Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Hallur Hallsson segir bjartsýni ríkja um að Keikó aðlagist öðrum háhyrningum: Keikó gæti þó þurft að fara aftur til útlanda - ef vísindaverkefnið heppnast ekki - þó ekki útilokað að hann verði hér áfram Hallur Hallsson segir að banda- rísku vísinda- mennirnir sem sjá um Keikó í Klettsvík séu bjartsýnir á að hann muni aðlag- ast öðrum há- hyrningum á næsta ári. Fari hins vegar svo að það takist ekki sé allt eins mögulegt að dýrinu verði komið fyrir í sjó annars staðar í heiminum þangað til það deyr, eins og samtökin hafa skuldbundið sig til að gera gangi verkefnið ekki upp eins og skyldi. Hallur segir þó ekki loku fyrir það skotið að Keikó verði áfram hér á landi. Hallur segir að farið hafi verið með Keikó 40 sinnum út frá Kletts- vík i sumar og í 10 skipti hafi hann Óvissa um Keikó Bjartsýni er um að Keikó muni aölagast öörum há- hyrningum á næsta ári. Fari hins vegar svo aö þaö takist ekki sé allt eins mögulegt aö dýrinu veröi kom- iö fyrir í sjó annars staöar í heiminum. komist í námunda við aðra háhyrninga. „Eitt skiptið komum við að háhyrninga- vöðu og tvær kýr tóku sig út úr hópnum og syntu á eftir Keikó. Hann synti á undan þeim en kom svo til baka að bátnum," sagði Hallur. Keikó synti samtals hátt í þúsund kílómetra um- hverfis Vestmanna- eyjar í sumar. „Það er gott hljóð í mönnum um að það takist að aðlaga Keikó öðrum háhyrningum næsta vor. Menn hafa verið að vinna úr fjölda rannsókna sem hafa nú verið gerðar í fyrsta sinn hér við land. Til dæmis hafa ferðir háhyrninga og hvala við Vestmannaeyjar verið ná- kvæmlega kortlagðar úr þyrlu. Einnig hafa hljóð verið mæld og líf- sýni tekin úr háhyrningum. Þó að menn séu vongóðir er þetta auðvit- að ekki einfalt mál, það vissu allir fyrir fram,“ sagði Hallur. Hann segir að vissulega hafi Vestmannaeyjar verið heppilegur staður fyrir Keikó siðustu rúm tvö ár þó svo að þar geti veðurfar og straumar orðið með hreinum ólík- indum. Því sé ekki ólíklegt að Keikó verði fundinn annar staður verði menn að horfast í augu við að vís- indaverkefnið heppnist ekki - sennilega erlendis þar sem veður- far er hagstæðara - hins vegar hafi ekkert verið ákveðið enn í þeim efnum. -Ótt Bretland: íslendingar farnir að skáka Norðmönnum Samkvæmt breskum innflutn- ingstölum eru íslendingar orðnir fremri Norðmönnum í útflutningi á fiski til Bretlands og þótti mörgum kominn tími til að verða Norðmönn- um fremri á einhverju sviði. Norðmenn fluttu alls tæplega 70 þúsund tonn af fiski til Bretlands á árinu 1998 en í fyrra var magnið komið niður i rúm 66.600 tonn. ís- lendingar hafa á sama tima aukið útflutning til Bretlands úr tæpum 58.500 tonnum i rúm 66.800 tonn. Sagt er að ein af ástæðunum fyr- ir þessari þróun sé gott aðgengi ís- lendinga að strandveiðum á góðum þorski en Norðmenn veiði aðallega smáan þorsk í Barentshafmu. Þá er einnig bent á það á breskum flsk- veiðivefum að Norðmenn verði að vara sig á íslendingum á saltfisk- mörkuðum á Spáni og í Portúgal þar sem íslensku framleiöendumir hafi mjög sterka stöðu. -DVÓ DV-MYND ÓMAR JÓHANNESSON Dæluhúsiö Þaö er fallegt, útsýniö viö nýja dælu- húsiö i Sauraskógi, og þaöan berst Hólmurum gnægö af neysluvatni. Vatnsleysi Hólmara senn úr sögunni DV, STYKKISHÓLMI: Vatnsleysi í Stykkishólmi heyrir sögunni til á næstu dögum. Nýja dælustöðin fyrir neysluvatn Hólmara klárast á allra næstu dögum. Bygg- ingin hefur verið afhent en eitthvað stendur á stjómtækjum í stöðina. DV fór í vettvangsferð upp í Sauraskóg á dögunum. í samtali við Þorberg Bær- ingsson, trésmið sem hafði með verkið að gera, kom fram að hann byrjaði á húsinu 4. október. Með tilkomu nýrrar dælu á vatns- lögninni mun vatnsrennsli inn í bæ- inn aukast um 50 til 60 tonn á klukku- stund. Högni Bæringsson bæjarverk- stjóri sagði í samtali við DV að von- ast væri til að dælan yrði tilbúin um miðjan nóvember. -DVÓ/ÓJ Próflestur á þingi Stúdentar viö HÍ eru aö hefja próflestur haustannar þessa dagana. Stúdentar í Röskvu, samtökum félagshyggjufólks, ákváöu í staö þess aö þurfa aö slást um lesborö í skólanum aö hefja sinn próflestur á þingpöllum Alþingis á þriöju- dag. Meö því vildu þeir mótmæla aöstööuleysinu í skólanum og ítreka kröfur stúdenta um aukafjárveitingu til þygg- ingaframkvæmda viö skólann. Storaukinn utflutningur a ounnum þorski: Menn tregir til að skoða breytingar - segir Steingrímur J. Sigfússon DV, AKUREYRI:______________________ „Þetta virðist vera að sigla í sama farið og var fyrr á árum, en þá var reyndar veitt miklu meira af þorski. Það er auðvitað varhugavert ef þessi þróun gengur út i öfgar og ís- lensku fiskvinnsluna fer að skorta hráefni í stórum stil eins og ég er hræddur um að sé farið að gerast," segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, um þá gífur- legu aukningu sem orðið hefur á út- flutningi á óunnum þorski á síöustu árum. Eins og fram kom í DV hefur sá útflutningur aukist úr um 2 þús- und tonnum fískveiöiáriö 1995-1996 í um 10.500 tonn á síðasta fiskveiði- ári. Steingrímur segir að ofan á þetta bætist einnig treg aflabrögð um þessar mundir. „Ég var mjög efms um þá ákvörðun sjávarút- vegsráðherra að lækka kvótaálagið vegna útflutn- ings á óunnum fiski og taldi það ekki gæfuspor. Það virkaði m.a. þannig á mig að það væri ekki beint til þess fallið að halda fisk- vinnslunni hér í landi eða styðja við hana. Ferskfisk- markaðir geta þó, vel að merkja, verið það hagstæðir að freistandi sé að sinna þeim jöfnum höndum en þessi þróun sem verið hefur er alls ekki æskileg. Það væri æski- legra að stýra þróuninni inn á fersk- an unninn fisk og reyna að há- marka verðmætið þannig.“ - Er ekki sjálfsagt að láta erlendu fiskvinnsluna bjóða i þorskinn á mörkuðum hér heima þar sem innlenda fiskvinnslan sæti við sama borð? „Það er ein krafan sem ég hef talið eðlilega, að all- ur fiskur sem ekki færi beint til vinnslu hjá sama aðila hér innanlands, held- ur skipti mn hendur, færi á markað hér. Ef þessi þróun sem nú er uppi heldur áfram ættu menn að skoða það alvarlega. En menn hafa yflrhöfuð verið tregir til að skoða einhverjar breytingar á þessum málum öllum," segir Steingrímur sem segist hafa í hyggju að skoða þetta mál betur og hafi fullan hug á að ræða það við ráðherra. -gk Steingrímur J. Sigfússon hefur fullan hug á aö ræöa máliö viö ráöherra. _______..Unisjör.: Hörður Kristiánsson netfang: sandkom@ff.ls Guðmundur vondur! Til harka- legra orða- skipta kom á miÍLi þriggja formanna i landssam- ; banda á þingi ASÍ skömmu fyrir hádegi í gær. Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, kom í ræðustól á ASÍ-þingi skömmu fyrir hádegi og lýsti yflr að hann gæfi ekki kost á sér í miðstjóm eða til annarra trúnaðarstarfa innan ASÍ sem kos- ið er í á þinginu. Gagnrýndi hann Finnbjöm Hermannsson, for- mann Samiðnar, og Magnús L. Sveinsson, formann VR, harka- lega. Gárungar segja að á meðan Guðmundur las mönnum pistilinn hafi ýmsir litið í kringum sig og kíkt eftir hvort tryggilega væri gengið frá dyrabúnaöi, minnugir hurðaskella formannsins í Karp- húsinu í vor... Guðsgjöf Reykvíking-1 ar fengu á ný apótek i Kvos- ina þegar [ Ingibjörg Sól- rún Gísla- dóttir borgar-1 stjóri opnaði [ nýja lyfja- verslun undir I merkjum fyr- [ irtækisins Lyf & heilsa í Austurstræti í gær. Margir fagna þessu framtaki, enda búið að leggja gömul og rótgróin apótek í miðbænum undir verslan- ir og veitingastað. Gárungar telja þó að engir fagni þessu eins inni- lega og rónar bæjarins. Þeir séu nánast grátklökkir yfir framtakinu. Þetta sé hrein guðsgjöf og borgar- stjóri hafi komið sem frelsandi eng- ill. Nú þurfi þessir heiðursménn ekki lengur að arka langa vegu til að sækja hóstasaftina og sprittið... 80% á móti Merði Pressan á Strik.is er með í gangi skoöanakönn- un um þá ákvörðun út- varpsráðs að íslensku keppendurnir í Eurovision eigi að syngja á íslensku. Spurt er: Ertu sammála ákvörðun út- varpsráðs að íslensku keppendurn- ir í Eurovision eigi að syngja á ís- lensku? Nær þúsund manns höfðu tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um miðjan dag í gær og er niðurstaðan afgerandi. Aðeins 20,0% eru sam- mála ákvörðuninni, sem runnin er undan rifjum Marðar Árnasonar, en 80,0% á móti. Eurovision-áhuga- menn telja víst að með þessu afreki sínu í útvarpsráði hafi Möröur rústað sína pólitísku framtíð... Ráðherra ekki við Um 60 fram haldsskóla nemar voru í setuverkfalli í fjármálaráðu- neytinu í Arn- arhvoli í gær til að sýna stuðning i kjarabaráttu kennara. Það _______ mun hins vegar. lítt hafa truflað vinnu Geirs H. Haarde fjármálaráðherra sem var hvergi nálægur. Hann var ekki einu sinni á landinu en gárungar herma að hann hafi stungið sér upp i flugvél nokkru áður en nem- amir mættu og glotti nú út í ann- að í fjarlægu landi. Hann kæri sig þvi kollóttan yfir mótmælasetunni, svo framarlega að unga fólkið verði farið heim þegar hann kem- ur til baka...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.