Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 x>v Teygjubyssa á Gaza Palestínskur unglingur skýtur úr teygjubyssu að ísraelskum dátum. Ekkert miðaði í Mið-Austurlöndum Dennis Ross, sendifulltrúi Banda- ríkjastjómar, hélt heim frá Mið- Austurlöndum snemma í morgun eftir árangurslausar viðræður við ráðamenn um leiðir til að binda enda á ofbeldið sem hefur kostað á þriðja hundrað manns lífíð. Tveir Palestínumenn voru skotn- ir til bana i gærkvöld nærri Jeríkó á Vesturbakkanum, að sögn lækna. ísraelski herinn sagði að skipst hefði verið á skotum við Palestínu- menn á þessum slóðum. Fyrr um daginn höfðu aðrir tveir Palestínumenn fallið í átökum nærri Hebron og tólf ára drengur lést af sárum sem hann hlaut i Gaza á miðvikudag. Þrátt fyrir blóbaðið sagðist Yass- er Arafat, forseti Palestínumanna, ekki hafa gefið upp alla von um frið. Ehud Barak, forsætisráðherra fsra- els, var ekki jafnbjartsýnn. Málsókn vegna kúariðuveiki Lögmaður tveggja franskra fóm- arlamba Creutzfeldt-Jakob veikinn- ar, annars látins, ætlar að höfða mál gegn frönskum og breskum yfir- völdum og Evrópusambandinu fyrir að hafa ekki brugðist rétt við kúariðufári á níunda og tíunda ára- tugnum. Vegna fjölda kúariðutil- fella í Frakklandi hafa Spánn og Ungverjaland bannað innflutning á nautakjöti þaðan. Ítalía íhugar inn- flutningsbann og þrýstingur er á yf- irvöld í Bretlandi að bregðast við á sama hátt. Sala á nautakjöti í Frakklandi hefur minnkað um 40 prósent undanfamar vikur. Handtalning atkvæða leyfð í Flórída: Úrslitin ráðast kannski í nótt Hæstiréttur Flórída heimilaði í gær að atkvæði úr forsetakosning- unum yrðu handtalin í nokkrum sýslum í Flórída. Samkvæmt opin- berum tölum er George W. Bush, forsetaefni repúblikana, enn með 300 atkvæða forskot á A1 Gore, for- setaefni demókrata. Níu dagar eru nú liðnir frá því bandaríska þjóðin gekk að kjörborð- inu til að velja sér forseta. Hugsan- legt er að úrslitin liggi ljós fyrir næstu nótt þegar þúist er við að for- maður yfirkjörstjórnar á Flórída staðfesti niðurstöður kosninganna í ríkinu. í húfi eru 25 kjörmenn. Þeir munu ráða úrslitum um hvor verð- ur næsti forseti Bandaríkjanna, Bush eða Gore. Hart er nú deilt um það i Flórída Handtalningin hafin Formaður kjörstjórnar i Palm Beach meö atkvæðakassa í fanginu. hvaða atkvæði verða talin með þeg- ar lokaúrslitin verða kynnt og hafa dómstólar fengið málið til úrskurð- ar. Stuðningsmenn Gores vilja handtalningu í kjördeildum þar sem demókratar hafa allajafna meiri- hluta. Kosningastjórar Bush leggj- ast hins vegar gegn endurtalningu og vilja að úrslit frá því á þriðjudag ráði. Katherine Harris, innanríkisráð- herra Flórída og eldheitur stuðn- ingsmaður Bush, hefur sagt að úr- slitin sem hún staðfesti á þriðjudag, það er 300 atkvæða forskot Bush, stæðu og hið eina sem gæti breytt þeim væru utankjörfundaratkvæði. Hvernig þau falla verður ljóst í fyrramálið að íslenskum tíma. Á meðan berjast lögmenn flokkanna. Tekiö í höndina á forsetanum Bill Clinton Bandaríkjaforseta hefur veriö tekið með kostum og kynjum í Víetnam þar sem hann er nú í heimsókn, fyrstur Bandaríkjaforseta eftir að Víetnamstríðinu lauk fyrir 25 árum. Nokkrir krakkar teygðu sig út um giuggann á heimili sínu til að geta tekið í höndina á forsetanum sem var að kaupa jólagjafir í handverksbúð við hliðina. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Álakvísl 25,0101, 3ja herb. íbúð, hluti af nr. 21-31 og hlutdeild í bílskýli, Reykja- vík, þingl. eig. Anna Guðjónsdóttir, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Bauganes 44, íbúð á efri hæð ásamt bíl- geymslu m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jytte Th. M. Jónsson og Helgi Jónsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf., Landsbanki íslands hf., höfuðst., Lánasjóður íslenskra námsmanna og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Bergstaðastræti 48, 66,6 fm verslun á 1. hæð, með aðaldyrum á liorni hússins, ásamt geymslu, 0005 m.m., Reykjavík, þingl. eig. íslenskar fyrirsætur ehf., gerð- arbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Dalbraut 1, 0104, 39,4 fm þjónustuhús- næði í næstnyrsta eignarhluta á jarðhæð, Reykjavík, þingl. eig. Þorgeir Jóhanns- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Eiðistorg 13, 010104, 109,3 fm verslun m.m. ásamt geymslu merkt. 0014 (áður merkt 0105), Seltjamamesi, þingl. eig. Bjöm Ingólfsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvem- ber 2000 kl. 10.00. Frakkastígur 12a, 0204, íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Amar Sveinsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Lífeyr- issjóður sjómanna og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00.___________________________________ Garðyrkjustöðin í Reykjadal, spilda úr landi Reykjahlíðar, Mosfellsbæ, þingl. eig. Erlingur Olafsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Grandagarður 8,010105,888,8 fm iðnað- arhúsnæði á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hamra ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Hólmaslóð 2, 0101, 294,5 fm vinnslusal- ur á 1. hæð og skrifstofa og starsmanna- aðstaða á 2. hæð 38,6 fm, Reykjavík, þingl. eig. Nónborg ehf., Bíldudal, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Hraunberg 4, 0301, rishæð V-endi, Reykjavík, þingl. eig. Eggert Amgrímur Arason, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00.___________________________________ Hverfisgata 82, 010102, verslunarhús- næði í V-enda, 83,3 fm, Reykjavík, þingl. eig. ÍS-EIGNIR ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Laufengi 27, 0201, 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Danfríður Kristín Ámadóttir, gerðarbeið- endur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraemb- ættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. ' Laufengi 104, 0102, 3ja herb. íbúð, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Bjömsdótt- ir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. nóv- ember 2000 kl. 10.00. Laugavegur 22a, Reykjavík, þingl. eig. GAM ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Rjúpufell 27, 0301, 4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Einar Erlendsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Suðurlandsbraut 6,010101, verslunar- og skrifstofurými á I., 2. og 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Fjölritun Nóns ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Æsufell 4, 0106, 5 herb. ibúð á 1. hæð, merkt F, Reykjavík, þingl. eig. Snæbjöm Kristjánsson, gerðarbeiðendur Islands- banki hf., höfuðst. 500, og Tollstjóraemb- ættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Laugateigur 8. 0001, 4ra herb. kjallaraí- búð og 1/4 lóðar, Reykjavík, þingl. eig. Jón Ólafsson, gerðarbeiðendur íslands- banki-FBA hf., Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 13.30. Skeljagrandi 5, 0103, Reykjavík, þingl. eig. Bjöm Ævarr Steinarsson og Vilhelm- ína Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður, Skeljagrandi 5, húsfélag, og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 10.00. Skólavörðustígur 22c, 020101, geymslu- skúr á baklóð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Magnús Matthíasson, gerðarbeiðandi Erlingur Sigurður Davíðsson, þriðjudag- inn 21. nóvember 2000 kl. 10.30. Vesturgata 16,010101, l.hæðogkjallari. 010201, 2. hæð. 010301, 3. hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Sturlungar ehf., gerðar- beiðandi Kristinn Hallgrímsson, þriðju- daginn 21. nóvember 2000 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Stuttar fréttir Hvetur til einingar Joseph Estrada, forseti Filippseyja, sem réttað verður yfir í næsta mánuði vegna meintrar mútuþægni, hvatti í morgun til einingar meðal þjóðarinnar. Stj órnarandstaðan krefst þess að Estrada segi af sér. Japanir á hvalveiðar Floti japanskra hvalveiðiskipa sigldi í morgun áleiðis til Suður- skautslandsins tæpum sólarhring eftir að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hvatti Japana til að hætta hval- veiðum. Mir sökkt í Kyrrahafið Rússneska geimstöðin Mir verður tekin úr notkun í febrúar á næsta ári. Verður stöðin látin falla í Kyrrahafið. Eldur vegna jurtaolíu Jurtaolía var notuð í vökvaafls- kerfi skíðalestarinnar í Kaprun i Austurríki sem eldur kom upp í. Jurtaolía brennur við lægra hitastig en jarðolía. Hafi lega í vökvaafls- kerfinu hitnað kann að hafa kvikn- að í jurtaolíunni, að því er sérfræð- ingar segja i viðtali við austurrískt dagblað. Njósna ekki um Kúrsk Fulltrúi NATO sagði í gær að Rússar þyrftu ekki að óttast njósnir bandalagsins við kafbátinn Kúrsk. Rússar hafa sprengt að undanfórnu við kafbátinn til að fæla forvitna frá. Samtal yfir kvöldverði Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ræddu evrópsk málefni yf- ir þriggja klukku- stunda löngum kvöldverði i gær. Voru viðræðurnar undirbúningur fyrir leiðtogafund ESB í Frakklandi í desember. Robin Cook, utanríkis- ráðherra Bretlands, varaði í gær Blair við einangrun tækju Bretar ekki fullan þátt i evrópskri sam- vinnu. Rannsókn á þjófnaði Fulltrúar bresku hirðarinnar sögðu að starfsmaður, sem grunaður er um að hafa stolið brúðkaupsgjöf til Karls prins og Díönu heitinnar prinsessu, hefði verið látinn hætta störfum um stundarsakir á meðan lögreglan rannsakaði málið. Breskir fjölmiðl- ar segja að bryti Díönu hafi verið handtekinn vegna þjófnaðar á dem- antsskreyttu skipslíkani sem metið er á 170 milljónir íslenskra króna. Skipið var gjöf frá emímum af Bahrain. Létust af landadrykkju Yfir sextíu Keníabúar hafa látist af völdum landadrykkju. Yfir 200 hafa verið fluttir veikir á sjúkrahús vegna drykkju landans. Óttast er að enn sé verið að neyta hans. Flest fórnarlambanna eru úr fátækra- hverfum Nairobi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.