Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 I>V 25 Helgarblað Will Smith slípar vöðvana til einskis: George Clooney æfur: Muhammad Ali settur í salt Flestir myndu telja að mynd um eina af hetjum 20. aldar sem yrði leikin af einni af stórstjörnum samtímans væri pottþétt til að hala inn pen- inga. En svo virðist ekki vera, því áætlanir gáfaðra manna vestan hafs benda hins til annars. Aumingja Wiil Smith, sem er búinn að strita við að koma sér í frábært form síðustu mán- uði, getur líkast til sest í hæginda- stólinn að nýju og látið nægja að láta sig dreyma um að leika Muhammed Ali. Opinberlega hefur verkefnið ein- ungis verið sett í bið þar sem kostn- aðaráætlanir voru komnar upp úr þakinu. Sony Pictures höfðu gert ráð fyrir því að myndin kostaði um 70 milljón dali og þar af áttu um 12 milljón dalir að fara í vasa Wills Smith. Fréttirnar eru auðvitað slæmar fyrir hinn knáa Will, sem vonaðist til að geta sýnt leikhæfileika sína svo ekki yrði um villst. Nú þarf hann lík- lega að bíða úti í kuldanum og þarf líklega að reyna að halda sér í formi til að geta stokkið til þegar og ef kall- ið kemur. Viðeigandi er að klæðast svörtu á svona tímabilum. Winona Ryder: Sótti námskeið særingamanns Winona Ryder hefur ekki fengið góðar viðtökur gagnrýnenda fyrir nýj- ustu mynd sína, Lost Souls. Með sanni má segja að hún hafi hrætt úr þeim líftóruna vegna þess hversu skelfileg myndin var og er þá verið að tala um gæði myndarinnar. Hrollur gagn- rýnendanna hræddi væntanlega kvik- myndahúsagesti frá þvi að kaupa miða, sem er auðvitað slæmt fyrir stjörnur eins og Winonu. Stúlkan er þó sjálf hæstánægð með myndina og segir hana hafa kennt sér margt um trúarbrögð og þá ekki síst særingar. Hún gekk til kaþólsks prests sem var vel kunnugur særing- um og lærði fjöldamargt af honum um þá skemmtilegu atvinnugrein. Hún sagðist aldrei hafa rætt alvarlega við prest áður en hún kynntist þessum mæta manni frá New York, föður John Lebar. Hún sagði hann hafa und- irbúið sig mjög vel undir myndina en hún kvaðst stundum hafa orðið hrædd vegna þess sem hún heyrði og sá. Spurningin er hvort Winona telur ekki eftir náin kynni af særingum að hún geti kveðið niður það illa sem býr í brjósti kvikmyndindagagnrýnenda. Hlutverki Johns Lebar ætti því langt í frá að vera lokið. Það á eftir að þylja og þylja. Paul Simon: Pað er gott að eiga vini Mörgum er minnisstætt slðara blómaskeið Pauls Simon en síðan þá hefur að mati gagnrýnenda hallað nokkuð undan fæti hjá hinum smáa en knáa tónlistarmanni. Nýjasta plata hans er að mati sumra gagn- rýnenda vestanhafs verri en svo að hægt sé að sitja hjá og þegja. Það er altént skoðun Karenar Schoemer, sem er gagnrýnandi hjá tímaritinu US. Hún reiddist yfirmönnum blaðs- ins mjög þegar þeir kipptu gagnrýni hennar út og settu jákvæðara hjal í staðinn. Karen hafði gefið Paul tvær stjörnur en félagi hennar í gagnrýnendastétt, James Hunter, gaf plötunni, You’re the One, þrjár stjömur. Margir gætu haldið að þessi litla saga segði meira um hæfileika Karenar til gagnrýni en margt bendir til þess að um ann- að sé að ræða. Sú staðreynd að Jann Wenner, útgefandi US, er náinn vin- ur Pauls segir kannski meira en mörg orð um ástæður þess að orð Karenar voru látin ofan i skúffu. Ekki hefur farið neinum sögum af þvl hvemig Paul þótti þessi gjörn- ingur vinar síns. Það er yfirleitt frekar regla en undantekning að þegar svona er gert fá lélegheit lista- verksins enn meiri athygli en hefði verið ef einn lítill gagnrýnandi væri ekki hrifmn. Er ekki hand- arkrikaþefur Nýi jóla- sveinninn, handarkrika- þefur, er ekki George Cloon- ey eins og mátti skilja af forsíðu og innvolsi tíma- ritsins Elle fyrir nokkru. George er að sjálfsögðu æfur yfir því að það hafi verið gefið í skyn í blaðinu þar sem Deanna Kizis, blaðamaður EOe, lýsir stefnumóti með frægri kvikmyndastjörnu. Segir hún að leik- arinn, sem aldrei er nefndur á nafn 1 greininni, hafi verið ólýsanlega leiðin- legur og endað kvöldið með því að reka neflð í handarkrika hennar og dásama lyktina þar. Greinin var svo skreytt með mynd- um af George Clooney, auk þess sem forsíðan skartaði fésinu fræga og fyr- irsögninni: Ekki fara út með George Clooney. Þetta var George mjög óánægður með og sendi ritstjóra EUe mikið skammarbréf þar sem hann fór fram á útskýringar á óútskýranlegu athæfi þeirra. Ekki stóð á svarinu. EUe tók undir óánægju George og sagði að það hefði verið misskilningur og blaðið bæðist afsökunar! Snyrfi og nuddstofan PADADÍS' Laugarnesvegi 82 S: 553 1330 20 ára afmæli og útgáfupartí Viðskiptavinir og velunnarar: Kíkið inn og þiggið veitingar laugardaginn 4. nóv., milli kl. 14 og 18. Verið velkomin. Merkúr Reykjavík: Opið laugardag 10-20 Höldur Akureyri: Opið laugardag 11-20 lyiERKUR Sími 568 1044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.