomir fram ýmsir léttir réttir enda er stað- urinn vinsæll hádegisverðarstaður. Einn kokkanna í eldhúsinu þar er Andrés Yngvi Jóakimsson sem hér gefur okkur uppskrift að ljúffengri spergilkálsböku að hætti Café Vict- ors. Andrés Yngvi segist nota spergilkál talsvert í bökur en einnig steikir hann það með öðm græn- meti og notar í meðlæti enda er það bæði bragðgott og meinhollt. Bökubotn Best er að útbúa deigið í bökuna daginn áður. 500 g hveiti 175 g kalt smjör í teningum 1 egg 1 tsk. salt 1/4 dl volgt vatn 1. Kreistið smjörið saman við hveitið á milli handanna uns það hefur samlagast hveitinu. 2. Bætið egginu, salti og vatni saman við og hnoðið saman í hönd- um í ca 5 min. eða þar til myndast hefur nokkuð stíft deig. 3. Setjið deigið í plastpoka og geymið i kæli yfir nótt en takið það út og látið standa í stofuhita klst. fyrir bökun. 4. Fletjið deigið út ca 3 mm þykkt og setjið í 24 cm smellu- eða leirform. Bakið með fargi í 25 mín. við 180” C. Fylllng 700 g spergilkál 1/41 rjómi 1/2 1 mjólk 6 egg 1 stk. grænmetiskraft- ur (teningur) 2 msk. hveiti hvítur pipar á hnífsoddi 150 g rifinn ostur 1. Skerið stilkana af spergilkálinu og sjóðið í saltvatni í 4-5 min. 2. Hitið mjólkina, grænmetiskraftinn og piparinn í potti að suðu og takið af hitanum. 3. Hrærið eggjum, grænmetis- krafti og pipar út í mjólkina og hit- ið aftur á vægum hita. Hrærið stöðugt í á meðan þar til þetta þykkn- ar ör- lít- iö, var- ast skal að hita of mikið því þá bleypur blandan í kekki. Kokkurinn á Victor Andrés Yngvi Jóakimsson matreiöir gómsætan mat á Café Victor 4. Raðið spergilkáli í botninn á bökuskelinni og hellið mjólkurblöndunni yfir. Bakið við 170” C í 35-40 mín. Stráið rifna ost- Einföld og góö spergilkálsúpa Hér kemur uppskrift að ein- faldri, góðri og um fram allt hollri súpu. Takið 3 til 5 spergilkálleggi og sjóðið ásamt 1 blaðlauk 11,5 litra af vatni, a.m.k. í hálfa klukkustund. Gætið þess vel að leggimir séu ekki trénaðir. Kál- ið og laukurinn eru því næst látin í matvinnsluvél og það maukað. Að því loknu er mauk- ið sett aftur í pottinn, örlitlu salti bætt í og hálfum litlum rjómaosti (50 g). Súpan er jöfn- uð með örhtlu hveiti en hún á aUs ekki að vera þykk. Blómin af spergilkálinu eru annað hvort soöin í örbylgjuofni áður en þau eru sett út í súpuna eða látin sjóða 5-10 mínútur undir lokin í súpunni sjálfri. Steikt spergilkál meö sveppum Takið 60 g af þurrkuðum kín- verskum sveppum og skerið í tvennt - takið burt stilkina. Leggið sveppahattana í bleyti í hálfa klukkustund og látáð síðan renna af þeim. Hitið 2 msk. af jurtaolíu á wok-pönnu eða stórri pönnu og steikið 3 hvítlauksrif þar til þau eru gullbrún. Tákið til um 170 g af m- um yfir bökuna tíu mínútum áður en hún er tilbúin. Hvítlauks- dressing Gott er að bera fram ferskt salat með bökunni og heimatilbúið hvít- lauksdressing. 1/2 búnt steinselja söxuð 4-5 hvitlauks- geirar saxaðir spergilkáh og skerið langsum í þunnar sneið- ar. Setjið spergilkáhð ásamt svepp- unum á pönn- una og snögg- steikið það á hreyf- ingu. Bætið út í ljósri og dökkri sojasósu, 4 msk. af grænmetissoði og 1 af- hýddum tómati sem saxaöur hefur verið smátt. Blandið að lokum saman 1 tsk. hveiti, engifer, skomum í mjóar ræmur, og 1/2 tsk. af belg- pipar og setjið út á pönn- una. Berið réttinn fram meðan hann er rjúkandi heitur. Baka með meðlæti Með bökunni bar Andrés fram salat, hvítlauksdressingiö góöa og balsamic-edik sem búiö var aö sjóöa aðeins niöur. smátt 2 dósir sýrður rjómi salt svartur pipar Hrærið öllum hrá- efnunum saman og geymið í a.m.k. 1 klst. Næringargildi Spergilkál er auðmeltara en margar aðrar káltegundir og hollusta þess er Ijós. Sperqilkál er auðugt af bæði a- og c-vítamínum auk þess að innihalda jarn og prótín. Rannsóknir þykja líka benda til þess aö neysla spergilkáls kunni aö draga úr hættunni á krabbameini. í meðalstóru spergilkáli (um 150 g) er aö finna: Kaloríur: 50. Prótein: 4 g. Fita: 0,5 g. Kolvetni: 9 g.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.