Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 7
7
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000________________________________________________________________
Dv __________________Fréttir
Hættir Flugfélagið flugi til Hornafjarðar?
Aðsóknarmet
hjá Vísi.is
Miövikudagurinn var metdagur í
aðsókn að Vísi.is en þá voru heim-
sóknir á forsíðu þessarar mest sóttu
efnisgáttar landsins ríflega 95.000
talsins. Eiríkur Hjálmarsson, rit-
stjóri Vísis.is, segir þarna mestu
ráða öflugan fréttaflutning af þeim
málum sem hæst ber þessa dagana,
hvarfi Einars Amar Birgissonar,
eftirmálum forsetakosninganna í
Bandaríkjunum og spennandi þingi
ASÍ, en nýir vefir á Vísi.is leiki þar
einnig stórt hlutverk.
„Fréttir af þessum málum öllum
verða vitaskuld fluttar áfram á
Vísi.is um leið og þær gerast, í sam-
starfi við okkar öflugu samstarfsað-
ila, DV og Dag,“ segir Eiríkur.
í síðustu viku voru heimsóknir á
forsíðu Vísis.is um 300.000 og síðu-
flettingar á vefnum alls um 2,7 millj-
ónir. Á metdeginum í gær losuðu
síðuflettingarnar 800.000.
Launamiðinn - skattfrjáls skafmiði!
Þú gætir unniö 100.000 krónur um hver mánaöamót næstu 10 árin. Vinningurinn er skattfrjáls svo þú fengir
100.000 krónur aukalega iagöar beint inn á bankareikninginn þinn. Hugsaöu þér hvaö þaö væri ánægjuiegt aö
skafa til sín 100.000 krónur um næstu mánaöamót. Reyndu svo aö framreikna þá tilfinningu í 10 ár.
Launamiöinn - skattfrjáls skafmiöi!
Allt hangir á
sjúkrafluginu
DV. HOFN I HORNAFIRÐI:______________
Ekki er enn ljóst hver framtíð
áætlunarflugs Flugfélags íslands til
Homafjarðar verður. Blikur eru á
lofti og óttast margir að því verði
hætt. „Óbreytt ástand er ekki viðun-
andi þar sem rekstrarkostnaður er
allt of hár og núna bíðum við eftir
niðurstöðum með sjúkraflugið,"
segir Jón Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags íslands.
„Það er ansi margt sem hangir á
þessu sjúkraflugsútboði og það er
beðið eftir þeim viðræðum og því
sem út úr þeim kemur,“ segir Jón
Karl. Hann segir það ljóst að þær
vélar sem notaðar eru á flugleiðinni
til Hornafjarðar yrðu notaðar til
sjúkraflugs. „Ef sjúkraflug fer eitt-
hvað annað munum við ekki fljúga
slíkum vélum áfram og þá er ljóst
að breytingar verða, því þetta hang-
ir allt saman á því hvernig flugflot-
inn okkar verður í framtíðinni.
Eldsneytisverð og dollarinn hefur
verið að gera líf okkar erfitt í ár, af-
koman hefur farið versnandi og við
verðum að horfa á allar leiðir til að
reyna að snúa því við og ef við fáum
ekki sjúkraflugið er ljóst að miklar
breytingar verða á flugi á vegum
flugfélagsins. í dag er verið að reka
19 sæta vélar og við byggjum okkar
sjúkraflugsútboð á þvi að reka þess-
ar vélar áfram, að því gefnu að rík-
ið styrki reksturinn,“ segir Jón
Karl Ólafsson.
Sjúkraflugsútboðinu er skipt í
norður- og suðursvæði og bauð
Flugfélagið í bæði svæðin. Jón Karl
segir að ef FÍ fengi bæði væri áform-
að að hafa flugvél á Akureyri og þá
myndi sú vél tengjast flugi út frá
Akureyri og vélin fyrir suðursvæð-
ið tengdist Hornafjarðarfluginu.
„Ef við fáum ekki neinn pakka
eða neitt sjúkraflug verður það sjálf-
gert hætta að reka þessar litlu vél-
ar. Nýting flugsins til Hornafjarðar
hefur verið sæmileg, um 50%, og við
teljum að fljúga þurfi tvisvar á dag
til að ná nýtingu en ef ekki er nema
ein ferð á dag, og fólk þarf að gista,
fækkar fárþegum verulega,“ segir
Jón Karl Ólafsson. -JI
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Vignir Þorbjörnsson, flugstöðvarstjóri á Hornafiröi
tekur á móti áætlunarflugvél FÍ.
Gætu 100.000 kr. aukalega á mánuöi í 10 ár breytt einhverju í þínu lífi?