Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Page 66
74 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Tilvera DV lí f iö 7 l í Einar Már á Ritþingi í dag í dag verður haldið Ritþing Einars Más Guðmundssonar í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Þingið hefst kl. 13.30 og stendur til 16.00. Stjómandi þingins er Silja Aðalsteinsdóttir. Spyrlar eru Guðni Elísson og Bjami Þorsteinsson. Einnig verða lesin og flutt brot úr verk- um Einars Más til að krydda dagskrána. Allir eru velkomnir. Klassík H AGON ORCHESTRA i SALNUM Í kvöld heldur tékkneska kammer- sveitin Agon Orchestra tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskránni er verk eftir Hauk Tómasson, auk verka eftir danskt tónskáld og tékk- neska höfunda. Stjórnandi hopsins er tékkneska tónskáldiö Petr Kofron. ■ DRYNJANDI TÓNAR KARLA- KORA Skagflrska söngsveitin er aö hefja sitt 30. starfsár og því efnir kórinn til fjölda tónleika í Skagafirði, Borgarnesi og Reykjavík nú í nóv- ember. Tónleikar meö Kveldúlf- skórnum í Borgarnesi veröa í Reyk- holti í dag, 4. nóvember 2000. Ein- stök tilfinning aö finna öll þessi karl- hormón í loftinu. Einstakur þrum- andi söngur. ■ ÁLAFOSSKÓRINN MEÐ AFMÆL- ISTONLEIKA Alafosskórinn í Mos- fellsbæ á 20 ára afmæli um þessar mundir og heldur í tilefni af því tón- leika í Salnum, Kópavogi, í dag, kl. 17. Söngstjóri er Helgi R. Einarsson og raddþjálfari og undirleikari Hrönn Helgadóttir. Kabarett i andi er skemmtikvöld fyrir sælkera í tilefni af útkomu matreiöslubókar- innar Hratt og bítandi eftir Jóhönnu Sveinsdóttur.. Dagskráin hefst kl. 19.30. ■ JÓLABASAR OG HLUTAVELTA í FRIKIRKJUNNI Hinn árlegi jólabas- ar og hlutavelta Kvenfélags Fríkirkj- unnar í Reykjavík verða haldin í dag, klukkan 14, í Safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13. Míkiö er af glæsileg- um og góöum munum í boöi. Þá verður fjölskyldumessa á sunnudag, kl. 11. ■ SNÆFELUNGAR GERA SÉR GLAÐAN DAG Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur árshátíö í Akoges-salnum, Sóltúni 3, í kvöld. Ólína Gunnlaugsdóttir, Hellnum, syngur og leikur og Ólöf Ólafsdóttir, Stykkishólmi, fer með gamanmál. Heiðursgestir á sam- komunni veröa Skúll Alexandersson og kona hans, Hrefna Magnúsdótt- Ir, Hellissandi, en veisjustjóri er Kol- brún Björnsdóttir frá Ólafsvík. Opnanir ■ GUÐRÚN HALLDORSDÓTTIR I dag, kl. 16, opnar Guðrún Halldórs- dóttir leirlistarmaöur sýningu á neöri hæð Listasafns Kópavogs sem hún nefnir Freyjur og för. ■ LAUOARDAGSUMRÆÐA UM STOÐU RIKISUTVARPSINS Laug ardagsumræöa Samfylkingarinnar í Reykjavík um stööu Ríkisútvarpsins og framtíö hefst í dag kl. 11 á Hótel Loftleiðum. Möröur Arnason, ís- lenskufræöingur, fjölmiölamaður og varaþingmaöur, hefur þá máls á efn- inu „Staöa Ríkisútvarpsins og fram- tíð“. Fundurinn erí stóra fundarsaln- um í suöurálmu hótelsins og er öll- um opinn. Ætli allir nái aö vakna Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísl.is í álögum Rúnar Þórisson og Rafn Jónsson, höfundar tónlistarinnar á hljómdiskinum í álögum, og söngvararnir Helgi Björnsson og Andrea Gyifadóttir. Öll eru þau fyrrum meölimir hljómsveitarinnar Grafíkur. í álögum: Þjóðsögur og popptónlist Fyrir skömmu kom út hljómdiskur- inn I álögum. Á diskinum er aö finna þrettán lög sem öll fjalla um álfa, tröll, huldufólk og aðra vætti í íslenskri þjóðtrú. Tónlistin á diskinum er eftir Rúnar Þórisson og Rafn Jónsson sem áður voru í hljómsveitinni Grafík, höfundur texta er Kristján Hreinsson. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á diskinum en Andrea Gylfadóttir og Helgi Björnsson syngja textann. Á diskinum er m.a. að finna lögin Móðir mín í kví kví, Hlini kóngsson, Álfkonan og Sofðu rótt. Að sögn Rafns Jónssonar er tilgang- urinn með tónlistinni að sameina nýja íslenska popptónlist og gamlan Bíógagnrýni fróðleik úr þjóðsögum. „Þó aö vætta- trú sé ekki eins sterk og hún var við lok nítjándu aldar eru margir sem vilja viðhalda henni og gefa eilíft líf. Menningarlegt hlutverk þjóðsagna er ótvírætt, bæði til að skemmta og mennta. Hugmyndin að gerð disksins er að miðla ákveðinni menningararf- leið, m.a. til ungs fólks, með þvi að setja hana í stafrænt og rafrænt form og flytja á tónmáli rokktónlistar, tón- list tuttugustu aldarinnar." Þrettán lög „Við Rúnar erum búnir að vinna að diskinum í tvö ár,“ segir Rafn. „Okk- ur fannst lítið hafa veriö gert að því að tengja saman þjóðsögur og nýja ís- lenska tónlist þannig að við ákváðum að reyna. Við fengum Kristján Hreins- son til að semja nýja texta upp úr nokkrum þekktum þjóðsögum en við Rúnar sömdum tónlistina. Á diskin- um eru þrettán lög en alls var gengið frá sautján þannig að við gátum valið þau bestu á diskinn. Við völdum lögin með tilliti til þjóðsagnanna vegna þess að okkur fannst sumar sögurnar verða að vera með.“ Rúnar segir að viðtökumar hafi verið góðar fram að þessu en að þeir hafi ekki ákveðið hvort diskinum verði fylgt eftir með tónleikum. „Það verður þó örugglega einhvers konar Háskólabíó - With or Without You: ★★ uppákoma til að vekja athygli á hon- um. Sumir hafa viljað halda því fram að þetta sé í raun ný plata með Grafík en svo er ekki. Þegar við vorum í Grafík sömdun við alla músíkina saman en á þessari plötu semjum við Rúnar tón- listina og fáum utanaðkomandi tón- listarmenn til að flytja hana með okk- ur. Diskurinn var bæði tekinn upp á segulband og stafrænt þannig að við náum hlýjunni af segulbandinu og góðu hljóði með stafrænu tækninni." -Kip Raunir ungra hjóna í Belfast Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Breski leikstjórinn Michael Winterbottom er einn sjálfstæðra breskra leikstjóra sem fara sínar eigin leiðir, leikstjórar sem láta sig engu varða markaðslög- mál og virðast eingöngu vera að fullnægja eigin sköpunarþörf. í þennan flokk má setja Mike Leigh, Ken Loach og Mike Figgis. Winterbott- om vakti fyrst athygli þegar hann sendi frá sér Go Now, sem kom í kjöl- farið á Trainspotting og var ein þeirra bresku kvikmynda sem sköp- uðu bresku nýbylgjuna um miðjan tíimda áratuginn. Hann fylgdi henni eftir með Jude og Welcome to Sarajevo, tveimur úrvalsmyndum sem gerðu það að verkum að Winterbottom hefði átta greiða leið í bandarískar kvikmyndir hefði hann kært sig um. í stað þess fór hann í sitt eigið hom og eru síðustu tvær kvikmyndir hans persónuleg- ar myndir sem gerðar eru fyrir lít- inn pening. Wonderland var nánast gerð samkvæmt dogma-formúlunni og i nýjustu mynd sinni, With or Without You, er Winterbottom með kunnuglegt efni, ung hjón sem eru á mörkum þess aö fara með hjóna- bandið í rúst vegna þess að þau geta ekki eignast bam. With or Without You gerist í Belfast. Man ég ekki eftir í fljótu bragði að hafa séð kvikmynd i fullri lengd sem gerist í þessari borg, þar sem trúin hefur getið af sér tvær stríðandi fylking- ar. Hin hatramma deila milli mótmæl- enda og kaþólikka kemur nánast ekkert við sögu og skiptir engu máli í framvindu myndarinnar. Það er aðeins einu sinni sem trúin kemur upp í samræðum, það er þegar ungu hjónin ásamt frönskum vini þeirra eru að fara út að skemmta sér. Frakkinn minnist á að hann langi til aö dansa þjóðlega írska dansa. Húsbóndinn segir að þeir staðir sem slíkir dansar eru dansað- ir á séu nánast eingöngu fyrir kaþ- ólikka og sem mótmælandi hafi hann aldrei fariö á slíkan stað. Ann- ars gæti myndin gerst í hvaða borg og bæ sem er. Það er margoft búið að gera kvik- myndir um ungu hjónin sem geta ekki átt bam og Vincent og Rosie eru ekkert öðruvísi en önnur hjón að því leytinu til. Það er farið í sér- fræðinga, fundið út hvenær hentug- ast sé að getnaður fari fram og allt þar fram eftir götunum. Það kemur á óvart hvað Winterbottom fer hefð- bundnar leiðir. Meira að segja þeg- ar þriðja hjólið undir vaginn, gam- all pennanvinur Rosie frá Frakk- landi, fer að gera hosur sínar fyrir henni og fjórða hjólið bætist við í liki hárgreiðslukonu sem fær Vincent í bólið með sér, er ekkert að gerast í myndinni sem ekki hefur oft áður sést. Nokkur atriði lyfta myndinni upp, kómísk atriöi sem sýna hvað hefði verið hægt að gera, en annars er það eingöngu góður leikur aðalleikaranna, sérstaklega hinnar írsku Derwla Kirvan í hlut- verki Rosie, sem gefur myndinni gildi. Kirwan hefur sterka útgeislun sem sjónvarpsáhorfendur hafa kynnst i tveimur sjónvarpsseríum, Ballykissangel og Hearts and Bones, auk þess sem hún er góð leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.