Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________H>'V Birgir Sigurðsson, rithöfundur og leikskáld, skrifar um Ljósið í vatninu: Skáldskapurinn leitar fólk uppi „Ljósið í vatninu er merkilegt. Það lýsir og gefur verum vatnsins líf; kallar þær til sín. Og þegar ljósið dvín færast lifverur vatns- ins nær botninum. Svo er einnig annað ljós; ljósið sem Kristur bauð konunni við brunninn." Birgir Sigurðsson gaf nýverið út bókina Ljósið í vatninu sem er önnur skáldsaga höfundar en hann gaf áður út Hengiflugið árið 1993. Auk þessara tveggja skáld- sagna hefur Birgir skrifað ljóð, smásögur, unnið að heimildar- myndum, fræðiritum og þýðing- um. Þá er ótalinn sá hluti höfund- arferils Birgis sem þekktastur er en hann er eitt helsta leikskáld Islendinga. Ljósið í vatninu er mjög per- sónuleg bók. Hún lýsir alvarleg- um veikindum og stefnuleysi á dramatískan hátt. Aðalsöguhetj- an, Arnar, berst við krabbamein og eru lýsingar á meðferðinni og átökunum við sjúkdóminn mjög raunsæjar og persónulegar. Birg- ir tekur undir persónulega þátt- inn. „Veikindi Arnars eru að sumu leyti lýsing á eigin reynslu og til- finningum. Árið 1983 fékk ég krabbamein en það tókst að kom- ast fyrir það. Að öðru leyti er þessi aðalpersóna bókarinnar ekki byggð á mínu eigin lífi.“ „Veikindi Arnars eru að sumu leyti lýsing á eigin reynslu og tilfinningum. Árið 1983 fékk ég krabba- mein en það tókst að komast fyrir það. Að öðru leyti er þessi aðalpersóna bókarinnar ekki byggð á mínu eigin lifi. “ Skorið burt neikvætt æxli Birgir segir að veikindi Arnars opni honum nýjan heim; hann vakni til nýs lífs og nýrrar skynj- unar eftir andlegt reiðileysi. Oft þurfi slíkt til að vekja fólk til um- hugsunar. „Stundum geta menn sokkið djúpt í lífsneikvæðni og þá þarf mikið til að breyta rétt. Segja má að ég hafi „endurfæðst" þegar ég var 23 ára. Það var á miklu tóm- hyggjuskeiði og ég var upp á kant við lífið eins og þá var i tísku. Þá gerðist það að maginn í mér sprakk og ég lagðist inn á sjúkra- hús. Áður en skurðaðgerðin hófst sagði ég við lækninn: þú rympar þetta kannski saman aftur. Mér var I raun alveg sama hvernig færi. Þegar ég vaknaði var öll nei- kvæðni gjörsamlega horfin og líf- ið breytt. Það var eins og það hefði verið skorið burt æxli. Ég hef aldrei fundið fyrir þessari líf- sneikvæðni síðan. Þetta var end- urfæðing." Get ekki lífað án náttúr- unnar Af skáldsögunni og störfum Birgis undanfarið má sjá að þar fer maður sem ber mikla virðingu fyrir náttúrunni og landinu. Nátt- úrulýsingar í Ljósinu í vatninu eru ljóðrænar og fallegar. Birgir Dómsdagur skáldsins dvmynd hilmar þór Petta er starfsem tekur á, því maöur leggur sjálfan sig að veöi. Gamli maöurinn Henrik Ibsen sagöi einhvern tímann aö þaö aö skrifa væri aö halda dóms- dag yfir sjálfum sér. Meö einni setningu veröur ekki komist nær sannleikanum, “ segir Birgir Sigurösson rithöfundur. býr hins vegar nærri miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í Þing- holtunum, þar sem bókin er skrif- uð í bakherbergi, fjarri þúfum, fossum og hlíðum. „Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Ég var svo lánsamur að kom- ast sumarstrákur í Korpúlfsstaði. Þar komst ég í nána snertingu við náttúruna og sú upplifun hefur aldrei yfirgefið mig. Ég er sam- bland af hvoru tveggja; ég get ekki lifað án snertingar við náttúruna. Það er mér ómögulegt. Ég bjó tæpan áratug í sveit sem skólastjóri og þar komst ég í enn meiri tengsl viö náttúruna og hún er mér dýrmæt tilfinningaleg og vitsmunaleg uppspretta. Mér er það mikilvægt að fólk skilji sam- band náttúru og manns, við erum samhangandi heild. Engan áróður fyrir náttúruvernd er að finna i bókinni en ég reyni að skapa lif- andi tengsl við náttúruna í gegn- um persónur bókarinnar." Kaldhamraður tómleiki Tíðarandinn síðustu ár hefur ekki verið jákvæður í garð tilfinn- inga; kuldinn er í tísku. Sérstak- lega hafa tilfinningarök þótt hall- ærisleg. Birgir vonar að þetta sé að breytast. „Hugtakið „listin fyrir listina“ er ekki annað en vel orðuð ósannindi. Skáldskapur leitar fólks. Á því nœrist hann. Að öðrum kosti er hann eða verður sjálfdauður og á það skilið. “ „Ef lífið einkennist af kald- hömruðum tómleika rekur okkur upp á sker. Þeim samfélögum sem hafa ekki í senn manninn sem til- finningaveru og vitsmunaveru að leiðarljósi farnast ekki vel. Ein- staklingur sem gefur sig á vald tómleika er haldinn ákveðinni teg- und sjálfseyðingarhvatar. Öll mín verk hafa fyrst og fremst beinst að tilfinningaveröld mannsins. Eng- inn maður er heill nema tilfinn- ingar fái notið sín. Undanfarið hefur komið fram hugtakið tilfinningagreind. Til eru ákveðnar gáfur sem eingöngu verða til fyrir tilfinningalega reynslu. Ef við sinnum ekki til- finningum okkar verðum við af þessari reynslu og þeim mun fá- tækara verður líf okkar. Um leið og þjóðfélagið gerir meiri sérhæf- ingarkröfur afneitar það tilfinn- ingaþættinum í mannlegri tilveru; felur hann; þegir yfir honum; læt- ur sem hann sé ekki til. Það verð- ur til þess aö menn geta ekki not- ið lífsins til fulls.“ Stutt milli leikrits og skáldsögu Birgir var ekki i neinum vafa um hvort þessi saga ætti að rata í form skáldsögu eða leikrits. „Maður veit ekki hvað verður til þess að söguefni tekur á sig eitt form fremur en annað. Það er ekk- ert annað að gera en láta efnið ráða forminu og reyna að komast klakklaust frá því. Ég vinn mjög svipað, hvort held- ur er um að ræða skáldsögu eða leikrit. Menn hafa í raun sett of skörp skil milli skáldsögu og leik- rits. Þeir sem eru til að mynda vel að sér í íslendingasögum skynja að þær eru mjög nálægt því að vera leikrit. Það er stutt á milli drama íslendingasagnanna og grísku harmleikjanna. Það er ein- ungis formmismunur, eðlið er það sama. Eins er það með Ljósið í vatninu; þótt sagan sé skáldsaga þá er hún dramatísk." Mikiö líf fylgir raunveru- legum skaldskap Birgir hefur þýtt fjölmörg verk, bæði leikrit og skáldsögur. Hann segir að þegar hann þýði reyni hann að setja sig að fullu í spor þess er skrifaði, ekki ólíkt því sem hann geri þegar hann býr til persónu í eigin verkum. „Þetta fólk verður til með ein- um eða öðrum hætti þegar ég sit inni í herberginu og skrifa. Fyrir mér er það alveg jafn raunveru- legt og lifandi fólk, jafnvel raun- verulegra því ég þekki það betur en marga. Þótt þetta fólk verði til í hugarheimi mínum lifir það sjálfstæðu lífi. Ég kynnist því náið en síðan hverfur það í fortíð- ina en það er í raun stórfurðulegt hversu fjölmennt er á hugarþingi rithöfunda. Ef vel tekst til fylgir skáldskap mikið líf, bæði í hugar- heimi skálds og lesenda.“ í upphafi skai endinn skoða Sumar persónur koma til Birg- is í gegnum textann en aðrar skapar hann áður. „Ég get ekki greint á milli; ég skapa þær, þær skapa sig sjálfar og hver aðra. Ég get ekki sagt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.