Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 25
------ '■Mr ' — -------- WiF h FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000___________________________________________ I>V Tilvera Selkonan sem átti sjö börn á landi og sjö í sjó Nemendur í 6. bekk A í Rimaskóla eru á leiö til Danmerkur að sýna uppfærslu sína á þjóðsögunni um selkonuna. Ævintýraferð til fæðingarbæjar H.C. Andersens: a eewBOY nua rernai Föstudagskvöldið þann 17-11-2000 kl 22:00 býður Aðalvideóleigan Myndbandagallery í samvinnu við Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, (cowboy hattar rúllukragabolir og jólaskyrtur ( úrvali) og kúrekakrána KLAUSTRIÐ.til haustfagnaðar af tilefni opnunar The Cowboy fiim festival á Aðalvideoleigunni, þar skal mætt kl.22:00 í veitingar, uppákomur gleði og glens sem stendur yfir til kl 24:00 þá verður fjölmennt á KLAUSTRIÐ þar sem verður boðið upp á meiri veitingar, (maður verður að passa sig) fleiri óvæntar uppákomur og kántrý slagararnir verða látnir dynja á mannskapnum þar til litlu hnéin fara að skjálfa og maður bara verður að dansa fram undir morgun P.S. Að sjálfsögðu eiga aiiir að vera f galla í það minnsta með hatt eða fjöður indíánar(stúlkur) og Mexíkanar eru einnig velkomnir be there or be Börn frá þremur löndum hittast í gær fór 6. bekkur A úr Rimaskóla til Óðinsvéa til að taka þátt í ævin- týraverkefni í barnasafninu Fyrtnjet | en þar hittir bekkurinn jafnaldra sína § frá Óðinsvéum og frá Tampere í Finn- landi. Undanfarnar vikur hafa bömin frá Danmörku, Finnlandi og íslandi unn- ið með þjóðsögur myndrænUpg leik- rænt ásamt myndlistarmannfeÍQg leik- ara. Um næstu helgi hittast bekkirnir og sýna ævintýrin sín leikin og mynd- skreytt fyrir gesti barnasafnsins. 6. bekkur A úr Rimaskóla hefur unnið leiksýningu og myndlistarsýningu upp úr íslensku þjóðsögunni um sel- konuna sem átti sjö börn á landi og sjö í sjó. Laugardaginn 18. nóvember verður sýningin þeirra frumsýnd í Fyrtojet ásamt sýningunum frá Danmörku og. Finnlandi og jafnframt verður mynd- listarsýning íslensku, dönsku og flnnsku barnanna opnuð. Ólöf Sverrisdóttir leikstýrir hópn- um og Jónína Margrét Sævarsdóttir leiöbeinir í myndsmiðjunni. Laugardaginn 2. desember verður opnuð sýning í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi á myndverkum frá löndunum þremur auk þess sem ís- lensku börnin sýna ævintýrið sitt. Nú er aö skora Arnar Björnsson íþróttafréttamaður þurfti að sækja nokkra bolta sem sluppu í gegnum klofið á honum. Ungur fótboltastrákur Þeir voru á öllum aldri, fótboltamennirnir sem reyndu sig við Arnar. Rauðu djöfl- arnir íbíó í dag verður frumsýnd í Regnbog- anum og Stjörnubíói Manchester United - Beyond the Promised Land - heimildamynd um vinsælasta og ríkasta íþróttafélag heimsins, mynd þar sem sjónum er beint að leik- tímabilinu 1999-2000. Hér á landi er mikill íjöldi fólks sem er miklir að- dáendur Manchester-liðsins og er ekki að efa að myndin er þeim mik- il búbót. Um síðustu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 11. nóvember, var efnt til leiks í Kringlunni vegna frum- sýningar myndarinnar. Allir þeir sem „skoruðu" í gegnum klofið á Arnari Björnssyni iþróttafrétta- manni fengu tvo boðsmiða á forsýn- ingu myndarinnar. Góð stemning myndaðist í Kringlunni, bæði hjá ungum og gömlum, stelpum sem strákum, og mátti Arnar hafa sig allan við. Allir 250 miðarnir sem voru í boði kláruðust á hálftíma, slík var ásóknin. KLAUSTRÍÐ eioöí (bGÍSG Co-fe L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.