Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 54
^ 62 ___________________________LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Tilvera DV Sextán ungar stúlkur læra hússtjórn við Sólvallagötu: Gömlu gildin í háv Við SólvaUagötuna í vesturbæ Reykjavíkur stendur virðulegt gamalt steinhús. Húsið var byggt sem einbýl- ishús árið 1922 en frá 1942 hefur ver- ið rekinn þær hússtjórnarskóli. Þegar komið er inn i anddyri skól- ans blasir við breiður marmarastigi upp á loft og veggir eru marmaramál- aðir með gömlu handbragði sem fer að heyra sögunni til. Inni iðar allt af _ lífi, ungar stúlkur sitja við sauma og vefstóla og fyrir hádegi dag hvem er helmingur nemendanna í eldhúsinu. Námið í skólanum tekur eina önn og samsvarar 25 framhaldsskólaein- ingum þannig að kennt er frá því snemma á morgnana og fram undir kvöldmat. Skólinn tekur 24 nemendur mest, þar af 15 í heimavistina sem er á rishæð skólahússins. Á þessari önn stunda 16 stúlkur nám í skólanum og eru 9 þeirra á heimavistinni. Lang- flestir nemendur sem hafa stundað nám í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur eru stúlkur eða ungar konur og telja má piltana á fingrum annarrar hand- ar. Helstu námsgreinar Hússtjómar- skólans em matreiðsla, vefnaður, handavinna með bútasaum, fata- saum, útsaum, gerð sniða, pijóni, hekli og textílfræði. Ræsting er einnig kennd og m.a. með þvottum og straujun. Bóklegur greinarnar í skól- anum era næringarfræði, vörufræði og neytendafræði. -ss 4 Ásta Þorgilsdóttir frá Svalbarðseyri: Sitjum og saumum á kvöldin .... var nýlega. „Við héld- hessu efL-—■•••"• ^ j— 1 þanmg að við getum endalaust bætt við okkur. Svo hefúr námið i sauma- skap nýst mér vel, þvi ég var fremur veik á svellinu í þeim efrium. Nú treysti ég mér tU að sauma kjól ef svo ber undir,“ segir Eva Dögg um leið og hún sýnir blaðamanni forláta harðang- ur - heklað millistykki á sængurfót - sem hún er langt komin með. Þótt stundaskráin sé í fóstum skorð- um er stundum breytt út af og Eva Dögg minnist foreldraboðsins sem um fyrra boðið af tveimur á dögunum og ég var í hópnum sem annaðist und- irbúning og matseld. Við vorum uppá- klæddar í svörtum kjólum og með hvít- ar svuntur eins og reglur skólans gera ráð fyrir. Okkur langaði að ganga aila leið og vera með kappa eins og hús- mæðranemanir í gamla daga. Eftir nokkra leit fúndust gamlir forláta kappar og við gátum verið i fullum skrúða þegar gestimir komu í hús. Það er stund sem verður í minnum höfð,“ segir Eva Dögg Benediktsdóttir. -aþ DV-MYNO INGÓ Asta stundar handavinnu af kappl. Hann er fallegur, skírnarkjóllinn sem Ásta er langt komin meö aö sauma, enda stendur til aö nota hann í fyrsta skipti um jólin. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt nám og miklu betra en ég átti von á,“ segir Ásta Þorgilsdóttir, nemi í Hússtjómarskóla Reykjavíkur. Ásta er frá Svalbarðseyri og er ein níu stúlkna sem búa á heimavist skól- ans. Hún á að baki þrjá vetur í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hyggst ljúka því námi þegar dvöl- inni í hússtjómarskólanum lýkur um jólaleytið. „Ég kunni svolítið að elda en það er alltaf hægt að bæta við sig í þeim efnum. Ég bjó til dæmis til mina fyrstu kæfu í gærdag og er afar stolt af,“ segir Ásta. Handavinna er mikil- væg námsgrein í skólan- um og segist Ásta hafa verið algjör byrjandi í þeim efnum. „Ég kunni sama og ekk- ert í handavinnu þegar ég hóf námið. Kennslan í saumaskap og annarri handavinnu er alveg frábær Eva Dögg Benediktsdóttir: Þekking sem veröur gott að búa að „Námið hefúr bæði verið fjölbreytt- ara og stærra í sniðum en ég átti von á. Hér er afskaplega gott að vera og andinn í skólanum engu líkur. Ég geri ekki upp á milli námsgreinanna, þær eru allar skemmtilegar og það verður gott að búa að þessari þekkingu í fram- tíðinni," segir Eva Dögg Benediksdótt- ir, sem lauk stúdentsprófi í Mennta- skólanum í ReyHjavík síðastliðið vor og stundar nú nám í Hússtjómarskól- anum. „Ég vildi ekki byrja í háskólanum strax og ákvað þess vegna að taka önnina hér. Vinir mínir og ættingj- ar ráku upp stór augu þegar ég sagði þeim af þessu en núorðið eru flestir sáttir og flnnst þetta bara gott framtak," segir Eva Dögg. Vefnaður, saumaskapur og hekl leika nú í höndunum á Evu Dögg og hún segist hafa lært mjög mikið í elda- mennsku. „Stundaskráin er mjög þétt og okkur fellur sjaldnast verk úr hendi. Það er frábært að læra að elda góðan mat, en hér er áherslan lögð á að kenna okkur grunnaðferðimar héma og ég er langt komin með að ljúka við skímarkjól - nokkuð sem mig hefði ekki órað fyrir að ég gæti. Nú sit ég ásamt stelpunum á hverju kvöldi við saumaskap og stærstur hluti helganna fer líka í þetta. Handavinnukennarinn heimsækir okkur oft um helgar og það hleypir auðvitað kappi í mannskapinn. Við förum lítið út á kvöldin, sitjum frek- ar og saumum," segir Ásta. Námið gengur vel og Ásta er hæstánægð með heimavistina. „Þetta er óskaplega góður hópur og það fer vel á með okkur. Það er al- veg öruggt að ég eftir að senda allar systur minar hingað.“ Arkitektúr er sú námsgrein sem helst heillar Ástu í framtíðinni en aðspurð um hvort hún gæti hugsað sér að vera heimavinn- andi hús- móðir segir hún það vel mögulegt. „Ég yrði vonandi myndar- leg hús- freyja," segir Ásta Þorgils- dóttir. -aþ Margrét Stefánsdóttir skólameistari: Fá mikið út úr náminu Margrét Stefánsdóttir er skóla- meistari Hússtjómarskólans og kennir þar flestar bóklegar greinar. Auk hennar era þrír kennarar við skólann, í matreiðslu, hannyrðum og vefiiaði. „Bandalag kvenna keypti húsið árið 1940 til að reka í því húsmæðraskóla,“ segir Margrét en bandalagið rekur skólann nú með styrk frá ríkinu. „Stúlkumar koma hingað af öllu landinu og þær fá heilmikið út úr nám- inu hér.“ Að sögn Margrétar fá þær t námið metið inn í framhaldsskólana. Mest fá þær metið inn í Verkmennta- skólann á Akureyri og Menntaskólann i Kópavogi þar sem era brautir þar sem námsgreinar Hússtjómarskólans era kenndar en einingamar fá þær líka metnar sem val. Nemendur skólans era á ýmsum aldri. „Þær yngstu koma beint úr : grunnskólanum. Sumar þeirra era bráðþroska og nýtist námið vel en öðr- um ekki eins vel. Það er nokkuð al- gengt að þær komi þegar þær era hálfnaðar með framhaldskóla og svo koma alltaf nokkrir stúdentar." Á var mjög duglegur, gerði allt eins og stelpum- ar, saum- þrítugt. „Ein er komin með tvö böm og hefur alltaf langað að koma. Hún er utan af landi svo hún er að fara heim um helgina, hefur ekki séð bömin sin í heilan mánuð." Strákar era fremur sjaldséð- ir í skólanum. „Sá sem var héma síðast var hér fyrir einu ári. Systur hans höfðu verið hér lika og hann aði út og allt. Að vísu náði hann sér svo i konu hér.“ Námið hefur breyst I upphafl stóð námið í Hússtjómar- skólanum heilan vetur. „Fjórðungur nemendanna var þá alltaf í ræstingu, þá var þvegið hér og skrúbbað allan daginn, meira að segja þveginn per- sónulegur þvottur nemendanna og þá var líka kennt fram á kvöld." Ailir nemendur vora þá í heimavist, líka þær sem bjuggu í Reykjavík og þær máttu ekki fara heim til sín nema á nokkurra vikna ffesti þannig að aug- ljóst er að þama hefúr rikt gamall stúlknaskólaagi. „Nú er þetta bara eins og þær séu heima hjá sér. Þær era all- ar með lykil en þurfa að gera grein fyr- ir ferðum sínum." Meðan blaðamaður sat hjá Margréti Eldhúsverkin Stelpurnar sinna bakstri og eldamennsku á degi hverjum. kom nemandi í gættina og spurði hvort kærastinn hennar mætti gista um helgina og fékk hún til þess góðfús- legt leyfi. „Ef þær era hringtrúlofaðar og einar í herbergi er ekki ástæða til að koma í veg fyrir það,“ segir Mar- grét. Margrét segir skólann halda í heiðri gömul gildi í heimilisrekstri en þó fylgjast með tímanum. Hún segir áherslu vera lagða á grunnaðferðir, t.d. í matargerð og þannig verði nem- endumir færir í flestan sjó í eldhús- inu. -ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.