Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
Skoðun DV
Ferjur og flóa-
bátar úr umferð
fer Herjólfur sömu leið?
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur
- Samskip tekuryfír.
Ferðu oft til tannlæknis?
Guðrún Þorleifsdóttir nemi:
Mjög sjaldan, þaö er ekkert
sérlega gott.
Pétur Hansson nemi:
2 sinnum á ári og þaö er ekkert
sérlega vont.
Þórður Viggósson nemi:
Ég fer í árlegt tékk og er einmitt aö
fara á föstudaginn.
Þórir B. Sigurðarson klippari:
Já, en ég hef aldrei fengiö
skemmda tönn.
Ólafur Ingi Skúlason flugmaður:
Ég fer þegar ég þarf þess en mér
finnst þaö ekkert sérlega vont.
Tómas Huldar Jónsson módel:
Ég hef aldrei fengiö skemmda tönn.
Magnús Gunnarsson
skrifar:
Það er skaði að dottinn skuli nið-
ur áhugi á rekstri flóabáta og skipa
fyrir farþega og vörur, í kringum og
til og frá landinu. Gullöld slíkra
skipa hér var á 6. og 7. áratugnum,
þegar landsmenn áttu og ráku ekki
færri en 4 farþegaskip sem þjónuðu
landsmönnum með siglingum við
landið vestan- og norðanvert svo og
í kringum land, auk flóabátanna, á
Breiðafiröi, ísafirði og milli Akra-
ness og Reykjavíkur. Þessu til við-
bótar sigldu svo Gullfoss Eimskipa-
félagsins og Dronning Alexandrine
milli Reykjavíkur og Danmerkur og
Bretlands. Síðan fylltust menn óróa
og vildu komast ferða sinna loftleið-
is undir kjörorðinu „Fljótt, fljótt,
sagði fuglinn" - löngu fyrir daga
samnefndrar skáldsögu Thors Vil-
hjálmssonar.
En hvað er það sem hindrar ey-
þjóð norður í Ballarhafi að eiga og
reka farþegaskip til innanlands-
flutninga svo og frá landinu? Nú er
íslendingum vísað á Norrænu hina
færeysku vilji þeir komast sjóleið-
ina frá landinu, og það frá Seyðis-
firði. En hver vill aka sandana
mjúka alla leið frá Reykjavík eða
þéttbýlinu hér suðvestan lands alla
þá leið?
Herjólfsmálið svokallaða minnir
óþyrmilega á þegar rekstri Ríkis-
skipa var hætt, svo til eina nóttina,
og boðað var til fundar á Hótel Sögu
þar sem starfsfólki, og einkum skip-
verjum, var lofað störfum hjá Sam-
skipum. Allir flutningar áttu að fara
Þorvaidur Olafsson
(110844-4179) skrifar:______________
í DV 7. nóv. sl. spyr Pétur H.
Blöndal alþm., bersýnilega hneyksl-
aður og af nokkrum þjósti: „Hvers
vegna geta kennarar ekki unnið allt
árið og verið á vinnustað sínum all-
an daginn og verið með lifeyrisrétt-
indi eins og annað fólk?“ Pétur er sá
alþingismaður sem er þjóðkunnur
m.a. fyrir árangurslitla leit að bág-
stöddum meðal aldraðra og öryrkja
- þeirra sem hvorki hafa spillt efn-
um sínum með óráðsíu né drykkju-
skap - en sitja samt í fyrirrúmi
Framsóknar þar sem náðarsól Sjálf-
stæðisflokks skín á þá.
Vert er að benda á að hér spyr
þingmaður Reykvíkinga, sem ásamt
öðrum þingmönnum hverfur af
„Hvað er það sem hindrar
eyþjóð norður í Ballarhafi
að eiga og reka farþegaskip
til innanlandsflutninga svo
ogfrá landinu?“
fram á vegakerfinu og í flugi. Og sú
hefur verið stefnan æ siðan.
Markmiðið hefur verið að fækka
íslenskum skipum til farþegaflutn-
inga.
Horfín er Akraborgin, horfið er
Fagranesið á ísaflrði, og stefnt að
því að Breiðafjarðaferjunni Baldri
verði lagt. Og hver veit hve lengi
„Þótt fyrmefndur Pétur
muni ekki vera fundvís
maður er hann þó talinn
reikningsglöggur og œtti
því ekki að verða skota-
skuld úr því að bera saman
lífeyrisréttindi alþingis-
manna og framhaldsskóla-
kennara. “
vinnustað sínum um það leyti sem
sauðburður hefst á vorin (áður en
vorönn lýkur í framhaldsskólum)
en snýr svo aftur til vinnustaðar í
vetrarbyrjun að loknum heyskap,
göngum og slátrun (löngu eftir að
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur
verður í siglingum eftir að rekstur-
inn var fluttur frá Eyjum til Reykja-
víkur? Jafn líklegt er að einn dag-
inn verði tilkynnt að rekstri Herj-
ólfs verði hætt, hann sé tíma-
skekkja, og farþegar til og frá Eyj-
um vinsamlega beðnir að nota flug-
ið. - Og fragtin með Samskipum.
Hvað segja menn þá? Láta það
yfir sig ganga eins og annað? Rétt
eins og að fólk er skikkað til að
vakna klukkan fimm, fjögur eða
fyrr að morgni til að ná morgun-
flugi til Evrópu! Já, hvað segja
menn yfirleitt um aumingjaskapinn
í íslendingum? Er það þá satt sem
þeir segja um landann?
haustönn er hafin í framhaldsskól-
um). Þá gerir alþingismaðurinn
býsna drjúg hlé á störfum sínum á
vinnustað um jól og páska því að
bústörfm kalla, bæði tilhleypingar
og gegningar.
Þótt fyrrnefndur Pétur muni ekki
vera fundvís maður er hann þó tal-
inn reikningsglöggur og ætti því
ekki að verða skotaskuld úr því að
bera saman lífeyrisréttindi alþingis-
manna og framhaldsskólakennara.
Vill ekki einhver starfsmanna Al-
þingis finna nauðsynleg gögn handa
Pétri svo að hann geti farið að
reikna eitthvert kvöldið þegar hann
er búinn að sitja fundi Alþingis all-
an daginn? - Ég treysti DV til þess
að ljá honum rúm fyrir niðurstöð-
urnar.
Flokkum til
framtíðar?
Karen skrifar:
Inn um bréfalúg-
una hjá mér var
hent inn plakati frá
Sorpu með yfir-
skriftinni Flokkun-
artafla - Flokkum
til framtíðar. Þar
var kennt hvernig
maður skyldi flokka
sorpið á heimilinu
og nánar tilgreint
hvað á að vera í hverjum flokki - allt
frá bylgjupappa til skótaus og hjól-
barða. Ekki óskýr bæklingur og nokk-
uð vel upp settur. En, guð hjálpi
manni! Er þetta framtíðin? Á nú að
fara að skikka okkur til að flokka
sorpið eins og þeir gera í Svíþjóð. Ég
myndi aldrei gera þetta sjálfviljug. Og
ég er viss um að þá yrðu menn skyld-
aðir til að kaupa tilskilda poka eða
tunnur. Nóg er að greiða fyrir sorp-
tunnurnar. Þetta er ekki til fagnaðar
hér á landi. Höldum núverandi fyrir-
komulagi og látum það nægja.
Gott hjá Ólafi
Reykvisk kona sendi þennan pistil:
Ég get nú ekki lengur orða bundist
yfir hræsni þeirra sem gagnrýna það
að forseti okkar tekur unnustu sína
með í ferðalög til útlanda. Hvað á
svona yfirdrepskapur að þýða nú á
tímum? Er ekki bara nóg að þau hafa
ákveðið að eyða ævinni saman? Þó
kirkjan hafi einhvem timann troðið
þvi inn i kenningu sína að fólk þurfi
hennar blessun og samþykki til að
sofa saman þá er það orðið úrelt.
Þetta gerði kirkjan eingöngu til að
ráða yfir fólki. - Gott hjá Ólafi Ragn-
ari að sýna að við á íslandi erum ekki
múlbundin á þennan hátt.
Kennarar í vörn
Gisli Magnússon skrifar:
Kennarar í
framhalds-
skólum hafa
stigið örlaga-
ríkt skref
með því að
fara í verk-
fall, því eng-
inn veit
hvort það
stendur leng-
ur eða skemur. Það mun hins vegar
vera almannarómur að verkfallið sé
afar óvinsælt svo vægt sé til orða tek-
ið. Ríkið hefur ekki tök á að semja við
kennara á þeim nótum sem þeir setja
á blað. Langt í frá. Kennarar virðast
nú hafa fengið bakþanka af öllu sam-
an og segjast ekki vilja útiloka
skammtímasamning. Vonandi lýkur
verkfallinu brátt á einhverjum þeim
grunni sem tryggt getur eðlilegt skóla-
hald nú þegar. Að öðrum kosti verður
ástandið óviðráðanlegt. Kennarar eru
ábyrgir fyrir því.
Hún gat séð af
hundsfylli
Kristín Árnadóttir skrifar:
„Hún gat séð af hundsfylli / hún gat
léð eitt rúmbæli / hún var kona hress
við veg / hún var kona rausnarleg." -
Þessi húsgangur að vestan kemur oft
upp í hugann þegar maður les um
menn sem eru að „gefa“ einhverjar
smágjaflr til líknarmála, tækjakaupa
og það með „pompi“ og „prakt“,
myndbirtingu og tilheyrandi. Því gefa
ekki máttarstólpar þjóðfélagsins, fyr-
irtæki og aðrir góðærisprelátar eitt-
hvað umtalsvert til líknarmála t.d.
svo að gagn sé að? Margir bíða enn
eftir Samherjamanninum hólpna sem
seldi sinn hlut á „réttum" tíma. Og
fleirum sem rakað hafa saman fé á
lotteríi og lausagangi fjármálanna,
allt á kostnað þjóðfélagsins í heild. -
Jæja, þeir um það, en stórmannlegir
eru þeir ekki.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11,105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Dagfari________________________________________________________________________________
Ólýðræðislegur fáránleiki
„Það þarf að kenna þessu liði aö vinna,“
sagði einn örfárra góðvina Dagfara þegar
fregnir bárust af „ekki“-úrslitum bandarísku
forsetakosninganna í vikunni. „Svo kunna
þessar hálfvitar ekki einu sinni að telja. Að
þeir skuli ekki skammast sín að kalla þessa
hörmung lýðræðisþjóðfélag." Þetta er eflaust
sá tónn sem heyra má víða hjá fólki sem
furðar sig á vandræðagangi Ámeríkana við
að fá botn í forsetakjör sitt.
Það sem sómakæra íslenska kjósendur furð-
ar kannski mest er að atkvæðamagn skipti
hreint ekki öllu máli varðandi það hver verði
kjörinn til að sitja sem forseti í húsinu hvíta
næstu fjögur árin. Þannig geti A1 Gore hæg-
lega lotið í lægra haldi þrátt fyrir að hafa um-
talsvert fleiri kjósendur á bak við sig en keppi-
nauturinn Bush. Reyndar hafa íslenskir kjósend-
ur örlita reynslu af slikum vitleysisgangi og hafa
margsinnist horft upp á Framsóknarflokkinn fá
miklu fleiri þingmenn í kosningum en kjörfylgi
flokksins segir til um. Þar er reglum um skipt-
ingu þingmanna eftir kjördæmum um að kenna.
Ameríkanar eru bara svo miklu villimannslegri í
slíkum útreikningum. Ef Bush hlýtur t.d. örlítinn
meirihluta atkvæða í sólarríkinu Flórída, þá
fylgja allir þingmenn kjördæmisins með í kaup-
Þó að Sovétmennimir gömlu hafi ef til
vill skrifað sjálfir á alla atkvæðaseðl-
ana með vodkaglasið í annarri hendi,
þá kunnu þeir allavega að telja og
leggja saman, öfugt við Ameríkanana.
bæti. Þar gildir lögmálið allt eða ekkert. Reyndar
virðist allt velta á úrslitum í þessu merkilega
ríki. Þar er þegar búið aö telja í tvígang á vélræn-
an hátt, en enn bíður heimurinn spenntur eftir
úrslitum. Þrátt fyrir allt er löngu ljóst að A1
Gore er með mikið meira fylgi á landsvísu en
Bush, það skiptir bara ekki máli. í Banda-
ríkjunum líkt og á íslandi eru það reglurnar
sem gilda. Hafi menn ákveðið að búa til
hringavitlausar reglur um kjördæmakerfl, þá
gilda þær hvað sem tautar og raular og hvað
sem allri skynsemi líður.
Ekki er laust við að góðvinur Dagfara
hafi fengið vægt áfall, ef ekki snert af „bráð-
kveddu", yfir að í fyrirmyndarríkinu í
vestri skuli hið „lýðræðislega" kosninga-
kerfi vera jafn fáránlega ólýðræðislegt og
raun ber vitni. Svo voru þessir ágætu menn
vestur þar að gera grín að kosningum i Sov-
étríkjunum sálugu, þar sem forkólfamir
voru iðulega með sín 99% atkvæða í kosingum.
Þar gilti þó allavega á pappírunum reglan um að
meirihlutafylgi þyrfti til að forseti næði kosn-
ingu. Þó Sovétmennirnir gömlu hafi ef til vill
skrifað sjálfir á alla atkvæðaseðlana með vod-
kaglasið í annarri hendi, þá kunnu þeir allavega
að telja og leggja saman, öfugt við Ameríkanana.
Þetta gerðu þeir skammlaust þó vel slompaðir
væru - og voru ekki lengi að því.
Spyr sá sem ekki veit
-SQRFA^:
Bæklingur
frá Sorpu
Guö hjálpi
manni, er þetta
framtíöin?
Krakkar í MR
Læra þrátt fyrir verkfall.