Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000_________________________________________________________________________________________ I>v Útlönd Sviptingar á loftslagsráðstefnunni í Haag: Evrópa snýr við blaðinu og gagnrýnir Bandaríkin Evrópusambandsþjóðir og um- hverfissinnar gagnrýndu Bandarík- in harðlega í gær fyrir að vilja nota skóga heimsins til að soga til sín gróðurhúsalofttegundir í stað þess að draga úr losun heima fyrir. Fulltrúar ESB á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag höfnuðu tillögu Bandaríkjanna um að nota skóglendi sitt í þessum til- gangi og sögðu að hún jafngilti því að heimsins mesta mengara væru færðar gjafir á silfurfati. Næði tillaga bandarísku fulltrú- anna fram að ganga færu skógar vestra langt með að gleypa þær gróðurhúsalofttegundir sem Banda- ríkjamenn skuldbundu sig til að skera niður á ráðstefnunni í Kyoto fyrir þremur árum. Afstaða Evrópuþjóðanna í gær kom bandarísku fulltrúunum í opna skjöldu. Sömu þjóðir höfðu lýst því yfir daginn áður að sama tillaga Bandaríkjanna væri gott „fyrsta Grænfriðungur í kolabing Grænfriöungar í Hollandi voru í kolaflutningum í gær til aö vekja athygli á nauösyn þess aö ná samkomulagi um útblástur frá bruna jaröefnaetdsneytis. skref' að málamiðlun um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Evrópuþjóðirnar skiptu um skoð- un eftir að hafa farið í saumana á bandarísku tillögunni sem Kanada- menn og Japanir standa einnig að. Umhverfissinnar veittust einnig að Bandaríkjunum og sökuðu þau um að ætla sér að nota skóga Amazonsvæðisins og annað skóg- lendi sem eins konar „skolvaska" fyrir gróðurhúsalofttegundirnar í stað þess að draga úr útblæstri frá verksmiðjum og bifreiðum. Þeir sögðu að tillagan væri ósvíf- in tilraun til að koma vandanum vegna gróðurhúsaáhrifanna yfir á fátæk ríki heimsins og til að koma sér hjá því að hrinda í framkvæmd kostnaðarsömum áætlunum um að draga úr orkunotkun. Tillgan gerir ráð fyrir að auðug lönd geti keypt losunarkvóta frá fá- tækum löndum með næga skóga. John Paul Penrey Fjöldi mannréttindasamtaka haföi mótmælt aftöku hans sem var frestaö í gær. Aftöku þroska- hefts manns í Texas frestaö Hæstiréttur Bandaríkjanna fyrir- skipaði í gær að aftöku þroskahefts manns, Johns Pauls Penrys, í Texas skyldi frestað á meðan fjallað yrði um áfrýjun hans. Taka átti hann af lífi í gærkvöld. Penry, sem er 44 ára, var árið 1979 dæmdur fyrir nauðgun og morð á ungri konu. Hann er sagður með þroska á við 6 ára barn. Penry lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun hæstaréttar en spurði hvort hann gæti ekki samt fengið ostborgarann sem hann hafði pantað fyrir aftökuna. Ósk hans var ekki uppfyllt. Fátækur skóburstari Skóburstarinn ungi var aö störfum í Panamaborg í gær. Þar munu leiötogar Suður-Ameríku, Spánar og Portúgais ræöa um helgina leiöir til aö berjast gegn fátækt barna og misnotkun á þeim. j” ÍTHTÍT® 1 Hógni Hoydal Færeyski sjáifstæöisráöherrann og flokkur hans njóta mests fyigis. Fylkingarnar í Færeyjum jafnar Fylgi stjórnarflokkanna í Færeyj- um og stjórnarandstöðunnar er svo til hið sama, ef marka má skoðana- könnun sem færeyska útvarpið og blaðið Dimmalætting stóðu fyrir. Samsteypustjórn Anfinns Kalls- bergs fengi 50 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú en stjórnarandstöðuflokkarnir fengju 49 prósent. Könnunin leiddi í ljós að Þjóð- veldisflokkurinn, undir forystu Hogna Hoydal, ráðherra sjálfstæðis- mála í landstjórninni, yrði áfram stærsti flokkurinn á lögþinginu. S.Baldurs.ehf IMila 2 manna. Farþegavagn fyrir konuna og börnin. Nila 4 manna. Fyrir Björgunarsveitir, Nila - Rescue vagninn. Með HeatPac-Hitagjafanum, Frank sjúkrabörum. packpulka. NYTT // Farangurskerra, lokað box 180 I. Innfeldur 20 I. bensínbrúsi, hönnuð fyrir hraðakstur. Öhlins gasdempara undir öll mótorhjól og flesta vélsleða. Við verðum á Vetrarlíf 2001 Grjóthálsi 1. 18-19/nóv. A.—A Kaftarbúðir sími 461-5707/869 5205 Siggi Bald. www.sbaldurs.is Ást á fótbolta felldi ráðherrann Samgöngumálaráðherra Þýska- lands, Reinhard Klimmt, varð að segja af sér gær vegna aðildar að fjársvikum knattspyrnuliðsins FC Saarbrúcken. Klimmt var dæmdur til að greiða um 800 þúsund is- lenskra króna í sektir og gat ekki lengur setið í ríkisstjórninni. Klimmt hafði árið 1997 tekið við um 27 milljónum íslenskra króna frá stuðningsmönnum knattspyrnu- liðsins. Var féð bókfært sem greiðsla fyrir ráðgjafarstörf. Málið tengist fjársvikamáli kaþólsku hjálparsamtakanna Caritas á Trier- svæðinu. Þegar Klimmt sagði af sér sat þingnefnd á fundi þar sem rætt var um framhald rannsóknarinnar á leynisjóðum Helmuts Kohls, fyrr- verandi kanslara Þýskalands. Reinhard Klimmt Samgöngumálaráöherra Þýskalands var dæmdur fyrir fjársvikamál. kWREVF/U ij Þegar ballið er að byrja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.