Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 31
31 LAUGARDAGUR 4, NÓVEMBER 2000_________________________________ lov __________________________________________________________________________Helgarblað Hópuinna sem skilar árangri! Hin vinsælu unglinganámskeið Gauja litla Upplýsingar og skráning í síma 561 8585 og 561 8586 Innifalið er: Vigtun, aðhalds- og umræðu fundir, ítarleg kennslugögn, matarupp- skriftir, matardagbækur, leiðbeiningar varðandi fæði, fræðsludagur, fyrirlestrar, bolur, brúsi, óvissuferðir og margt fleira. „Ef ég get það, þá getur þú það líka" Pamela í hnapp- helduna á ný Hin íðilfagra Pamela Anderson, leikkona- með meiru, er afskaplega ástfangin þessa dagana. Eins og þeir sem fylgjast með ferli hennar muna eflaust var hún illa gift rokkaranum og sukktröllinu Tommy Lee sem barði hana eins og harðfisk og hag- aði sér eins og svín. Pamela gafst á endanum upp á honum og lét hann róa og töldu flestir að farið hefði fé betra. Pamela hefur á ný fundið ástina í þýsku ofurfyrirsætunni Marcus Schenkenberg. Schenkenberg ræddi ítarlega um ástarsamband þeirra nýlega við hóp þýskra blaðamanna og lá ekki á þeim skoðunum sínum að þau hjúin ættu að ganga í heilagt hjónaband. Hann lýsti þeirri skoð- un sinni að Pamela væri fallegasta, frægasta og kynþokkafyllsta kona heimsins í dag. Þetta er yfirlýsing sem margir gætu án efa skrifað und- ir. Schenkenberg sagði einnig að hann og Pam langaði til að eignast böm. Þau verða án efa falleg þó að eitthvað annað skorti kannski. Spelling Tori Spelling er nokkuð þekkt leik- kona en einkum er það fyrir leik henn- ar í hinni vinsælu þáttaröð Beverly Hiils 90210. Þar var fjallað um vanda- mál hinna ungu og ríku af sérstakri nærfæmi og innlifun. Sá skuggi hvíldi alltaf yfir leikferli fröken Spelling að þótt hún léki eins vel og hún gat slettu gagnrýnendur í góm og sögðu að hún hefði bara fengið hlutverkið gegnum kliku. Vissulega gefur góð var það rétt að framleiðandi þáttanna, hinn sterkefnaði Aaron Spelling, er faðir hennar. Henni þótti hart að þurfa að gjalda þess en fékk ekki að gert. Menn vora stöðugt að rifja það upp þegar faðir hennar flutti inn snjó svo hún gæti upplifað hvít jól í Hollywood. Fröken Spelling hefur nú snúið baki við leikferli sínum um hríð og heldur úti ráðgjafarþjónustu á Netinu þar sem hún svarar ungum stúlkum sem ráð eiga erfitt með að ákveða í hvaða skóla þær eigi að fara eða hvort þær eigi að fara í bijósta- stækkun eða ekki. Tori Spelling er hætt að leika í Beverly Hills 90210 og hefur gerst vandamálaráö- gjafi á Netinu. Vikuna 6. -10. nóvember verður Heilsugarður Gauja litla með 8 vikna aðhald fyrir þá sem vilja ekki inn á líkamsræktarstöðvar. Þessir lokuðu aðhaldshópar byggja á fræðslu og hreyfingu. Vinir í víðáttu er leynifélag, eingöngu ætlað karlmönnum, sem hefur það markmið að minnka félagsmenn á velli og stækka andlegt atgerfi þeirra. Valkyrjur í vígahug er sjálfstyrkingar- hópur fyrir konur sem kalla ekki allt ömmu sína og eiga það sameiginlega markmið að vilja fræðast um varan- legar lausnir í baráttunni við vambar- púkann. Getnaðarvarnir Guðs 'C' 7. og 9. nóvember hefjast ný nám- skeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16 ára í World Class. í boði eru spinningtímar, taibo, hipp hopp dans, stöðvarþjálfun, leikræn tjáning, styrking sjálfsmyndar og margt fleira. Að námskeiðunum koma fjöldi fagaðila og þekktra gestakennara. REYKJAVÍK - AKUREYRl Pamela Anderson er loks sloppin úr erfiöu hjónabandi en er sennilega á leiö í þaö næsta. þeirri kenningu ákaft hampað að ástin væri sterkasta aflið og þarnæst kæmi hnefinn. Margir trúðu því staðfast- lega, þegar síðróm- antíkin var að flara út, að sambúð yrði ekki á öðrum grunni byggð en ástinni. Hjónabandssæla væri óhugsandi nema fólk væri „ástfangið“, einsog það var kallað. Mamma mín var svo hörð í þessum efnum að hún sagði að maður og kona gætu ekki búið saman nema „elskast". Amma hélt því afturámóti fram að hjónabandssæla væri fólgin i því að kallinn skaífaði vel. Þetta var á þeim árum þegar enn var ekki búið að finna sálina, sálfræði þessvegna ekki til og svartnættismyrkur fáviskunnar grúfði yfir landslýð, sem að vísu var mestanpart læs og skrifandi en galt þess að enn var félagsfræð- in í frumbernsku og ekki handbær fyrir þá jóna og guddur sem þyrsti i að fá einhvern botn í lífið og til- veruna. Enda var viðkoman ógnvænleg. Afturámóti eru allir í dag orðn- ir læsir og skrifandi og í því að reyfa og rannsaka tíðni sam- fara. Raunar er nýleg niður- aða einnar slíkrar rannsóknar að það sem mestu máli skipti í samlífi karls og konu sé „tilfinningaleg nálægð“. Kynlif var ekki einusinni inní dæminu hvað þá gamla úrelta lumman „ást“. Þetta hefði nú einhverjum þótt þunnur þrettándi í dentíð. Niðurstaða rannsóknarinnar var svona: -...„ef fólk er andlega, félagslega og líkamlega hraust er það betur í stakk búið í hjúskap en ella og farsælt hjónaband byggist á sjálfs- mati, sjálfsvirðingu gagnvart eigin persónu og hjónabandinu sem slíku og fiölskyldunni. Ennfremur á ákveðnum reglum sem hjónin eru sammála um og samstillt varðandi sveigjanleika, samtöl, opin tjáskipti og traust". Þetta gæti nú verið náttúru- vænna. Er nema von að mannskapur- inn sé orðinn náttúrulaus? Það er búið að gleyma ástinni. Flosi Það er afar algeng skoðun í hópi hugsandi manna að mesta vá sem blasir við jarðarbúum i dag sé offjölgun mannkynsins. Þó að blessaður skaparinn hafi verið ólatur við að skaffa jarðar- búum pestir og plágur, náttúru- hamfarir og styrjaldir, einsog til að halda fiölguninni í skefium, er einsog hann hafi ekki undan að fiarlæga þá sem fyrir eru þegar nýir koma í heiminn. Meiraðsegja eru gamalmenni, að því er mér skilst, hætt að drep- ast. Þó er einsog manni finnist stundum að almættið sé að ná tök- um á vandanum, að minnsta kosti hér á Vesturlöndum. Aðferðin er einföld en áreið- anlega vænleg til árangurs. Að slæva fíknir og losta mannskepn- unnar svo viðkoman minnki. Þarna hefur skaparinn séð sér leik á borði. Náttúrulaust mann- kyn fækkar sér sjálfkrafa. Og þó einhver hafi einhvern tímann sagt að vegir guðs séu órannsakanlegir sá ég þó í gegnum hann i þetta skipti. Aðferð skapara himins og jarð- ar var að mínum dómi sú að losa blessað mannfólkið undan fargi kynhvatarinnar með því að leiða huga þess að hinum fræðilegu þáttum mannlegs atferlis; sálar- Flosi fræði, félagsfræði, hópefli,grúppu- vinnu, samkynhneigð, fákyn- hneigð, einkynhneigð, nöldri, leið- indum, kórstarfi, bindindi og öðru því sem er vænlegt til að gera fólk fráhverft kynlífi. Ekki verður betur séð en þetta hafi tekist. Barneignum fækkar á Vesturlöndum og viðkoman hefur stórminnkað hér á landi. Ég er nú bara svona að segja þetta vegna þess að um þessar mundir verður varla þverfótað fyrir fræðilegri sál og félagslegri kynfræðslu í öllum helstu fiöl- miðlum þjóðarinnar - langir sjón- varpsþættir um kynferðislegt jafn- ræði, brátt og seinkandi sáðlát, fullnægingarkvíða og frammi- stöðukvíða, sálfræðilegt kynferði, líkamlegt kynferði og aðrar trakt- eringar í þessa veruna. Ég held að meiningin sé að drepa fólk úr leiðindum ef ekki tekst með náttúruleysi að koma í veg fyrir getnað. Satt að segja veit ég ekki hvort allir eru orðnir náttúrulausir af þessu andskotans rausi eða hvort náttúruleysið er orsökin að þess- ari síbylju, sem yrði auðvitað - ef allt lukkaðist verulega vel - til þess að forsjóninni tækist ætlun- arverk sitt að hagræða svolítið fyrir manninn á jörðinni með þvi að útrýma honum. Þegar ég var krakki - á ofan- verðu rómantíska tímabilinu - var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.