Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
Skoðun
DV
Spurning dagsins
Ertu farin/n að huga
að jólakortunum?
Forsetastóll ASÍ:
Jórunn Helgadóttir nemi:
Nei, ég þarf aö senda örfá og senda
þau um miöjan desember.
Þorleifur Arni Björnsson nemi:
Ekki enn þá en þarf aö senda
25 stykki.
Jón Orn Olafsson nemi:
Já, aöeins, ég þarf aö senda
svona 20 stykki.
Guörún María Jóhannsdóttir
verslunarmaður:
Já, aöeins, ég þarf aö senda
á milli 20 og 30 kort.
Asberg Einarsson sjómaöur:
Nei, en ég þarf aö senda
um 10 kort.
Einar Orn Konráösson trúbador:
Það þarf aö senda heilan helling á
grúppíurnar.
Dagfari
Endurnýjun var æskilegust
Sigurður B.
skrifar:
Enn einu sinni var barist
um forsetastól ASÍ. Ari Skúia-
son, framkvæmdastjóri sam-
bandsins, gat gefið kost á sér á
móti sitjandi forseta. Ari þessi
mun vera hagfræðingur að
mennt og töldu ýmsir tals-
verðan feng að slíkum manni,
tími hugsjónamannanna væri
liðinn.
Vert er að minnast þess að
hin mikla verkalýðshetja Guð-
mundur J. Guðmundsson, sem
á sínum tíma studdi Ásmund
Stefánsson i forsetastól ASÍ,
efaðist siðar um að rétt væri
að hafa hagfræðing i því emh-
ætti, betra gæti verið að
kaupa hagfræðiþjónustu úti í
bæ.
Ég rifja þetta upp nú vegna
viðtals sem nýlega var í DV
við Ara Skúlason þar sem
hann mótmælti því að gengið
yrði að launakröfum framhalds-
skólakennara. Er slíkum manni
treystandi til að taka við leiðtoga-
hlutverki launþega? Þrátt fyrir að
ASÍ hafi mistekist að ná fram mann-
sæmandi launum fyrir sitt fólk væri
öllu nær að samgleðjast kennurum
ef þeim tekst vel upp í kjarasamn-
ingum. - Þetta litla dæmi sýnir að
launafólk hefur hreint enga þörf fyr-
ir Ara Skúlason.
Nær hefði verið að leita eftir hug-
sjónamönnum líkt og gert var þegar
verkalýðshreyfingin var að vaxa úr
grasi og var að ná árangri. Upp í
hugann koma menn eins og Pétur
Sigurðsson á Isafirði og Aðalsteinn
Baldursson á Húsavík. Þetta eru
menn sem ekki eru bundnir á klafa
reikniformúlna. Menn sem eru í
Pétur Sigurösson og Aöalsteinn Baldursson
„Ekki bundnir á klafa reikniformútna."
„Mér er mjög til efs að Ari
eða núverandi forseti séu í
miklum tengslum við
launafólk þessa lands. Þeir
eru hátekjumenn með
hundruð þúsunda í laun á
mánuði og geta því aldrei
skilið láglaunafólk. “
tengslum við launafólk og skilja að
úrbóta er þörf.
Mér er mjög til efs að Ari eða nú-
verandi forseti séu í miklum tengsl-
um við launafólk þessa lands. Þeir
eru hátekjumenn með hundruð þús-
unda í laun á mánuði og geta því
aldrei skilið láglaunafólk. Það
helsta sem verkalýðsforingjar af
landsbyggðinni hafa á móti sér er
hið svokallaða Flóabandalag sem
samanstendur af stóru verkalýðsfé-
lögunum við Faxaflóa og eru löngu
orðin að stofnunum sem hafa
gleymt sínum umbjóðendum og
leggja allt sitt til að viðhalda sjálf-
um sér.
Það hlýtur að vera krafa launa-
fólks að forystumenn þess snúi úr
þeim fllbeinsturni sem þeir eru nú i.
Þegar rætt er um mikinn fjölda er-
lends verkafólks hér á landi er venju-
lega sagt að íslendingar vilji ekki
lengur þessi störf. Þetta er alrangt. -
íslendingar vilja hins vegar ekki
lengur þau laun sem eru i boði, eins
og til að mynda í fiskvinnslunni.
Dómar yfir barnaníöingum
Olöf
skrifar:
Ég tala hér til foreidra sem eiga
börn, stúlkur og stráka, á hvaða
aldri sem er. Haflð þið heyrt fréttir
á síðustu dögum þá hafið þið eflaust
heyrt um manninn sem hlaut 9 ára
fangelsisdóm fyrir að flytja inn E-
töflur. Auðvitað er skelfilegt að eit-
urefnin skuli flæða á silfurfati, eða
svo gott sem, inn i landið okkar. Og
ég hrópa húrra fyrir þessum dómi.
Ég ætla hins vegar að koma því
að hér sem allir ættu að tárast yfir
- nauðgunum og misnotkun á ung-
um börnum - skyldmennum, dæmd-
um barnaperrum og fullum, gröðum
karlmönnum.
Ung stúlka er misnotuð af frænda
sínum, pabba sínum eða vini fjöl-
skyldunnar. Loks þegar stúlkan
ákveður að fara með sitt ógnvænleg-
„Að mínu mati eru það samt
dómaramir í þessum málum
sem eru verstir - með því að
bera þau skilaboð út í samfé-
lagið að frá svona hlutum
segi maður ekki, þetta sé
bara timasóun þeirra frá al-
vörumálum, “
asta leyndarmál, sem búið er að
þjaka hana í svo mörg ár, og leysa
frá skjóðunni, þá er framhaldið
hlægilegt.
Fjölskyldan berst fyrir því að
maðurinn sem þetta gerði fái að
gjalda fyrir með einhverjum hætti.
En viti menn! Hann fær að greiða
málskostnað stúlkunnar og skaða-
bætur sem nema hugsanlega 100
þúsund krónum. - Já, og ekki má
gleyma „átta mánaða skilorðs-
bundnu fangelsi"!
Það væri allt eins hægt að segja
við hann: Bjóddu nú stúlkunni í bíó
og segðu: fyrirgefðu. Fyrirgefðu að
ég hef eyðilagt líf þitt svo illa, sál og
líkama, að þú ert hætt að hlæja,
brosa og hafa gaman af lífinu - en
þetta var nú þér að kenna, þú varst
í alltof stuttu pilsi.
Að minu mati eru það samt dóm-
ararnir í þessum málum sem eru
verstir - með því að bera þau skila-
boð út í samfélagið að frá svona
hlutum segi maður ekki, þetta sé
bara tímasóun þeirra frá alvörumál-
um, svo sem eiturlyfjum. - Ég segi
hins vegar: Tökum nú höndum sam-
an, verndum börnin okkar, því
sama er hversu gömul þau verða,
þau verða alltaf börnin okkar.
Klerkurinn og klaufinn
Undanfama daga hefur mátt lesa i Morg-
unblaðinu ritdeilu formanns Skotveiðifé-
lags íslands og þekkts prests í Reykjavík.
Klerkurinn má ekkert aumt sjá og ólmast
sem óður væri á ritvellinum og eys skít og
skömmum að skotveiðimönnum. Einhvern
tímann hefði verið sagt að það væri ekki
hlutskipti kirkjunnar manna. Er hér komin
ein ástæðan fyrir virðingarleysi almenn-
ings gagnvart kirkjunni og þeim sem henni
þjóna
Rjúpan er klerknum einkar hugleikin.
Hann hefur reynst rjúpunni hinn besti liðs-
maður og hefur ekki í annan tíma komið
fram á ritvöllinn maður sem tekur með
jafn skýrum hætti málstað hænsnfuglsins.
Klerkurinn er greinilega mótfallinn því að
menn veiði sér til matar. Hann hefur þá væntan-
lega aldrei lagt sér til munns fisk eða kjöt enda
mótfallinn drápi á dýrum hverju nafni sem þau
nefnast.
Undarlegur er málflutningur klerksins, en hitt
hefur vakið meiri athygli að formaður Skotveiði-
félags íslands skuli ekki hafa annað þarfara við
tíma sinn að gera en að elta ólar við skrif klerks
sem er úr öllum takti við raunveruleikann.
Á sama tíma og formaðurinn ræðst að klerkn-
Undarlegur er málflutningur
klerksins, en hitt hefur vakið meiri
athygli að formaður Skotveiðifélags
íslands skuli ekki hafa annað
þarfara við tíma sinn að gera en að
elta ólar við skrif klerks sem er úr
öllum takti við raunveruleikann.
um á ritvellinum valsa skotveiðimenn í
röðum um hálendi landsins með ólögleg
vopn á öxlinni, sjálfvirkar byssur sem
bannaðar eru með lögum. Hluti skotveiði-
manna streymir meira að segja tii veiði-
lendna löngu fyrir leyfilegan veiðitíma og
veiöir þá jafnan á friðuðum svæðum. Þetta
lætur formaðurinn sem vind um eyrun
þjóta.
Framkoma hans öll er með eindæmum
klaufaleg. í stað þess að vinna að aukinni
löggæslu og eftirliti með siðlausum skot-
veiðimönnum rembist hann eins og rjúpan
við staurinn og skrifast á við gamlan klerk
með gamaldags skoðanir, klerk sem skilur
ekki menn sem vilja veiða sér til matar.
Það hefði verið skiljanlegt ef klerkurinn
hefði gagnrýnt þá veiðimenn sem brjóta allar
reglur og opinbera siðleysi sitt með ólöglegum
vopnaburði og fleiru. Það lætur klerkurinn ógert
en ræðst þess i stað með offbrsi á alla veiði-
menn, hverju nafni sem þeir nefnast. Árásir
klerksins eru honum til skammar og skrif hans
dæma sig sjálf. p .
ViS.gr AA,
Löndin hornreka
Sigurjón Jónsson skrifar:
Tillaga hægri
flokkanna á þingi
Norðurlandaráðs
um að Eystrasalts-
löndunum yrði _ . ., ....
boðin aðild að Norð- f,^aXáös
urlandaraði naði þurfa Rússar
ekki fram að ganga. að samþykkja?
Við mmnumst þess ............
er Jón Baldvin
Hannibalsson gekk fram fyrir
skjöldu, fyrir um áratug, barátt-
uglaður og kjarkaður, og stuðlaði að
því, að Eystrasaltslöndin fengju við-
urkennt sjálfstæði eftir áratuga
áþján Sovétmanna. Þar var vask-
lega að verki staðið. Vakti raunar
heimsathygli. Nú virðast önnur
sjónarmið ríkja. Kannski það sem
Steingrímur J. Sigfússon minntist á
í fréttaviðtali 7. nóv. sl., að það
þyrfti m.a. að ræða þetta mál við
Rússa (?). - Það skyldi nú ekki vera,
að segja megi eins og forðum: „Þar
liggur hundurinn grafinn"?
Herjólfur Samskipa
Grétar Sigurðsson hringdi:
Ég hef fylgst með skrifum og um-
ræðu um hið svokallaða Herjólfs-
mál, þ.e. tilfærslu reksturs ferjunn-
ar til Samskipa i Reykjavík. Ekki er
hægt annað en að hallast að þeirri
skoðun sem sumir hafa, að rekstur-
inn muni smám saman verða til
þess að ferðir Herjólfs leggist niður
og öllum farþegum beint til innan-
landsflugs Flugleiða og svo fragt-
inni til Samskipa. Það er erfitt í inn-
anlandsfluginu og tilfinnanlega
vantar farþega til að ná saman end-
um. Við hverju má þá ekki búast
þegar rekstur farþegaferju er ann-
ars vegar?
Útvarpshúsið í Efstaleiti
Húsið hýsir bestu fréttastofu iands-
ins, aö mati bréfritara.
Traust fréttastofa
Ragnar Guðmundsson skrifar:
Fréttastofa RÚV hefur lengi verið
besta og traustasta fréttastofa lands-
ins. Norðurljósamenn virðast end-
anlega hafa gefið Bylgjuna upp á
bátinn sem fréttamiðil og Stöð 2 hef-
ur slappast mjög. Reynsluleysi
starfsmanna og viðvarandi tækni-
klúður gera fréttir Sjónvarpsins
sorglegar. Hins vegar verða fréttir
Útvarps stöðugt betri, einkum á
morgnana. I haust hafa morgun-
fréttir gengið í nýja lífdaga með nýj-
um umsjónarmanni, Pálma
Jónassyni. Fréttir kl. 8 hafa lengi
verið ómissandi. Aðrir fréttatímar á
morgnana voru lengi afgangsstærð
en nú er öldin önnur. Fréttir kl. 9
eru vandlega unnar, fjölbreyttar,
margradda og þar fær maður nú all-
ar helstu fréttir morgunsins. Fréttir
kl. 10 og 11 voru og hálfgerðar
ruslakistur, eintóna afgangsfréttir.
Nú eru þær stundum margradda og
yflrleitt merkilegri. Og svo koma
hádegisfréttirnar. Algjörlega
ómissandi. - Til hamingju, Markús.
Lýsiö miðborgina
Guðný Björnsdóttir hringdi:
Ég skora á borgarstjóra að láta
lýsa miðborgina betur en nú er gert,
og ekki bara fyrir jólin, heldur alltaf
yfir veturinn.. Það er áberndi hve
Lækjartorg og næsta svæði þess er
dimmt og drungalegt, t.d. séð ofan
frá í Bakarabrekkunni. Lækjargat-
an stingur í stúf hvað þetta varðar.
Hún er upplýst. En Austurstræti
allt er líka vanlýst og ekki vanþörf
á að bæta úr. Og nú er tækifærið,
fyrir jólin.
rm
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.